Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 13
ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐGJAFAR
George W. Bush Bandaríkjaforseta
hafa ráðlagt honum að lýsa því yfir
að Írakar hafi brotið ályktun örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna með því
að veita ekki réttar upplýsingar um
vopnaeign sína í skýrslu sem þeir
lögðu fram fyrr í mánuðinum, að
sögn bandarískra embættismanna í
gær. Þeir sögðust þó ekki telja að
þessi ásökun yrði til þess að Bush
fyrirskipaði strax árásir á Írak.
Ráðgjafar forsetans búast við því
að afstaða Bush verði varfærnislegri
og hann bíði með að taka ákvörðun
um hernað í Írak þar til á næsta ári.
Í ályktun Sameinuðu þjóðanna frá
því í nóvember var gerð krafa um að
Írakar gerðu grein fyrir vopnaeign
sinni fyrir 8. desember og þeir lögðu
fram 12.000 síðna skýrslu sem
bandarískir embættismenn segja að
Bush telji ófullnægjandi. Banda-
ríkjastjórn hefur rætt þann mögu-
leika að lýsa því yfir að Írakar hafi
gerst sekir um svo alvarlegt brot á
ályktuninni að það réttlæti árásir á
Írak.
Þessi möguleiki var þó ekki rædd-
ur ýtarlega á fundi þjóðaröryggis-
ráðgjafa Bush í fyrradag, að sögn
heimildarmanna fréttastofunnar AP.
Þeir sögðu að ráðgjafarnir hygðust
ráðleggja forsetanum að fallast á að
eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna
héldu áfram vopnaleitinni í Írak og
nota annmarkana á skýrslunni til að
auka þrýstinginn á Sameinuðu þjóð-
irnar og Íraka.
Gert er ráð fyrir að Bush geri
grein fyrir afstöðu sinni til skýrsl-
unnar á morgun en það gæti breyst
að sögn heimildarmannanna.
Verði yfirheyrðir utan Íraks
Flestir ráðgjafanna eru hlynntir
því að fast verði lagt að eftirlits-
mönnum Sameinuðu þjóðanna að
krefjast þess að fá að ræða við íraska
vopnasérfræðinga utan Íraks eins og
þeim er heimilt samkvæmt ályktun
öryggisráðsins. Bush telur að Sadd-
am Hussein Íraksforseti myndi
hafna þessari kröfu og það gæti gefið
tilefni til þess að lýsa því yfir að
Írakar hefðu gerst sekir um svo al-
varlegt brot á ályktuninni að það
réttlætti hernað í augum erlendra
bandamanna Bush-stjórnarinnar og
almennings í Bandaríkjunum.
Komi Saddam Bandaríkjamönn-
um á óvart og heimili vísindamönn-
unum að fara frá Írak er talið að þeir
geti veitt upplýsingar sem hægt
verði að nota gegn írösku stjórninni.
Samþykki Bush tillögu ráðgjaf-
anna er líklegt að ákvörðun um
hugsanlegan hernað í Írak verði
frestað í nokkrar vikur. Bandaríkja-
stjórn hefur sagt að hún hafi sann-
anir fyrir því að Írakar eigi gereyð-
ingarvopn en hefur ekki gert þær
opinberar.
Tugir vestrænna fyrirtækja
aðstoðuðu Íraka
AP hefur undir höndum skýrslu
Íraka frá 1996 um kjarnorkuáætlun
þeirra og þar kemur fram að tugir
vestrænna fyrirtækja sáu Írökum
fyrir búnaði og tækni sem þarf til að
búa til kjarnorkusprengju. Skýrsl-
unni hefur verið haldið leyndri til að
koma í veg fyrir að önnur ríki geti
notfært sér upplýsingarnar til að
framleiða kjarnavopn og einnig í því
skyni að vernda fyrirtækin sem að-
stoðuðu Íraka, ýmist af ásettu ráði
eða óafvitandi.
Skýrslan er nánast sú sama og sú
sem Írakar lögðu fram fyrr í mán-
uðinum, nema hvað í nýju skýrslunni
er 300 síðna greinargerð á arabísku
um áætlanir Íraka um kjarnorku-
framleiðslu.
Lengi hefur verið vitað að vestræn
fyrirtæki aðstoðuðu Íraka og nokkur
þeirra hafa þegar verið nefnd, en í
skýrslunni eru ýtarlegustu upplýs-
ingarnar til þessa um hvaða fyrir-
tæki þetta voru. Í skýrslunni eru
nefnd meira en 30 þýsk fyrirtæki, tíu
bandarísk, ellefu bresk og nokkur
svissnesk, japönsk, ítölsk, frönsk,
sænsk og brasilísk fyrirtæki sem
seldu eða framleiddu búnaðinn.
Írakar keyptu búnaðinn ýmist af fyr-
irtækjunum eða milliliðum.
Talið að Bush saki Íraka
um brot á ályktuninni
Líklegt þykir að hann bíði þó með
það að ákveða hernaðaraðgerðir
Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP.
