Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 til jóla ... er m eð a llt f yr ir jó lin Jóladagskrá í dag Jazzdúettinn Desmin kl. 16.00 leikur þægilegan jólajazz. Jólaskemmtun í dag kl. 17.00 Sigga Beinteins, Grétar Örvars og 3 jólasveinar á torginu á 1. hæð. Jazzdúettinn Augnablik kl. 20.00 leikur skemmtilegan jólajazz. SÍGRÆN jólatré, málning, girð- ingarefni, sokkabuxur og leg- steinar var meðal þess sem beið flutnings eitthvert á landinu auk jólapakkana þegar Morgunblaðið leit inn á vöruflutningamiðstöð Landflutninga í Reykjavík í gær. Starfsmenn voru í óða önn að ferma bíla með alls kyns varningi, á leið norður yfir heiðar, bílarnir á leið vestur og austur frá höf- uðborginni nýfarnir úr hlaði. Ólafur Þorláksson, bílstjóri hjá Landflutningum, hefur ekið milli Reykjavíkur og Akureyrar allt frá árinu 1993. Hann er mjög ánægð- ur með hversu gott veðrið og færðin hefur verið að undanförnu. „Þetta er mjög fínt, sparar manni mikið og léttir keyrsluna,“ segir hann. Ólafur ætlaði með vörubíl og tengivagn norður, en alls má hann aka 49 tonna þungum bíl. „Það er nóg að flytja alla daga,“ segir Ólafur þegar hann er inntur eftir því hvort það sé ekki mikið að gera nú fyrir jólin. Jólapökkunum fari fjölgandi síðustu dagana fyrir jól en hann flytji allt frá A til Ö. Þó hann hafi þann starfa að koma jólapökkunum milli lands- hluta segir Ólafur ekki upplifa sig sem jólasvein. „Þetta eru allt meira og minna jólasveinar hérna,“ segir hann kerskur. Sam- starfsmaður hans hváir og spyr hverju hann sé nú að ljúga að blaðamanni. „Þetta eru allt hressir strákar,“ bætir hann við. Leiðin batnar í hvert sinn Einar Guðmundsson var að leggja í hann til Sauðárkróks, en hann hefur verið bílstjóri í 26 ár og ekið oft milli Skagafjarðar og Reykjavíkur. Er hann sammála Ólafi um að tíðafarið hafi verið frábært að undanförnu. „Það hef- ur sjaldan verið betra,“ segir hann. Spurður hvort það geti ekki ver- ið leiðigjarnt að fara alltaf sömu leiðina segir Einar glettinn að leiðin batni í hvert sinn sem hann fari hana. „Það er alltaf gaman að koma niður í Skagafjörðinn, að koma heim,“ sagði Einar. Bílstjór- astarfið sé alls ekki einmanalegt starf, hann segist hlusta á útvarp- ið til að stytta sér stundir en þver- tekur fyrir að hann taki undir með jólalögunum þó enginn heyri. Hefur ekið 1,5 milljónir kílómetra á 17 árum Gunnlaugur Sveinbjörnsson bíl- stjóri hjá Alla Geira hf. á Húsavík hafði viðkomu á Akureyri á leið sinni frá Reykjavík til Húsavíkur. Gunnlaugur hefur verið flutn- ingabílstjóri í 17 ár og ekið um 1,5 milljónir kílómetra á því tímabili. Hann þekkir því mismunandi að- stæður á vegum landsins og sagði að mikil ísing hefði verið á vegum að undanförnu. Slíkar aðstæður gætu reynst ökumönnum hættu- legar. Gunnlaugur gagnrýndi Vegagerðina og sagði að þar á bæ hefðu menn verið seinir að taka við sér, þegar mikil ísing var í Ból- staðarhlíðarbrekkunni í Húna- vatnssýslu í síðustu viku. Hins vegar væri til fyrirmyndar hvern- ig hugsað væri um Öxnadalsheið- ina. Gunnlaugur sagði að veðrið á landinu væri að breytast og hlýna. „Við erum ekki að glíma við snjó í dag, heldur miklu frekar ísingu og rok. Snjóalög eru að minnka og snjómokstur hefur aukist. Áður fyrr var aðeins mokað tvisvar í viku milli Húsavíkur og Akureyr- ar og þrisvar í viku milli Akureyr- ar og Reykjavíkur. En það hefur ekki orðið ófært í vetur vegna snjóa.“ Það hefur komið fyrir að Gunnlaugur hafi verið fjóra daga á leiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur og þá hefur hann á sínum ökumannsferli orðið veð- urtepptur fyrsta vetrardag og þurft að setja keðjur undir á Jóns- messunni. Þá hefur hann gist á ótal stöðum á leiðinni í vondum veðrum. Gunnlaugur sagði að Vík- urskarðið hefði oft reynst bíl- stjórum farartálmi og væri ástandið jafnan verra að vest- anverðu. Nú hefur Gunnlaugur fengið nýjan fjallveg til að glíma við á leiðinni suður, því vegna þess að brúin yfir Skjálfandafljót í Köldukinn er orðin svo léleg þurfa stórir og þungir bílar að aka yfir Fljótsheiði. Fjallvegirnir eru því orðnir fimm. Gunnlaugur sagði að þeir bílar sem Alli Geira gerði út væru ávallt mjög vel búnir og það skipti miklu máli. Morgunblaðið/Golli Einar Guðmundsson gengur frá pökkum og pinklum sem eiga örugglega eftir að gleðja einhvern í Skagafirði um jólin. Vörubílstjórar ánægðir með gott tíðarfar og færð Morgunblaðið/Golli Það er í mörg horn að líta áður en lagt er í hann og best að gleyma engu. Ólafur Þorláksson við farm sem var á leiðinni til Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Gunnlaugur Sveinbjörnsson, flutningabílstjóri frá Húsavík, við bíl sinn fyr- ir utan Flytjanda á Akureyri áður en hann hélt áfram suðurferðinni. HÆTT verður frá og með næstu áramótum að greiða læknum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi sérstaklega fyrir ferliverkaþjónustu sem veitt er á göngudeildum sjúkrahússins. Stjórnarnefnd LSH ákvað á fundi sl. þriðjudag að samningar um ferli- verkagreiðslur verði ekki endurnýjaðir um ára- mótin en stjórnarnefndin ákvað fyrir ári að leggja þetta kerfi af um næstu áramót. Samkvæmt upplýsingum Jóhannesar M. Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra lækninga á LSH, hefur sérstök ferliverkanefnd verið að störfum undanfarna mánuði en henni var falið að leita nýrra leiða svo eftir sem áður yrði til staðar ein- hvers konar hvatning á göngudeildarþjónustu spítalans í stað ferliverkakerfisins. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að mögulegt væri að búa til bónuskerfi til viðbótar fastlaunakerfi spítalans að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sem fæli m.a. í sér að greiðslur dreifðust ekki eingöngu til lækna fyrir læknisverk heldur til fleiri starfstétta, sem bera ábyrgð á þjónustu við ferliverkasjúklinga á göngudeildum. Hugmyndir ferliverka- nefndar settar til hliðar Nefndin gerði grein fyrir stöðu málsins á stjórn- arnefndarfundi í seinustu viku en á fundinum sl. þriðjudag hafði nefndin snúið við blaðinu, sk. upp- lýsingum Jóhannesar, þar sem ljóst þótti að ýmsir erfiðleikar yrðu á útfærslu þessara hugmynda. Var ákveðið að leggja þessar hugmyndir til hliðar og að frá og með næstu ármótum yrði eingöngu í gildi fastlaunakerfi sjúkrahússins. Að sögn hans gera kjarasamningar lækna þó ráð fyrir þeim möguleika að umbunað verði svolítið fyrir sérstök tilgreind verk og gerir hann ráð fyrir að stjórn- endur spítalans muni notfæra sér þá möguleika. „Að öðru leyti verða þessi beinu tengsl við afköstin rofin,“ segir hann. Mun væntanlega valda ókyrrð Spurður álits hvaða afleiðingar þessi ákvörðun muni hafa sagði Jóhannes að hún muni væntan- lega valda ókyrrð hjá hluta lækna sem starfa við spítalann, „og það mun ugglaust verða til þess að einhverjir vilja flytja starfsemi sem þeir hafa haft hér innanhúss út fyrir húsið og það munu áreið- anlega rísa einhverjir úfar út af því,“ svaraði hann. LSH fellir niður um áramót tvöfalt launakerfi vegna vinnu lækna á spítalanum Læknum ekki greitt sér- staklega fyrir ferliverk AÐ UNDANFÖRNU hefur veriðunnið af miklum krafti við nýjanbarnaspítala Hringsins við Hring-braut í Reykjavík og verður hann vígður á 99 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins 26. janúar. Ásgeir Haraldsson, prófessor og forstöðumaður á barnaspítala Hringsins, segir að verktakarnir séu á lokasprettinum, en allt upp í 80 manns hafi unnið langan vinnudag í byggingunni að undanförnu. Í janúar taki síðan við uppsetning tækja, still- ingar á tækjum og ýmis frágangur. Ásgeir segir að aukið rými, m.a. eigin göngudeild og eigin bráðamót- taka, kalli á meiri tækjaþörf. Tals- verður hluti tækja sem séu í notkun verði fluttur í nýja spítalann eftir vígsluna, en ný tæki, rúm og fleira, verði sett upp fyrir vígsluna. Barnaspít- alinn vígður 26. janúar BÚIÐ er að safna fyrir 116 brunnum í jólasöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar fyrir hreinu vatni í Afríku, en takmarkið er að ná inn fyrir 34 brunnum til viðbótar. Hver brunnur dugar 1.000 manna þorpi í áratugi og sam- kvæmt upplýsingum frá Hjálp- arstarfi kirkjunnar hefur fjöldi fólks óskað eftir að greiða hærri framlög en á útsendum gíró- seðlum og sumir greiði jafnvel fyrir heilan brunn. Gjafir hafi borist frá nemendum og kenn- urum ýmissa skóla sem hafi safnað fé fyrir vatni í stað þess að gefa hver öðrum gjafir eða látið andvirði farsímanotkunar í einn dag renna til vatnsverk- efna. Samstarf Hjálparstarfs kirkjunnar og fólksins sem fær vatnið forðar íbúunum frá ýms- um sjúkdómum sem smitast með óhreinu vatni. Hjálparstarf kirkjunnar leggur líka áherslu á að þegar brunnur er kominn í þorp þurfa konur og stúlkur, sem sækja vatn í hefðbundin vatnsból, ekki lengur að ganga margra kílómetra leið eftir vatni og hafa fyrir vikið tíma til að sækja skóla eða sinna betur börnum og öðrum verkum. Jólasöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar Búið að safna fyrir 116 brunnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.