Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. L AUSATÖK, skuldasöfn- un og útgjaldaþensla voru meðal þeirra orða sem Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðis- flokks, notaði í gær í fyrri umræðu um A-hluta fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003 sem fram fór í borgarstjórn í gær. Björn gagnrýndi að tilraunum til að sporna gegn þenslunni væri beint að gömlu fólki, börnum á leikskólaaldri og foreldrum þeirra. Lagði Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F- lista, áherslu á að fallið yrði frá fyr- irhuguðum niðurskurði í fé- lagsstarfi aldraðra. Hann lýsti einn- ig áhyggjum sínum af ábyrgðum borgarinnar vegna fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mælti fyrir frumvarp- inu. Hún sagði meginmarkmið fjár- hagsáætlunarinnar þau sömu og áð- ur; að auka lífsgæði með öflugri fjárfestingu. Í samanburði á skuld- um stærstu sveitarfélaganna, sem hlutfall af skatttekjum árið 2001, standi borgarsjóður vel. Aðeins Sel- tjarnarnes hefði verið með lægra hlutfall en Reykjavík. Áhersla væri áfram lögð á ábyrga fjármálastjórn, að auka hagkvæmni og leita nýrra leiða í þeim efnum. Þjóðhagsspá benti til þess að efna- hagsuppsveiflunni væri nú lokið og að atvinnuleysi færi vaxandi. Því mundi draga úr vexti skatttekna sem setti rekstri og framkvæmdum ákveðnar skorður. Í slíku árferði væri forgangsröðun verkefna mik- ilvægari en ella og því hefði verið skipuð nefnd sem fara mundi yfir hvar mætti draga úr útgjöldum. Furðaði hún sig á að Sjálfstæðis- flokkur hefði neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar. Björn Bjarnason spurði hvers vegna í ósköpunum sjálfstæðismenn ættu að tilnefna fulltrúa í slíka nefnd. Þeir yrðu að axla ábyrgð á fjármálum Reykjavíkur sem bæru hana. Tal um fjölskipað stjórnvald væri merkingarlaust þegar litið væri til stjórnarhátta R-listans í Reykjavík. Mótmælti málsmeðferð Björn mótmælti hvernig staðið var að framlagningu fjárhagsáætl- unarinnar, en einungis A-hluti hennar, sá sem væri borinn uppi af skatttekjum, hefði verið lagður fram til umræðu í gær. Það væri með öllu óviðunandi að ekki væri staðið þann- ig að framlagningu áætlunarinnar að hún næð yfir borgarsjóð auk stofnana og fyrirtækja borgarinnar, sem mynduðu samstæðureikning- inn. Ástæðan fyrir þessari hálfkör- uðu fjárhagsáætlun væri skortur á upplýsingum frá Orkuveitu Reykja- víkur, einkum dótturfyrirtækjum hennar og þá sérstaklega Línu.Neti. Í svari félagsmálaráðuneytis til Björns, um hvort löglegt væri að leggja fjárhagsáætlun fram í tvennu sem skattfé borgarbúa æt ráðstafa með þessum hæt Björn til að því fé sem æ þessum málaflokki yrði va koma í veg fyrir fyrirhuga arlokanir leikskólanna. Þá ætti að draga sam lagsþjónustu við aldraða þannig um 15 milljónir krón væg fjárhæð fyrir borga niðurskurðurinn raskar líf þeirra, sem þjónustunnar þessu máli þarf að taka áðu hagsáætlunin fær endan greiðslu,“ sagði Björn. Þá listinn ábyrgð á hækkun le lagsbústöðum sem bitnað einhleypum konum og ei foreldrum. „Og þessi sam ber ábyrgð á því að O Reykjavíkur keypti nýlega arakerfið af Línu.Neti fyr 1.800 milljónir króna og ha sér fyrir því að nú rís höf hús undir Orkuveituna s kosta á fjórða milljarð krón Björn. Fjármálastefna R-lista þess merki að listinn he sjónar á því meginhlutverk fulltrúa að tryggja bor góða grunnþjónustu. Fjárh unin væri reist á veikum gr hefði blasað við þegar