Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 64
TÓNLIST 64 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslensku dívurnar Frostrósir 1001 nótt „Íslensku dívurnar “ eru Guðrún Árný Karlsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Védís Hervör Árnadóttir og Valgerður Guðnadóttir. Einnig syngur Hreimur Örn Heimisson í einu lagi. Félagar úr Karla- kórnum Fóstbræðrum, Vox Feminae og gospelkór Fíladelfíu koma fram. Fjöldi hljóðfæraleikara kemur við sögu, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sjá um strengi, Gunnar Gunnarsson á orgel, Kjartan Hákonarson á trompet, Samúel Jón Samúelsson á básúnu, Jóhann Hjör- leifsson á trommur og slagverk, Kjartan Valdemarsson á píanó, Jón Elvar Haf- steinsson gítar, bassi, Máni Svavarsson hljómborð og forritun, auk annarra. Jón Ólafsson stjórnaði upptökum, Arnþór Ör- lyggson sá um hljóðblöndun. ÞÆR söngkonur sem prýða hið jólalega og smekklega umslag plöt- unnar Frostrósir eru nefndar „Ís- lensku dívurnar“. Jú, þetta eru allt prýðilegar söngkonur sem skila sín- um hlut vel á þessum diski, en „dív- ur“? Allar fimm? Eitthvað finnst mér þá þessi heið- urstitill hafa geng- isfallið – sérstak- lega þegar útgefandi sjálfur smellir þessu á. En hvað sem því líður er þetta afar metnaðarfullur diskur og mikið í hann lagt, og hver silkihúfan upp af annarri þegar kemur að flytjendum. Söngkonurn- ar Guðrún Árný, Védís Hervör, Ragga Gísla, Vala Guðna og Mar- grét Eir eru í aðalhlutverki en einn- ig koma fram meðlimir úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands, Karlakórinn Fóstbræður, Vox Feminae og Gosp- elkór Fíladelfíu auk fleiri. Allir leggja til vandaða vinnu en það dug- ar ekki til í öllum lögum því þótt hvert aðskilið atriði sé vel gert, þá verða samanlögð áhrif ekki sjálf- krafa snilldin ein. Skrautið glitrar stundum svo mikið að það sést ekki í lagið fyrir umbúðunum. Sem dæmi má nefna útsetninguna á hinu hátíð- lega „Ljósanna hásal“, strengjum er beitt til hins ýtrasta, lúðrum og kór, þannig að sérlega tær söngur Margrétar Eirar hverfur stundum í kófið. „Hann elskar líka þig“, gam- all sálmur sem Valgeir Guðjónsson hefur samið fallegan texta við, ein- kennist af tæknilegum raddtilþrif- um Védísar Hervarar og Margrétar Eirar í r&b stílnum og lagið kafnar undir þessari skreytilist – mikil átök þurfa ekki endilega að skila mikilli tilfinningu. Þótt lagaval sé ágætlega heppnuð blanda af gömlum og grónum jóla- lögum sem hafa hefðina á bak við sig og nýrri poppballöðum – jóla- bland fyrir alla fjölskylduna – þá er spurning hvort sum geti beinlínis kallast jólalög. Hér má finna erlend- ar dægurflugur í íslenskum búningi (Kristján Hreinsson leggur til mjög sönghæfa texta), eins og „Hvert sem er“, mikil kraftballaða sem Hreimur Örn og Guðrún Árný syngja vel og „Ég verð hjá þér“ og „Stjarnan mín“, hvort tveggja ljúf og grípandi dægurlög sem sungin eru af Védísi Hervöru sem hefur góð tök á þessu formi. Hins vegar fannst mér þau ekkert sérlega jóla- leg þótt sungið sé um ást og eitt- hvað minnst á snjó. Ég fann heldur ekki alveg jólin í vögguvísunni „Sofðu unga ástin mín“. Margrét Eir og Védís Hervör eiga þar fal- legan tvísöng, þar vantar ekkert upp á og útsetningin í hófsamari kantinum, en orkar ekki nokkuð tví- mælis að ljúka jólaplötu á „dauða- djúpum sprungum“? Best finnst mér takast upp í hefðbundnari út- gáfum, Valgerður Guðnadóttir syngur „Friður friður frelsarans“ og „Ave Maria“ hátíðlega en hóf- stillt og útsetningar eru tempraðar þannig að laglínan fær að anda. Það sem ber þó af á þessum diski er næm, hvíslandi túlkun Ragnheiðar Gísladóttur á „Það aldin út er sprungið“, lagi frá 15. öld við texta Matthíasar Jochumssonar. Hægir tónar hins hógværa hljóðfæris, kirkjuorgelsins, færa mann aftur í aldir og andi jólanna, friðurinn og hreinleikinn, kemur hér tærastur fram, umbúðalaust. Steinunn Haraldsdóttir Jólin skreytt Sérstök jólasýning! 