Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 14
NORSKA ríkisstjórnin er tilbúin til að greiða 300 milljónir n. kr., tæplega 3,5 milljarða ísl. kr., vegna stækkunar Evrópska efna- hagssvæðisins en ekki fjóra millj- arða n. kr. eða rúma 46 milljarða ísl. kr. eins og Evrópusambandið, ESB, hefur krafist. Kom það fram er utanríkismálanefnd Stórþings- ins voru kynntar meginkröfur stjórnarinnar í væntanlegum við- ræðum en þær eiga að hefjast í Brussel 9. janúar. Fram kom í Aftenposten, að EFTA-ríkin hefðu ekkert sameig- inlegt umboð vegna viðræðnanna við ESB en Norðmenn hafa gengið frá sínum grundvallarkröfum. Meginatriðið er, að Norðmenn hafi tollfrjálsan aðgang að markaði nýju aðildarríkjanna eins og verið hefur en með aðild þeirra að ESB munu rísa þar nýir tollmúrar. Helstu rökin eru þau, að slíkir múrar stríði gegn stefnunni um einn og opinn markað í Evr- ópu. Vilja fullt tollfrelsi Norðmenn vilja ekki, að kröfum þeirra verði mætt með tollfrjálsum kvót- um, heldur með al- geru tollfrelsi á mark- aði ESB-ríkjanna. Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar svarað því til, að þetta sé ekki raunhæft nema eitthvað komi á móti, fyrst og fremst heimildir fyrir ESB-fyr- irtæki til að fjárfesta í norskum sjávarútvegi. Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, leggur aftur á móti áherslu á, að mark- aðsaðgangurinn verði ekki tengdur aðgangi að norskum fiskimið- um og hann vísar einnig á bug kröfum um frjálsari innflutn- ing landbúnaðarvara. Norðmenn greiða nú rúma tvo milljarða ísl. kr. í Þróunarsjóð ESB og bjóðast til eins og fyrr segir að hækka greiðsluna í tæplega 3,5 milljarða kr. Það er því himinn og haf á milli þess og krafna ESB og haft er eftir heim- ildum innan norsku utanríkisþjón- ustunnar, að norska tilboðið sé að sjálfsögðu óraunhæft. Það sé þó í lagi sem fyrsta útspil í samninga- viðræðum. Vilja greiða 3,5 millj- arða kr. – ESB vill 46 Samningsáherslur Norðmanna í viðræðunum við ESB Jan Petersen ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jólaguðsþjónusta á þýsku Á þessu ári verður haldin samkirkjuleg aðventu- og jólaguðsþjónusta, í þetta skipti 4. sunnudag í aðventu, 22. desember kl. 15 í Dómkirkjunni. Séra Gunnar Kristjánsson og séra Jürgen Jamin munu halda saman guðsþjónustu. Marteinn H. Friðriksson, Bergþór Pálsson og Ásgeir Steingrímsson munu sjá um tónlistarflutning. Eftir guðsþjónustuna er söfnuðinum hjartanlega boðið í jólamóttöku þýska sendiherrans, í sendiherrabústaðnum, Túngötu 18, Reykjavík. Deutschsprachiger ökumenischer Weihnachtsgottesdients Auch in diesem Jahr findet ein deutschsprachiger ökumenischer Advents- und Weihnachtsgottesdienst statt. Diesmal am 4. Advent, den 22. Dezember 2002, um 15.00 Uhr in der Dómkirkja. Probst Gunnar Kristjánsson und Pfarrer Jürgen Jamin werden den Gottesdienst gemeinsam leiten. Die musikalische Ausgestaltung liegt in Händen von Marteinn H. Friðriksson, Bergþór Pálsson und Ásgeir Steingrímsson. Im Anschluß an den Gottesdienst ist die Gemeinde herzlich zu einem Weihnachtsempfang in der Residenz des deutschen Botschafters, Túngata 18, eingeladen. ÞEIR hafa brotist inn í íbúðar- hús, hótelherbergi, skrifstofur og bíla. Afritað persónuleg tölvu- skjöl og falið eftirlitsmyndavélar. Hlerað samtöl hjóna mánuðum saman með hljóðnemum í svefn- herbergi þeirra. Gramsað í rusla- tunnum og hlerað símtöl. Þeir eru starfsmenn banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, og stunda njósnirnar með