bor lagði annars vegar fram t 514 milljóna króna niðursk enn hefði ekki verið útfæ hins vegar að skipuð skyldi arnefnd með þremur borg um til að sporna við útgjöld fram varanlegri hagræð sparnaði í rekstri og stofnk Ágreiningur um 30 milljónir í 34 millj króna fjárhagsáæt Ingibjörg Sólrún G borgarstjóri sagði áhug Björn Bjarnason skyldi ha borgaryfirvöld hefðu misst því hlutverki að veita gr ustu. Hann hefði í máli sí lagi, kom fram að ráðuneytið teldi ekki ástæðu til að ætla að þessi málsmeðferð væri í andstöðu við 61. grein sveitarstjórnarlaga. Var tekið fram í bréfinu að ráðuneytið hefði ekki fjallað á formlegan hátt um málsmeðferðina. Björn sagðist telja þessa niður- stöðu á veikum grunni byggða, und- arlegt væri að ekki væri litið til 21. greinar laganna. „Að sjálfsögðu á heildarmyndin að blasa við okkur borgarfulltrúum, þegar fjallað er um fjárhagsáætlunina í fyrri um- ræðu. Það sýnir best lausatökin við gerð þessarar áætlunar, að ekki sé einu sinni unnt að fullnægja þessari grundvallarkröfu.“ Þensla og skuldasöfnun Björn sagði fjármálastjórn borg- arinnar hafa einkennst af þenslu og mikilli skuldasöfnun undanfarin ár. Sú þróun mundi halda áfram á næsta ári, skatttekjur hækka um rúm 5% samkvæmt fjárhagsáætlun og rekstrargjöld um 7%. „Þenslan eykst og samkvæmt þeim hluta af fjárhagsáætlun, sem hér er kynnt- ur, aukast skuldir en minnka ekki. Þegar R-listinn tók við voru heild- arskuldir Reykjavíkur rúmir 3 millj- arðar – nú eru þær komnar á fimmta tug milljarða. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um fjár- málastjórnina. Í ár jukust skuldir um 2 milljarða króna, þvert á áætlun um skuldalækkun,“ sagði Björn. Hann sagði gjaldskrár borgarinn- ar fara hækkandi. Þegar hefði verið tilkynnt um 12% hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum og 8% hækkun leikskólagjalda. Samkvæmt fjár- hagsáætluninni ætti að hækka tíma- gjald fyrir heimaþjónustu um 30%, þjónustugjöld í íbúðum aldraðra, gjöld fyrir námskeið í félags- og þjónustumiðstöðvum og verð á mat og kaffiveitingum yrði hækkað um 11,7%. Verð fyrir akstur vegna heimsendingar á mat hækkaði um 13% og gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit um 13,17%. Gjald fyrir sorphirðu frá íbúðarhús- næði hækkaði um 10% og frá at- vinnurekstri um 15%. Loks hækkaði gjaldskrá vegna hundahalds, mest munaði um rúmlega 25% hækkun á árlegu eftirlitsgjaldi. Fálmkenndar sparnaðaraðgerðir „Á öllu þessu ber R-listinn ábyrgð. Hann ber líka ábyrgð á því að á undanförnum dögum og vikum höfum við séð fálmkenndar aðgerðir til að spara, sem beinast að gömlu fólki og leikskólabörnum.“ Ætlunin sé að spara 12 milljónir króna með sumarlokunum leikskóla, sem bitni hart á barnafjölskyldum í borginni. Björn sagði þetta álíka háa fjár- hæð og R-listinn vildi verja til þess nýmælis að standa undir kostnaði við sérfræðiaðstoð fyrir borgar- stjórnarflokka. Hann sagði sjálf- stæðismenn hafna þessum styrk þar Segja óvissu stóra fjármála A-hluta fjárhagsáætlunar borg- arinnar vísað til síðari umræðu Oddviti Sjálfstæðisflokks sagði fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið 2003, sem lögð var fram til fyrri umræðu í borg- arstjórn í gær, vera byggða á veikum grunni. Óvissa væri um marga stóra fjár- málalega þætti hennar og um lögmæti þess hvernig hún væri lögð fram. Borgarstjóri sagði borgarsjóð standa vel miðað við önnur sveitarfélög. Ingibjörg Sólrún