29. des. kl. 14. örfá sæti laus 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Lau 28/12 kl. 21 Jólasýning Föst 3/1 kl. 21 Uppselt Lau 11/1 kl 21 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 3. jan, kl 20, laus sæti föst 10. jan, kl 20, laus sæti Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14, Su 12/1 kl 14, Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 Síðustu sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20, Fö 3/1 kl. 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500 15:15 TÓNLEIKAR Takemitsu, George Crumb. Benda Lau 21/12 kl 22 - ath. breytan tíma Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimir Bouchler. Lau. 21.12. kl. 19 laus sæti fös. 27.12. kl. 20 lau. 28.12. kl. 19 Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum í leikhúsið yfir jólin. Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholtskirkju Fös. 20. des. kl. 23:00 Lau. 21. des. kl. 23:00 Sun. 22. des. kl. 20:00 Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson Úrvals hljóðfæraleikarar Kakó og piparkökur í hléi Ógleymanleg jólastemmning Miðasala í Langholtskirkju og við innganginn klang@kirkjan.is ÞAÐ gerist einhverra hluta ekki oft að hljómsveit vendi kvæði sínu al- gjörlega í kross, umbyltir tónlistar- stefnu sinni á svo róttækan hátt að hún sé vart þekkjanleg á eftir. Þetta gerði Örkuml á árinu þegar sveitin fór skyndi- lega úr pönkinu yf- ir í kántrí, skv. eig- in skilgreiningu (Morgunblaðið 9. júní 2002). Fjórða útgáfa sveitarinnar Við gleymdum, er fyrsta skrásetta heimildin um þessi stakkaskipti, en þar fer fjögurra laga smáplata. Lögin eru öll lágstemmd og sann- arlega ekkert hávaðapönk en vart getur þetta heldur talist til kántrís eða sveitarokks, sé mið tekið af hefð- bundinni skilgreiningu. Í mínum eyrum hljóma lögin sem nokkuð hefðbundið gítarpopp. Reyndar nokkuð gamalgróið og blússkotið, svo minnir á köflum á blúsrokk áttunda og níunda áratug- arins, á borð við fyrstu plötur Dire Straits – taki menn þeirri samlíkingu eins og þeir vilja, sem kosti eða lesti. Þótt lögin séu orðin hægstilltari og melódískari eimir enn svolítið af pönkinu í sjálfri spilamennskunni sem er hrá og kannski ekki sú allra vandaðasta, hvort sem það var vís- vitandi eður ei (platan var tekin upp á einum degi vel að merkja). Öll hafa lögin fjögur eitthvað við sig, sérstaklega hið tregablendna „Ís-land“, eru skemmtilega einföld og letileg. En þessi einfaldleiki er um leið helsti gallinn, það hve lögin eru einhæf og útsetningar tilþrifalitlar. Textar vega ágalla þennan eitthvað upp, heimsósómakvæði í Megasar- hefðinni. Þótt þessi fyrsti kafli í sögu nýrra og breyttra Örkumla hefði mátt vera öllu áræðnari gefur hann ágæt fyr- irheit um áframhaldið. Kveðið í kross Örkuml Við gleymdum Vatn í blóð Við gleymdum er 4 laga smáplata með hljóðsveitinni Örkuml. Sveitina skipa Atli Freyr Ólafsson bassi, Ingimar Bjarnason gítar og söngur, Ólafur Guðsteinn söngur og Valur Fannar Þórarinsson trommur. Öll lög eftir Ingimar nema „Ís-land“ sem er eftir Ingimar og ÓGUÐ. Allir