Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vivace - falleg og fersk hönnun, skífa úr perlumóður- skel sett 10 demöntum. www.seikowatches.com ÞAÐ er piparkökuilmur í loftinu og í hálfrökkri logar á einu kerti. Hópur fólks situr í hring og sötrar malt og appelsín en þegar komið er nær má heyra að inni í allri þessari jóla- stemmningu er tekist hressilega á. „Það á bara að sekta fólk, það gengur ekkert annað,“ segir einhver með þungri áherslu en fær skæðadrífu mótmæla yfir sig. „Mér finnst það nú ansi öfgakennt,“ segir einn um hæl og annar grípur frammí: „Það þarf ein- faldlega að fá fleiri ruslafötur!“ Þeir sem taka þátt í umræðunni eru krakkar í Ungmennaráði Kringluhverfis en því tilheyra fimm skólar á framhaldsskóla og gagn- fræðaskólastigi: Hlíðaskóli, Mennta- skólinn við Hamrahlíð, Verslunar- skóli Íslands, Réttarholtsskóli og Hvassaleitisskóli. Í ráðinu, sem fund- ar reglulega í félagsmiðstöðinni Bú- stöðum, sitja tveir fulltrúar úr hverj- um skóla og þegar blaðamann drífur að er hávær umræða í gangi um sóða- skap þeirra sem henda frá sér rusli innandyra sem utan án þess að nota þar til gerð ílát. Og það fer ekki hjá því að unga fólkið er hneykslað. Einn er þó ósammála og segir þetta ekki skipta máli því það sé fólk sér- staklega ráðið til þess að tína allt rusl- ið upp. Þetta veldur ennþá heitari um- ræðum sem leiða meðal annars út í langa sálfræðilega greiningu á gagn- semi þeirra aðferða sem hægt er að nota við að fá fólk til að henda rusli í ruslið. Mitt í öllu saman situr kóf- sveittur fundarritari sem hefur meira en nóg að gera við að ná niður því sem fram fer. Og það er af nógu að taka í um- ræðunni: strætómálin, fyrirhugaður fótboltavöllur í grennd við Réttar- holtsskóla, vinalausir krakkar, tölvu- kerfið í MH og jafnvel lélegt jólaveð- ur er meðal þess fjölmarga sem þarf að ræða. Börn samkvæmt lögum Að loknum fundi setjast tveir ung- mennaráðsfulltrúanna niður með blaðamanni til frekara spjalls. Þetta eru þær Eyrún Óðinsdóttir, annar fulltrúa Réttarholtsskóla í ráðinu, og Sigríður Torfadóttir Tulinius, annar fulltrúa MH. Þegar þær eru spurðar um hvað brenni helst á unglingunum um þessar mundir eru þær ekki í vafa. „Það eru strætómálin, þau eru eitt heitasta málið,“ segja þær og Sigríður útskýrir það betur. „Það er dýrt og svo er strætókerfið einfaldlega lélegt. Það ganga engir vagnar eftir klukkan tólf þannig að maður getur ekki farið í tíubíó því þá er maður bara fastur einhvers staðar. Svo ganga vagnarnir bara á hálftíma fresti um helgar og á kvöldin.“ Þær segja þetta sérlega slæmt þar sem krakkar á þessum aldri séu mjög háðir almenningssamgöngum. Far- gjöldin eru einnig há að þeirra mati og ótækt að ekki skuli vera hægt að kaupa afsláttarfargjöld fyrir þennan aldurshóp öðruvísi en í miðaformi. „Ef maður þarf að kaupa staka ferð þarf maður að borga 200 krónur í staðinn fyrir 60 krónur sem er svolítið mikið ósamræmi því samkvæmt lög- um erum við börn þar til við verðum 18 ára en þurfum samt að borga full- orðinsgjald þegar við erum orðin 14 ára,“ bendir Sigríður á. Sóðar í öllum aldurshópum Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvers vegna svo mikið var rifist um sóðaskap á fundinum og spyr eins og álfur hvort unglingar hendi ekki allir rusli á göturnar. Þær stöllur segja það fjarri lagi. „Eitt af því sem við er- um að reyna að vinna að er að bæta ímynd unglinga sem er oft mjög slæm,“ segir Sigríður. „Það eru til unglingar sem eru slæmir í umgengni og eru dónalegir en þannig fólk er líka að finna í öllum öðrum aldurshópum. En það er alltaf talað um unglinga sem einhvern vandræðahóp sem sé í eiturlyfjum og áfengi.“ Eyrún tekur undir þetta. „Það er alls ekki þannig því það er fullt af ung- lingum sem eru að gera góða hluti,“ segir hún. Þær segja krökkum ekki sama um að fólk hafi þessa mynd af þeim og það endurspeglist í ungmennaráðum hverfanna. Unglingar finni fyrir þessu t.d. þegar gamlar konur eru hálfhræddar við að mæta þeim úti á götu, sérstaklega þegar þeir eru margir saman. Fleira virðist vera hitamál meðal unglinganna og nefna þær stöllur að- stöðu fyrir hljómsveitarfólk og stað fyrir jaðaríþróttir á borð við hjóla- brettaiðkun. Þá sé talsverð áhersla lögð á að kynna starfsemi ungmenna- ráðanna fyrir þeim krökkum sem ráð- in séu að vinna fyrir. Þetta veltir upp spurningum um það hvernig ráðið vinnur og stelpurnar útskýra það. „Við ræðum málin á fundunum og hlustum á rök með og á móti. Síðan er sett niður tillaga með greinargerð sem oftast er send til Ungmennaráðs Reykjavíkur, sem ber síðan tillögurn- ar upp á borgarstjórnarfundi.