Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 43 varst góður maður og þú og amma komuð góðu fólki til manns. Núna ertu hjá guði í himnaríki þar sem við sameinumst á ný, heilbrigð og ham- ingjusöm. Þakka þér fyrir allt, elsku afi minn. Guðrún Þóra. Nú kveðjum við yndislegan langafa okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn E.) Guð varðveiti langömmu, ömmu og alla aðra aðstandendur. Vigdís Lilja og Bertel. Hún Stína frænka mín var alltaf svo óskaplega góð við mig þegar ég var barn. Ég fæddist og ólst upp í íbúð foreldra minna á efri hæð Vita- stígs 6A í Hafnarfirði, en niðri bjuggu afi minn og amma. Og þar var Stína dóttir þeirra – svo gæf og góð eins og allir, sem áttu þar heima. Hér í íbúðinni minni á Suðureyri er falleg innrömmuð mynd af okkur Stínu (Kristínu Vigfúsdóttur) og El- ísabetu Sonju, systur minni. Stína var eldri en við Sonja og gekk sín mann- dómsár á undan okkur. Brátt bar á að ungur maður, glæsi- legur, ljóshrokkinhærður, fór að sjást í kringum Stínu. Það var Grétar Finn- bogason. Lögregluþjónn, starfandi á Keflavíkurflugvelli. Vingóður, barn- góður, reglusamur og yndislegur í alla staði. Ég missti því aldrei Stínu mína. Hún bætti bara við manni, sem samræmdist gæðum hennar sjálfrar. Hann varð strax vinur minn og var það til hinsta dags. Síðast talaði ég við Grétar þar sem við báðir biðum eftir þjónustu í Spari- sjóði Hafnarfjarðar við Strandgötu fyrir rúmu ári. Honum var greinilega mjög brugðið og heilsan slök. En ein- lægnina, vináttuna og kærleikann hafði hann nægan. Hann spurði um mína hagi, hvernig mér vegnaði og hvort ég væri ekki heiðarlegur og samkvæmur sjálfum mér. Alltaf var það Grétari ofarlega í huga. Aðallega bjó Grétar á þremur stöð- um í lífinu. Á Látrum í Aðalvík, einnig í Keflavík, en lengst í Hafnarfirði – allt til dauðadags. Ég fann alltaf á tali Grétars, hversu mikla tryggð hann batt við Látra og hversu sterk tengsl hans voru við þann stað. Að Látrum kom hann fyrir þremur árum. Þar þekkti hann hverja þúfu og hvern stein. Og þar átti hann sína leynistaði og sína duldu drauma. Hann hafði verið tregur til Látraferð- arinnar í upphafi, en þegar þangað var komið héldu honum engin bönd. Tengslin við gömlu dagana voru sterk sem fyrrum, ástin til horfinnar byggðar og mannlífs söm og alla tíð. Eftir Keflavíkurdvölina fluttist Grétar til Hafnarfjarðar, þaðan sem kona hans kom. Úr Hafnarfirði var elsku Stína, konan hans kæra, þar eru börnin hans, þar voru flestir vina hans, þar varð heimilið hans. Hann elskaði Hafnarfjörð, mat fegurð hans, gæði og kosti, umfram flest annað. Ég a margar minningar um Grétar. Ein sú sterkasta er þegar settir voru kvistir á hús æskuheimilisins við Vita- stíg 6A. Daddi kom til verksins – vin- ur Grétars frá fyrri tíð. Þar voru snör handtök og fagleg verk unnin á nokkrum dögum. Þar var ég með Bolla og Grétari og auðvitað Vigfúsi, afa eiganda hússins og smiðs. Það var yndislegt að fylgjast með þessum mönnum að störfum. Og þegar við sumarið eftir lágum á bröttu þakinu að mála, Ævar, Grétar og afi Vigfús, þá var yndislegt að lifa. Eina vetrarvertíð vorum við saman á sjó, ég, Grétar og Bóbó frændi. Við vorum ekki mestu sjómenn í heimi, en Denni, skipstjóri á Vallanesinu GK27, hélt vel utan um hópinn í Grindavík. Grétar var kannski ekki maður stóru verkanna, en hann var sannar- lega maður góðu verkanna. Hann var góður sonur, góður bróðir, góður vin- ur, góður eiginmaður og góður faðir og afi. Hann var líka góður Hafnfirð- ingur og Íslendingur. Hann var tryggastur allra, traustur með af- brigðum og, a.m.k. meðan