Gísladót Bjarnasonar um að lausat nær að tala um lausatök á Björn Bjarnason, oddviti s byggða á veikum grunni, ó hennar sem og um lögmæt rýndi hann sömuleiðis að t að gömlu fólki, börnum á l SKÓLAR OG FRAMMISTAÐA Ísland er í 14. sæti á lista yfir bestuskólakerfi iðnríkja samkvæmt nið-urstöðum alþjóðlegrar könnunar Innocenti-rannsóknarmiðstöðvarinnar, sem tengist barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, Unicef. Rannsóknin náði til ung- linga á aldrinum 14 til 15 ára í aðild- arríkjum OECD og samkvæmt henni standast 14% nemenda á Íslandi ekki lágmarkskröfur um læsi, stærðfræði- og raungreinakunnáttu. Kóreska skólakerf- ið er í fyrsta sæti samkvæmt könn- uninni, en þar standast aðeins 1,4% ekki áðurnefndar kröfur, og á hæla þess fylgir það japanska þar sem hlutfallið er 2,2%. Í þriðja sæti eru Finnar, en þar standast 4,4% ekki lágmarkskröfurnar, og síðan koma Kanadamenn og Austur- ríkismenn. Íslendingar deila 14. sætinu með Belgum, en næst á eftir okkur koma Norðmenn, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Danir. Niðurstöður Innocenti eru meðal annars byggðar á PISA- og TIMSS-stöðlunum, en sá fyrrnefndi mælir læsi og sá síðarnefndi stærðfræði- þekkingu. Ísland var í 10. sæti hvað læsi snerti, en því 19. þegar kom að stærð- fræðinni. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvers vegna tvö Asíuríki standi best að vígi. Vissulega verður ekki framhjá því horft að í skólakerfum þessara ríkja er mikill þrýstingur og hefur verið talað um að í Japan geti ótt- inn við að standa sig ekki valdið mikilli örvinglan og jafnvel leitt til sjálfsmorða. Í skýrslunni, sem fylgir könnuninni, er árangur skólakerfisins í Suður-Kóreu hins vegar rakinn til þess að skólaárið er 220 dagar, kennarar hljóti mjög góða menntun og starfsþjálfun og sérstaklega er til þess tekið að afstaða jafnt foreldra sem nemenda til námsins einkennist af ástríðu. Árangur Finna er rakinn til þess að vetrarkvöldin séu löng og börn eigi bæði auðvelt með að læra að lesa og skrifa málið. Fyrir vikið verði minna bil á milli nemenda þegar á hólminn er komið í náminu. Í könnuninni er bent á að munurinn á milli þess hvernig hin einstöku ríki standi sig þurfi ekki að helgast af mis- munandi skólakerfum. Til dæmis sé námið nálgast með gerólíkum hætti í Bandaríkjunum og Þýskalandi, en þó séu löndin nokkurn veginn jafn aftar- lega á listanum. Einnig er bent á að í ís- lensku skólakerfi virðist nemendum ekki mismunað milli skóla hvað læsi snerti, heldur sé frammistaðan nokkuð svipuð í skólum landsins. Þá kemur fram að um 35% barna af erlendum uppruna eða af fyrstu kynslóð innflytjenda í íslensku skólakerfi standist ekki kröfur um læsi. Mikilvægi menntunar þarf ekki að undirstrika. Bein fylgni er á milli lífs- kjara og menntunar. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að samhengi er milli þess hversu fær einstaklingur er í lestri og teknanna sem hann aflar. Læsi dregur úr líkum á atvinnuleysi. Einn grundvallarþátturinn í því að tryggja að barn standi ekki lakar að vígi en jafn- aldrarnir er uppeldið. Rannsókn Inn- ocenti-stofnunarinnar sýnir einnig að máli skiptir hvernig heimili börn koma frá. En það má ekki láta þar við sitja og sætta sig við það að munur milli barna sé óhjákvæmilegur. Í Asíu hefur víða tekist að yfirvinna þann mun, sem felst í þjóðfélagslegum uppruna barna, og það sama hefur gerst í Finnlandi. Ef langar