Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 35 ÞAÐ kemur varla á óvart að lang- flestar þær nótnabækur sem koma út á Íslandi eru söngnótur. Það ber til tíðinda um þessi jól að í það minnsta fimm nótnabækur hafa komið á markað; – þrjár með ein- söngslögum og tvær fyrir kóra. Þau einsöngshefti sem hér eru til skoð- unar eru Vísur Sigrúnar eftir Jó- hann Ó. Haraldsson, Barnagælur og fleiri lög eftir Atla Heimi Sveinsson og Strax eða aldrei eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Kórlagaheftin eru bæði úr röðinni Söngvasveigi sem Skálholtsútgáfan gefur út, ann- að með aðventu- og jólasöngvum fyrir barna- og kvennakóra en hitt með lofgjörðarsöngvum fyrir bland- aða kóra. Í ár er öld liðin frá fæðingu Jó- hanns Ó. Haraldssonar og Vísur Sig- rúnar gefnar út af því tilefni. Jóhann var einn af ötulustu áhugamönnum um framgang tónlistarlífs á Akur- eyri og í Eyjafirði á sinni tíð; stund- aði söngnám um tíma, en var að öðru leyti sjálfmenntaður í tónlist þótt hann gegndi bæði störfum organista og söngstjóra auk lagasmíðanna. Þekktasta lag hans er án efa Sumar í sveitum sem allir blandaðir kórar sem á annað borð vilja halda ís- lenskri sönghefð á lofti þurfa að kunna. Vísur Sigrúnar er sjö laga safn einsöngslaga við ljóð eftir Guð- mund Guðmundsson. Lögin samdi Jóhann árið 1934. Þetta eru róman- tískir söngvar í anda síns tíma, og margir prýðilega gerðir. Jóhann hafði góða tilfinningu fyrir því hvernig fella átti lag að ljóði, til að vel færi í munni söngvarans, og því eru lög hans söngvæn. Flest þeirra liggja fremur hátt, og hafa sjálfsagt verið hugsuð fyrir sópran. Þetta eru einkar elskuleg lög, og í anda ís- lenskrar sönglagahefðar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Sjötta lagið, Þráin, einfalt og hljóðlátt ástarljóð, er sérstaklega vel smíðað lag með fallegri stígandi. Lög Jóhanns Ó. Haraldssonar verðskulda sannar- lega athygli söngvara, og Vísur Sig- rúnar gefa kærkomið tækifæri til að kynnast nokkrum þeirra. Atli Heimir Sveinsson er af allt annarri kynslóð tónlistarmanna; – þeirra sem höfðu tækifæri til að mennta sig í listinni og gátu með réttu kallað sig tónskáld. Í Barna- gælum og fleiri lögum er að finna úr- val margra skemmtilegustu og um leið vinsælustu laga Atla; – sum hafa heyrst fyrst á leiksviði, önnur á söngsviði. Lögin eru öll í leikandi léttum og einföldum útsetningum, og henta því jafn vel sem píanólög fyrir byrjendur. Það er hreint ekki verra að krakkar geta spilað lögin og sungið með, eða jafnvel spilað undir söng í fjölskylduboðum og í skólan- um. Þarna eru perlur eins og Snert hörpu mína, Við Skólavörðuholtið hátt, Klementínudans, Söngur Dimmalimm, Kisa fór í lyngmó; – og margar þeirra komu út á frábærum geisladiski Eddu Heiðrúnar Back- man fyrir réttu ári. Það er mikill fengur að þessu hefti; – sum þeirra laga sem þar er að finna hafa ekki komið út áður og hin hafa verið ófá- anleg lengi. Snjallar útsetningar Atla gera bókina eigulegan fjöl- skyldugrip sem allir með svolitla pí- anókunnáttu ættu að geta nýtt sér til yndis og ánægju. Hreiðar Ingi Þorsteinsson er yngstur þessara tónskálda, en hefur þegar getið sér orð fyrir sönglög sín, ekki síst þau sem hann samdi fyrir Pál Óskar og Moniku Abendroth og komu út á geisladiski þeirra, Ef ég sofna ekki í nótt. Strax eða aldrei er safn 25 einsöngslaga og mörg þeirra bera tileinkun eða eru samin fyrir ákveðna söngvara. Bestu lögin eru Fjórir tregasöngvar, og ber þar hæst lagið Þeim vörum sem ég kyssti, við ljóð Millays í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Lagið var samið fyrir Guðrúnu Jóhönnu Ólafs- dóttur. Annað prýðisgott lag er Morgunn, við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, samið fyrir Hólmfríði Jóhannesdóttur. Mismikið er lagt í útsetningar laganna, allt frá einföld- um píanóleik til orgelleiks og undir- leiks með hörpu og strengjakvintett eða strengjasveit. Fjölbreytileikinn sýnir vissulega leikni Hreiðars Inga til að skrifa fyrir ólík hljóðfæri, – en óneitanlega hefði yfirbragð nótna- bókarinnar orðið heilsteyptara ef út- setningarnar