heimild dómstóls sem fjallar um beiðnir hennar með leynd. Markmiðið með eftirlitinu er að hafa hendur í hári meintra njósnara og hryðju- verkamanna. Flestir Bandaríkjamenn verða aldrei varir við þessa hlið FBI. „Venjulegir borgarar hafa ekki hugmynd um hvort FBI fær upp- lýsingar um þá í einhverri af þessum rannsóknum,“ sagði Dav- id Sobel, sérfræðingur í slíku eft- irliti við persónuverndarstofnun í Washington. Þessi starfsemi FBI var heim- iluð með lögum frá 1978 um eft- irlit með erlendum njósnurum og hún var efld með lögum sem sett voru eftir hryðjuverkin 11. sept- ember í fyrra til að auðvelda lög- reglunni að fletta ofan af „útsend- urum erlendra afla“. Bandarískur dómstóll úrskurðaði nýlega að lögreglan mætti beita þessum að- ferðum í fleiri málum en áður og var úrskurðurinn álitinn mikil- vægur sigur fyrir stjórn George W. Bush forseta. Lögspekingar segja að úr- skurðurinn verði til þess að alrík- islögreglan notfæri sér þessi lög mun oftar en áður. „Við ætlum að gera allt sem við getum til að finna þá sem vilja skaða okkur,“ sagði John Ashcroft, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna. Hátæknibúnaður til að fylgjast með tölvunotkun Auk innbrotanna hafa FBI- menn opnað og grandskoðað ör- yggishólf í bönkum, fylgst með fólki úr fjarlægð með myndavél- um og sjónaukum og lesið tölvu- bréf. Þeir hafa einnig beitt há- tæknibúnaði til að fylgjast með tölvusamskiptum og tæki sem gerir þeim kleift að fylgjast með hverjum áslætti á lyklaborð þeirra sem rannsóknirnar beinast að. „Þetta er allt saman mjög, mjög dularfullt og leynilegt,“ sagði Plato Cacheris, lögfræðing- ur í Washington og verjandi njósnaranna Aldrich Ames og Ro- berts Hanssens. „Enginn getur veitt miklar upplýsingar um þetta.“ Markmiðið með þessum aðferð- um er að fletta ofan af leyniþjón- ustumönnum og fólki sem þeir hafa þjálfað, að sögn Michaels Woods, fyrrverandi lögfræðings FBI sem stjórnaði mörgum rann- sóknum í málum meintra njósn- ara. Næstum allir sem eru undir eftirliti alríkislögreglunnar verða ekki varir við njósnirnar fyrr en lögreglumennirnir miða á þá byssum og sýna einkennismerki sín. Hlerunarbúnaður í hjónaherberginu Lögreglumennirnir eru mjög varkárir. Þeir brutust aldrei inn í hús Hanssens í einu úthverfa Washington-borgar vegna þess að eiginkona hans og börn þeirra voru svo sjaldan að heiman. „Þeir eru mjög snjallir í því að njósna um fólk án þess að upp um þá komist,“ sagði Nina Ginsberg, lögfræðingur í Virginíu og verj- andi þriggja manna sem hafa ver- ið undir eftirliti FBI. „Ég er viss um að þeir myndu sitja fyrir utan hús í viku og bíða þar til þeir teldu óhætt að brjótast inn.“ FBI fylgdist með Therese Mar- ie Squillacote, lögfræðingi banda- ríska varnarmálaráðuneytisins, og eiginmanni hennar í hálft ann- að ár. Á þessum tíma brutust þeir þrisvar sinnum inn í hús þeirra og komu fyrir hljóðnemum í hjóna- herberginu til að hlera samtöl þeirra. Squillacote var dæmd í 22 ára fangelsi árið 1999 fyrir að reyna að njósna í þágu Austur- Þýskalands og Rússlands með eiginmanni sínum. Það litla sem vitað er um að- ferðir FBI hefur komið fram í skjölum um nokkra tugi dóms- mála. Talið er að alríkislögreglan njósni um nær 1.000 manns á ári hverju og aðeins lítið brot af þessum málum eru gerð opinber með einhverjum hætti. Staðinn að morði Alríkislögreglan var viss um að Ana Belen Montes, sérfræðingur hjá bandaríska varnarmálaráðu- neytinu, stundaði njósnir í þágu stjórnarinnar á Kúbu og braust því