Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁREIÐANLEGAR heimildir herma, að um þessar mundir séu um 40% útfluttra sjávarafurða þorskur eða afurðir úr honum. Þá liggur fyrir, að rösk 60% alls vöru- útflutnings landsmanna eru sjáv- arafurðir. Það er því einfalt reikn- ingsdæmi, að nær fjórðungur alls vöruútflutnings okkar er þorskaf- urðir og það jafnvel þótt þorskafl- inn sé einungis helmingur þess, sem hann ætti að vera, og jafnvel enn minna. Því er þetta rifjað upp hér, að fyrir fáeinum vikum birti ég hér í Mbl. grein, sem hafði þann eina til- gang að vekja athygli á greina- skrifum dr. Jónasar Bjarnasonar undanfarið, þar sem hann hefur með vísindalega vel grunduðum hætti skýrt sífellda rýrnun þorsk- stofnanna undir staðfastri stjórn og leiðsögn Hafró. Tilvitnanir í bandarískar og kanadískar rann- sóknir gefa eindregið til kynna, að stærðarveljandi veiðarfæri hafi náð að kynrýra kanadíska þorskstofna svo dyggilega, að núna, röskum áratug síðar eftir alfriðun allan þann tíma, hafa þessir stofnar ekki rétt teljandi við. Kanadamenn fóru að eins og bóndi, sem áratugum saman mundi sífellt setja á léleg- ustu lömbin, og árangurinn er eftir því. Það er búið að veiða út úr stofnunum allan þann fisk, sem vex hratt, verður seint kynþroska og þess vegna stór. Eftir verða aum- ingjarnir, sem illa standa sig í sam- keppninni um matinn og drepast jafnvel eftir að þeir hafa með hrygningu skilað af sér sínu kyn- rýrða kyni. Nokkur hundruð þús- und tonna þorskstofnar ná einfald- lega ekki að vaxa frá ári til árs eins og jafnstórir þorskstofnar gerðu áður, því að getuna til þess er búið að rækta úr þeim. Skrif dr. Jónasar eru skörp teikn til að við séum á sömu leið og þeir Kanadamenn. Við erum hérlendis ekki alveg eins langt leidd enn. Verndaraðgerðir okkar eins og þeirra á sínum tíma eru á sömu villigötum og við gætum að óbreyttri stefnu endað í sömu ógöngum. Þess vegna er yfirskrift þessarar greinar sú sem hún er. Ég hef með takmarkaðri þekk- ingu en talsverðum áhuga fylgst með þessum málum æði lengi. Ég hef sannfærst um, að engin skýr- ing hafi komið fram jafngóð eða betri en skýring dr. Jónasar Bjarnasonar á því hvað hefur verið og er að gerast í þorskstofnunum okkar. Sé þessi skýring rétt, eins og ég tel öll teikn til, er myndin ekki ýkja björt sem við blasir að óbreyttri stefnu. 40% af útflutn- ingsverðmæti fiskaflans mundu hljóðlega hverfa og botninn þar með úr allri útgerð, smárri sem stórri, í landinu. Bankarnir, sem lánað hafa þessari útgerð og fisk- vinnslu ótalda milljarða króna, sætu uppi með allt þetta úthald verðlaust í fanginu og vel gæti far- ið svo, að ríkið, nýbúið að einka- væða bankana, yrði að leysa þá til sín aftur, eftir að hlutafé þeirra væri afskrifað, rétt eins og gerðist í Noregi fyrir nokkrum árum. Tækifærið til að komast undan þessu kann ennþá að vera til, en djarfar og alvörupólitískar ákvarð- anir væru til þess nauðsynlegar. Þær verða ekki raktar hér. Í fyrri grein minni fólst ákall til þeirra fjölmiðla í landinu, sem burði hafa til að taka alvörumál af þessu tagi til umfjöllunar, Mbl. og Ríkisútvarpsins, að gera það. Sennilegt tap á fjórðungi útflutn- ingstekna þjóðarinnar er ekkert lítilræði, sem þessir fjölmiðlar geta leyft sér að þegja um eins og gert hefur verið til þessa, hafi mér óburðugum tekist að fylgjast með. Fari svo illa sem vísað er til í yf- irskrift þessarar greinar verður