Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Grétar Finn-bogason fæddist á Látrum í Aðalvík hinn 28. maí 1928. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut hinn 9. desember síð- astliðinn. Foreldrar Grétars voru Finn- bogi Friðriksson, f. 1.12. 1901, d. 9.11. 1968, sjómaður og verkamaður frá Látrum í Aðalvík, og kona hans Guðrún Jóna Jónsdóttir frá Látrum, f. 10.12. 1900, d. 27.12. 1967. Þau bjuggu lengst af í Kefla- vík. Systkini Grétars eru: Karitas Jóna, f. 29.10. 1926, Kjartan, f. 28.5. 1928, tvíburabróðir Grétars, Ragna Stefanía, f. 12.1. 1930, og Þóra Guðbjörg, f. 6.7. 1933. Grétar bjó á Látrum í Aðalvík með fjölskyldu sinni til 14 ára ald- urs en þá flutti hann með sínu fólki til Hnífsdals, þar sem hann bjó um tíma á unglingsárum sínum. Það- an fluttist hann til Keflavíkur ásamt fjölskyldu sinni og foreldr- um og bjó þar uns hann flutti til nemi, búsett í Horsens í Dan- mörku, hennar maki Björn Guð- mundsson nemi við tækniháskólann í Horsens. 1.2) Gréta hársnyrtisveinn, hennar sambýlismaður er Ólafur Örn Oddsson, nemi við Kennaraháskól- ann. 1.3) Fjóla Helgadóttir nemi, hennar sambýlismaður er Guð- mundur Rúnar Steinsen rafvirkja- nemi. 2) Guðjón Ragnar, f. 1955, rannsóknarlögreglumaður, kvæntur Hrafnhildi Jónsdóttur skrifstofustjóra. Þeirra börn eru: 2.1) Jón Grétar verkfræðinemi, hans sambýliskona er Elísabet Grétarsdóttir, nemi við Tæknihá- skólann. 2.2) Guðrún Þóra nemi, hennar maki er Þórður Alli Að- albjörnsson matreiðslunemi. 3) El- ísabet Stella hjúkrunarfræðingur, f. 1956, sambýlismaður hennar er Gunnar Einarsson byggingafræð- ingur. Hún var áður gift Bjarna Guðmundssyni lögreglumanni. Þeirra börn eru: 3.1) Erla Kristín viðskiptafræðinemi, hennar sam- býlismaður er Haraldur Jens Guð- mundsson hagfræðinemi. 3.2) Guðmundur nemi. 3.3) Berglind nemi. 4) Þórir Ómar, kjötiðnaðar- maður, f. 1963. Hann er kvæntur Árdísi Sigmundsdóttur bók- menntafræðingi. Hans sonur: 4.1) Guðfinnur Þórir verslunarmaður. Útför Grétars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hafnarfjarðar þar sem hann bjó til ævi- loka. Sumarið 1954 gift- ist Grétar eftirlifandi eiginkonu sinni, Krist- ínu Vigfúsdóttur, f. 21.11. 1934. Hún er dóttir hjónanna Vig- fúsar Þorgilssonar, f. 9.10. 1884, d. 9.8. 1982, verkamanns og smiðs í Hafnarfirði, og eiginkonu hans, El- ísabetar Nikulásdótt- ur, f. 21.7. 1901, d. 12.12. 1974. Þau hjón bjuggu lengst af á Vitastíg 6a í Hafnarfirði. Grétar hóf störf sem lögreglu- maður á Keflavíkurflugvelli 1. mars 1947 og starfaði sem slíkur allt þar til hann lét af störfum 14. maí 1990. Eftir það starfaði hann sem sundlaugarvörður í Suður- bæjarlaug í Hafnarfirði þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1998. Börn Grétars og Kristínar eru: 1) Vigdís Erla, f. 1953, tann- tæknir, gift Helga Rúnari Gunn- arssyni rafeindavirkja. Þeirra börn eru: 1.1) Ólafía sjúkraliða- Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnarómar ylja mér í dag. Þetta ljóð eftir Þorstein Sveinsson er eins og talað frá hjarta mínu, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, elsku pabbi minn. Þannig eru minningar mínar um þig, alltaf kátur og glaður með strákslega brosið þitt og ljúfu lundina. Alltaf gat ég komið til þín og leitað huggunar, þú varst alltaf til staðar og breyttir sorg í gleði. Það er erfitt að hugsa um það að nú sé elsku mamma orðin eftir ein, þið sem voruð svo samrýnd og elskuðuð hvort annað svo heitt. Það var unun að fylgjast með ykkur í öllu sem þið gerðuð, hvort sem þið voruð að und- irbúa ferð til Spánar í fallega húsið ykkar, þar sem þið áttuð svo góðar stundir saman, eða að horfa á sjón- varpið haldandi í höndina hvort á öðru, segjandi okkur hvað þið væruð heppin að eiga svona góð börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku pabbi, þú varst svo yndisleg- ur afi og nú sakna börnin mín afa síns mikið, þeim þykir svo vænt um þig. Pabbi minn, þú varst „orginal“, eins og við börnin þín sögðum alltaf, komst til dyranna eins og þú varst klæddur, hreinn og beinn við alla. Þú hafðir mjög gaman af því að spjalla við fólk og gafst þig að öllum og öllum þótti vænt um þig sem kynntust þér. Pabbi minn, það veitti okkur mikla huggun, nú síðasta ár þegar heilsan þín þvarr, hvað þú fékkst mikinn styrk í gegnum trúna á Guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar, og ég trúi því að nú sért þú kominn í ljósið og himnaríki sem þú vissir að biði þín þegar endalokin kæmu. Þú varst ekki tilbúinn að fara alveg strax en svona er lífið og vegir Guðs eru órannsakanlegir. Elsku pabbi, við pössum mömmu fyrir þig, lífið hér á jörðinni er jú að- eins augnablik en síðan verðið þið saman að eilífu. Far þú í Guðs friði og ég bið að englar Guðs vaki yfir þér. Minningu mína um dásamlegan föður og afa mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Þín dóttir Stella. Mig langar að kveðja elskulegan bróður minn með fáeinum orðum en finnst þó örðugt að finna réttu orðin. Grétar var mér afar kær bróðir og góður vinur og öll orð verða eitthvað svo fátækleg í stuttri kveðju en minn- ingin mun lifa um góðan mann og traustan bróður. Grétar var tvíburi og þeir bræð- urnir hann og Kjartan voru ekki að- eins afskaplega líkir, heldur mjög samrýndir og miklir vinir og tengslin milli þeirra bræðra sterk og stundum dularfull. Ég man eftir ýmsum spaugilegum uppákomum bræðranna úr barnæsku og þeir nýttu sér óspart hvað erfitt var að þekkja þá í sundur en þeir voru sem einn og órjúfanlegir og ef einhver spurði annan þeirra til nafns svaraði sá sami „Grétar og Kjartan“ eða „Kjartan og Grétar“ eftir því hvor var spurður, því þeir voru einn í báðum. Grétar var glaðvær maður að eðlisfari og léttur í lund, alltaf stutt í hláturinn og grínið. Grétar starfaði hjá lögreglunni og var mjög vel liðinn í starfi og eignaðist þar lífstíðarvini. Grétar og Stína kona hans voru afar samrýnd hjón og börnin þeirra og barnabörnin voru það mik- ilvægasta í þeirra augum, gleði þeirra og stolt. Grétar, eins og Kjartan, átti sumarhús á Spáni og áttu þeir bræður margar góðar stundir þarna í sólinni með fjölskyldum sínum. Því miður átti Grétar bróðir við heilsuleysi að stríða síðustu árin sem leiddi til þess að hann seldi húsið sitt þar. Þeir sem kynntust Grétari eiga eft- ir að sakna hans mikið eins og við systkinin og fjölskyldurnar því þarna fór góður drengur og einlæg trúuð sál. Ég bið góðan Guð að gefa Stínu og börnunum styrk í þeirra djúpu sorg. Elsku Grétar minn, ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur. Við söknum þín öll og þökkum fyrir að hafa átt lífsleið með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Innilegar kveðjur sendi ég frá Lillu og Rögnu systrum þínum sem geta því miður ekki verið viðstaddar kveðjustundina. Þín systir, Karitas (Kaja). Í dag er kvaddur hinstu kveðju Grétar tengdafaðir minn og góður vinur. Heilsa hans á þessu ári var afar bágborin eftir alvarlegt hjartaáfall í janúar. Það átti því ekki að koma okk- ur jafn mikið að óvörum þegar annað áfall varð sunnudaginn 7. des. sl., en jafnvel þótt gera megi ráð fyrir því versta er það alltaf jafn óvænt og erf- itt að sjá á eftir góðum manni. Grétari kynntist ég fyrst þegar ég fór að venja komur mínar til Vigdísar dóttur hans á heimilið á Hringbraut- inni í Hafnarfirði fyrir rúmum 30 ár- um. Mér var strax vel tekið af þeim hjónum Stínu og Grétari og með okk- ur skapaðist traust og vinátta sem haldist hefur ætíð síðan og aldrei bor- ið skugga á. Það er ekki sjálfgefið að eiga slíka