Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚI bæjarins Glenorie norður af Sydney í Ástralíu reynir í örvæntingu að beita garðslöngunni til að bægja skógareldi frá húsi sínu, er ljósmyndari slökkviliðsins hleypur hjá logunum. Þykkur svartur reykur lá yfir stórborginni Sydney í gær annan daginn í röð, er skógar- og kjarreldar bár- ust inn í úthverfin. Að minnsta kosti 20 hús höfðu orðið eldinum að bráð í gær. Reuters Með garðslönguna að vopni SEÐLABANKI Evrópu lækkaði í gær stýrivexti um hálft prósentu- stig, en þetta var í fyrsta sinn í meira en ár sem bankinn ákvað breytingar á vaxtastiginu. Vonast fjárfestar og stjórnvöld í evru-löndunum tólf til þess að þessi ráðstöfun hjálpi til við að snúa vörn í sókn í efnahagsþróuninni. Í mörg- um aðildarríkjum myntbandalags- ins hefur hagvöxtur verið með allraminnsta móti undanfarin miss- eri og munar þar mestu um Þýzka- land, stærsta þjóðhagkerfi álfunn- ar. Átján manna stjórn seðlabankans (ECB) ákvað að lækka stýrivexti í 2,75% úr 3,25%, en á því stigi hafði þeim verið haldið óbreyttum frá því í nóvember í fyrra. Nýleg ummæli Wims Duisen- berg, aðalbankastjóra ECB, höfðu sett bankamenn álfunnar í þau spor að reikna með því að nú myndi hann loks bregðast við efnahags- samdrættinum í álfunni og lækka vextina. Í ávarpi hjá Evrópuþing- inu fyrr í vikunni hafði Duisenberg m.a. sagt að vísbendingar væru nú uppi um að dregið hefði úr verð- bólguþrýstingi á evrusvæðinu. Fram til þessa höfðu stjórnend- ur ESB ekki vilj- að lækka stýri- vexti af ótta við að ýta undir verðbólgu. En hagfræð- ingar eru ekki á einu máli um það hver áhrifin af þessari breytingu verði. Michael Schubert, hagfræðingur hjá Commerzbank í Frankfurt, sagði áhrifin munu taka allt að einu ári að verða áþreifanleg, en evrópski seðlabankinn hafi einfaldlega orðið að senda frá sér skilaboð sem stuðli að því að draga úr svartsýni á fjár- málamarkaði vegna niðursveiflu á verðbréfamörkuðum og hugsanlegu stríði í Írak. Talsmenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, fögnuðu vaxtalækk- unarákvörðun ECB í gær og sögðu hana vera í takt við mat IMF á stöðu efnahagsmála á evru-svæð- inu, þar sem nú væri samdráttur og lítil verðbólga. Vextir lækk- aðir í Evrópu Frankfurt. AP. Wim Duisenberg RÍKISSAKSÓKNARI Túrkmenist- ans jók á miðvikudag þrýsting á rúss- nesk stjórnvöld á að fá fjóra menn framselda sem yfirvöld í Túrkmenist- an gruna um að hafa átt þátt í sam- særi um morðtilræði við forseta þessa fyrrverandi sovétlýðveldis, Saparm- urat Niyazov. Sagði saksóknarinn, Gurbanbibi Atadzhanova, að þrír landflótta með- limir stjórnarandstöðunnar gegn stjórn Niyazovs, sem hefur tekið sér einræðisvald fyrir lífstíð og kallar sig Turkmenbashi, „föður allra Túrkm- ena“, hefðu fjármagnað tilræðið gegn forsetanum hinn 25. nóvember sl. Aðrir talsmenn stjórnarinnar höfðu áður sakað fjóra landflótta stjórnar- andstöðumeðlimi um að hafa skipu- lagt tilræðið, sem sagt er að hafi til- vikast þannig að ókunnir menn hófu skothríð á bílalest forsetans í höfuð- borginni Ashgabat. Niyazov varð ekki meint af, en yfirvöld fullyrða að fjórir lögreglumenn hafi særzt. Atadzhanova sagði landflótta stjórnarandstæðingana þrjá – Boris Shikhmuradov, fyrrverandi utanrík- isráðherra, Khudaiberdi Orazov, seðlabankastjóra landsins, og sendi- herra þess í Tyrklandi, Burmuk- hammed Khanamov – hafa skipulagt og fjármagnað tilræðið frá Rússlandi. Að minnsta kosti 23 hafa verið hand- teknir sakaðir um að vera viðriðnir til- ræðið. Vilja fá meinta sam- særismenn framselda Ashgabat. AP. MÝS hafa fylgt mönnum frá alda- öðli, og það er ef til vill ekki að undra miðað við það sem nú hefur komið í ljós: Genamengi músa og manna eru að miklu leyti eins. Menn eru meira að segja með samskonar gen og þau sem í músum stjórna vexti skottsins. Hlutverk músanna í lífi mannanna hefur gerbreyst með tímanum. Þær voru kannski lengst af meindýr, svo hlutu sumar þeirra þá upphafningu að verða gæludýr. Og nú er svo komið að menn framleiða mýs sem tilraunadýr. Það er einmitt rannsóknarstofumúsin góðkunna, Mus musculus, sem hefur nú