Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR (Harry) Bilson hef- ur verið nokkuð ötull við sýningar- hald hér en þetta er sjötta einkasýn- ing hans hér á landi. Haraldur er fæddur árið 1948, íslenskur í móð- urætt og á breskan föður. Hann bjó hér á landi fram á sjötta aldursár er hann fluttist til Bretlands. Að eigin sögn undi hann ekki í listaskólum og er því að mestu sjálfmenntaður, fyrstu einkasýningu sína hélt hann 21 árs að aldri. Myndefni Haraldar er lífsgleðin eins og titill sýningarinnar gefur til kynna en honum er einnig hverf- ulleikinn og óðfluga tíminn hugleik- inn. Hann birtir gjarnan augnablik gleði og leiks, börn og fullorðnir að leik á grænum engjum, götumyndir úr borgum, veislugleði. Myndir hans eru litríkar og fallegar fyrir augað, best heppnaðar finnst mér þær ein- földustu, sveitarómantík eins og nr. 40, Hvað er þar? Einnig þær sem minna á málverk fyrri alda, eins og nr. 19, Á síðustu stundu, þar sem litanotkun og fjöldi persóna á mynd- inni minna t.d. á verk Hieronymos Bosch, þótt myndefnið sé annað. Annars eiga myndir Harrys það sameiginlegt að eitthvað í mörgum þeirra minnir mann á fræga málara tuttugustu aldarinnar, til dæmis Marc Chagall eða súrrrealista eins og Giorgio de Chirico eða René Magritte. Ætlun Haraldar Bilson er heldur ekki að vera stefnumarkandi í myndlist í upphafi nýrrar aldar, markmið hans er að skapa falleg verk, fólki og sjálfum sér til augna- yndis, og það tekst honum með ágætum, það er ekki öllum gefið. Málverkin á sýningunni eru öll í afar stórum, gylltum römmum, stóru myndirnar bera þá vel en ekki fannst mér það henta litlu mynd- unum. Eins saknaði ég ártals á verkunum, á sýningunni er ekki ljóst frá hvaða tíma verkin eru, þó geri ég ráð fyrir að þau séu ný og nýleg. Í sýningarskrá er sagt að Harry hafi sýnt verk sín „í virtum listsýningarstöðum í fjölmörgum löndum, í nánast öllum heimsálfum“ og efast ég ekki um að svo sé. Ég hefði þó gjarnan viljað fá að sjá hvaða sýningarstaði um er að ræða og hvaða sýningar, slíkt getur auð- veldað fólki að setja listamenn í samhengi við umhverfið og glöggva sig á ferli þeirra. Gallerí Fold sýnir nú líka í Ljós- fold ljósmyndir Guðmundar Hann- essonar ljósmyndara (1915–1987) sem Ragnar Th. Sigurðsson bjó til vinnslu. Guðmundur Hannesson vann við ljósmyndun í áratugi, var með eigin stofu og rak fyrirtæki sem sérhæfði sig í póstkortagerð. Hann ferðaðist mikið um landið og tók náttúrumyndir. Hér hafa verið valdar myndir af Reykjavík sjötta áratugarins, flestar teknar í og við miðbæinn. Eins og alltaf er gaman að skoða myndir frá fyrri tímum og bera saman við nútímann, einhvern veginn er oft eins og margt hafi ver- ið fallegra þá. Færri bílar, fólkið fal- legar klætt, heimurinn ekki orðinn eins fullur af óþarfa og hann er núna. Það er líka eins og birtan hafi verið fallegri hér áður, en í þessu til- felli er sú tilfinning líklega Guð- mundi Hannessyni að þakka. Málverk eftir Harry Bilson, Hvað er þar? Til augnayndis MYNDLIST Gallerí Fold Til 8. desember. Galleríið er opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14–17. OLÍUMÁLVERK, HARALDUR (HARRY) BIL- SON LJÓSMYNDIR GUÐMUNDAR HANN- ESSONAR Ragna Sigurðardóttir Í JANÚAR síðastliðnum fjallaði undirritaður um