Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 33 ÁLAFOSSKÓRINN í Mos- fellsbæ sem stofnaður var 1980 sem starfsmannakór við ullarverksmiðj- una Álafoss h.f. hefur nýverið gefið út geisladisk sem inniheldur 14 lög, þar af 13 við texta úr Kvæðakveri nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Auk þessa er eitt verk fyr- ir þverflautu og píanó. Öll lögin nema eitt eru eftir söngstjórann. Tilurð sönglaganna er rakin til sam- starfs kórsins við Leikfélag Mos- fellssveitar s.l. vor vegna aldaraf- mælis nóbelsskáldsins. Við fyrstu heyrn virðast lögin falla ákaflega vel að texta og vera vel sönghæf með fallegum laglínum og ótrúlega fjölbreytt og sum mjög smellin og skemmtileg. Ekki er hér um flóknar tónsmíðar að ræða sem kanski er ekki heldur ástæða til. Til- raun tónskáldsins til að líkja eftir Íslandsklukkunni í laginu Stóð ég við Öxará er vel heppnuð, en þar endurtekur kórinn í sífellu hljóma sem minna á klukknahljóm og á meðan er kvæðið lesið af einum kór- félaga. Gera verður ráð fyrir að tón- skáldið hafi haft kórinn sinn í huga við samningu og raddsetningu lag- anna enda féllu þau vel að hljómgun kórsins sem virtist njóta þess að syngja þau. Tónhæðin virkaði þó stundum of lág til að kvennaradd- irnar fengju notið sín nógu vel, sem varð til þess að karlaraddirnar stálu senunni á stundum þar sem ekki var tilefni til og verður hluti af því að reiknast á raddsetninguna, en kannski var þetta viljandi gert. Helgi er greinilega hugmyndaríkur lagasmiður og raddsetjari og nær að gæða texta Halldórs lífi á sannfær- andi hátt. Með kórnum léku dætur Helga, þær Hrönn og Kristjana. Flutningur þeirra var hnökralaus og vandaður enda báðar vel mennt- aðir atvinnuhljóðfæraleikarar. Á milli laganna kynnti Böðvar Sveins- son úr Leikfélagi Mosfellssveitar tilurð kvæðanna og gerði því hlut- verki mjög góð og fagmannleg skil. Auk kórlaganna fluttu þær systur Hrönn og Kristjana verk eftir Helga sem nefnist Kveðja og er samið til minningar um látinn ást- vin. Hér er á ferðinni einföld, falleg og melodisk tónsmíð sem var mjög vel flutt. Laglínan liggur að mestu hjá flautunni með sjálfstæðu milli- spili á píanóið, en undirspilið er frekar einhæft og ósjálfstætt og saknaði undirritaður oft sjálfstæðr- ar mótraddar í píanóinu á móti fal- legri línu flautunnar sem gefur möguleika á mjög sjálfstæðum með- leik píanósins. Auk laga Helga söng kórinn kvæðið Helgum frá döggvum himnabrunns í þýðingu skáldsins frá 1942 með hinu hefðbundna lagi Drink to me only.... Sem aukalag söng kórinn eigin útfærslu á enska laginu Bráðum koma blessuð jólin. Hér var á ferðinni bráðsmellin út- færsla með löngum inngangi sem leiðir smám saman inn í lagið. Álafosskórinn er vel syngjandi áhugamannakór og ánægjulegt að sjá að hann kann að taka tóninn þegjandi í stað þess að leggjast á hann við tóngjöf. Hljómurinn var svolítið misjafn og oft dálítið flatur, en samt nokkuð þéttur. Kórinn syngur vel út þegar það á við en þarf þá að passa tónstöðuna betur, sér- staklega vildu karlarnir stundum reika á tóninum í sterkum söng, en annars söng kórinn yfirleitt hreint með góðum samhljóm. Efnisskrá sú er tónleikagestir fengu í hönd var til fyrirmyndar. Ég