Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Góður og kær félagi og vinur Jóhannes Guðmundsson er lát- inn. Jóhannes, eða Jói eins og hann var alltaf kallaður meðal vina og vinnufélaga, lést 6. desember sl. Við undirritaðir vorum svo lán- samir að kynnast Jóhannesi í gegn- um störf okkar hjá véladeild Sam- bandsins, þar sem við vorum vinnufélagar í áratugi. Jóhannes hóf störf hjá véladeild Sambandsins vestast við Hring- brautina í Reykjavík fljótlega eftir 1950, en upp úr 1960 var flutt í Ár- múla 3. Þetta voru skemmtileg ár í véla- deildinni, samstarfið við Jóhannes var ætíð gott og hann vinsæll meðal JÓHANNES GUÐMUNDSSON ✝ Jóhannes Guð-mundsson fædd- ist í Hafnarfirði 1. júlí 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 6. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 13. desember. okkar samstarfsfélaga sinna. Það voru marg- ar góðar stundir sem við áttum saman í störfum okkar og frí- tíma, heima og erlend- is. Jóhannes var traustur og góður fé- lagi sem gott var að umgangast, ljúfur og jákvæður og ávallt tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Jóhannes var lengi verslunarstjóri í vara- hlutaverslun véladeild- ar fyrir landbúnaðar- tæki og vinnuvélar og seinna deildarstjóri vélasöludeildar. Hann naut virðingar og var mjög vel lið- inn hjá viðskiptavinum véladeildar, sem að stórum hluta voru bændur landsins og eigendur stórvirkra vinnuvéla. Hann var með góða þjónustulund og vildi leysa hvers manns vanda og var ávallt tilbúinn að gefa af sjálfum sér og þá skipti ekki máli hvort það var á vinnudegi eða í hans eigin frítíma eftir langan vinnudag. Starfsþrek Jóhannesar var mikið og nutum við þess og kunnáttu hans. Þrátt fyrir að störfin væru mest bókleg og innanhúss, hlífði hann sér hvergi á vettvangi starfs- ins og fór í erfið ferðalög inn á há- lendið eða út um annes þar sem málin voru leyst. Þá hafði Jóhannes mikil samskipti við erlenda birgja og vann sér traust og virðingu þeirra – bæði þegar þeir komu hingað til lands í viðskiptaerindum og þegar þeir voru heimsóttir á vélasýningar eða í verksmiðjur. Sumir þessara aðila héldu sambandi við Jóhannes fram undir það síð- asta. Árið 1982 fékk Jóhannes alvar- legt hjartaáfall. Þótt hann hefði á löngum tíma náð sér sæmilega, varð hann aldrei samur, en það var aðdáunarvert hve duglegur hann var eftir að hann kom til starfa á ný. Seinustu árin vann Jóhannes í varahlutadeild Jötuns hf. og nokkur ár hjá Ingvari Helgasyni hf., eða þar til hann hætti störfum árið 1996 til að sinna konu sinni Mörtu í erf- iðum veikindum hennar en hún lést árið 2000. Við minnumst góðs vinar og starfsfélaga með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og teljum okkur þar mæla fyrir hönd þeirra mörgu sem störfuðu með honum. Við sendum börnum og fjölskyldu Jóhannesar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Gunnar Gunnarsson, Agnar Þór Hjartar. Guðlaugur Guð- mundsson er mér eft- irminnilegur maður. Fyrstu kynni okkar voru á 7. áratugnum. Þá var Guð- laugur leigubílstjóri á Hreyfli og jafnframt einn af forustumönnum skákfélags Hreyfils. Mér líður seint úr minni gagnkvæmar skák- GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON ✝ Guðlaugur Guð-mundsson fædd- ist í Sunnuhlíð í Vatnsdal 21. júlí 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 25. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Há- teigskirkju 9. desem- ber. keppnir Hreyfils og Landsbanka Íslands, þar sem Guðlaugur fór jafnan fyrir þeim Hreyfilsmönnum. Þetta voru skákhátíð- ir þar sem saman fór kaffisamsæti, ræðu- mennska og skák- keppnir. Athygli vakti hversu orðhagur, menningarlegur og skemmtilegur Guð- laugur var. Næst lágu leiðir okkar Guðlaugs sam- an árið 1968, þegar við vorum kjörnir í stjórn Skáksambands Ís- lands. Þrátt fyrir annasamt lífs- hlaup Guðlaugs sem leigubílstjóra, rithöfundar og kaupmanns, full- yrði ég að þau ár sem í hönd fóru voru viðburðaríkustu ár í lífi