Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS Járnasett Betra ver› Ozone járnasett, 3-pw 14.000 MacGregor DX, 3-pw 17.900 MacGregor MT 3-pw 29.900 MacGregor VIP 3-pw 54.900 Trékylfur PING driver 29.900 Titleist 975J driver 42.500 Ozone 7-tré /grafít 4.000 Pútterar PING pútter, standard 8.900 PING pútter, Isophur 13.900 Ozone pútter 1.500 Pokar og kerrur Fer›apoki 3.990 Fer›apoki á hjólum 4.990 Kerrupoki 9" 5.000 Bur›arpoki-lítill 3.000 Unglingapokar 1.500 Ál-kerra 4.900 Anna› FootJoy kvennaskór 9.900 Púttbraut 6.5 fet 3.900 Unglingasett m.poka 12.900 Unglingakylfur 1.500 Flís-vindvesti 7.990 Golf boltar/ 15 stk 1.500 Vei›arar 15´ 2.500 Langar flig a› prufa! • D‡rasta (75.000) driverinn? • D‡rasta (33.000) pútterinn? • Stærsta (500cc) kylfuhausinn? MIKIÐ ÚRVAL JÓLAGJAFA Öllum f rjáls þá tttaka í golfle ik Golfb úðarin nar Spenna ndi ver ðlaun Sími: 565 1402 / Gsm: 898 6324 Netfang: golfbudin@golfbudin.is S T R A N D G Ö T U , H A F N A R F I R ‹ I OP I Ð : 1 1 - 1 9 Jó lal eiku r G ra fí sk a vi n n u st o fa n Buxur Laugavegi 53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 63 Í HAUST hafa Bræðurnir Ormsson auglýst loftbóludekk frá Bridge- stone undir fyrirsögninni: „Algjör- lega sambærileg nagladekkjum í snjó og hálku.“ Í fyrra voru þau auglýst betri en nagladekk í hálku en sú auglýsing var bönnuð af samkeppnisstofn- un. Það er dapur- legt til þess að vita að fyrirtæki leggist svona lágt í markaðssetningu að blekkja fólk þegar eitt mesta ör- yggistæki bílsins að vetrarlagi á í hlut. Í auglýsingunni frá Bræðrun- um Ormsson er vitnað í íslenska könnun sem var gerð á vetrardekkj- um. Í inngangi könnunarinnar er tekið fram að hún sé mjög takmörk- uð og því megi ekki draga almennar ályktanir af henni. Í þessari könnun var aðeins prófað að hemla á ís en ekki var prófað grip dekkjanna við hraðaaukningu og hliðarskrið eða við önnur akstursskilyrði. Sem dæmi má nefna að bíll með ABS- hemla og loftbóludekk mældist stöðvast á 105,35 m í einni mæling- unni en 78,4 m í annarri mælingu við nákvæmlega sömu aðstæður. Þarna munar heilum 27 m við nákvæmlega sömu aðstæður, þetta sýnir að ná- kvæmni mælinganna í þessari könn- un var ábótavant. Einnig rýrir það áreiðanleika könnunarinnar að tveir helstu kostendur hennar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin sem eru helstu andstæðingar nagla- dekkjanna. Í erlendum könnunum kemur fram að ennþá er mikill mun- ur á negldum og ónegldum dekkjum í hálku og snjó. Í stærsta dekkja- prófi sem gert er árlega á Norður- löndum, af stærstu bílablöðunum, kemur mjög skýrt fram að yfirburð- ir nagladekkjanna eru algjörir. Í keilubrautinni og í hringakstri á ís reyndust öll nagladekkin betri en bestu naglalausu dekkin og munaði þar ótrúlega miklu. Sem dæmi þá tók það besta nagladekkið 7,1 sek. að ná hraðanum 30 km/klst. en loft- bóludekkið var 14,2 sek. eða helm- ingi lengur. Hemlunarmælingarnar á ísnum leiddu það ljós að nagladekk voru í sex efstu sætunum. Besta nagladekkið stöðvaði tæpum 14 metrum fyrr en besta naglalausa dekkið (sem var ekki loftbóludekk!). Rannsóknastofa vega og samgangna í Svíþjóð (Väg- och transportfor- skningsinstitut) hefur komist að því að hætta á slysi minnkar um 40% með því að aka á nagladekkjum, miðað við sumardekk, en minkar um 25% með því að aka á nagalausum vetrardekkjum. Allar vandaðri kannanir sýna að nagladekkin eru ótvírætt mun öruggari í vetrarakstri en naglalaus dekk. Val