Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DIMMASTI dagur ársins nálgast óðfluga, en á laugardag eru vetr- arsólstöður. Ef engar væru jóla- skreytingarnar mætti halda að myndin hefði verið tekin á fal- legu og aldimmu ágústkvöldi. Úti hefur verið 10 stiga hiti, vatnið á Reykjavíkurtjörn gárast varla og borgarljósin speglast í vatninu. Íslenskur vetur getur sannarlega verið skrýtið fyrirbæri, svo mikið er víst. Morgunblaðið/Jim Smart Hlýja í dimmunni  SIGURJÓN Jónsson varði doktorsritgerð sína við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu hinn 30. maí síðastliðinn. Titill ritgerð- arinnar er „Líkanreikn- ingar af hreyf- ingum jarð- skorpunnar á eldfjöllum og við jarðskjálfta mældar með bylgju- víxlmælingum frá radar gervi- tunglum“ (e. Modeling volcano and earthquake deformation from satellite radar interferometric ob- servations). Leiðbeinendur verkefnisins voru Howard Zebker og Paul Segall sem báðir eru prófessorar við Stanford-háskóla. Andmælendur við vörnina voru prófessorarnir David Pollard, Gregory Beroza og Norman Sleep. Mælingar úr gervitunglum Úr radarmælingum frá gervi- tunglum má vinna samfelld kort af hæðarbreytingum sem verða á yf- irborði jarðar með sentímetra ná- kvæmni. Ýmsar hæðarbreytingar geta átt sér stað sem sýnilegar eru með radarmælingum, t.d. á eldfjöllum og við jarðskjálfta. Í ritgerðinni er byrjað á því að fjalla um óvissu í radarmælingum og sérstaklega skoðaðar skekkjur sem orsakast af óreglulegri raka- dreifingu í gufuhvolfinu. Þá eru líkanreikningar af hreyfingum sem mældust á nokkrum eld- fjöllum á Galapagoseyjum notaðir til þess að ákvarða hvar og hversu mikil kvika er að safnast fyrir undir eldfjöllunum. Næst er sögunni vikið að lík- anreikningum á aflögun jarðskorp- unnar sem á sér stað í jarð- skjálftum. Í þessum hluta voru bylgjuvíxlmælingar af Hector Mine-jarðskjálftanum, sem átti sér stað í október 1999 í S-Kaliforníu, og mælingar af Suðurlandsskjálft- unum tveimur teknar til sér- stakrar athugunar. Bestunarreikn- ingar voru notaðir til þess að ákvarða legu misgengja fyrir þessa jarðskjálfta og til þess að ákvarða færsludreifingu á mis- gengjum. Auk þessa voru bylgjuvíxlmæl- ingar af hæðarbreytingum fyrstu tvo mánuðina eftir Suðurlands- skjálftana skýrðar út með breyt- ingum á grunnvatnsþrýstingi á svæðinu. Rannsóknirnar á Suður- landsskjálftunum voru unnar í samvinnu við Norrænu Eld- fjallastöðina. Styrkur frá NASA Rannsóknirnar sem liggja að baki doktorsritgerðinni voru að mestu styrktar af bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, bandaríska vísindasjóðnum NSF (National Science Foundation) og evrópsku geimvísindastofnuninni ESA. Á lokaári rannsóknanna hlaut Sigurjón sérstakan styrk deildarformanns jarðeðlisfræði- deildar Stanford-háskóla. Sigurjón Jónsson lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1990, BS-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og MS-prófi þaðan tveimur árum síðar. Sigurjón starfaði sem sérfræðingur á Nor- rænu Eldfjallastöðinni og á Land- mælingum Íslands 1996–1997. Samhliða doktorsnáminu lauk Sig- urjón MS-prófi í rafmagnsverk- fræði frá Stanford-háskóla. Foreldrar Sigurjóns eru Jón Sigurjónsson múrarameistari og Ingunn Áskelsdóttir sem búsett eru á Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu. Sigurjón starfar nú við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum Doktor í jarðeðlis- fræði GERÐUR G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri í Reykjavík býst við að Fræðsluráð muni á næstunni fjalla um kröfur foreldra og atvinnulífsins um samræmingu vetrarfría í grunn- skólum Reykjavíkur og til greina komi einnig að ræða kröfur um sam- ræmingu samstarfsdaga kennara á leik- og grunnskólastiginu. Hún seg- ir kröfurnar skiljanlegar og finnst eðlilegt að Fræðsluráð skoði þær, en tekur fram að ráðið væri að auka miðstýringu í skólastarfi ef ráðið tæki ákvörðun um allsherjarsam- ræmingu. „Við vildum stuðla að dreifstýr- ingu og efla sjálfstæði skólanna og því er þetta spurning um hvort hvika eigi frá þeirri stefnu. Ég tel það æskilegt að leik- og grunnskólar inn- an sama hverfis ræði hvort þeir geti samræmt samstarfsdaga sína vegna fjölskyldna sem eiga börn á báðum stöðum. En ég tel þó ekki brýna þörf á því að allir skólar borgarinnar sam- ræmi samstarfsdaga sína. Fræðslu- ráð hefur ákveðið að gefa skólunum sjálfstæði í þessum efnum og um- ræða um að breyta ákvörðun hennar hefur ekki komið upp.