GAMALREYND Ariane 4-eldflaug
flutti í gær fjarskiptahnött á braut um
jörðu en fyrir viku mistókst herfilega
fyrsta tilraunin með eina útfærslu
arftaka hennar, hinnar stóru Ariane
5. Var hún sprengd upp eftir að hafa
farið út af fyrirhugaðri skotbraut.
Ariane 4-flauginni var skotið upp
frá Kourou í Frönsku Guiana og 21
mínútu síðar tilkynnti Evrópska
geimvísindastofnunin, að fjarskipta-
hnötturinn væri kominn á sína braut.
Er hann á vegum fyrirtækisins New
Skies Satellites NV en það er skráð í
Hollandi. Mun hann annast síma- og
netsamband milli ýmissa heimshluta.
Ariane 4 fór í sína jómfrúrferð 1988
og á þessu ári hafa ferðirnar verið 12.
Í febrúar næstkomandi á Ariane 5 að
taka við en á ýmsu hefur gengið með
hana. Hefur henni verið skotið upp 14
sinnum og tvisvar sinnum hefur það
endað með ósköpum. Í önnur tvö
skipti sleppti hún gervihnetti á rangri
braut.
Benda fyrstu rannsóknir til, að
ekki sé allt með felldu með megin-
þrepið en niðurstöðurnar eiga að
liggja fyrir 6. janúar næstkomandi,
aðeins viku fyrir mikilvægustu geim-
vísindatilraun ESA, Evrópsku geim-
vísindastofnunarinnar. Þá á Ariane 5
að flytja út í geiminn ómannað geim-
far, Rosettu, en það á síðan að taka
sveig um Mars og kanna hina fjar-
lægu halastjörnu Wirtanen. Svigrúm
tilraunarinnar að þessu sinni er 20
dagar og því eins gott, að ekki komi í
ljós mjög alvarlegur galli á Ariane 5-
flauginni.
Gervi-
hnöttur á
braut með
Ariane 4
Leitað að galla í arf-
takanum, Ariane 5
AP
Ariane 4-eldflaugin er hún lagði
upp með fjarskiptahnöttinn.
Evry. AFP.
BANDARÍSKA trygginga- og fjár-
málafyrirtækið Conseco hefur farið
fram á greiðslustöðvun. Er þetta
þriðja stærsta greiðslustöðvunarmál í
bandarískri sögu. Skuldir fyrirtækis-
ins nema um 6,5 milljörðum dollara
og yfirvofandi er opinber rannsókn á
bókhaldsháttum fyrirtækisins.
Conseco er sjöunda stærsta trygg-
ingafyrirtæki Bandaríkjanna. Þótt
greiðslustöðvunarbeiðnin hafi ekki
komið á óvart í ljósi þeirra erfiðleika
sem fyrirtækið hefur átt við að etja
dregur hún skýrt fram í dagsljósið þá
alvarlegu stöðu sem fyrirtækið er í.
Ekki eru mörg ár síðan hlutabréf í
Conseco voru mjög eftirsótt á Wall
Street. Frá 1988 til 1998 var meðal-
hagnaður af bréfunum í því um 47% á
ári og gengið fór í 58 dollara hvert
bréf. Nú er gengið innan við fimm
sent.
Samkvæmt algengustu viðmiðun-
um um umfang greiðslustöðvunar-
beiðna er þetta sú þriðja stærsta í
Bandaríkjunum, miðað við að eigur
fyrirtækisins og dótturfyrirtækja
þess eru metnar á 52,3 milljarða doll-
ara. Heildareignir WorldCom námu
104 milljörðum er það fékk greiðslu-
stöðvun í júlí og eignir Enron námu
64 milljörðum.
AP
Höfuðstöðvar tryggingafyrirtækisins Conseco í Carmel í Indiana.
Þriðja stærsta
gjaldþrotamálið
Indianapolis. AP.
FARÞEGAFERJA með yfir
300 manns innanborðs fórst í
Para-héraði Brasilíu í gær og
var staðfest að fimm manns að
minnsta kosti hefðu látið lífið.
Yfir 50 farþega var enn saknað
í gærkvöldi og óttast að þeir
hefðu drukknað.
Slysið varð á ánni Para sem
er skammt frá mynni Amazon-
fljótsins. Talið er að skipinu,
sem hét Sap Luiz, hafi hvolft
vegna þess að allt of margir
voru um borð en það var skráð
fyrir 150 farþega. Yfir 200
manns syntu í land og voru
sumir þeirra í björgunarvesti.
Sap Luiz var á leið frá héraðs-
höfuðstaðnum Belem til borg-
arinnar Manaus.
Ferjuslys
í Brasilíu
Rio de Janeiro. AFP.
VÍSINDAMENN hafa fundið að-
ferð til að fylgjast með örsmáum
hlutum í einstökum heilafrumum í
lifandi músum, og gefur þetta inn-
sýn í hvernig heili breytist með
tímanum.
Í einu tilviki fylgdust vísinda-
mennirnir með er breytingar urðu
í heila músa eftir að veiðihárin
voru klippt af þeim.