á vetrar- dekkjum getur skilið á milli lífs og dauða og því er það ótrúlegt að fyr- irtæki skuli komast upp með það að bera svona ósannindi á borð fyrir landsmenn. BJARNI ANTONSSON, Hvammsdal 13, 190 Vogum. Loftbóludekkin eru ekki sambærileg nagladekkjum Bjarni Antonsson skrifar: Bjarni Antonsson Í TILEFNI af þingsályktun Páls Magnússonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins, um afnám virð- isaukaskatts af fötum og skófatn- aði barna vill Félag einstæðra foreldra þakka Páli fyrir það frum- kvæði sem hann hefur sýnt með þessari ályktun. Og hvetjum við ríkisstjórnina til að skoða þessi mál með hagsmuni barnafólks í fyrirrúmi en ekki tekjumissi ríkis- sjóðs. Þetta er afar brýnt efni, og kemur einstæðum foreldrum og barnmörgum fjölskyldum einkum vel. Rekstur barna er kostnaðar- samur og er klæðnaður þar afar stór hluti. Börn vaxa misjafnlega hratt og kann það að heyra til undantekninga ef ekki þarf að endurnýja fatnað og þá sérstak- lega útiföt og skófatnað barnanna oftar en einu sinni á ári. Bæði vegna vaxtar barna og slits á fatn- aði. INGIMUNDUR SVEINN PÉTURSSON, stjórnarmaður í Félagi einstæðra foreldra. Barnaföt Frá Ingimundi Sveini Péturssyni: ÞAÐ er ljóst eftir prófkjör Sam- fylkingarinnar í Reykjavík og víð- ar, að svonefnd alþýðubandalags- klíka hefur náð verulegum tökum á flokknum. Það eru því áreiðanlega fleiri en Gísli S. Einarsson sem eru byrjaðir að fá martröð af þeim sök- um. En til að ná þessum völdum hafa fyrrverandi hentistefnu-alla- ballar orðið að ganga inn á þá braut að gerast meiri kratar en all- ir aðrir. Nú er svo komið að þeir eru orðnir kratar kratanna. En gömlu hægri kratarnir úr Alþýðu- flokknum sáluga fórna samt hönd- um og sjá sér kannski fátt annað til bjargar núorðið en að kjósa íhaldið, eins og þeir gerðu raunar af og til í gamla daga. Þeim hugn- ast ekki að kjósa Össur, Bryndísi, Jóa Ársæls, Möggu Frímanns, Mörð og Helga Hjörvar, Einar Karl og þeirra líka. Jafnvel ekki þótt umrætt fólk sé orðið að svo miklum krötum, að Stefán Jóhann og Emil myndu sennilega um- faðma það í bak og fyrir ef þeir væru ennþá ofan moldar. Það er að sumra mati kannski ekki svo mikil breyting, að hverfa frá því að vera sósíalisti og gerast sósíaldemókrati. Enn minni er breytingin auðvitað þegar þeir sem í hlut eiga hafa aldrei verið raun- verulegir sósíalistar heldur aðeins pólitískir ráðleysingjar og tæki- færissinnar. Slíkir einstaklingar eyðilögðu Alþýðubandalagið á sín- um tíma innanfrá. Þeir skilgreina sig víst núorðið sem félagskrata sem aðhyllast markaðskerfi með lýðræðisstjórn. Og í þeim litförótta hópi má sjá gamla Þjóðviljaritstjóra sem muna ekki lengur neitt af því sem þeir skrifuðu í gamla daga, því nú eru þeir orðnir kratar kratanna. Það er sannara en flest annað að veru- leikinn tekur fram öllum skáld- skap. Ég vil leyfa mér að óska gömlum alþýðuflokksmönnum hjartanlega til hamingju með það upplitaða allaballalið sem nú hreiðrar um sig á framboðslistum Samfylkingarinnar. Það er nátt- úrulega kaldhæðnislegt að sjálf- dauðir sósíalistar skuli birtast þar sem afturgöngur í sósíaldemókra- tískum sviðsbúningum, en slíkum trúðum á Samfylkingarsirkusinn þó umfram allt að veita brautar- gengi. Það er áreiðanlega það minnsta sem kratar kratanna eiga skilið! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Kratar kratanna Frá Rúnari Kristjánssyni: mbl.is STJÖRNUSPÁ www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.