Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á RANNSÓKNASTOFUHáskólans í meinafræðivið Landspítala – há-skólasjúkrahús er sjúk- dómsgreindur yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra u.þ.b. 1.200 krabbameina sem greinast árlega hjá Íslendingum. Auk meinafræði- rannsókna, sem eru sjúkdóms- greingar vefjasýna, falla rannsóknir á sviði frumulíffræði, litningarann- sókna og réttarlækninga undir verksvið rannsóknastofunnar. Daglegur rekstur og stjórn Lífs- ýnasafns Rannsóknasóknastofu Háskólans við Landspítala – há- skólasjúkrahús er sömuleiðis á ábyrgð rannsóknastofunnar. Yfir- læknir rannsóknastofunnar er Jó- hannes Björnsson. Hann er jafn- framt prófessor í líffærameinafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Vitnað í íslenskar rannsóknir „Hér starfar fámennur, reyndar of fámennur, hópur fólks með langa þjálfun og reynslu, sérfræðilæknar og annað fagfólk, sem vinnur mik- ilvægt þjónustustarf sem kannski hefur ekki verið ofarlega í vitund al- mennings. Hér vinna nú 59 manns, þar af 15 læknar, 17 meinatæknar og 8 líffræðingar.“ Tilefni heimsóknar blaðamanns til Jóhannesar Björnssonar er að fyrr á árinu birtist á erlendri vef- síðu frétt um að hlutfallslega væri mest vitnað til íslenskra rannsókna á brjóstkrabbameini. Jóhannes seg- ir ýmsar aðferðir til þess að meta gildi eða gagnsemi vísindavinnu sem birt er í vísindatímaritum og á þingum. Ein þeirra sé að athuga hversu oft vísindamenn vitni í greinar annarra rannsakenda á sama eða skyldu sviði. Umrædd veffregn tók til árabils- ins 1990–1999 og athugaði hversu oft hefði að meðaltali verið vitnað í hverja rannsókn á brjóstkrabba- meini í ýmsum löndum beggja vegna Atlantshafsins. Í ljós kom, að erlendir vísindamenn vitnuðu oftast í vísindagreinar Íslendinga á þessu sviði, og munaði þar miklu. Jóhann- es leggur áherslu á að taka verði talnaleikjum eins og þessum með fyrirvara en boðskapurinn sé engu að síður augljós, hér skipti eins og víðar gæði meira máli en magn. Ís- lenskar rannsóknir á brjóstkrabba- meinum hafa fyrst og fremst verið unnar á tveimur stöðum, þ.e. Rann- sóknastofu Krabbameinsfélags Ís- lands í sameinda- og frumulíffræði og frumulíffræðideild Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði. Vís- indamenn á báðum stöðum hafa oft- ast haft samvinnu við aðra sérfræðinga Rannsóknastofu Há- skólans. Um grunnrannsóknir á krabbameinum hérlendis almennt bætir Jóhannes því við að náin sam- vinna tiltölulega fárra vísinda- manna skipti þar miklu máli og einnig sú staðreynd að efniviður er aðgengilegur á einum stað, lífsýna- safni Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði við Landspítala – há- skólasjúkrahús. Svar meðan á aðgerð stendur En að starfseminni sjálfri: „Meg- inverkefni okkar er sjúkdómsgrein- ing vefjasýna, þ.e.a.s. líffæra og líf- færahluta, speglunarsýna o.s.frv., sem fjarlægð eru til greiningar eða lækninga. Okkur berast þannig sýni með flestum þeim sjúkdómum, sem mannkynið hrjá. Skriflegt svar meinafræðings fer héðan einum til fjórum dögum síðar. Oft á dag ræð- um við síðan við þá lækna, sem fjar- lægðu sýnið og sjúklinginn annast, ekki síst til þess að tryggja öryggi greiningarinnar. Öllum sem hér starfa er stöðugt ljóst, að niðurstöð- ur okkar geta haft, og hafa reyndar oft, afleiðingar sem með litlum eða engum fyrirvara gjörbreyta lífi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Krabbameinslækningar nútímans krefjast náins samstarfs allra lækna, sem að greiningu og með- ferð koma. Þannig þarf skurðlæknir ósjaldan skyndisvar meðan á skurð- aðgerð stendur til þess að taka ákvörðun um framhald aðgerðar- innar og bíður sjúklingurinn á skurðarborðinu á meðan. Hraðsvar af þessu tagi, sem tekur nokkrar mínútur, útheimtir verulega þjálfun þess fagfólks, sem að því kemur.“ Vefjasýnum sums staðar fargað Um leið og vefjasýni berst rann- sóknastofunni er það skráð í lífs- ýnasafn spítalans. Allt eftir stærð er það síðan varðveitt í heild sinni eða að hluta. Í safninu eru nú u.þ.b. hálf milljón vefjasýna frá u.