tvisvar inn í íbúð hennar í Washington á tveimur mánuðum í fyrra. Leitað var í svefnherbergi hennar og gögn í fartölvu hennar voru afrituð. Þeir fundu meðal annars tölvubréf þar sem fram komu upplýsingar um njósna- starfsemina. Montes játaði á sig njósnir og var dæmd í 25 ára fangelsi í síðasta mánuði. Í öðru máli urðu hljóðnemar FBI til þess að maður í St. Louis, sem var grunaður um hryðjuverk, var staðinn að morði. Rannsókn- armenn FBI urðu agndofa þegar þeir heyrðu manninn hrópa að dóttur sinni og myrða hana með hnífi. Stúlkan, sem var á tánings- aldri, varð fyrir 13 stungum. FBI-mennirnir afhentu saksókn- urum í Missouri upptökuna og maðurinn var dæmdur til dauða fyrir morð. Njósnað um saklaust fólk Stundum hefur alríkislögreglan farið yfir strikið. Á minnisblaði frá FBI, sem lekið var í fjölmiðla í síðasta mánuði, kom fram að al- ríkislöreglan gerðist sek um ólög- legt eftirlit í byrjun ársins 2000, las tölvubréf án heimildar dómara og hljóðritaði samtöl fólks sem hafði ekkert sér til sakar unnið. Í einu þessara mála hleraði lögregl- an síma saklauss manns löngu eftir að honum var úthlutað gömlu símanúmeri manns sem var undir eftirliti alríkislögregl- unnar. Umsvif njósnara FBI aukin í Bandaríkjunum Washington. AP. Alríkislögreglan fær heimild til að njósna um fleiri en áður vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum ’ Talið er að FBI njósni um nær þúsund manns á ári hverju. ‘ LÖGREGLUMENN í Guangdong- héraði í Suður-Kína slepptu þessum villtu mávum á þriðjudaginn, eftir að hald hafði verið lagt á hátt í fjög- ur þúsund lifandi, villta fugla á veit- ingahúsum og mörkuðum. Var þetta liður í aðgerðinni „farfuglar“ er miðaði að því að bjarga fugl- unum frá því að lenda í sjóðandi pottum. Reuters Bjargað frá pottunum BEIÐNI Bandaríkjastjórnar um að fá að nota ratsjárstöð í Thule á Grænlandi til eldflaugavarna hefur valdið harðri deilu í Danmörku. Rík- isstjórn borgaraflokkanna er hlynnt áformum Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarnakerfi en vinstriflokkarnir eru andvígir þeim. Bandaríkjastjórn óskaði formlega eftir því í fyrradag að danska stjórn- in heimilaði að ratsjárstöðin í Thule yrði hluti af eldflaugavarnarkerfinu. Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra kvaðst vera hlynntur eldflaugavörnunum. „Þetta er frið- arverkefni sem varðar ekki aðeins Bandaríkin, heldur einnig NATO, og því þarf að ljúka í samstarfi við Rússa,“ sagði hann. Jafnaðarmannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, mótmælti hins vegar áformunum og rauf tíu ára samstöðu dönsku flokk- anna í varnarmálum með því að lýsa því yfir að ef orðið yrði við beiðni Bandaríkjastjórnar gæti það leitt til nýs vígbúnaðarkapphlaups í heimin- um. „Við erum mjög vantrúaðir á þennan varnarskjöld og hann er ekki rétta svarið við hryðjuverkaógninni og hættunni sem stafar af gereyð- ingarvopnum,“ sagði Jeppe Kofoed, talsmaður flokksins. Vilja nýjan samning Grænlensku stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að samþykkja ekki beiðnina nema samið verði á ný um bandarísku herstöðina í Thule. „Grænlendingar ættu að njóta góðs af veru Bandaríkjahers í Thule,“ sagði Mikael Petersen, formaður ut- anríkis- og öryggismálanefndar grænlenska þingsins. „Hægt væri að semja um aukin viðskipti, fleiri grænlenska starfsmenn í herstöð- inni, þróunarverkefni og umhverfis- mál.“ Danir deila um eldflaugavarnir Kaupmannahöfn. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.