Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 68
HLJÓMSVEITINA JJ Soul Band þekkja margir og þá gerð af rólyndislegri blússveiflu sem hún leikur. JJ Soul Band, sem hefur verið starfandi frá 1993, sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu 1994, aðra plötu 1997 og fyrir skemmstu kom út þriðja plata hljóm- sveitarinnar, Reach for the Sky. Ingvi Þór Kormáksson og John J. Soul, sem hljóm- sveitin dregur nafn sitt af, eru kjarninn í JJ Soul Band, en með þeim hafa starfað fjölmargir tónlistarmenn í gegnum árin. Ingvi Þór seg- ir að þeir JJ Soul hafi gert drög að nokkrum lögum fyr- ir fjórum árum og þá verið að spá í að gera nýja plötu, en fæst þeirra laga rötuðu raunar inn á plötuna þegar upp var staðið. Þeir hafa síðan hist árlega eða svo og borið saman bækur sínar, JJ hefur líka sent honum texta og hann lög á móti svo þeir hafa unnið þetta rólega. Á síðasta ári byrjuðu þeir svo að taka upp, tóku viku í að taka upp lög sem þeir svo luku við í annarri viku lotu í sumar og slepptu þá þrem- ur laganna sem þeir voru búnir að taka upp árið áður. Ferskir spilarar „Við fengum þá nýja menn til viðbótar við gamla gengið, þá Davíð Þór og Ingva Rafn, en okkur lang- aði einmitt að fá til liðs við okkur ferska spilara í góðri æfingu til að setja nýstár- legri svip á plötuna,“ segir Ingvi Þór, en það var meira gert til að brydda upp á nýj- ungum því í upphafslagi plötunnar kemur plötusnúð- urinn Dj Intro til sögunnar og skrámar plötur. Ingvi Þór segir að það hafi verið við hæfi í viðkomandi lagi að hafa hann, enda hafi þeir viljað hafa í laginu eins- konar flugstöðvar- stemmningu með firringu og látum. Ingvi Þór segir að þessi langi aðdragandi plötunnar hafi nýst vel til að end- urbæta lögin og slípa þau til og líka til að vinna þau vel í það andrúmsloft sem henti hverju og einu. Titillagið hljómar til að mynda eins og það sé bara talið í og tekið upp með litlum fyrirvara, en það er í mjög ákveðnu formi, „við reyndum síðan að þurrka út formið í upp- tökunum, reyndum að eyða út hljómaskiptunum, en þau eru til staðar og hægt að greina þau, en lagið hljómar mjög frjálst fyrir vikið.“ Enginn hátíðleiki Ingvi Þór segir að það hafi verið geysilega gaman að taka upp, sérstaklega í sumar, enda hafi menn ekki alltaf séð fyrir hvað myndi gerast, en verið reiðubúnir í ýmsa tilraunamennsku og nefnir sem dæmi ballöðuna „Can’t Wait a Lifetime“ sem var meira að segja prófuð í sambaútsetningu. Ingvi Þór segir að hljóm- sveitin taki sjálfa sig ekki of alvarlega þó menn séu vit- anlega í tónlist af fullri al- vöru. „Músíkin sem slík er vitanlega ekkert spaug en það er fyrir öllu að taka líf- inu létt þegar maður er að fást við hana og annað er ekki hægt í þessum hópi, við gerum sjálfir grín að þessu dútli okkar og eina svarið við þeirri spurningu hvers vegna við nennum að standa í þessu er að við erum dáldið bilaðir,“ segir Ingvi Þór og skellir uppúr, „en annars er það svo að okkur fannst þetta svo gott sem við vor- um búnir að taka upp að það var ekki annað hægt en gefa það út.“ Nýtt og ferskt JJ Soul Band. Dáldið bilaðir Ingvi Þór Kormáksson er annar tveggja forsprakka JJ Soul Band sem var að gefa út plötu 68 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 10.10. 1/2MBL 1/2Roger Ebert Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap Jólamyndin 2002 Kvimyndir.is 8 Eddu verðlaun Yfir 54.000 áhorfendur Sýnd kl. 5.50 með enskum texta og 8. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV Y F I R 5 1 . 0 0 0 G E S T I R 1/2HL MBL  RadíóX Jólamynd film-undar Sýnd kl. 6, 8 og 10. H.K. DVGH. Vikan SV. MBL GH. Kvimyndir.com B.Ö.S. Fréttablaðið Tónlist eftir Sigur Rós. Sýnd kl. 5 og 8. RadíóX DV Y F I R 5 1 . 