þ.b. 200 þúsund einstaklingum, þau elstu frá þriðja tug síðustu aldar. „Hér á landi tóku árið 2000 gildi lög um lífs- ýnasöfn. Þar eru nákvæm fyrirmæli um varðveislu sýnanna, hverjir fá aðgang að þeim og hvernig.“ Jó- hannes segir megintilgang safnsins að þjóna sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Sums staðar erlendis, eink- um vestanhafs þar sem Jóhannes starfaði lengi, sé vefjasýnum fargað eftir tiltekinn tíma, t.d. 10–15 ár. Sé það einkum af tveimur ástæðum, annars vegar vegna kostnaðar við rekstur safnsins og hins vegar af ótta við lögsókn vegna þeirra upp- lýsinga sem felast í hverju sýni. „Hvert vefjasýni, sem eðli málsins samkvæmt inniheldur frumur, geymir í reynd allt erfðaefni við- komandi einstaklings. Það er hugs- anlegt að í þjóðfélögum öðruvísi en okkar geti verið óæskilegt að erfða- efni mikils hluta þjóðar sé tiltækt með þessum hætti. Önnur ástæða þess að sýnum er hent er ótti þeirra sem söfnin reka, þ.á m. meinafræð- inga, að gömul greiningarmistök geti síðar komið í ljós. Ég álít að hvorugt atriðið geti nokkurn tíma, a.m.k. á meðan Ísland er réttarríki, réttlætt að henda sýni, sem hefur verið tekið í greiningarskyni.“ Greining stökkbreytinga Jóhannes tekur sem dæmi um notkun safnsins við lækningar, að finnist nýtt krabbamein hjá sjúk- lingi, jafnvel áratugum eftir að fyrra æxlið var greint, geti það ráð- ið úrslitum um rétta greiningu, og þannig meðferð og horfur, að hafa fyrra æxlið til samanburðar. „Nú- tímaaðferðum meinafræðinnar, s.s. vefjaónæmisfræði og sameindalíf- fræði, má flestum beita á aldagömul sýni hafi þau verið rétt varðveitt.“ Annað þjónustugildi safnsins er greining stökkbreytinga í ættum þar sem tíðni krabbameina er hærri en almennt gerist. Má þannig grennslast fyrir um stökk ar í vefjasýnum þeirra se eru látnir. „Með því að s þessar fjölskyldur er í þjóðfélagi eins og okkar finna og beinlínis aðstoða þ lífi eru, t.d. með forvörnu konar.“ Hvað um aðgang að sýnu Jóhannes segir að tilk tæknifyrirtækja á síðari unda áratugsins hafi hley vísindarannsóknir í læknis á landi. „Hér hefur lífsýna Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði annast ranns Greina meiri krabbamei Fjölbreytt starf fer fram á Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði. Þar starfa nærri 60 manns, einkum læknar, meinatæknar og líffræðingar. Jóhannes Tómasson kynnti sér starfsemina. Hér má sjá nokkra starfsm hægri. Hjá honum er Valg fjörð Pétursdóttir, Guðrún Meðal aðalverkefna Ranns krabbamein. Hér er Jóhan krabbameins sem rannsak rannsóknastofunnar. VAL BORGARSTJÓRA Á undanförnum mánuðum ogmisserum hefur verið mikillþrýstingur á Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra að gefa kost á sér á framboðslista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Þessi þrýst- ingur hefur komið frá samherjum hennar í Samfylkingunni, þrátt fyrir skýrar og margítrekaðar yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar bæði fyrir og eftir borgarstjórnarkosningarnar í vor, um að hún hefði ekki hug á fram- boði til þings á næsta ári. Í haust var birt skoðanakönnun, sem sýndi að fylgi Samfylkingarinnar í þingkosningunum í Reykjavík gæti aukizt talsvert ef borgarstjóri gæfi kost á sér. Í kjölfarið gaf Ingibjörg Sólrún út yfirlýsingu, þar sem sagði: „Ég hef vegið og metið þessi mál með sjálfri mér og í samræðum við aðra á síðustu dögum. Ég hef meðal annars hugleitt stöðuna út frá þeim skuld- bindingum sem ég hef tekist á hendur fyrir kjósendur Reykjavíkurlistans og þeim markmiðum sem ég hef sett mér í starfi borgarstjóra. Niðurstaða mín er sú að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um.“ Flestir munu hafa litið svo á að þetta svar borgarstjóra væri endan- legt og afdráttarlaust. Í leiðara Morg- unblaðsins 11. september síðastliðinn sagði um það: „Með þessu svari hefur borgarstjóri styrkt persónulega stöðu sína sem stjórnmálamaður sem stendur við orð sín. Hún gaf kjósend- um mjög afdráttarlaus loforð um það í vor að hún yrði áfram borgarstjóri og sneri sér ekki að öðru snemma á kjör- tímabilinu. Hún gengur ekki á bak þeirra orða sinna, þótt hún hafi fengið upp í hendurnar freistandi tækifæri til að láta til sín taka á vettvangi landsmálanna eftir níu ára starf sem borgarstjóri. Vafalaust hefðu ýmsir aðrir stjórnmálamenn gripið þetta tækifæri, jafnvel þótt þeir hefðu þar með lent í mótsögn við sjálfa sig.