tengdaforeldra. Grétar var einstaklega skemmti- legur maður, ljúfur, einlægur, sagði ætíð sína meiningu og kom eins fram við alla sem hann kynntist hvar svo sem í stétt þeir stóðu. Skapbetri manni hef ég ekki kynnst, hann þurfti aldrei að skipta skapi til að ná sínu fram, hann fór þetta á ljúfmennsku og festu ef á þurfti að halda. Hann hafði einstakt lag á að sjá það jákvæða og spaugilega í öllum málum. Grétar var farsæll maður í leik og starfi og þakk- aði hann Guði oft fyrir það. Grétar starfaði sem lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli frá ungdómsár- um þar til hann lét af störfum vegna aldurs, þá aðeins 62 ára. Hann hugð- ist þá hægja á ferðinni og fara að njóta lífsins sem og hann jú gerði, en hann hafði ennþá fulla starfsorku og fannst of snemmt að hætta störfum í fullu fjöri. Hann réð sig þá sem bað- vörð í Suðurbæjarlauginni í Hafnar- firði og vann þar í nokkur ár. En það var einmitt þar árið 1994 sem Grétar fékk fyrsta hjartaáfallið. Það varð honum til lífs að frábært starfsfólk laugarinnar brást hárrétt við. Það er svo sannarlega þeim að þakka að hann fékk átta góð ár til viðbótar og fyrir það erum við þakklát og veit ég að svo var einnig með hann. Hann náði sér vel og gat notið þess sem hann hafði tekið miklu ástfóstri við, en það var Spánn. Þau hjónin keyptu sér lítið raðhús á Spáni fyrir um 12 árum. Þar byggðu þau sér un- aðsreit sem þau nutu til fullnustu og þar hefur öll fjölskyldan, börn og barnabörn átt margar ánægjustund- ir. Grétar gerði sér far um að kynnast Spánverjum, lærði spænsku og var vel sjálfbjarga hvert sem hann fór. Grétar og Stína höfðu áformað að fara til Spánar um það leyti sem hann veiktist í janúar, en af því varð ekki, og í framhaldi af því treystu læknar honum ekki til langra flugferða. Það var því erfitt að þurfa að sætta sig við þær breytingar, þar sem sl. tíu ár höfðu þau hjónin dvalið löngum stundum á Spáni og notið vel. En Grétar tók þessu eins og honum var ætíð lagið, að sjá björtu hliðarnar á lífinu, og áformaði að fara bílveginn um landið, þar sem ótal margt var þar enn að sjá. Að ferðast með Grétari var ein- staklega gaman og þau ferðalög hér innanlands sem við hjónin fórum með Grétari og Stínu verða okkur alltaf minnisstæð. Ég minnist einnig sér- staklega þeirra tíma sem við höfum verið saman á Spáni og fórum víða og alltaf var hann með allt á hreinu varð- andi siði, venjur, staðhætti og fleira. Ég minnist þess sérstaklega þegar fjölskyldan ákvað að fara á heima- slóðir Grétars á Látrum í Aðalvík á Ströndum sumarið 1999. Hann var ekki sérlega ákafur að fara í þá ferð en lét þó til leiðast og ferðuðumst við saman. Hann naut sín allan tímann og þegar komið var í Aðalvíkina var eins og hann færi tugi ára aftur í tímann og sagði okkur frá uppvaxtarárum sínum og hvernig lífið var á Strönd- um. Ég skildi þá að það var honum ljúfsárt að fara á þessar slóðir einu sinni enn. Hann var alsæll og glaður með að hafa drifið sig á heimaslóð- irnar með alla fjölskylduna, en þá leið honum hvað best, þegar hann hafði hana hjá sér. Hann kvaddi Aðalvíkina í þessari ferð í síðasta sinn. Hann vissi að þangað kæmi hann aldrei aftur. Grétar var ákaflega stoltur af sínu fólki, börnum, barnabörnum og tengdabörnum, stóð ævinlega vel við bakið á því og hvatti til dáða. Ég hef alla tíð fundið fyrir þessum stuðningi sem reynst hefur mér vel. Hann fylgdist mjög vel með því sem ég gerði og studdi mig ævinlega vel í því. Okkur Gunnari tengdasonum hans hefur verið mikil hvatning og stuðn- ingur í þeim áhuga sem hann sýndi á því verkefni sem við tókum okkur fyr- ir hendur á Selfossi. Grétar og Kjartan tvíburabróðir hans hafa verið einstaklega nánir alla tíð. Þeir unnu saman alla sína starfs- ævi í lögreglunni, töluðu