téðum fjölmiðlum ekki kennt um, ef þeir taka efnið dyggilega upp á arma sína og geri þær kröfur, sem þeim ber, um að allir aðilar málsins geri grein fyrir sinni þekkingu og sinni ábyrgð. Það gengur ekki lengur, að forráðamenn Hafró, með þeirra staðföstu, en árangurslausu trúarsetningar í farteskinu, séu okkar eina leiðarljós í þessu efni, þegar sá möguleiki lúrir við sjón- deildarhring að óbreyttu, að fjórð- ungur gjaldeyristekna þjóðarinnar gufi upp á fáeinum árum eins og dögg fyrir sólu. Þegar enginn þorsk- stofn er lengur Eftir Jón Sigurðsson „Sennilegt tap á fjórð- ungi útflutn- ingstekna þjóðarinnar er ekkert lítilræði.“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. AF OG til kemur upp umræða um hvort RÚV (útvarp og sjónvarp) ætti að hverfa af auglýsingamark- aði. Stjórn Samtaka auglýsenda (SAU) ályktaði um málið síðastliðið haust og lýsti sig alfarið á móti slík- um hugmyndum. Almenningur virð- ist vera sama sinnis ef marka má niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir RÚV og birt var í byrjun september sl. Í henni kom m.a. fram að einungis 13,5% landsmanna á aldrinum 16–75 ára eru þeirrar skoðunar að RÚV (Sjónvarpið) eigi að hætta auglýsingabirtingum! Í því sem hér fer á eftir verður leitast við að svara þeirri spurningu hvers vegna auglýsendur og al- menningur eiga að vera á móti því að RÚV hverfi af auglýsingamark- aði. Gengið er útfrá því að RÚV verði áfram öflugur fjölmiðill með mikið aðdráttarafl fyrir áhorfendur og hlustendur. Ekki er tekin af- staða til þess hvert rekstrarform RÚV eigi að vera og ekki gert ráð fyrir því að dagskrá einkareknu ljósvakamiðlanna myndi batna það mikið í kjölfar brotthvarfs RÚV af auglýsingamarkaði að verulegar breytingar yrðu á áhorfi/hlustun einstakra miðla miðað við það sem nú er. Segja má að auglýsingar hafi tvenns konar hagrænan tilgang. Í fyrsta lagi hafa þær það hlutverk að sjá almenningi fyrir upplýsingum sem auðvelda þeim að taka neyslu- tengdar ákvarðanir. Almenningur fær upplýsingar um eiginleika vöru eða þjónustu, verð hennar og breyt- ingar á því. Þessar upplýsingar Á RÚV að hverfa af auglýs- ingamarkaði? Eftir Friðrik Eysteinsson „Auglýs- endur og meginþorri landsmanna vilja að RÚV verði áfram á auglýs- ingamarkaði.“ ÞEGAR haustar að og sumarver- tíð íslenskrar ferðaþjónustu er að baki er gott að staldra við og líta yfir farinn veg. Eftir fjölmörg ár í ferðaþjónustu, einkum sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna vítt og breitt um landið, hef ég jafnan getað fylgst með því frá fyrstu hendi hvernig hinir ýmsu þjónustuþættir hafa hægt og sígandi tekið framförum, skref fyrir skref, ár eftir ár. Fjölbreytnin hefur aukist með hverju árinu sem líður, og margt gott hefur áunnist sem vert er að hrósa. Uppbyggingin hefur í raun og veru verið ótrúlega mikil víða um land undanfarin 15 ár eða svo, eink- um hvað varðar gisti- og afþreying- armöguleika. En það er þó alltaf margt sem hægt er að bæta eða færa til betri vegar, og tvennt er mér ofarlega í huga nú að hausti sem ég tel brýna ástæðu til að vekja máls á. Í grein, sem Einar K. Guðfinns- son, formaður Ferðamálaráðs, ritaði í Morgunblaðið hinn 19. september sl., kom m.a. fram að ætlunin væri að ráðast í átak til að lengja ferða- mannatímabilið, og er það vel. Slíkt átak þarf í rauninni alltaf að vera í gangi, því ennþá er það svo að ferða- mannafjöldi til Íslands að vetri er einungis