geisladiskinn Englabörn, tónlist Jóhanns Jó- hannssonar við hið umtalaða leik- verk Hávars Sigurjónssonar sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhús- inu. Nú hefur breska útgáfufyr- irtækið Touch gefið verkið út á ný í breyttri hljóðblöndun. Tveimur lögum sem voru á upprunalegu út- gáfunni hefur verið sleppt, Fréttir og veðurskeyti og Spörfugl. Það síðarnefnda var útsetning fyrir harmóníum á laginu Odi et amo. Nýi diskurinn hefst hins vegar og endar á tveimur ólíkum gerðum af Odi et amo og mynda þær þess vegna eins konar ramma um verk- ið. Sú seinni var ekki á fyrri disk- inum og er einkar magnþrungin. Í fyrri grein minni tiltók ég ýmsa kosti geislaplötunnar Engla- barna eins og hún birtist mér þá. Fjallað var um það hversu lofsvert það væri að íslensk tónskáld væru fengin til þess að frumsemja tón- list við ný leikhúsverk og að það lýsti miklum metnaði lítilla leik- hópa eins og Hafnarfjarðarleik- hússins að ráðast í slíkt. Hér má bæta því við að sú ákvörðun að fá nokkra af bestu hljóðfæraleikurum landsins til að flytja tónlistina er enn frekari vottur um stórhug leikhópsins. Harmþrungin tónlist Jóhanns Jóhanssonar er áhrifarík og býr yfir mikilli fegurð. Ekki fer á milli mála að umfjöllunarefni tónskáldsins er háalvarlegt og hafa menn sagt mér að Jóhanni hafi tekist afar vel að koma andblæ leikverksins til skila í tón- list sinni, en sýninguna sá ég ekki. Og kem ég þá aftur að því sem mér fannst vera ókostur fyrri út- gáfunnar og á því miður einnig við um þá seinni. Nýja diskinum fylgir ekki orð um leikritið og reyndar ekki orð um neitt annað en hvað lögin heita, hverjir leika og hverjir stóðu að tæknilegri hlið útgáfunn- ar. Það er mikill ókostur að menn skuli ekki hafa haft fyrir því að búa til bækling til að upplýsa hlustendur um svo sjálfsagðan hlut eins og söguþráð leikverksins og tengsl hans við tónlistina á geisla- plötunni. Upplýsingar um tón- skáldið hefðu einnig verið vel þegnar (Jóhann Jóhannsson á sér a.m.k. tvo nafna í stétt tónlistar- manna). Einnig hefði mátt segja frá hljóðfæraleikurunum sem hafa unnið verk sitt svo óað- finnanlega vel – en þeir eru Eþos-kvartettinn, Matthías M.D. Hemstock og líkast til tónskáldið sjálft, Jóhann Jóhanns- son. Og ekki hafa menn heldur látið þýða latnesk- an texta Catullusar. Mér vitanlega er latínuþekk- ing ekki ýkja útbreidd nú á dögum. Enn skil ég ekki hvaða tilgangi það þjónar að láta hljóðgervil syngja Odi et amo – og það með amerískum framburði í ofanálag. Og læt ég þá lokið umkvört- unum sem ef til vill hafa fengið óeðlilega mikið rými hér, því hér er að öllu öðru leyti á ferðinni hinn ágætasti geisladiskur. Kostur þessarar nýju útgáfu er mun mýkri og í alla staði fallegri hljóð- mynd. Hér hefur tekist sérstak- lega vel til og er hljómur plöt- unnar í miklu betra samræmi við andblæ tónlistarinnar. Þegar ég fjallaði um fyrri útgáfuna á sínum tíma minnir mig að ég hafi notað orð eins og „látlaus“, „áferðarfal- leg“ og „ekki ýkja dramatísk“ um tónlistina. Ég held að ég hafi skipt um skoðun. Kannski vegna þess- arar nýju og vel heppnuðu hljóð- blöndunar. Tónlistin er mjög dramatísk á sinn hægláta hátt og mér finnst ekki lengur rétt að segja að hún sé „látlaus“. Hún er hlaðin tilfinningum af ýmsum