bið að heilsa öllum sem ég unni TÓNLIST Tónlistarhúsið Ýmir Álafosskórinn í Mosfellsbæ, Hrönn Helgadóttir, píanóleikari, Kristjana Helgadóttir, þverflautuleikari. Kynnir var Böðvar Sveinsson og stjórnandi var Helgi R. Einarsson. Fimmtudagurinn 28. nóv- ember. KÓRSÖNGUR Jón Ólafur Sigurðsson Tíu listamenn opna vinnustofusýn- ingu í Skipholti 33B (fyrir aftan gamla Tónabíó) kl. 20. Listamennirnir eru: Heiðar Þór Rúnarsson, Þórunn Inga Gísladóttir, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Her- mann Karlsson, Sandra María Sig- urðardóttir, Karen Ósk Sigurð- ardóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Hrólfur Vil- hjálmsson og Margrét M. Norðdahl. Á sýningunni verða málverk, ljós- myndir, skúlptúrar og fatahönnun. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag, kl. 14-18. Heima er best að Vatnsstíg 9 Guðlaugur Valgarðsson opnar sýn- ingu kl. 17 í gluggagalleríinu. Þar getur að líta 8 ljósmyndir frá þessu ári. Guðlaugur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með skúlptúr sem sérgrein og hefur síð- an starfað að myndlist á ýmsum vettvangi. Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón- listardeildar verða kl. 20. Á píanó leika Petra Spielvogel, Hjördís Eva Ólafsdóttir, Páll Ivan Pálsson, Ólaf- ur Björn Ólafsson og Ása Briem. Ingibjörg Eyþórsdóttir og Petra Spielvogel syngja lög við undirleik Richard Simm. Gallerí Nema hvað Skólavörðu- stíg Anna Rún Tryggvadóttir opnar myndlistarsýningu kl. 20. Sýningin verður síðan opin frá kl. 15-18 til 11. desember. Þjóðarbók- hlaða, fyr- irlestrasalur Bókakynning Kvennasögusafns Íslands verður kl. 12-13. Eftirtaldir höfundar lesa úr nýjum verkum sínum: Gerður Kristný, Ég veit þú kemur. Marjatta Ísberg: Ljóð- elskur maður borinn til grafar. Sig- urbjörg Þrastardóttir: Sólar Saga. Vigdís Grímsdóttir: Hjarta, tungl og bláir fuglar. Elísabet Ólafsdóttir: Vaknað í Brüssel. Brún, Bæjarsveit Síðasta sýning á leikritinu Taktu lagið Lóa verður kl. 21. Það eru sex leikarar leikdeildar Umf. Íslendings sem fara með hlut- verkin í leikstjórn Guðmundar Inga Þorvaldssonar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gerður Kristný Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Haraldar (Harry) Bilson, Lífsgleði, og ljósmyndasýningu á verkum Guðmundar Hannessonar lýkur á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá 14–17. Listasafn Reykjanesbæjar Samsýningunni Gullpensillinn lýkur á sunnudag. Safnið er opið alla daga frá kl. 13– 17. Sýningum lýkur RÉTTINDASTOFA Eddu – útgáfu hefur gengið frá samningi við kínverska forlagið Lijiang um útgáfu á Sölku Völku eftir Hall- dór Laxness. Síðast kom út bók eftir hann þar í landi árið 1985 og var það einmitt Salka Valka. Lijiang- útgáfan hefur frá því að hún var sett á lagg- irnar árið 1981 gefið út tæplega þrjú þús- und titla, meðal ann- ars verk Günters Grass, Thomas Mann og Marguerite Duras. „Um þessar mundir á sér stað mikil vakning í útgáfu á verkum Halldórs erlendis – í Norður- og Suður-Ameríku, Evr- ópu og nú allt til Asíu,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá Eddu. „Réttindastofa Eddu - útgáfu hef- ur á liðnum árum gengið frá fjölda samninga um útgáfu