brot af gestafjölda sumars- ins. En ef lengja á sumarvertíðina í báða enda þarf meira til en markaðs- átak erlendis eitt sér. Það þarf ekk- ert síður ákveðna hugarfarsbreyt- ingu meðal þeirra sem veita þjónustuna hér heima, til þess að er- lendir gestir okkar lendi ekki bók- staflega í tómum vandræðum þegar til Íslands er komið. Undirritaður var á ferð með 35 manna hóp á Suðurlandi fyrri hluta september, og lá leiðin þá m.a. í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Þar var ætlunin að vera um hádegisbil, og hringdi ég í umsjónaraðila veitinga- rekstrar þjónustumiðstöðvarinnar kvöldið áður, til þess að vera viss um að einhverja þjónustu yrði þar að fá daginn eftir. Í ljós kom að í boði var að fá súpu og brauð, kaffi og kökur, en viðkomandi aðili taldi ómögulegt að hafa grillið opið af því að það myndi kosta hann útkall á auka- manneskju! Ég fékk litlu breytt um þessa afstöðu hans, en mætti samt með hópinn í hádeginu í Skaftafell eins og ráð var fyrir gert. Þegar þangað kom reyndust nú aldeilis fleiri hópar vera á ferðinni, og þegar til kom vildu u.þ.b. 80–90 svangir túristar fá sér hádegismat í veitinga- stofu þjónustumiðstövarinnar. En þar var þá bara einn afgreiðslumað- ur, sem einn síns liðs stóð sveittur við að taka pantanir, afgreiða og rukka. Er nokkur furða þótt helm- ingur fólksins hafi gefist upp á bið- röðinni og fengið sér ferskt fjallaloft í hádegismat? Hvað skyldi veitinga- stofan hafa misst af miklum tekjum vegna þess að ekki mátti kalla út aukamanneskju? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um slíkum, en það eru því miður ennþá of margir aðilar í ferðaþjón- ustu sem vilja bara fleyta rjómann af vertíðinni en eru ekki tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum til að lenging ferðamannatímabilsins verði möguleg. Það má ekki gleymast að það kostar stundum peninga að búa til peninga. Síðara atriðið sem ég tel fulla þörf að benda á snýr að Geysissvæðinu, einhverjum fjölsóttasta ferðamanna- stað á Íslandi. Ein af perlum svæð- isins er hverinn Blesi, sem er í raun tveir aðskildir hverir hlið við hlið. Fyrir nokkrum árum var settur upp pallur við hverinn, væntanlega í góðri trú til þess að hlífa hvera- hrúðrinu. En tveir gallar eru á gjöf Njarðar. Í fyrsta lagi nemur pallur þessi alveg við brún hversins og er ekkert handrið á honum til varnar því að fólk geti hér fallið ofan í 96 gráða heitt vatnið. Þetta er því ekki bara slysagildra heldur hrein og klár dauðagildra, því falli einhver ofan í sjóðheitt vatnið þarf varla að spyrja að leikslokum. Í öðru lagi þykir mér pallur þessi vera hreint og klárt um- hverfislýti. Þessi litskrúðugi hver er listaverk sjálfrar náttúrunnar, og hverahrúðrið utan um hann er hluti af því fallega málverki. Pallurinn umræddi skemmir þá mynd veru- lega. Af ofangreindum tveimur ástæðum tel ég nauðsynlegt að fund- in verði önnur og betri lausn á því hvernig aðgengi að hvernum Blesa verði háttað í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta mun halda áfram að vaxa og dafna, svo lengi sem þeir sem atvinnugreinina stunda eru reiðubúnir að breyta og bæta þar sem við á, því gæði þjón- ustunnar eru lykilatriði. Ferðaþjónusta til framtíðar Eftir Inga Gunnar Jóhannsson „Ýmsir þjón- ustuþættir hafa hægt og sígandi tekið fram- förum, skref fyrir skref, ár eftir ár.“ Höfundur er leiðsögumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.