Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 57
lengi í of miklum mæli. Þar með er ekki sagt að ráðlegt sé að auka sókn í smáfisk til að friða eldri fisk. Betra væri að minnka sóknina í hrygningarfisk án þess að auka hana í smáfisk, þ.e. minnka heild- arsóknina í stofninn. Þetta hefur einmitt verið meginatriði í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar síð- ustu áratugi. Friðun smáfisks byggist ekki aðeins á því nýta vöxt fisksins til að auka þann afrakstur sem hver fiskur skilar, heldur ekki síður að auka framlegð hvers ár- gangs til hrygningarstofnsins. Frið- un smáfisks er því mikilvæg en þó ekki mikilvægari en uppbygging hrygningarstofns. Það er því hægt að taka undir það sjónarmið Einars að friðun smáfisks megi ekki leiða til þess að sókninni sé „ beint í eldri og stærri fisk,“ þ.e. hrygningarfisk, í of miklum mæli. Náttúruleg afföll Einar Oddur fullyrðir: „Að baki þeirri forsendu að náttúruleg dán- artala sé 18% er ein rannsókn sem unnin var af Jóni Jónssyni árið 1960.“ Það er rétt að það gildi sem hefur verið notað í stofnmati (0,2 eða 18%) kemur upprunalega frá Jóni Jónssyni. Náttúrulegur dauði er stærð sem erfitt er að meta eink- um ef fiskveiðidauði er mjög hár. Matið er háð töluverðri skekkju og í mörgum tilfellum er jafnframt ver- ið að meta annan óskráðan dauða svo sem brottkast og önnur óskráð afföll af völdum veiða. Fjöldi vís- indamanna víða um heim hefur fjallað um þetta atriði á undanförn- um áratugum og birt niðurstöður sínar í viðurkenndum vísindaritum. Í meginatriðum eru niðurstöður Jóns Jónssonar samhljóða síðari tíma rannsóknum um að náttúrleg afföll eldri þorsks séu af stærðar- gráðunni 18% (M=0,2). Á Hafrann- sóknastofnuninni hafa á undanförn- um árum farið fram ítarlegar athuganir á líklegu gildi M í ís- lenska þorskstofninum og áhrifum þess á nýtingarstefnu. Niðurstaða þessara athugana bendir til að ár- leg náttúruleg afföll 4 ára þorsks og eldri séu á bilinu 10–26% (M=0.1– 0,3) og sterkar vísbendingar að gildið sé nær 10% (M=0,1). Frávik innan þessara marka frá forsendu um M=0,2 breyta engu um þá meg- inályktun að sókn í þorskstofninn er alltof mikil. Týndur þorskur Einar Oddur telur að náttúrleg afföll séu í raun mun hærri og spyr „getur það verið að 600 þúsund tonnin sem Hafró hafði sjálft mælt að væru í hafinu og „týndust“ síðan hafi einfaldlega drepist“. Líklegt er að Einar Oddur sé hér að vísa til of- mats á stærð þorskstofnsins á ár- unum 1998–2000 en þó er ekki ljóst hvernig hann fær töluna 600 þús- und tonn. Árið 1999 þegar hvað verst tókst til að meta stærð þorsk- stofnsins var stofninn metinn vera rétt rúmlega ein milljón tonna en er nú metinn hafa verið rétt rúmlega 700 þúsund tonn árið 1999. Mun- urinn er því um 300 þúsund tonn. Þetta má lesa út úr töflu 3.1.12 á bls. 125 í síðustu Ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar. Mat á stærð fiskistofna á hverj- um tíma er og verður alltaf háð ákveðinni óvissu. Frá árinu 1976 til 1997 var frávik í mati á stærð þorskstofnsins að meðaltali tæp 10%. Á árunum 1998–2000 var frá- vikið töluvert meira og stofninn nú talinn hafa verið um 30% minni en þá var áætlað. Ítarlega hefur verið farið yfir orsakir þessa m.a. með að- stoðs hóps viðurkenndra erlendra sérfræðinga undir stjórn próf. John G. Pope (2000) og dr. Andrew Ros- enberg (2001). Gerð hefur verið grein fyrir líklegustu orsökum þessa fráviks í skýrslum Hafrann- sóknastofnunarinnar og í skýrslum framangreindra starfshópa. Líkleg- ast er að skýringanna sé að leita í breyttu hegðunarmynstri þorsksins og notkun fjölflota vísitalna í stofn- mati. Ekki er þó hægt að útiloka að aðrir þættir s.s. brottkast sé hluti skýringarinnar. Engar vísbending- ar eru um að orsakanna sé að leita í verulegum breytingum á náttúrleg- um afföllum. Úrkynjun þorskstofnsins Einar Oddur fullyrðir: „Við erum að kryppla þorskstofninn með því veiðimynstri sem Hafró þvingar fram.“ Fræðilega er líklegt að veið- ar sem beinast af mestum þunga að stærsta fiski í hverjum árgangi þegar hann kemur inn í veiði valdi erfðafræðilegu vali á hraðvaxta þorski þannig að eftirlifendur vaxi hægar. Ekki hefur tekist að sýna fram á þetta með vísindalegum að- ferðum þar sem erfitt er að greina á milli umhverfisáhrifa og erfðaþátta við náttúruleg skilyrði. Um þetta hefur verið fjallað á vísindalegum ráðstefnum og skrifaður fjöldi vís- indagreina þar á meðal á vettvangi Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Menn eru þó almennt sammála um að áhrifaríkasta leiðin til að draga úr slíkum áhrifum sé að nýta stofna með vægri sókn. Augljóst er að veiðar með valvirkum veiðarfærum hljóta alltaf að hafa einhver áhrif á erfðasamsetningu fiskistofna en jafn augljóst er að ekki verður kom- ið í veg fyrir slík áhrif með auknu veiðiálagi eða með því að færa sókn í smærri fisk eins og Einar Oddur hefur verið að leggja til. Umræða um forsendur og ráðgjöf Einar Oddur telur mikilvægt „að fram fari alvöru debat“ um meg- inforsendur ráðgjafar Hafrann- sóknastofnunarinnar og gefur í skyn að engin umræða hafi farið fram. Í nóvember 2001 og 2002 hélt sjávarútvegsráðuneytið svokölluð Fyrirspurnaþing. Meginmarkmið þessara þinga var að ræða forsend- ur og aðferðafræði vísindamanna við ráðgjöf um nýtingu fiskistofna og stuðla að opinni gagnrýnni og rökstuddri umræðu. Á þessum þingum var fjallað um öll þau atriði sem Einar Oddur fjallar um í skrif- um sínum. Haustið 2001 héldu sér- fræðingar Hafrannsóknastofnunar- innar 23 opna umræðufundi um allt land þar sem fjallað var um ástand fiskistofna og forsendur fiskveiði- ráðgjafar. Það er því tæpast hægt að fullyrða að ekki hafi farið fram „alvöru debat“ um þessi málefni. Að sjálfsögðu þarf að vera stöðug umræða í gangi um þessi mikilvægu mál en hún þarf að vera málefnaleg, byggjast á þekkingu og vera laus við rangfærslur. Sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunarinnar eru að sjálfsögðu tilbúnir til að taka þátt í þeirri umræðu hvenær sem er. Höfundar eru fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnuninni. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 57 Hlýlegar gjafir Glæsilegar gjafapakkningar Bláa lónsins í öl lum stærðum og gerðum fást í heilsulindinni Bláa lóninu, Hagkaupum Smáralind og öllum helstu apótekum og minjagripaverslunum. www.bluelagoon.is Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 11.970 stgr. Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar. Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.