“ Þetta mat á afstöðu borgarstjórans á augljóslega ekki við lengur. Hún segir nú, að hún muni áfram verða borgarstjóri, jafnvel þótt hún setjist á þing. Að hún sinni áfram starfi borg- arstjóra er hins vegar ekki það eina, sem skiptir máli gagnvart kjósendum Reykjavíkurlistans. Stór hluti þeirra kýs ekki Samfylkinguna í þingkosn- ingum, heldur Vinstrihreyfinguna – grænt framboð eða Framsóknar- flokkinn. Margir þeirra hafa væntan- lega litið svo á að loforð borgarstjór- ans næðu einnig til þess að hún færi ekki að beita sér gegn þeirra flokkum í landsmálapólitíkinni. Þau loforð, sem borgarstjóri gaf kjósendum í Reykjavík í vor, þjónuðu því hlutverki að styrkja Reykjavíkur- listann og tryggja kosningasigur hans. Af viðbrögðum forystumanna samstarfsflokka Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum má marka að þeir telji ákvörðun hennar nú veikja R-listasamstarfið. Raunar má segja að undanfarna mánuði hafi borgar- stjóri staðið frammi fyrir því vali, hvort hún vildi tryggja áframhaldandi sterka stöðu Reykjavíkurlistans eða styrkja Samfylkinguna í landsmála- pólitíkinni. Hún hefur valið Samfylk- inguna. Vafalaust styrkir framboð hennar flokkinn, en um leið er mótsögn í því þegar Ingibjörg Sólrún sjálf og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, tala um að hún sé þar ekki í forystusæti og hafi þar af leiðandi ekki gengið á bak loforða sinna gagn- vart kjósendum í borgarstjórnar- kosningunum. Ingibjörg Sólrún er öflugur forystumaður, einhver öflug- asti forystumaður vinstri manna á Ís- landi. Þess vegna var hún fengin á framboðslistann. Hún skipar sér að sjálfsögðu í forystusveit og framboð hennar í fimmta sæti hlýtur að þýða að flokkurinn stefni á að ná því sæti. Til þess að ná því markmiði, þarf Samfylkingin hins vegar að ná at- kvæðum af öðrum flokkum, ekki sízt og kannski fyrst og fremst frá vinstri- grænum og framsóknarmönnum. Það liggur því í augum uppi að framboð Ingibjargar Sólrúnar styrkir Sam- fylkinguna, en veikir um leið sam- starfið innan Reykjavíkurlistans. PAPRIKURNAR KVADDAR Það ber vott um raunsæi hjá græn-metisbændum að hyggjast hætta paprikurækt, þar sem þeir telja sig ekki fá nægilega hátt verð fyrir af- urðir sínar. Það er sömuleiðis rétt af- staða hjá landbúnaðarráðuneytinu að gera ekkert í því, þótt bændur segi að stefnt geti í að framleiðsla á íslenzkri papriku leggist af. Síðastliðið vor voru gerðar breyt- ingar á starfsumhverfi grænmetis- bænda. Tollar á innfluttu grænmeti voru lækkaðir verulega, en á móti komu beingreiðslur úr vösum skatt- greiðenda til bændanna. Þessar að- gerðir hafa stuðlað að því að lækka verð á grænmeti og draga úr verð- sveiflum. Georg Ottósson garðyrkjubóndi segir í Morgunblaðinu í gær að það væri slæmt ef paprikurækt legðist af hérlendis, enda sækist margir neyt- endur eftir íslenzkri papriku. Staðreyndin í málinu er auðvitað sú að ef margir neytendur sækjast eftir íslenzkri papriku og telja hana í raun og veru betri en erlenda framleiðslu, mun paprikuræktin ekki leggjast af. Ef raunveruleg spurn er eftir papr- ikunni og fólk er tilbúið að borga fyrir gæðin, verður þörf fyrir einhverja framleiðslu á papriku, þótt hún verði kannski ekki jafnmikil og nú er. Ef hins vegar er ekki nægileg eft- ispurn eftir vöru, sem er rándýr enda þótt skattgreiðendur niðurgreiði framleiðslu hennar, er augljóslega ekki eftirsóknarvert að halda fram- leiðslu hennar áfram, jafnvel þótt hún sé af sama þjóðerni og neytendurnir. Raunsæi grænmetisbænda mætti raunar verða öðrum innan landbún- aðarins til fyrirmyndar. Hingað til hafa bara orðið til fjöll af búvörum, sem ekki ganga út þrátt fyrir ríkis- styrkina, og hægt hefur gengið að draga úr framboði til samræmis við eftirspurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.