Guð- laugs sem og annarra sem störf- uðu í skáksambandsstjórninni. Ég minnist atviks í undirbúningi Heimsmeistaraeinvígisins í skák sumarið 1972 milli Spassky og Fis- hers. Skáksambandsstjórnin bauð öllum til fundar við sig sem höfðu fjáröflunarhugmyndir fyrir einvíg- ið sem þá var loksins að verða að veruleika. Meðal annarra sem mættu þar var Bárður heitinn Jó- hannesson sem kvaðst geta fram- leitt minnispeninga um einvígið. Þar sem undirritaður var gjaldkeri Heimsmeistaraeinvígisins gladdist ég hve Guðlaugur tók sérstaklega vel í að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Guðlaugur var ásamt fleirum mjög atkvæðamikill í sölu minjagripanna, svo mjög, að lítið fjárvana skáksamband gat á skömmum tíma fjármagnað allan kostnað einvígisins. Til þess að gera sér grein fyrir umræddri fjármögnum skal þess getið að velta einvígisins var um 230 millj- ónir m.v. núverandi verðlag. Það er sérstök gæfa að hafa kynnst og starfað með Guðlaugi Guðmundssyni og öðrum stjórn- armönnum á þessum ógleyman- legu tímum. En lífið hélt áfram og margoft hef ég heimsótt Guðlaug og Kristínu konu hans á þeirra að- laðandi heimili í Barmahlíð 54. Þar ræddum við um allt milli himins og jarðar en við Guðlaugur enduðum alltaf á því að taka nokkrar skákir. Þar komu eiginleikar Guðlaugs vel fram, en hann var bæði gætinn og nákvæmur en nýtti sér jafnan vel þá möguleika sem voru í stöðunni hverju sinni. Að endingu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til Kristínar og fjölskyldu. Hilmar Viggósson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, vinar, afa og langafa, ÁRNA J. HARALDSSONAR, Víðimýri 3, Akureyri. Einnig þökkum við þeim sem heiðruðu minn- ingu hans með blómum og minningargjöfum. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Ólafur Árnason, Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, Eygló Árnadóttir, Sigurður Pálmason, Gylfi Árnason, Marilou Dequino, Rósfríður Eiðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐLAUGS GUÐMUNDSSONAR kaupmanns, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Droplaugastaða fyrir góða umönnun. Kristín Þorsteinsdóttir, Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR frá Seyðisfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Hannesson, Björg Jónsdóttir, Elín Hrefna Hannesdóttir, Árni Sigurbergsson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Áslaug Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR ÁSTU MAGNÚSDÓTTUR, Skólagerði 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknarde- ildar Landspítalans í Kópavogi. Jens Línberg Gústafsson og fjölskylda. Minningin lifir, líkt og sólin sem gengur niður en heldur alltaf áfram að lýsa. Við þökkum vinarþel, hlýhug og samúð okkur sýnda við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og tengdamóður, STEINUNNAR SVEINSDÓTTUR, Vesturgötu 50, Reykjavík. Steingerður Þórisdóttir, Jón Þ. Hallgrímsson, Sveindís Steinunn Þórisdóttir, Sveinn Guðmundsson, Aðalheiður Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS JÓHANNS AGNARSSONAR, Hegranesi 19, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-E Landspítala, Hringbraut, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Andrea G. Guðnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríkur Jónsson, Unnur Helga Kristjánsdóttir, Sigurður G. Gunnarsson, Kristján Jóhann Kristjánsson, Gemma Garcia Llorente, Þorvaldur Símon Kristjánsson, Margrét Sesselja Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÁRMANN KRISTJÁNSSON, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstudaginn 6. desember, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum föstu- daginn 20. desember kl. 14.00. Elín Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Jóhannsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ragna Boklund, Jørn Boklund, Guðný Kristín Jóhannsdóttir, Jóhann Ellert Jóhannsson, Solveig Krúshólm, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.