“ Í ljós kemur að Reykjavíkurráðið er skipað fulltrúum allra ungmenna- ráða í borginni en þau eru alls átta talsins og Eygló Rúnarsdóttir, verk- efnastjóri hjá ÍTR, sem hlýtt hefur á viðtalið, útskýrir að Ungmennaráðin í hverfunum séu tiltölulega ný af nál- inni þannig að ennþá sé svolítið verið að móta vinnubrögðin. „Ungmennaráðið hérna getur t.d. alveg sent sjálft tillögur og fyrir- spurnir beint á viðkomandi aðila án milligöngu Reykjavíkurráðsins,“ seg- ir hún. Helga Kristín Friðjónsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Bústöðum, sem einnig hefur verið stelpunum til halds og trausts í viðtalinu, bendir á að ung- mennaráðin hafi komið til þar sem stöðugt var verið að taka ákvarðanir sem varða unglinga, án þess að þeir væru hafðir með í ráðum. „Það er ekki endilega einhver í Ráðhúsinu eða einhver fullorðinn sem hefur meira vit á þeirra málum,“ segir hún. „Það er ótrúlega mikill munur að geta núna farið í skólana og bent krökkum á að setja sig í samband við ungmennaráðin þegar þeir koma að- vífandi að manni yfir óréttlæti heims- ins. Þá getur maður vísað í að það sé einhver sem talar þeirra máli.“ Tekist á um ýmis hitamál á fundi Ungmennaráðs Kringluhverfis á þriðjudag Strætómálin, sóðaskapur og ímynd unglinganna Morgunblaðið/Golli Það var jólaleg stemning yfir hópnum þrátt fyrir ákafar umræður um þau mál sem brenna á ungu fólki í hverfinu. Morgunblaðið/Golli Sigríður Torfadóttir Tulinius og Eyrún Óðinsdóttir segja að alls ekki allir unglingar séu sóðar og það þurfi að bæta ímynd unglinga sem oft sé slæm. Austurbær BÖRNUM af erlendum uppruna hefur fjölgað ár frá ári í leikskólum Reykjavíkur á undanförnum árum. Nú bregður hins vegar svo við að fjöldi þeirra er svipaður á milli ára, eða 422 börn árið 2002 á móti 417 börnum árið 2001. Niðurstaðan er í samræmi við nýjustu tölur frá Hag- stofu Íslands um aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins, en þeim fækkar á tímabilinu janúar til sept- ember úr 1.051 barni árið 2001 í 738 börn árið 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Leik- skólum Reykjavíkur, sem Kolbrún Vigfúsdóttir leikskólaráðgjafi hefur tekið saman, eru 422 börn af erlend- um uppruna í leikskólum borgarinn- ar. Þau tala 51 mismunandi tungu- mál og eru af 99 þjóðerni. Athyglisvert er að í fyrra voru 95 fjölskyldur, þar sem báðir foreldrar voru af erlendum uppruna, með börn sín á leikskólum Reykjavíkurborgar, en í ár eru fjölskyldurnar 138, sem er umtalsverð breyting á milli ára. 422 börn af erlendu þjóðerni í leikskólum Hægir á fjölgun Reykjavík ARKITEKTASTOFAN Arkís efh. var með lægsta tilboðið í hönnunar- vinnu við skipulag 2. áfanga Valla í Hafnarfirði en verkið var boðið út í lokuðu útboði þar sem óskað var eft- ir verðtilboðum en ekki hönnunartil- lögum. Samningur um verkið var undirritaður milli Hafnarfjarðar- bæjar og Arkís í gær. Tilboð Arkís hljóðaði upp á 5,8 milljónir króna en hæsta tilboð var tæpar 13 milljónir að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ. Um er að ræða áfram- haldandi skipulagningu á framtíðarí- búðasvæði Hafnfirðinga, vestan við Grísanes og sunnan við Reykjanes- braut. „Þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð húsa, þar sem lágreista og dreifðasta byggðin er innst í hverf- inu, næst Grísanesinu og þéttari byggðin sem nær dregur aðalgöt- unni í gegnum hverfið. Húsagerðir skulu vera blandaðar og að hluta til vera sérsniðnar að markaðsþörfum dagsins í dag. Lögð verður áhersla á að sérstakt hraunlandslagið fái að njóta sín eins og kostur er,“ segir í tilkynningunni. Arkís bauð lægst í hönnun 2. áfanga Valla Hafnarfjörður ÞAÐ er engu líkara en að þau séu full lotningar, börnin á leik- skólanum Sunnuborg, þar sem þau virða fyrir sér Jesúbarnið í jötunni, Maríu, Jósef og alla hina sem komu við í fjárhúsinu forðum daga. Þessi hátíðlega skreyting hefur verið sett upp í lystihúsinu í Grasagarði Reykjavíkur í Laug- ardal. Hefð er fyrir því að setja þar upp jólajötuna ár hvert og er það gert í samvinnu við KFUM og KFUK. Auk þess að virða fyrir sér alla þessa dýrð fengu börnin að hlýða á jólasögu þegar þau voru á ferð- inni í Grasagarðinum á dögunum, dansað var í kringum jólatré auk þess sem þau borðuðu nesti og drukku heitt kakó. Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið sannkölluð jólastund hjá litla fólkinu. Morgunblaðið/Kristinn Laugardalur Í andakt yfir jóla- jötunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.