ég var kunnugastur honum, góður sjálfstæð- ismaður. Ég kveð hann með söknuði. Börn- um hans, Guðjóni, Vigdísi, Elísabetu Stellu og Ómari, sendi ég samúðar- kveðjur sem og tengdabörnum og öll- um afabörnunum, sem eiga á bak að sjá góðum og ástríkum afa. En sökn- uðurinn verður samt mestur hjá Stínu, föðursystur minni, sem hann elskaði og unni alla tíð svo mikið. Þau saman tvö voru tryggðatröllin, sem aldrei brugðust hvort öðru. Ástin end- ist þeim að efsta degi. Grétar minn, lifðu heill með Guði á nýjum stað. Þar munum við öll hittast að lokum. Ég sakna þín, vinur minn. Eitt sinn talaði Páll postuli um þetta þrennt, trú, von og kærleika. Af því væri kærleikurinn mestur. Þú áttir mikið af kærleika. Guð blessi þig. Góða nótt og góðan dag, vinur. Ævar Harðarson, Suðureyri. Elsku frændi. Með nokkrum fá- tæklegum orðum vil ég fyrir hönd fjölskyldu okkar þakka fyrir samferð- ina. Fyrst með föður okkar, tvíbura- bróður þínum frá ykkar fyrstu and- artökum og svo með móður okkar og okkur systkinunum eftir því sem við litum dagsins ljós. Þegar litið er yfir farinn veg koma margar minningar upp í hugann sem of langt mál er að telja upp hér, en það að eiga frænda sem var eineggja tvíburabróðir föður okkar er reynsla sem þeir einir þekkja sem upplifað hafa. Þið bræðurnir voruð sem speg- ilmynd hvor annars og létuð ykkur allt varða hvor um annan, þó alltaf þannig að í kringum ykkur fengu allir nægjanlegt pláss til þess að mótast og eignast eigið sjálfstæði. Nú ert þú farinn og við sitjum eftir í lífinu með minninguna sem verður okkur öllum sem þig þekktum vega- nesti. Það er dýrmætt fyrir okkur að hafa fengið tækifæri til að kynnast manni eins og þér sem séð hafði marga heima og lifað tímana tvenna. Þú ólst upp í sárri fátækt norður í Aðalvík, þar sem menn lifðu í senn í sátt og baráttu við náttúruöflin. Það var stórfjölskylda sem þaðan flutti þegar ekki var lengur stætt á að reyna að lifa hirðingjalífi á þessu harðbýla svæði. Herinn settist að við Keflavík og þjóðflutningar báru fjöl- skylduna þangað í von um vinnu og tækifæri til betra lífs. Þið bræðurnir hófuð ýmis störf og veltuð fyrir ykkur framtíðarmögu- leikum ykkar sem varð til þess að þið hófuð báðir störf sem lögregluþjónar við nýstofnað embætti á Keflavíkur- flugvelli. Það hefur sjálfsagt verið stór stund að klæðast einkennisbún- ingi lögreglumanna fyrir stráka sem ólust upp á skinn- og gúmmískóm. Ennþá einkennilegra hefur það þó verið fyrir þá sem sáu ykkur bræð- urna óþekkjanlega í sundur í þeirri múnderingu. Þú og pabbi voruð alltaf óaðskilj- anlegir, sama hvað á dundi. Þið kunn- uð ekki annað. Fyrir okkur var þetta eins og að eiga tvo pabba, þá sérstaklega á þeim tíma sem þið bjugguð báðir í Keflavík. Þá var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna þar sem þú bjóst með þína uppi á lofti hjá afa og ömmu á Skólavegi 4. Það var falleg og gefandi reynsla að fá að kynnast því hversu vel og vandlega þið hlúðuð hvor að öðrum og að fá að sannreyna á áhrifa- mikinn hátt hversu þræðir á milli ein- eggja tvíbura eru óútskýranlegir og í raun stórbrotið rannsóknarefni. Starf lögreglumanna á Keflavíkur- flugvelli var enginn dans á rósum, þvert á móti. Mikið áreiti fylgdi því hins vegar og starfið færði mönnum ekki vinsældir. Þú kunnir nú samt að taka þessu létt og ekki man ég eftir því að þið bræður hafið gert starfið að umræðuefni þegar þið og fjölskyld- urnar hittust. Starfið var unnið af skilningi, næmleika og tilfinningu fyr- ir þeim sem áttu undir högg að sækja. Sanngirni og þrá eftir réttlátri nið- urstöðu í öllum