Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 47 ✝ Ísleifur Örn Val-týsson fæddist í Hafnarfirði 28. des- ember 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Halldóra Skúladóttir, f. 26.4. 1925, og Val- týr Sigurður Ísleifs- son, f. 21.4. 1921, d. 28.12. 1969. Systkini Ísleifs eru: a) Skúli Grétar, f. 16.11. 1946, maki Vilborg Þor- finnsdóttir, b) Bjarni Júlíus, f. 4.11. 1951, maki Linda Antonsdóttir, c) Karólína, f. 26.7. 1962, maki Magn- ús Gunnlaugsson, og eldri hálf- bróðir, Bjarni Valtýsson, 25.6. 1943, maki Sigríður Dögg Guð- mundsdóttir. Ísleifur kvæntist 1971 Guðlínu Gunnarsdóttur, f. 17.11. 1949, d. 7.6. 1976. Foreldrar hennar eru Jóna Arthúrsdóttir, f. 14.8. 1927 og Gunnar K. Guðlaugsson, f. 6.7. 1924, d. 26.4. 2001. Guðlín og Ísleif- ur eiga Valtý Sigurð, f. 11.9. 1970, sambýliskona Aðalbjörg Guðgeirs- dóttir, f. 22.8. 1966, dóttir þeirra er Helga, f. 24.12. 1996. Valtýr á Val- dísi Björk, f. 28.1. 1992, úr fyrri sam- búð. Ísleifur á einnig soninn Ísleif Örn, f. 2.11. 1977. Ísleifur kvæntist, 31.10. 1982, eftirlif- andi eiginkonu sinni Sigurbjörgu Þor- varðardóttur, f. 9.3. 1951. Hún er dóttir Guðrúnar Ólafíu Sig- urgeirsdóttur, f. 5.7. 1932, og Þorvarðar Guðmundssonar, f. 19.10. 1917. Dóttir Sigurbjargar og uppeldisdóttir Ís- leifs frá fimm ára aldri er Harpa, f. 21.1. 1975, sambýlismaður Björg- vin Pétursson, f. 19.6. 1974. Ísleifur bjó alla sína tíð í Hafn- arfirði ef frá eru talin nokkur ár í Ólafsfirði og á Akureyri. Mestan hluta ævi sinnar stundaði Ísleifur sjómennsku en einnig starfaði hann í nokkur ár sem tækniteikn- ari. Í janúar 1994 lenti Ísleifur í al- varlegu sjóslysi og náði hann aldr- ei fullri heilsu eftir það. Ísleifur var ötull stuðningsmaður handknatt- leiksdeildar Hauka. Útför Ísleifs verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég ætla hér með nokkrum fátæk- legum orðum að kveðja elskulegan uppeldisföður minn, Ísleif. Ísleifur kynntist móður minni, Sigurbjörgu, þegar ég var aðeins fimm ára gömul og gekk hann mér strax í föðurstað. Þessi litla nýmyndaða fjölskylda flutti í Hafnarfjörð og björt framtíðin blasti við henni. Ýmsir erfiðleikar áttu þó eftir að koma upp. Fyrsta áfallið var þegar Ísleifur veiktist 1984 og þurfti að gangast undir erfiða skurðaðgerð í Lundúnum. Ári seinna þurfti hann aftur að fara til Lundúna í svipaða að- gerð. Þetta voru erfið veikindi en Ís- leifur náði sér að mestu leyti með ótrúlegri seiglu og baráttu. Árið 1994 kom svo reiðarslagið, Ísleifur lenti í alvarlegu sjóslysi og var vart hugað líf. Í mánuð sátum við mamma ásamt nánustu ættingjum yfir honum á gjörgæsludeild. Ég var oftar en einu sinni kölluð upp á spítala til að kveðja Ísleif, svo alvarlegt var ástandið. Enn og aftur sýndi Ísleifur úr hverju hann var gerður, hann hafði þetta af. Við tóku löng og ströng ár í endurhæf- ingu en Ísleifur náði aldrei fullri heilsu eftir slysið. Í kjölfarið fékk hann tvisvar heilablóðfall og tók það enn meira frá honum. Það er með ólíkindum hvað hægt er að leggja á einn mann, ævisaga hans yrði lyginni líkust ef hún yrði rituð. Þrátt fyrir þessa ótrúlegu veikindasögu var með ólíkindum að maðurinn stóð ávallt eins og klettur og hélt alltaf í vonina um að hann myndi ná sér aftur. Í mín- um augum var Ísleifur hetja, hann barðist eins og hetja við allt það mót- læti sem hann þurfti að mæta í lífinu, það var fyrst núna sem hann þurfti að láta í minni pokann. Barátta hans og lífsvilji verður mér ávallt mikilvægt veganesti í lífinu. Síðustu tvö árin dvaldist Ísleifur á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar leið hon- um mjög vel. Didda var hans vinstri og hægri hönd á Hrafnistu, henni fæ ég aldrei fullþakkað. Ísleifi fannst samt alltaf jafn gott að koma heim um helgar. Þar gat hann farið í almenni- lega sturtu og snyrt sig að vild. Öðru eins snyrtimenni