verið kortlögð. Alþjóðlegur hópur vís- indamanna greindi frá því í tímarit- inu Nature í gær að þeir hefðu lokið uppkasti að genamengi músarinnar og birt fyrsta nákvæma samanburð- inn á genamengjum músa og manna. Vísindamenn fagna þessum áfanga og telja mikilvægi hans jafn- ast á við, og jafnvel vera meira en, mikilvægi kortlagningar genameng- is mannsins, sökum þess stóra hlut- verks sem Mus musculus gegnir í vísindarannsóknum. Um það bil 25 milljónir músa eru notaðar daglega við rannsóknir. Í ljós hefur komið að mýs og menn eru ekki svo ólík. Báðar tegundirnar hafa um það bil 30 þúsund gen, eða arfbera, þótt heildargenamengi músarinnar sé um 15% minna en mannsins. Mjög fá þessara gena – innan við eitt prósent – eru ein- göngu í annarri tegundinni, sbr. skottgenið í mönnum, sem nefnt var hér að framan. Vísindamennirnir segjast hafa orðið steinhissa er þeir uppgötvuðu hve litlu munar á manni og mús. Skýringin sé hins vegar sú, að þeirra sameiginlegi forfaðir eða for- móðir hafi verið uppi fyrir aðeins 75 til 125 milljónum ára. Það var spen- dýr á stærð við rottu og undanfari allra legkökuspendýra. Genamengi músar- innar kortlagt Mus musculus Talið jafnvel mikilvægara en kortlagning genamengis mannsins The Los Angeles Times, AFP. ÍMYND Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi hefur versnað umtals- vert á undanförnum tveim árum og viðhorf bandarískra borgara til helstu heimsmála er allt annað en viðhorf borgara annarra ríkja. Kemur þetta m.a. fram í niður- stöðum víðtækrar viðhorfskönnun- ar er gerð var í 44 löndum. Þótt jákvætt viðhorf sé enn ríkjandi í garð Bandaríkjamanna og meirihluti í 35 af löndunum 44 sé fylgjandi herför Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkastarfsemi hefur hlutfall þeirra, sem segjast hafa jákvæða mynd af Bandaríkj- unum lækkað í 20 af 27 löndum þar sem samanburðartölur liggja fyrir. Kemur þetta fram í könn- uninni, sem unnin var á vegum Pew-rannsóknarmiðstöðvarinnar. Óvild í garð Bandaríkjanna er mikil í flestum múslimaríkjum, en könnunin leiddi í ljós aukna óánægju, sérstaklega meðal þeirra þjóða sem þekkja Bandaríkja- menn hvað best, með hugmyndir Bandaríkjamanna um lýðræði, við- skiptahætti þeirra, meinta sjálf- dæmishyggju þeirra og stefnu er talin er auka bilið á milli ríkra og fátækra. „Tiltölulega fáir Bandaríkja- menn hafa nokkra hugmynd um það hversu gagnrýnum augum við erum litin erlendis og hvernig við erum gagnrýnd og hvað við erum gagnrýnd fyrir,“ sagði Andrew Kohut, framkvæmdastjóri Pew- miðstöðvarinnar, sem afhenti skýrsluna í Hvíta húsinu. En viðhorf heimsbyggðarinnar til Bandaríkjamanna eru tvíbent og stundum mótsagnarkennd. Þannig er mjög útbreidd andstaða við svonefnda „ameríkuvæðingu“ heimsins, þ.e.a.s. aukna útbreiðslu bandarískra hugmynda og siða, en um leið dáist heimsbyggðin mjög að bandarískri tækni og vísindum og tekur bandarískum kvikmynd- um og dægurmenningu opnum örmum. Innflytjendur óvinsælir Í könnuninni var spurt um fleira en viðhorf til Bandaríkjanna, t.d. um hvað fólk teldi sér helst stafa ógn af og voru glæpir og hryðju- verk þar ofarlega á blaði. Einnig var spurt um viðhorf til útlitsins í efnahagsmálum og fleiri mála- flokkum. Þegar spurt var um hvort fólk teldi innflytjendur hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á samfélag sitt kom í ljós að innflytjendur eru mjög óvinsælir í langflestum Evr- ópuríkjum. Þannig töldu 79% Tékka innflytjendur hafa neikvæð áhrif og sömu skoðunar voru 67% Ítala og 60% Þjóðverja. Búlgaría var eina Evrópulandið, af þeim sem könnunin var gerð í, þar sem meirihluti svarenda hafði jákvætt viðhorf til innflytjenda. Meðal Bandaríkjamanna er við- horfið til innflytjenda tvíbent, 49% segja þá hafa jákvæð áhrif, en 43% segja áhrif þeirra neikvæð. Kan- ada er eina landið á Vesturlöndum þar sem afgerandi meirihluti, 77%, telur innflytjendur hafa góð áhrif á samfélagið. Þar ber til þess að líta að um það bil einn af hverjum fimm Kanadamönnum er innflytj- andi. Tvíbent viðhorf til Bandaríkjanna Washington. The Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.