saman nán- ast daglega í síma sl. ár og einnig keyptu þeir sér saman raðhús hlið við hlið á Spáni og dvöldu þar mikið sam- an sl. tíu ár. Guð gefi Kjartani styrk. Einnig var samband hans við systur sína hana Kaju mjög náið. Minningin um Grétar mun lifa í hjarta okkar allra. Megi góður Guð varðveita Stínu og alla aðra aðstandendur. Blessuð sé minning Grétars Finn- bogasonar. Helgi R. Gunnarsson. Í dag kveðjum við yndislegan afa okkar. Minningarnar streyma fram í hugann og alltaf var jafn dásamlegt að vera í nærveru afa með sitt veika en hlýja hjarta. Við rifjum upp stund- ir sem við áttum í Lukku, húsinu á Spáni sem var afa og ömmu líf og yndi. Og þótt við séum sorgmæddar þá er alltaf stutt í brosið þegar við hugsum til hans. Alltaf var hann með húmorinn á hreinu. Afi var alltaf svo ánægður með allt og alla og þá sér- staklega börnin sín og barnabörnin. Hann var svo sáttur við mennina okk- ar og var búinn að gefa sitt samþykki, sem skiptir okkur svo miklu máli. Hann var svo stoltur af okkur systr- um, Ollu í fyrrasumar þegar hún gifti sig og Grétu og Fjólu á útskriftardag- inn nú í sumar. Við erum svo þakk- látar fyrir að hann hafi getað verið með okkur á þessum stóru stundum í lífi okkar. En nú er hann farinn til Guðs, hann elsku afi. Við sitjum eftir og geymum um hann góðar minning- ar. Við viljum kveðja hann með ljóði sem langamma okkar samdi: Er pabbi kom og sagði: Hann afi ykkar er dáinn. Hve undrandi við stóðum og störðum út í bláinn. Af augum okkar hrundu heit og hljóðlát tár. Við héldum að þú lifðir enn í nokkur ár. Þú varst alltaf svo glaður og léttur í lund, lékst við hvern þinn fingur fram á síðustu stund. Pabbi okkar og mamma, þau minning þína geyma. Mikið er nú tómlegt við Suðurvanginn heima. Þú varst alltaf svo sætur, elsku afi minn. Og alltaf svo góður við þitt frænda lið. Minningar úr gullnu geisla hafi nú geymum saman börnin þín og við. (Elísabet Nikulásdóttir.) Elsku amma, mamma, Stella, Guð- jón og Ómar, Guð veiti ykkur styrk til að standast þessa erfiðu tíma og mun- ið að afi lifir með okkur meðan við minnumst hans og tölum um hann. Ólafía, Gréta og Fjóla. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okk- ur og erfitt er að trúa því að þú komir ekki aftur eins og þú hefur alltaf gert. Þú komst alltaf aftur, sólbrúnn og sæll, þegar þið amma fóruð til Spánar í nokkra mánuði á ári og þú komst líka aftur þegar þú hafðir verið mikið veikur og enginn trúði því að þú feng- ir að lifa lengur. Þú sagðir við okkur að Guð hefði ætlað þér að vera lengur hjá okkur. En nú ert þú farinn til Guðs og hann passar þig þangað til við hitt- umst öll á ný. Þú varst svo yndislegur afi og ljómaðir alltaf eins og sólin þeg- ar við komum í heimsókn til ykkar ömmu. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur og lést okkur heyra það marg- oft. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið og verið okkur, þú ert sannur engill. Erla Kristín, Guðmundur og Berglind. Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund, alltof fljótt, en guð vill hafa hina bestu hjá sér. Þrátt fyrir veikindi þín þá var ég ekki búin undir að þú færir, ég var ekki tilbúin að kveðja þig strax. Þegar amma hélt upp á afmælið sitt, þurfti ég að læra fyrir próf og hugsaði að ég myndi bara hitta ykkur seinna. Ég hefði vilj- að koma því allavega einu sinni í orð að mér þætti vænt um þig. Ég vona bara að þú hafir samt vitað það. Þú GRÉTAR FINNBOGASON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef grein- in er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykja- vík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukk- an hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan tiltekins skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.