Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 25 FJÁRHAGSSTAÐA Hríseyjar- hrepps er mjög erfið um þessar mundir. „Staðan er slæm, við erum ekki í gjörgæslu en miðað við óbreytt ástand lifir þetta sveitarfé- lag ekki af,“ sagði Ragnar Jörunds- son sveitarstjóri í samtali við Morg- unblaðið. „Sveitarfélagið er ekki sjálfbært og það er búið að hrifsa mikið frá því. Við erum að sækja um byggðakvóta, sem við teljum að Hríseyingar eigi rétt á en ef ekki kemur eitthvað út úr því er best að fara niður á Austurvöll og láta þá hirða okkur.“ Ragnar sagði að Hrísey væri það sveitarfélag sem hefði orðið hvað verst úti af sveitarfélögum við Eyjafjörð og á landsvísu. Hann sagði að ekki væri að vænta svara frá sjávarútvegsráðherra um byggðakvóta fyrr en í byrjun næsta árs. „Við vonumst til að tekið verði tillit til okkar umsóknar um byggðakvóta og við munum vinna aflann hér í eynni, eins og ætlast er til.“ Ragnar sagði að þótt ekki væru margir á atvinnuleysisskrá væri at- vinnuástandið erfitt og eitthvað um að fólk sækti vinnu upp á fasta- landið. „Það eru ekki margir á at- vinnuleysisskrá, fólkið hefur flutt í burtu og margir sitja hér uppi með eignir.“ Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu kom nokkur gagn- rýni fram á Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar á fundi hreppsnefndar Hríseyjarhrepps í síðasta mánuði. Þar kom m.a. fram að þrátt fyrir erfiða stöðu í atvinnumálum hefði Atvinnuþróunarfélagið ekki haft neitt frumkvæði til úrbóta. Ákveðið var að kanna hvort ástæða væri fyrir Hríseyjarhrepp að vera áfram aðili að félaginu. Gríðarleg blóðtaka að missa starfsemi Snæfells Ragnar sagði að komið hefðu fram viðbrögð frá AFE og að fyr- irhugaður væri fundur með for- svarsmönnum félagsins í janúar þar sem farið yrði yfir málið. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að hætta aðild að AFE. „Okkur finnst við hafa verið afskipt hér. Fólkið var í sárum eftir að Snæfell hætti starfsemi og mér finnst að Atvinnuþróunarfélagið hefði átt að koma frekar að málum, þó ekki hefði verið nema til að hvetja fólk til dáða og sýna mór- alskan stuðning. Ég held að fáir hafi gert sér grein fyrir því hversu mikil blóðtaka það var að missa starfsemi Snæfells. Það fluttu héð- an um 30 manns í kjölfarið, af rúm- lega 200 manna samfélagi. Svo er alltaf verið að bíða eftir sértækum aðgerðum en það hefur ekkert ver- ið gert af hálfu ríkisvaldsins. Ég veit ekki eftir hverju er verið að bíða, nema þá kannski að eyjan verði auglýst til sölu og seld hæst- bjóðanda.“ Ragnar sagði að ekki væri hægt að kenna íbúum eyjarinnar um þá stöðu sem er uppi. Stýring á fisk- veiðikerfinu hefði farið svona með sveitarfélagið ásamt öðru. „Hug- myndafræði kvótakerfisins er góð en kerfið hefur verið misnotað. Það ætlaðist enginn til þess í upphafi að þetta færi alltaf á færri hendur og svo væru byggðarlögin svelt.“ „Sveitarfélagið lifir ekki af óbreytt ástand“ Erfið fjárhagsstaða Hríseyjarhrepps 30 ár á Íslandi 1972 - 2002 17.900,00 MODEL HR2440 SDS+ - 780 WÖTT Norðlenskt hangikjöt! 895-pr.kg. HANGIFRAMPARTUR úrbeinaður pr.kg.1395- HANGILÆRI úrbeinað LIFANDI JÓLATRÉ! við verslanir EUROPRIS HVERGI BETRA VERÐ! 1.flokks Normannsþinur og grenibúnt LYNGHÁLSI 4 OG SKÚTUVOGI 2 Ódýrt fyrir alla! LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Í Europris bjóðum við eingöngu svínakjöt frá Síld og fisk! Aðeins það besta! Nýtt svínakjöt í úrvali! Svínalundir Nautalundir Kalkúnn Hátíðakjúklingur pr.kg.699- HAMBORGARHRYGGIR nýreyktir 1. fl. gæði299-pr.kg. SVÍNABÓGAR 1.fl. nýir og ófrosnir 79- JÓLAKAFFI 250gr. JÓLAOPNUN 10-22 ALLA DAGA 119- ÁVEXTIR 1/1 dós Jólaá vextir nir safar íku! 26990- GÓLFKLUKKA 193 CM. úr tré, m.pendúl 6900- OLÍUMÁLVERK Stór handmáluð Mörg mótív Í gylltum ramma 70 x 80 cm. 5900- KLASSISKUR GÍTAR 6 strengja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.