málum kom með móð- urmjólkinni frá fólki sem hafði jafn- aðar- og félagshyggju að leiðarljósi og á sínar sterkustu rætur í moldinni fyrir vestan. Mér er í fersku minni þegar þú og Stína tókuð þá áhvörðun að flytja til Hafnarfjarðar, heimabæjar Stínu. Sú ákvörðun setti allt úr jafnvægi okkar megin, en er tíminn leið kom í ljós að hún var hárrétt og til gæfu fyrir alla. Þú hafðir kjark og þor til að fara þínar leiðir og það kom berlega í ljós þegar þú fékkst mikinn áhuga á Spáni og keyptir hús þar til þess að geta lifað langar og dýrðlegar stundir í sól og hita. Ég man þegar ég hitti þig niðri á Masa-hótelinu í Torrevieca þar sem þú varst að ganga frá samningi um lóð og byggingu á húsi því sem þú áttir eftir að dvelja í og njóta svo mjög. Það var dásamlegt að fylgjast með ykkur bræðrum í öllu stússinu í kringum húsin ykkar á Spáni. Það var svo aug- ljóst að að þið voruð að upplifa æv- intýri sem þið höfðuð aldrei rent í grun eða leyft ykkur að vona að fyrir ykkur ætti eftir að liggja. Elsku frændi, mér er fullljóst að með nokkrum fátæklegum orðum get ég ekki lýst hversu dýrmætur þú varst okkur, aðeins beðið og vonað að góður Guð taki vel á móti þér. Þú kunnir að gera þér alla staði að þínum. Þú varst óhræddur við að vera fyrstur á nýjar slóðir. Það munt þú líka vera í himnaríki. Við biðjum fyrir bestu kveðjur til afa og ömmu sem við vitum að taka vel á móti þér. Stínu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum vottum við samúð á kveðjustund og minnumst Grétars með virðingu og söknuði um leið og við þökkum sam- ferðina. F.h. Kjartansbarna Magnús Kjartansson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Faðir minn, GUÐMUNDUR MARÍASSON, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 17. desember. Hafliði Guðmundsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AXELÍNA GEIRSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Sveinbjarnargerði, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, laugar- daginn 14. desember. Útför hennar fer fram frá Svalbarðskirkju föstudaginn 20. desember kl. 14.00. Jónas Halldórsson, Anný Larsdóttir, Jóhannes Halldórsson, Herdís Jónsdóttir, Haukur Halldórsson, Bjarney Bjarnadóttir, Vigdís Halldórsdóttir, Sævaldur Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Hulda Stefánsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Birgir Björnsson, Álfhildur Stefánsdóttir, Marteinn Haraldsson, Stefán Páll Stefánsson, Ingibjörg Oddsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Theodór Júlíusson, Hilmar Jón Stefánsson, Sigríður Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær föðursystir mín, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vorsabæ, Ölfusi, til heimilis á Lágafelli, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, föstudaginn 13. desember sl., verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Diðrik Sæmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ ÞURÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði föstudaginn 13. desember, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. des- ember kl. 15.00. Þóra Hallgrímsdóttir, Árni Þór Árnason, Þórunn Haraldsdóttir, C. Frank Faddis, Ingibjörg Haraldsdóttir, Grétar H. Óskarsson, Lára Kjartansdóttir, Edda Björnsdóttir, Halldór Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, KRISTBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, Rauðagerði 20, lést þriðjudaginn 17. desember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 23. desember kl. 10.30. Leifur Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.