toga og í henni felst mikil innri spenna. Mér finnst orðið „áferðarfalleg“ heldur ekki eiga við lengur. Tón- list Jóhanns Jóhannssonar við leikritið Englabörn er ekki „áferð- arfalleg“ heldur falleg. Mjög fal- leg. Englabörn í nýjum búningi TÓNLIST Geislaplötur Jóhann Jóhannsson: Englabörn – tónlist við samnefnt leikrit Hávars Sigurjóns- sonar. Flytjendur: Eþos-strengjakvartett- inn (Auður Hafsteinsdóttir (fiðla), Gréta Guðnadóttir (fiðla), Guðmundur Haf- steinsson (víóla), Bryndís Halla Gylfa- dóttir (selló), Matthías M.D. Hemstock (slagverk), Jóhann Jóhannsson (píanó, klukkuspil, harmóníum, orgel og tölvur). Upptökustjórn: Jóhann Jóhannsson. Hljóðritun: Viðar Hákon Gíslason. Heild- arlengd: 48,05. Útgefandi: Touch Music. Útgáfuár 2002. ENGLABÖRN Valdemar Pálsson Morgunblaðið/Ásdís Eþos-kvartettinn er meðal flytjenda á plöt- unni Englabörnum. BANDARÍSKI píanó- leikarinn Christopher Czaja-Sager er stadd- ur hér á landi, en er- indi hans hingað var að hljóðrita geisladisk með verkum eftir Muzio Clementi. Czaja-Sager er bú- settur í Hollandi og hefur komið oft áður til landsins allt frá árinu 1965 og haldið hér tónleika nokkrum sinnum. Upptökum í Salnum er nú lokið, það var Halldór Vík- ingsson sem sá um þær. Czaja-Sager ger- ir ráð fyrir því að þetta verði tveggja diska sett og komi út í vor. „Ég tók upp átta Clementi- sónötur, í tilefni af því að um þess- ar mundir eru liðin 250 ár frá fæð- ingu hans. Ástæða þess að ég kem hingað til að taka upp geisladisk er sú að ég var búinn að velja sal nærri heimili mínu, en hann reyndist of hljómmikill. Ég hef spilað hér þrisvar sinnum, þar á meðal í Salnum. Þegar ég spilaði þar síðast var þar ágætur Bösen- dorfer-flygill, en þegar ég frétti að það væri kominn nýr Steinway- flygill hugsaði ég með mér; – því ekki að taka diskinn upp þar, enda er ég opinberlega „Steinway“- listamaður. Það hafði líka sitt að segja að hér get ég farið í sund á hverjum degi og fengið mér súpu í Gerðarsafni. Þér kann að þykja það skrítið, en mér finnst alltaf eins og ég verði allur heilbrigðari þegar ég er búinn að vera hér í tvo, þrjá daga. Það fylgir því mjög mikil streita að vinna við upptökur, og því finnst mér þetta atriði mik- ilvægt. Í þannig ástandi verður maður að gera allt sem hægt er til að manni líði sem best. Að geta synt, sofið vel, borðað hollan og góðan mat og andað að sér hreinu lofti; – allt stuðlar það að vellíð- an, og eykur mögu- leikann á að maður geri vel.“ Píanónemendur þekkja allir smærri verk Clementis, sem notuð eru til kennslu, en færri vita kannski að hann hann var einn virtasti tónlistarmaður sinnar sam- tíðar. „Clementi hefur verið van- ræktur lengi. Þegar talað er um Vínarskólann eru þeir auðvitað nefndir Haydn, Mozart og Beet- hoven, enda voru þeir snillingar. Clementi var samtímamaður Haydns og Mozarts og þótt hann hafi ekki jafnast á við þá í snilld var hann engu að síður afburða tónskáld og píanóleikari og var kunnasti píanóvirtúós síns sam- tíma. Beethoven hafði mikið dálæti á honum, og mörg verka Clement- is voru eins konar módel fyrir pí- anóverk hans. Beethoven var ekk- ert sérlega hrifinn af sónötum Mozarts, en hann átti hins vegar og æfði allar sónötur Clementis.