hef ég aldrei kynnst, sama hvað bjátaði á skyldu bartarnir alltaf vera hnífjafnir og skeggið vel snyrt. Ísleifur var mikill áhugamaður um íþróttir. Hann reyndi að mæta á alla heimaleiki Hauka í handknattleik allt til síðasta dags. Hann var dugleg- ur að hvetja mig áfram í íþrótt minni og var alltaf mjög stoltur af mér. Elsku Ísleifur, nú er þrautagöngu þinni lokið og þú hefur fengið hvíld- ina. Vonandi líður þér betur núna. Þú áttir þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þú munt ávallt eiga vísan stað í hjarta mínu. Þín Harpa. Mágur okkar Ísleifur Valtýsson hafði ekki farið varhluta af þrauta- göngu lífsins þegar við kynntumst fyrst fyrir rúmum 20 árum. Sigur- björg systir okkar og hann bjuggu all- an sinn búskap í Hafnarfirði og voru samhent í smekkvísi sinni og snyrti- mennsku og komu sér upp einstak- lega fallegu heimili þar sem tekið var á móti ættingjum og vinum með hlýju og höfðingskap og börnin voru sér- staklega velkomin. Áhugi Ísleifs á velferð Hörpu dótt- ur Sigurbjargar kom fljótt í ljós. Hann hafði alltaf mikinn metnað fyrir hennar hönd, bæði í námi og íþróttum og fylgdist með af miklum áhuga. Hann mætti oftast á leiki þegar hún var að spila, jafnvel eftir að heilsan fór að bresta. Harpa sýndi það líka bæði í orði og athöfnum að hún mat Ísleif mikils og var honum stoð og stytta í veikindum hans. Seinustu árin gekk Ísleifur ekki heill til skógar. Hann lenti í alvarlegu slysi fyrir tæpum 9 árum og var aldrei samur eftir. Hvað eftir annað virtist sem veikindi myndu yfirbuga hann, en honum virtist ætluð lengri ganga. Síðust vikur hafa verið Sigur- björgu, Hörpu, Halldóru og Valtý erf- iðar, en Ísleifur hefur nú fengið hvíld. Við kveðjum hann með þakklæti í huga, minnumst góðu stundanna og biðjum Guð að styrkja ættingja og vini í sorginni. Guð blessi minningu Ísleifs Valtýs- sonar. Sigurgeir, Ásta, Ólafur Þór og fjölskyldur. Þau voru erfið sporin inn á Land- spítalann þegar ég vissi að nú væri stundin að renna upp þar sem ég var að fara að kveðja kæran vin minn. Við Leifi höfum verið miklir vinir alla tíð, við ólumst upp saman á Selvogsgöt- unni. Aldrei hefur okkur orðið sund- urorða né fallið neinn skuggi á okkar vináttu. Þvert á móti hefur vinátta okkar eflst og styrkst á síðustu árum. Lífið hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá honum Leifa mínum, slys og veikindi hafa markað djúp spor í lífi hans. Það er svo ótrúlegt hvað hann hefur þurft að ganga í gegnum, að maður getur ekki annað en hugsað „hver er tilgangurinn“? Þrátt fyrir allt mótlætið var stutt í stríðnina og húmorinn. Ég minnist þess þegar við fórum saman til Kanarí vorið 2000, þegar við sátum á kvöldin í hlýjum andvaranum og rifjuðum upp gamla daga, hlógum og nutum nærveru hvor annars. Við ræddum líka um vinátt- una, hversu dýrmæt hún er, en hvar voru allir vinirnir? Af hverju hverfa þeir oft þegar maður þarf mest á þeim að halda? Ég veit það ekki og mér er alveg sama sagði vinur minn og yppti öxlum, en ég fann alltaf að auðvitað var honum ekki sama. Kæri vinur, með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir vináttu þína, ég mun sakna þín mikið. Ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti þér og veitt þér frið og ró eftir erfiða lífsgöngu. Elsku Sibba og Harpa, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og þakka ykkur fyrir að hafa staðið eins og klettar við hlið hans á erfiðum tímum. Elsku Dóra, Valli, Skúli, Bjarni og Karólína og fjölskyldur, ég sendi ykk- ur einnig innilegar samúðarkveðjur. Þreyttir hvílast, þögla nóttin, þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum, fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar, yfir jörðu fer. Sof þú væran vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Guð geymi góðan dreng. Þinn vinur Sigurgeir Marteinsson. Í dag er til moldar