0 0 0 G E S T I R Roger Ebert HL MBL Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI KRINGLA AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9.15. Sýnd kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Vit 468 Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma EKKI verður hjá því komist að taka eftir að hljómsveitin Ég hefur gaman af fótbolta, að minnsta kosti ber plötuum- slag Skemmtilegra laga þess vitni. Framan á umslagi þessarar fyrstu plötu sveitarinnar sést fótboltavöllur og diskurinn lít- ur út eins og fótbolti. Enn- fremur eru 11 lög á disknum, jafnmörg og menn í fótbolta- liði, og er heiti þeirra ritað á argentínska fótboltatreyju með viðeigandi númeri. Lagið „Maradona“ er að sjálfsögðu númer 10. Einnig fá George Best, Eiður Smári, Jürgen Klinsmann, Michel Platini og fyrrnefndur Diego Armando Maradona sérlegar þakkir á plötunni. „Það væri gaman að heyra þessi lög á fótboltavelli. Ætli það sé ekki lokatakmarkið,“ segir Róbert Örn Hjálmtýs- son, forsprakki hljómsveitar- innar. Lögin af plötunni hljóma ekki enn á leikvöngum en eitt laganna, „Geitungarnir mín- ir“, hefur notið nokkurra vin- sælda og hljómað víða á út- varpsstöðum síðan í sumar. Hljómsveitin er greinilega gamansöm og játar Róbert það. „Já, það verður að vera húmor í þessu. Platan heitir líka Skemmtileg lög og maður á að vera glaður,“ segir hann en honum verður tíðrætt um það sem hann kallar „glaðlega dvergakóra“ í lögunum. Í um- slaginu kemur í ljós að Róbert er sjálfur skráður fyrir dvergakórnum, auk þess að syngja og spila á bassa, gítar, orgel, trommur og dverga- banjó. Róbert semur flest lögin á plötunni einn en Steindór Ingi Snorrason gítarleikari er skráður fyrir þremur lögum ásamt Róberti. Strákarnir fimm í hljómsveitinni hafa þekkst talsvert lengi og verið í öðrum hljómsveitum en sam- einuðust í þessari sprellsveit. „Við erum allir rosa bjart- sýnir og viljum vera vinir allra,“ segir Róbert um hljóm- sveitina. Hann kallar nafnið á hljóm- sveitinni „orðasambanda- skelfi“ og segir það hafa vald- ið minniháttar misskilningi. Spurning: „Í hvaða hljómsveit ertu?“ Svar: „Ég“ og brand- arinn kemur í ljós. Elsta lagið á plötunni er þriggja ára og það yngsta um hálfs árs. Platan er að mestu leyti tekin upp á þessu ári en eitthvað var tekið upp í fyrra. Ég er rokkhljómsveit, að mestu leyti úr Breiðholtinu, en Róbert lýsir tónlistinni sem „dillirokki“. Hann leggur þó áherslu á að tónlistin sé ekkert allsherjar grín heldur standi hún alveg fyrir sínu. En hvenær skyldi gefast tækifæri til að sjá sveitina á sviði? „Við þurfum að fá okkur umboðsmann. Ég veit ekki hvenær við spilum næst. Bara þegar einhver hóar í okkur,“ segir Róbert. Hér er Ég, tak- ið eftir Mér! Dillirokk og boltaról Hljómsveitin Ég gefur út Skemmtileg lög Morgunblaðið/Golli Hljómsveitina Ég skipa Róbert Örn Hjálmtýsson, Steindór Ingi Snorrason gítarleikari, Baldur Sívertsen Bjarnason gít- arleikari, Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari og Sigurður Breiðfjörð Jónsson trommari. Diskurinn Skemmtileg lög með hljómsveitinni Ég er kominn í verslanir en Ís- lenskar járnbrautir gefa út. ALLS söfnuðust um 300.000 krónur á styrktartónleikum Radíó X á þriðjudagskvöld. Þessir árlegu tónleikar út- varpsstöðvarinnar kallast X-mas og komu fram margar helstu rokkhljómsveitir landsins. Gáfu þær að sjálfsögðu vinnu sína og ennfremur styrkti Mountain Dew tónleika- haldið. Komust færri að en vildu til að sjá Leaves, Botnleðju, Mínus, Ensími, Maus, Stjörnukisa, Singapore Sling, Brain Police, Sign, Búdrýgindi, Moonstyx og Vínyl á sviði Aust- urbæjar. Söfnunarféð hefur verið afhent Regnbogabörn- um, samtökum er vinna gegn einelti. Hver hljómsveit tók nokkur frumsamin lög og eitt jóla- lag í nýjum búningi. Maus kom fólki á óvart þegar Helga Möller steig á svið og tók með þeim lagið „Ég kemst í há- tíðarskap“ við mikinn fögnuð áhorfenda. PoppTíví tók tónleikana upp og ætlar að sýna jólalög hljómsveitanna milli jóla og nýárs og tónleikana í heild sinni á Þrettándanum. Jólin rokkuð inn Glysrokkarar hafa líka gaman af jólunum! Ragnar Zolberg á sviði með Sign. Morgunblaðið/Árni Torfason Vel heppnaðir styrktartónleikar Radíó X Maus kom fólki á óvart þegar Helga Möller steig á svið og tók með þeim lagið „Ég kemst í hátíð- arskap“ við mikinn fögnuð áhorfenda. Krummi í Mínus getur líka krunkað jólalög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.