textar ÓGUÐ nema „Við gleymdum“ eftir ÓGUÐ og Ingimar. Örkuml útsetti, Guðmundur Kristinn Jónsson tók upp í upptökuheim- ili Geimsteins 28. september 2002. Vatn í blóð gefur út. Skarphéðinn Guðmundsson TALANDI tónar er önnur breiðskífa Kristins, fyrir fjórum árum kom út platan Kveikjur sem var býsna vel heppnuð. Á henni voru nokkur lög sungin, en að þessu sinni lætur Kristinn hljóð- færin um að tala, aðallega gítarinn sem Vilhjálmur Guðjónsson leikur á af fágætri smekkvísi. Reynd- ar heyrist manns- rödd í að minnsta kosti þremur laganna, en sú rödd syngur þó ekki eiginleg orð. Tónlistin á Talandi tónum dreg- ur nokkuð dám af því sem helst var á seyði í bresku hljóðfær- arokki sjöunda áratugarins og ef- laust finnst einhverjum hún gam- aldags, en réttara er að kalla hana sígilda. Vissulega hafa menn al- mennt ekki verið að fást við slíka tónlist síðan á mektarárum Shadows, þó til séu ansi virkir áhugamannahópar víða um heim, en það kemur ekki að sök; þegar vel er að verki staðið, eins og í lög- unum á Talandi tónum, nær tón- listin að verða tímalaus og á fullt erindi við nútímann. Mörg laganna eru vel samin, nefni til að mynda þægilegan trega í „Hughreystingu“, létta vor- og gróandastemningu í „Vori eftir vetur“, og hófstillta sveiflu í „Létti“, en englasöngur Höllu Vil- hjálmsdóttur lyftir því lagi. „Af- drep“ er einnig gott lag og útsetn- ing á því innblásin. Í umslagi plötunnar má sjá að lögunum á henni er ætlað að túlka ýmsar mannlegar tilfinningar sem nöfn laga gefa einnig til kynna. Þannig eru einfaldar lýsandi myndir við hvert lag og nokkur orð fylgja sem eiga væntanlega að vekja hugrenningar og leiða áheyranda inn í stemninguna í lag- inu. Alla jafna eiga mynd og orð vel við hvert lag en orkar stundum tvímælis. Þannig er lagið „Upp- ljómun“ kannski fullfjörugt fyrir hugarástandið sem það á að lýsa, en annars verð ég að bera fyrir mig vankunnáttu á því fyrirbæri uppljómun; vel má vera að hún sé einmitt svona, fjörugt popp með syngjandi gíturum og strengjum. Önnur lög á skífunni en þau sem þegar er getið heita svo „Spurn- ingar og svör“, „Nýjar slóðir“, „Óstöðvandi“, „Hvarf óttans“, „Fortíðin kvödd“, „Gullkorn“, „Af- drep“ og „Úthald“. Eins og getið er leikur Vilhjálm- ur Guðjónsson á gítar og gítara reyndar, hljóðgervla, hljómborð, bassa og slagverk, aukinheldur sem hann stýrir upptöku og út- setningum. Skemmst er frá því að segja að Vilhjálmur fer hreinlega á kostum á plötunni. Gítarhljómur- inn hjá honum er ótrúlega vel unn- inn, hljómur hlýr og mjúkur. Allur annar hljóðfæraleikur er líka til fyrirmyndar, aðrir gítarar, hljóm- borð, slagverk og þess háttar. Eina sem kom miður út var hljóm- ur í hljómborði/píanói í „Óstöðv- andi“; það hefði verið gaman að hafa þar raddmeira hljóðfæri. Kristinn leikur sjálfur á bassa í þremur laganna. Niðurstaðan er prýðileg plata til að láta hugann reika, jafnvel eftir þeim leiðum sem tilgreindar eru, en einnig má hlusta á hana til að njóta gítarleiksins, útsetninganna og laganna sjálfra. Til hamingju, Kristinn. Talandi tónar Kristinn Snævar Jónsson Talandi tónar Kristinn Snævar Jónsson Talandi tónar, breiðskífa Kristins Snæv- ars Jónssonar. Kristinn Snævar semur öll lög og leikur á bassa í þremur þeirra en Vilhjálmur Guðjónsson leikur gítar, hljóð- gervla, hljómborð, bassa og slagverk. Hann stýrir upptöku og útsetningum. Halla Vilhjálmsdóttir syngur bakraddir. Kristinn Snævar gefur sjálfur út. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.