“ Fræðsluráð skoði kröfur fólks um samræmingu HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, segir að ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra um að fara í þing- framboð fyrir Samfylkinguna muni ekki styrkja samstarf Reykjavíkurlistans, en Framsóknar- flokkurinn er sem kunnugt er þar í hópi með Samfylkingunni og Vinstri grænum. Hann segir að borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins í R-listasamstarfinu hafi gengið út frá því sem vísu að borgarstjóri blandaði sér ekki með beinum hætti inn í landsmálapólitíkina. Nú hafi Ingibjörg ákveðið að gera það og það sé ekki í samræmi við þau orð sem hún hafi áður haft. Það sé staða sem verði rædd í dag meðal for- Halldór Ásgrímsson um þingframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Styrkir ekki samstarf R-listans ystumanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins. „Því er heldur ekki að leyna að við höfum miklar áhyggjur af fjandsamlegu tali fulltrúa Samfylkingarinnar innan R-listans út í þær miklu framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar í stór- iðjumálum, sem við teljum að varði mjög hags- muni höfuðborgarinnar. Því miður er vaxandi at- vinnuleysi í landinu og ýmislegt nýtt þarf að koma til ef á að reynast unnt að sporna við þeirri þróun. Á höfuðborgarsvæðinu eru vaxandi kröfur á sviði heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála og án þeirrar aukningar í þjóðartekjum sem þessar miklu framkvæmdir koma til með að hafa, verður erfiðleikum háð að sinna þeim málum með full- nægjandi hætti. Við höfum af þessu vaxandi áhyggjur,“ segir Halldór. Hann segir borgarstjóra ekki hafa komið að máli við sig nú. Ingibjörg verði að sjálfsögðu að taka sínar eigin ákvarðanir og taka tillit til þess sem hún hafi áður sagt gagnvart samstarfs- aðilum sínum. Það hljóti samt að kalla á end- urmat þeirra á stöðunni. Aðspurður hvort ákvörðun Ingibjargar hafi komið honum á óvart segir Halldór svo ekki vera. Þetta hafi blundað með henni og Samfylk- ingunni í langan tíma. Ingibjörg hafi þar með breytt sinni forgangsröðun. BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra komna í öng- stræti í stjórn borgarinnar og framboð hennar til Alþingis, sem tilkynnt var um gær, sé fyrsta skref hennar út úr borgarmálun- um. Hann segir útspil borgar- stjóra ekki koma sér á óvart, hann hafi margsinnis vakið máls á því í kosningabaráttunni síðasta vor að hún ætti eftir að hverfa á önnur mið stjórnmálanna. „Þetta hefur verið á döfinni í nokkrar vikur og var síðast til um- ræðu í borgarstjórn fyrir hálfum mánuði. Nú er það ljóst að Ingi- björg ætlar í framboð og engin spurning um það. Það er gott að komin sé niðurstaða um að hún ætli í þetta framboð, því ekki er hægt að velkjast í vafa um slíka hluti. Hitt er annað mál að ég tel ástæðurnar fyrir því að hún ætlar í framboð m.a. þær að hún er komin í öngstræti þegar litið er til stjórnar borgarmálanna. Við erum að fjalla núna um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2003 og það er alveg augljóst að fjármála- stjórnin hjá Reykjavíkurborg er mjög slök, ef hún er ekki bara komin úr böndunum, miðað við þá útgjaldaþenslu og skuldaaukningu sem þar er. Ég tel að hún sé að leita leiða til að komast hjá stjórn borgarmálanna,“ segir Björn. Pólitískur ferill Ingibjargar sé að taka nýja stefnu út úr borgarmál- unum. „Ég vakti hins vegar oftar en einu sinni máls á því í kosninga- baráttunni að hún myndi hverfa á önnur mið í stjórnmálum að kosn- ingum loknum, og því var alltaf neitað, þannig að þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Björn. Að- spurður sagðist hann telja að framboð Ingibjargar og hugsanleg þingmennska hlyti að hafa áhrif á framvindu mála við stjórn borg- arinnar og samstarf flokkanna sem mynda R-listann. Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Ingibjörg komin í öng- stræti í stjórn borgarinnar FORYSTUSVEIT Vinstrihreyfing-arinnar – græns framboðs í borginni hyggst koma saman til samráðsfund- ar í dag vegna þingframboðs Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur flokksins, baðst undan því að tjá sig um framboð borgarstjóra þar til sá samráðsfundur hefði átt sér stað. Í kjölfar fundarins yrði send út yfirlýs- ing. Vildi Steingrímur ekki segja ann- að en menn gætu tekið það til marks um að málið væri litið alvarlegum augum að boðað væri til þessa fundar. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar og annar borgarfulltrúa Vinstri grænna í R-listasamstarfinu, vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um ákvörðun Ingibjargar að öðru leyti en að hún hefði komið sér á óvart. Von væri á frekari viðbrögðum í dag. VG lítur mál- ið alvarleg- um augum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.