hefðu verið fyrir sama eða sömu hljóðfæri. Hreiðar Ingi er ungur lagasmiður, og bókin ber þess merki að hann á erfitt með að hemja óþreyjuna við að sýna allt sitt besta. En hann á tímann fyrir sér við að skapa sér persónulegan stíl og finna sína rödd í tónlistinni, og byrjunin gefur góð fyrirheit. Söngvasveigshefti Skálholtsútgáf- unnar eru orðin fjórtán talsins, með þeim tveimur sem koma út nú fyrir jólin. Lofgjörðarsöngvar fyrir blandaða kóra eru safn ríflega 50 söngva sem tæpast er hægt að kalla sálma; en eiga það sameiginlegt að vera fremur léttir og aðgengilegir, og jafnvel upprunnir í jafn fjarlæg- um löndum og Zimbabve, Brasilíu, Argentínu og Suður-Afríku. Lögin eru sum í upprunalegum útsetning- um, en aðrar hafa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Gunnar Gunnarsson organisti gert af stakri smekkvísi. Aðventu- og jólalög fyrir barna- og kvennakóra er fjölbreytt safn laga. Þar er að finna allt frá hátíðleg- um jólasálmum fyrri tíðar, eins og Ó, Jesúbarn blítt og Sjá himins opnast hlið, – til jólalaga samtímans: Að- fangadagskvöld Gunnars Þórðar- sonar, Jólin alls staðar eftir Jón Sig- urðsson og Á jólanótt eftir Jón Ásgeirsson; og amerískra slagara eins og Winter Wonderland og White Christmas í íslenskum texta- þýðingum, – og Mozart fær auðvitað sitt pláss með tríóinu úr Töfraflaut- unni: Í dag er glatt í döprum hjört- um. Það er hér eins og í bók Hreið- ars Inga, að fjölbreytnin ber svipmótið ofurliði; – svo mikið liggur við að koma sem mestu og fjöl- breyttustu efni út fyrir óseðjandi kórana. Þótt þetta sé löstur verður að líta á hann í því ljósi að nótnaút- gáfa hér á landi er dýr og erfið, enn eru útgefendur því miður að glíma við þá sem frekar kjósa að stela sér eintaki með ljósritun og kannski ekki grundvöllur fyrir því – ennþá – að gefa út fleiri hefti þar sem efni væri safnað saman eftir uppruna, – tónskáldum, þema eða einhverju slíku – sem gæfi því sterkari heild- arsvip. Nýtt og gamalt á nótum Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Nótnabækur Vísur Sigrúnar eftir Jóhann Ó. Haralds- son. Útgefandi: Ingvi Rafn Jóhannsson. Barnagælur og fleiri lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Útgefandi: Mál og menning. Strax eða aldrei eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson. Útgefandi: Tónilíus. Söngvasveigur 13: Heyr söngvanna hljóm, fyrir blandaða kóra. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Söngvasveigur 14: Við hátíð skulum halda, fyrir barna- og kvennakóra. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. ÝMSIR LEIKFÉLAGIÐ Fljúgandi fiskar gerði víðreist fyrir skemmstu og sýndi nýja leikgerð sína á Medeu eftir Evripídes í Englandi og Finn- landi, en verkið var frumsýnt hér í nóvember árið 2000. Í sýningunni renna saman í eina heild sviðslistin og kvikmyndaformið, styrkt af tón- list Bretans Jonathans Cooper, sunginni af Huldu Björk Garð- arsdóttur óperusöngkonu og Þór- eyju Sigþórsdóttur, í hlutverki Medeu, en Cooper lék einnig tónlist af fingrum fram í sýningunni. Leik- stjóri var Hilmar Oddsson og mót- leikari Þóreyjar í sýningunni var Valdimar Örn Flygenring. Sýn- ingin var hluti af dagskrá Reykja- víkur menningarborgar 2000 og var styrkt af Leiklistarráði Íslands og menningaráætlun Evrópusam- bandsins Culture 2000. Leikið var á íslensku, en texta sem skýrir fram- vindu verksins var varpað upp fyr- ir áhorfendur. Þau Þórey og Valdimar lögðu upp með fylgdarliði sínu til Bret- lands. Fyrsta sýning var í Nott- ingham í glænýju leikhúsi í Lake- side Art Center. Í London voru fjórar sýningar í ICA húsinu sem hýsir Institution of Contemporary Arts, „í garði drottningar“, segir Valdimar Örn, og bætir því við að honum hafi liðið eins og miðalda- leikara í návist hennar hátignar. Þórey segir þennan stað þekktan fyrir sýningar þar sem tilraunir eru gerðar með form og list- greinum teflt saman. „Það var mjög spennandi að komast að á þessum stað, því hann hentaði mjög vel fyrir sýningu okkar. Aðsókn var alveg ágæt. Það var eins og það hefði spurst út að við værum þarna með þessa sýningu, og það er nú oft besti dómurinn um leiksýningar.