borinn vinur okkar Ísleifur Valtýsson. Hann lést á görgæsludeild Landspítalans 29. nóv- ember síðastliðinn eftir stutta sjúkra- húsvist. Við kynntumst Ísleifi þegar fund- um þeirra Sigurbjargar vinkonu okk- ar bar saman árið 1980. Hinn 31. okt. 1982 gengu þau svo í hjónaband. Það voru glæsileg hjón sem gengu fram kirkjugólfið þennan eftirminnilega dag og framtíðin blasti við þeim sem bjartur sólskinsdagur. En skjótt skip- ast veður í lofti og enginn ræður sín- um næturstað. Ísleifur gekkst undir hjartaaðgerð árið 1985 og má segja að hvert áfallið hafi dunið yfir æ síðan. Mesta áfallið var þegar hann varð fyr- ir lífshættulegu slysi um borð í skipi árið 1994. Frá þeim degi háði hann harða baráttu við að ná heilsu aftur. Ótrúlegur viljastyrkur og í raun mikil hreysti gerði honum kleift að ná tölu- verðri heilsu á ný. Hann kvartaði aldrei og gerði allt til að geta verið heima með eiginkonu sinni, sem var honum slík stoð og stytta í öllu sem að honum laut að enginn hefði unnið það verk betur. Og Hörpu, sem hann ól upp frá fimm ára aldri, hann vildi hann bera á höndum sér. Þessa vænt- umþykju endurgalt Harpa í ríkum mæli, því hún dáði Ísleif. Það var stór- kostlegt að sjá hvernig þau Sibba og Ísleifur reyndu að gera gott úr öllu og njóta lífsins sem best. Urðu sólar- landaferðir fyrir valinu, enda mikil bót fyrir heilsu hans. Við þökkun Ísleifi góða viðkynn- ingu og skemmtilegar samverustund- ir, þær gerðu okkur ríkari en áður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Elsku Sibba, Harpa, Valtýr og Dóra og aðrir aðstandendur. Megi góður guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Blessuð sé minning Ísleifs Val- týssonar. Ásrún og Helga. ÍSLEIFUR ÖRN VALTÝSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, ARNFRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Hólmgarði 56, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðju- daginn 26. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Pálsson, Anna Guðrún Guðmundsdóttir, Valur Helgason, Harpa Bjarnadóttir, Sævar Helgason, Sigurdís Sigurðardóttir og ömmubörnin. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR INGÓLFSSON sendibílstjóri, Bleikjukvísl 16, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 4. desember. Þóranna Erla Sigurjónsdóttir, Ingólfur Sigurðsson, Birna Bjarnadóttir, Sigurjón Sigurðsson, Kristín B. Gunnarsdóttir, Erlingur Sigurðsson, Sigurður Sævar Sigurðsson, Guðfinna Björg Björnsdóttir, Laufey Sif, Bjarni Grétar, Sigurbjartur, Þóranna Erla og Bára Jórunn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON bifreiðarstjóri, Sóleyjargötu 18, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugar- daginn 7. desember kl. 14.00. Ester Teitsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Þórður Þ. Þórðarson, Fríða Sigurðardóttir, Teitur B. Þórðarson, Ásdís Dóra Ólafsdóttir, Lilja Þ. Þórðardóttir, Valgeir Valgeirsson, Guðni Þórðarson, Linda G. Samúelsdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Göran Håkanson, Ólafur Þórðarson, Friðmey B. Barkardóttir, Kristín Þórðardóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍSABET ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR, Skólagerði 9, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 3. desember. Jens Línberg Gústafsson, Ólafía Línberg Jensdóttir, Magnús Línberg Jensson, Lára Ólafía Einarsdóttir, Elísa Línberg Jensdóttir og barnabarn. Ástkær bróðir okkar og frændi, GUÐBJARTUR ÞÓRÐARSON bifreiðarstjóri, Aðalstræti 126a, Patreksfirði, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar laugardaginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 7. desember kl. 14.00. Halldóra Þórðardóttir, Guðfinna Ólína Hjaltadóttir, Ingibjörg Eygló Hjaltadóttir, Andres Þórðarson, Salome Guðjónsdóttir, Ásgeir Einarsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.