“ Clementi „upp- tekinn“ á Íslandi Christopher Czaja-Sager Í TILEFNI af útkomu geisladisk- sins Eftir þögnina héldu þeir félagar Óskar Guðjónsson og Skúli Sverris- son tónleika í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Þarsem Skúli býr í New York og er önnum kafinn um heiminn hálfan og Óskar hefur aðsetur í London, var ekki auðvelt að finna kvöld fyrir tón- leikahaldið. Það tókst þó loks og það ríkti friður í Fríkirkjunni þarsem kertaljósin ein lýstu er þeir félagar spiluðu friðsæla tónlist sína þarsem samleikurinn ríkti öllu öðru ofar. Á diski þeirra félaga má finna 14 smá- lög, sjö eftir Óskar, sex eftir Skúla og eitt sömdu þeir í sameiningu. Þau eru öll örstutt: frá rúmri mínútu uppí tæpar fjórar. Í kirkjunni léku þeir félagar lögin auk óhljóðritaðra ópusa tveggja, og sum voru eilítið lengi í flutningi en á hljómdisknum og Ósk- ar leyfði sér í tvígang að spinna djassað á hefðbundnari hátt en á diskinum sem er á stundum einum of knappur og var gleðiauki að fá meira kjöt á beinin á tónleikunum án þess að hugblærinn sem felst í samheiti smálaganna, Eftir þögnina, glatað- ist. Svo kom manni einstakasinnum í hug að Óskar mætti fara að gefa smámunaleiknum frí um stund og leita nýrra leiða að kyrrðinni. Smálög þessi eru öll samin fyrir fjölskyldu og vini til að leika við ým- iskonar tækifæri í gleði og sorg. Þau eru ekki veigamikil mörg hver en oft sjarmerandi í einfaldleika sínum. Lög Skúla eru oftar margræðari en verk Óskars, sem búa aftur á móti yfir einstökum sjarma í einfaldleika sínum þegar best lætur hvort sem þau eru tilbrigði við örfáa tóna, hug- hrif eða af poppættinni eins og sætt. Klassísk rómantík streymir oft frá fingrum Skúla og gæðir verk hans þokka s.s. í amedo. Kannski var friðurinn það besta sem þessi fallega kvöldstund í Frí- kirkjunni bauð uppá – friðurinn sem streymdi frá hljóðfærunum og tók sér bólfestu í hjarta áheyrenda – miklu dýpri en sá er tilgerð streitu- losunarmúsík veitir. Smámunir DJASS Fríkirkjan Óskar Guðjónsson, tenórsaxófón, og Skúli Sverrisson, bassagítar. Fimmtudagskvöldið 28.11. 2002. EFTIR ÞÖGNINA Vernharður Linnet Staður í nýjum heimi, Kon- ungasagan Mork- inskinna er eftir Ármann Jak- obsson Í bókinni er fjallað um Morkinskinnu, ís- lenskt konunga- sagnarit frá 13. öld. Morkinskinna markaði tímamót í sagnaritun Íslend- inga: Hún er elsta sagan þar sem rak- in er saga margra konunga á ræki- legan hátt. Í Morkinskinnu er ein elsta frásögn á norrænu máli um sálfræðilega ráð- gjöf til að lækna þunglyndi. Hún er líka heimild um hugmyndir Íslendinga um konungsvald sem fram koma í stöðugum og vægðarlausum sam- anburði konunga í sögunni. „Síðast en ekki síst er þetta sagnarit mikilvæg heimild um af- stöðu Íslendinga til þjóðernis síns enda er þar sagt frá mörgum Íslend- ingum við erlenda hirð,“ segir í frétta- tilkynningu. Bókin er doktorsritgerð Ármanns og afrakstur margra ára rannsókna hans á konungasögunni Mork- inskinnu. Ármann Jakobsson er MA í íslensk- um bókmenntum frá Háskóla Ís- lands. Áður hefur hann sent frá sér bókina Í leit að konungi (1997) auk fjölda greina í innlend og erlend blöð og tímarit. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 352 bls., kilja. Verð: 3.900 kr. Konungasaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.