á verkum Halldórs Laxness erlendis. Lönd sem hafa verið honum lokuð um árabil hafa opnast og hann hefur fest sig í sessi á „gömlum“ mörk- uðum. Á þessu ári hafa verið gerðir samn- ingar um útgáfur á bókum hans í Bret- landi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Noregi, Dan- mörku, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og víðar, auk Kína. Í Þýskalandi kom út sérstök afmæl- isútgáfa í 777 tölusett- um eintökum ásamt hátíðarútgáfu af Sög- unni af brauðinu dýra með myndlýsingum Söruh Kirsch. Fyrr á þessu ári var bókin Brekkukotsannáll gefin út í ritröð er nefnist Stefnumót meistara í Norsku bókaklúbbunum, þar sem nútímalistamenn mála árlega myndir við eitthvert sígilt bók- menntaverk. Í undirbúningi er út- varpsleikgerð eftir Brekkukotsann- ál sem flutt verður í BBC og alþjóðleg stórmynd byggð á Sjálf- stæðu fólki er í farvatninu. Það er því óhætt að segja að verk Halldórs Laxness lifi góðu lífi víða um lönd,“ segir Pétur Már. Salka Valka gefin út í Kína Halldór Kiljan Laxness Í SAL félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17, (hafnarmegin) stendur nú yfir Skúffugallerí en það er oft starfrækt í tengslum við grafíkverkstæði, graf- íkfélög, skóla, söfn og gallerí. Með skúffugalleríi gefst almenningi kost- ur á að kynnast á einum stað graf- íkverkum íslenskra listamanna. Úr- val þeirra verka er nú til sýnis á veggjum sýningarsalarins til 8. des- ember. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14–18. Skúffu- galleríið er opið allt árið um kring þegar sýningar standa yfir og eftir samkomulagi. Einn grafíklistamanna í sal félagsins Íslensk grafík. Grafíkverk á Skúffu- galleríi E kk e rt e ld h ú s á n E L B A .. . P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 INNBYGGINGAOFNAR hvítir-svartir-spegil-stál 11-624: 4ra kerfa hvítur 29.900,- 21-623: 4ra kerfa stál 39.900,- 21-820: 7-kerfa stál 49.900,- 41-820: 8-kerfa, 3 litir 49.900,- DC-70: 2ja hólfa stál 59.900,- Breiðir ofnar, 70 og 90 cm: 700-80: 8-kerfa stál, nýr 69.900,- 101-80: 8-kerfa stál 89.900,- HELLUBORÐ, RAF- OG GAS 4ra h. steypt, hv. eða stál Frá 16.900,- 4ra h. keramik, hv. eða stál - 29.900,- 4ra h. -m/snertirofum, stál - 49.900,- 2ja h. gas, hv. eða stál - 13.900,- 4ra h. gas, hv./sp./stál - 23.900,- 5 hellu gas, stál kr. 45.900,- Raðeiningar í miklu úrvali, m.a. „Barbecuegrill“ á aðeins 19.900,- Veggvifta hvít eða svört 6.900,- Veggháfur 60 cm stál kantaður 19.900,- Veggháfur 90 cm stál kantaður 25.900,- Veggháfur 60 cm stál rúnnaður 24.900,- Veggháfur 90 cm stál rúnnaður 29.900,- Eyjuháfur 65x90 cm stál 59.900,- Ath. Kolsíur fylga (innifaldar í verðinu) Gerð 66 W 955 Með keramikborði og fjölvirkum ofni, hvít 48.900,- Gerð PX61-390 Með keramikborði og fjölvirkum ofni, stál 64.900,- Lygilegt en dagsatt! Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki - nú á eldheitu ti lboðsverði með vænum jólaafslætti! 2ja ára ábyrgð. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. PAKKATILBOÐ: Við kaup á 2 tækjum samtímis veitum við 3% aukaafslátt, 5% við kaup á 3 tækjum og 7% við kaup á fjórum eða fleiri. ELDHEITT JÓLATILBOÐ 60x60x85 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.