“ Áhugafólk um Grikkina og margmiðlun mætti vel Þórey segir að í áhorfendahópn- um hafi verið fólk sem hefur sér- stakan áhuga á margmiðlunarsýn- ingum sem þessari, en einnig hafi komið stór hópur fólks sem hefur áhuga á grísku leikskáldunum og er jafnvel svo sérhæft að sækja bara allar þær uppfærslur á Medeu sem það kemst yfir. „Leikgerð okk- ar virtist alls staðar vekja mikla at- hygli,“ segir Þórey. „Fólk var hrif- ið af því hvernig listformin blandast saman í verkinu, leiklist, tónlist og kvikmynd, og maður fann að þetta kveikti í fólki. Það verkaði líka mjög sterkt á fólk hve stílhrein sýningin var. Fólk var þakklátt fyrir að hafa skýringa- texta ofan við sviðið, en þó höfðu sumir orð á því að þegar þeir skildu ekki tungumálið sem leikið er á, þá færu þeir að hlusta eftir því sem er undirliggjandi; undir- textanum; og fólki fannst það líka spennandi. Í Finnlandi var einn sem sagði við okkur að honum fyndist tungumálið auka á harm- rænu verksins, kannski hljómar ís- lenskan bara svona forn og trag- ísk.“ Valdimar segir að vídeómenn- ingin sé orðin það áhrifamikil í dag, að fólk vilji sjá hvert hún get- ur leitt okkur og hvers hún er megnug. „Þó er eins og það sé ekki búið að reyna þetta mikið, í það minnsta ekki í leikhúsinu, og fólk er mjög forvitið. Stíll sýningar- innar hæfir þessari blöndun list- greina mjög vel og vídeóið á þar vel heima.“ Í Finnlandi sýndi hópurinn á leiklistarhátíð í Tampere. Þar voru áhorfendur því að mestu leik- húsfólk. Í afar jákvæðum blaða- dómi um sýninguna sagði gagnrýn- andinn Matti Wacklin að sýning Fljúgandi fiska á Medeu hitti í mark: „Íslenska hópnum hefur tek- ist að draga fram kjarna sögunnar með samsvörun við nútímann. Fljúgandi fiskar mála áhrifamikla mynd af barnamorðingja, ástæðum hans og tortímandi ábyrgðarleysi, mynd sem nær yfir tungumála- múrana. Áhrifamáttur sýningar- innar vex vegna þess hve hún er sjónrænt úthugsuð og tónlistar sem sótt er í íslenska hefð. Leikurinn í Medeu er líka hrífandi.“ Dýpkaði skilninginn Þórey og Valdimar eru sammála um það að það hafi verið gott að nálgast Medeu aftur þó langur tími hafi liðið frá sýningum hér heima þar til farið var að æfa aftur fyrir leikferðina og margt hafði gerst í lífi þeirra sjálfra sem dýpkaði skilning þeirra á verkinu. „Það var mjög fróðlegt að finna, þegar mað- ur er að takast á við djúpar og per- sónulegar tilfinningar, hvað maður tekur í raun og veru mikið af sjálf- um sér með inn í verkið, og það segir manni það, að kannski sé maður í þessu af einhverju viti,“ segir Valdimar Örn og Þórey sam- sinnir því. Aðstandendur sýningar Fljúgandi fiska á Medeu. Sýnt var í Nottingham í nýju og glæsilegu menningarhúsi. Fljúgandi fiskar á ferðalagi NÚ stendur yfir í ReykjavíkurAka- demíunni, JL-húsinu, Hringbraut 121, ljósmyndasýning Ingólfs Júl- íussonar, Grænland – fjarri, svo nærri og eru þar myndir frá för Ingólfs til Grænlands í september 2002. Þar hitti hann m.a. „Ísmann- inn“ Sigurð Pétursson sem býr í af- skekktu þorpi, Kuummiut, á austur- strönd Grænlands og hefur gert sl. fjögur ár. Ingólfur kynntist einnig heimamönnum og náttúru þessa svæðis. Ingólfur hefur áður tekið þátt í samsýningum blaðaljósmyndara en þetta er fyrsta einkasýning hans og eru myndirnar til sölu. Sýningin stendur til 31. janúar. Hún er opin virka daga kl. 9–17. Ljósmyndir frá Grænlandi ♦ ♦ ♦ Emanúel er eftir Sören Olsson og Anders Jacobs- son. Þýðingu annaðist Jón Daníelsson. Emanúel er al- veg jafnskemmti- legur grallari og hinn víðfrægi Bert frá sömu höfundum, en hann er svo lítið eldri og leyfist ýmislegt fleira. Það gengur á ýmsu hjá Em- anúel í þessari nýju bók. Nú lítur út fyrir að hann sé óvart að verða pabbi, æskuástin, hún Helena, hef- ur þess vegna sagt honum upp, for- eldrarnir eru að skilja og Jack, nýi strákurinn í bekknum, er hættu- legur keppinautur. En Emanúel kann að bregðast við öllu þessu með sínum sérstaka hætti. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 122 bls. Verð: 2.780 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.