vetrarnætur væru nóg veganesti til ár- angurs stæðu Íslendingar framar en raun ber vitni. Eins og staðan er þarf skólakerfið að vera markvissara. Könn- unin sýnir nefnilega einnig að það eitt að leggja mikla peninga í skólakerfið dugar ekki til að skila árangri. Í Suður- Kóreu og á Grikklandi er nokkurn veg- inn jafn miklu fé varið til hvers nem- anda, en löndin eru þó svo gott sem hvort á sínum enda töflunnar. Ekki koma heldur fram bein tengsl milli frammistöðu og fjölda nemenda hjá hverjum kennara. Hún sýnir hins vegar hvernig tekist hefur að lyfta upp þeim nemendum, sem lakast standa sig, í skólakerfum helstu iðnríkja heims og í þeim efnum er greinilega ýmislegt að hér á landi. Við þurfum að gera betur og í þeim efnum getum við bæði litið til As- íu og fordæmis frænda okkar í Finn- landi. SJÓMINJAR OG SJÁVARDÝR Í borgarráði hafa verið kynntar hug-myndir um uppbyggingu sjóminja- safns í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir, formaður starfshóps um stofnun safnsins, segir í Morgunblaðinu í gær að ákveðið hafi verið að leggja til að sjálfseignar- stofnun verði stofnuð um safnið þannig að Reykjavíkurborg geti fengið til liðs við sig aðra aðila sem taki þátt í verkefninu með henni. Sigrún telur athugandi að tengja upp- byggingu safnsins, sem gengur undir nafninu Víkin í skýrslu starfshópsins, samkeppni um skipulag Mýrargötusvæð- isins við gömlu höfnina. „Það væri gríð- arlega skemmtilegt að inn í forsögn að slíku deiliskipulagi kæmi hugmyndin um sjóminjasafn,“ segir Sigrún og bendir á kosti nálægðar safns á þessum stað við önnur söfn á vegum borgarinnar í Hafn- arhúsinu og Grófarhúsinu. Hugmyndin um sjóminjasafnið er vissulega áhugaverð og skemmtileg og full ástæða til að fylgja henni fast eftir. Það á að vera metnaðarmál fyrir höfuð- borgina að eiga myndarlegt sjóminjasafn þar sem saga sambúðar þjóðar og hafs er rakin og mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenzka menningu og efnahagslíf gerð góð skil. Sömuleiðis er enginn betri staður fyrir safnið en við Reykjavíkurhöfn og uppbygging þess þar myndi án nokkurs vafa stuðla að því að styrkja höfnina og að- dráttarafl hennar jafnt fyrir borgarbúa sem ferðamenn. Hins vegar má spyrja hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og sýna meiri stórhug. Ísland á ekkert raunverulegt sæ- dýrasafn, sem stenzt samanburð við þau beztu í Evrópu. Víða í hafnarborgum, þar sem sjávarútvegur og siglingar eru mik- ilvægar atvinnugreinar, eru glæsileg sæ- dýrasöfn eða akvaríum, sem eru stolt þessara borga, eitt helzta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn og óþrjótandi uppspretta fróðleiks og skemmtunar fyrir unga sem aldna. Sem dæmi má nefna sædýrasafnið í Norðursjávarsetrinu í Hirtshals í Dan- mörku og söfnin í Barcelona í Katalóníu og La Rochelle í Frakklandi. Söfnin eru gjarnan einn af helztu miðpunktum mann- lífsins við höfnina. Þjóð, sem byggir afkomu sína og sjálf- stæði í jafnríkum mæli á auðlindum hafs- ins og Íslendingar, á að leggja metnað sinn í að eiga bæði glæsilegt sjóminjasafn og sædýrasafn á heimsmælikvarða. Fram- tíðarmarkmiðið á að vera að byggja þessi söfn upp saman við Reykjavíkurhöfn og fyrir slíku á að gera ráð í skipulagi hafn- arinnar og nágrennis hennar. Þegar tón- listar- og ráðstefnuhús hefur verið byggt við Reykjavíkurhöfn er þetta verðugt næsta verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.