Þessi tækni mun auðvelda vís-
indamönnum að kanna hvernig
heilinn myndar minningar og
bregst við reynslu sem eigendur
þeirra verða fyrir. Greint er frá
þessari nýju tækni í tímaritinu
Nature í dag.
Taugafrumur í heilanum senda
boð sín á milli yfir örsmáar geilar
sem kallast taugamót. Litlar nibb-
ur taka við boðunum. Í tveimur
rannsóknum vísindamannanna
var síðan fylgst með vexti og eyð-
ingu þessara nibbna á ákveðnu
tímabili.
Vísindamennirnir fylgdust með
nibbunum, sem eru innan við einn
tuttugasti af breidd mannshárs að
stærð, með því að nota sérstak-
lega ræktaðar mýs sem hafa í sér
gen sem gerir sumar taugafrumur
sjálflýsandi. Með leysigeisla- og
rafeindasmásjám rýndu þeir í
gegnum glugga sem gerðir voru á
höfuðkúpur músanna eða í gegn-
um kúpubein sem hafði verið
þynnt með bor.
Kom ekki á óvart
Í áðurnefndu tilfelli, er veiðihár
voru klippt af tilraunadýrunum,
urðu breytingar í þeim hluta heila
músanna sem tekur við boðum frá
veiðihárunum. Tveim til fjórum
dögum eftir að þau voru klippt
hafði fjöldi þeirra nibbna sem
hafði myndast eða horfið á því
svæði aukist umtalsvert, sem
benti til að ný taugamót væru að
myndast og önnur að eyðast.
Niðurstöðurnar komu ekki á
óvart, en það sem vísindamönn-
unum þykir merkilegt er að hægt
hafi verið að horfa á breytingarn-
ar verða.
Michael Merzenich, vísinda-
maður, sem fæst við rannsóknir á
heilanum og starfsemi hans, en
tók ekki þátt í þessum nýju rann-
sóknum, segir að niðurstöðurnar
hafi verið í samræmi við það sem
vænst hafi verið, en „það hefur
[hingað til] enginn horft á þetta
gerast“.
Horfðu á efna-
breytingar
í heilanum
Baltimore. AP.
SUÐUR-Kóreubúar ganga að kjör-
borðinu í dag og kjósa sér nýjan
forseta en Kim Dae-Jung hverfur
senn á braut eftir fimm ára setu í
forsetastólnum. Aukin spenna á
Kóreuskaganum þykir varpa
skugga á kosningarnar en Norður-
Kóreustjórn viðurkenndi nýlega að
hún hefði yfir kjarnorkusprengju
að ráða.
Hinn frjálslyndi Roh Moo-Hyun
og íhaldsmaðurinn Lee Hoi-Chang
takast á um það hver verður næsti
forseti Suður-Kóreu en óvíst er
hvor mun hafa betur. Roh er sagð-
ur hafa staðið ofurlítið betur að
vígi en það er hins vegar talið
skaða möguleika hans á sigri að
Chung Mong-Joon, leiðtogi 21-
Samfylkingarflokksins, sneri við
honum baki í gær.
Ólíkur bakgrunnur
Roh er stuðningsmaður „sól-
skinsstefnu“ fráfarandi forseta,
sem fól í sér aukin samskipti við
stalínistastjórnina í Pyongyang í
því augnamiði að bæta samband
Kóreuríkjanna tveggja. Lee er hins
vegar sama sinnis og þeir stjórn-
málaleiðtogar í Washington sem
vilja að hart sé tekið á útlagastjórn
Kims Jong-Il í Norður-Kóreu.
Kim Dae-Jung, sem er 77 ára,
lætur af embætti í febrúar en lög-
um samkvæmt getur hann ekki set-
ið nema eitt fimm ára kjörtímabil.
Lee hefur kallað Roh hættulegan
róttækling sem staðráðinn sé í því
að halda áfram „ónýtri friðþæging-
arstefnu“ á meðan Roh hefur á
móti fordæmt Lee sem hauk, sem
fastur sé í viðjum sjónarmiða sem
réðu á tímum kalda stríðsins. Roh
segir það hins vegar geta hrint af
stað öðru stríði á Kóreuskaganum.
Lee, sem er 67 ára, ólst upp við
allsnægtir, er fyrrverandi dómari
og gegndi einnig embætti forsætis-
ráðherra um tíma. Hann tapaði
mjög naumlega fyrir Kim Dae-
Jung í forsetakosningunum 1997.
Bakgrunnur Rohs er býsna ólíkur,
hann ólst upp við fátækt og herfor-
ingjastjórnin, sem réð ríkjum í
Suður-Kóreu á níunda áratugnum,
varpaði honum á sínum tíma í fang-
elsi. Roh, sem er 56 ára, er lög-
fræðingur og sérhæfði sig í mann-
réttindamálum.
Suður-Kóreubúar að kjörborðinu í tvísýnum forsetakosningum
Samskiptin við N-Kóreu í brennidepli
Seoul. AFP.