Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK bandarískra gyð-inga [e. American JewishCommittee, AJC] eru meðaláhrifamestu þrýstihópa í Bandaríkjunum. Samtökin voru stofnuð árið 1906 af hópi manna sem vildu hjálpa gyðingum í Austur-Evr- ópu, sem mátt höfðu sæta fordómum og höfðu orðið fyrir árásum. „Sam- tökin hafa æ síðan haft það að leið- arljósi að reyna að tryggja öryggi gyðinga í heiminum, bæði hér í Bandaríkjunum og annars staðar, ekki síst Ísrael, frá því að það ríki var stofnað 1948,“ segir David A. Harris, framkvæmdastjóri AJC. „Samhliða þessu er hins vegar rétt að nefna að stofnendur samtakanna gerðu sér grein fyrir því að besta leið- in til að tryggja öryggi gyðinga væri að tryggja öryggi allra þjóða hvar sem þær búa. Þessi 96 ár, sem sam- tökin hafa starfað, höfum við því lagt mikla áherslu á það, bæði hér í Bandaríkjunum og á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, að stuðla að fram- gangi lýðræðis, virðingu fyrir mann- réttindum og minnihlutahópum, að ekki sé talað um bættan skilning milli ólíkra þjóða/trúarhópa. Trú okkar er sú að það skapi betri heim fyrir alla, auk þess sem það skapar aðstæður þar sem allir njóta betra öryggis, gyðingar sem aðrir.“ Í samræmi við þetta starfi AJC á vettvangi samskipta araba og Ísraela, sem og samskipta múslima og gyð- inga hvarvetna. Nefnir hann sem dæmi aðstoð samtakanna við músl- ima í Kosovo sem máttu fram til 1999 þola mikið harðræði af hálfu stjórnar Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta. Þá nefnir Harris að í september á þessu ári hittu fulltrúar AJC utanrík- isráðherra átta arabaríkja í híbýlum SÞ í New York og hafa einnig átt marga fundi með palestínskum emb- ættismönnum á þeirra heimavelli, þar sem fram hafa farið bæði formlegar og óformlegar viðræður um stöðu mála í Mið-Austurlöndum. „Við höfum lagt áherslu á að reyna að bæta samskipti gyðinga og músl- ima,“ segir Harris. „Við þær aðstæð- ur sem nú eru uppi í heimsmálunum er það afar erfitt verkefni – en að sama skapi mikilvægt.“ Arafat verður að víkja Spurður um viðbrögð meðal Pal- estínumanna við viðleitni AJC segir Harris þau jafnan markast af þeim einstaklingum sem rætt er við, en þó ekki síður atburðum líðandi stundar. „Það er rétt hjá þér að við höfum gagnrýnt stjórn Yassers Arafats harðlega,“ segir Harris síðan. „Ég hef sjálfur hitt hann margsinnis, í Ramallah, Jeríkó og annars staðar, og niðurstaða okkar er sú að hann sé ekki samverkamaður í þágu friðar. Arafat er hluti vandans sem við blas- ir, ekki lausnarinnar.“ Harris segir AJC, rétt eins og bandarísk og evrópsk stjórnvöld, hafa verið að grandskoða sviðið í leit að þeim mönnum sem gætu komið í staðinn fyrir Arafat og sem yrðu sannarlega baráttumenn friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Og hefur ykkur tekist að finna slíka menn? „Svarið er já,“ svarar Harris. „Ég get hins vegar ekki nafngreint þá. Að nafngreina þá getur jafngilt því að dæma þá til dauða. Ef American Jewish Com- mittee nafngreindi menn sem við teljum vænlega viðsemjendur í hugsanlegum friðarvið- ræðum myndu þeir menn ekki lifa af í pal- estínsku samfélagi.“ Harris segir í þessu sambandi að AJC fari alls ekkert í grafgötur með það að samtökin vilji stuðla að öryggi og bættum hag Ísraelsríkis. „En við er- um jafnframt dyggir liðsmenn frið- arumleitana í þessum heimshluta. Við gerum okkur grein fyrir, rétt eins og margir gera í Ísrael sjálfu, að engin hernaðarlausn er til á þeim vanda sem við blasir.“ Palestínumenn átta sig á þessu einnig, að sögn Harris. „Þeir vita að við erum samtök gyðinga en þeir gera sér jafnframt grein fyrir því að við er- um samtök sem berjast fyrir friði í Mið-Austurlöndum.“ Harris er spurður um forystumenn Likud-flokksins, sem er við völd í Ísr- ael, en bæði þeir Ariel Sharon for- sætisráðherra og Benjamin Net- anyahu utanríkisráðherra hafa býsna neikvæða ímynd á Vesturlöndum, a.m.k. í Evrópu. Hann svarar því til að AJC taki ekki pólitíska afstöðu í þessum skilningi, þ.e. geri ekki upp á milli flokka eða manna í Ísrael eða Bandaríkjunum. Hann bendir hins vegar á að Ísrael sé eina lýðræðisrík- ið í Mið-Austurlöndum og að íbúar Ísraels hafi um marga flokka og stjórnmálamenn að velja. „Því er það svo að þegar Ísraelar ganga að kjör- borðinu þá treysti ég vali þeirra. Þeir trúa því að með atkvæði sínu séu þeir að greiða þeim manni brautargengi sem geti fært fólki það sem það vill framar öðru; öryggi og frið. Við virðum ákvörðun kjósenda í Ísrael. Það er ekki okkar að segja þeim fyrir verkum. Við vitum ekki betur en þeir og Evrópubúar vita sannarlega ekki betur en þeir.“ Segist Harris reyndar alltaf verða svolítið argur er hann hittir fólk, hvort sem um sé að ræða Bandaríkja- menn eða Evrópubúa, sem telji sig vita best – jafnvel þó að viðkomandi hafi aldrei komið til Ísraels, eða kannski bara í nokkra daga – hvernig tryggja eigi Ísraelsríki þann frið, sem menn þar á bæ hafi leitað í 54 ár. Harris segir erfitt að skilja þá ákvörðun Ara- fats, að hafna þeim frið- arsamningi sem var á borðinu eftir mitt ár 2000, öðruvísi en þann- ig að hann vilji ekki frið. Palestínumönnum hafi jú boðist samning- ur sem fól í sér stofnun palestínsks ríkis, með Jerúsalem sem höfuð- borg og þar sem landa- mörk yrðu Palestínumönnum hag- stæð. „Það er sorgarsaga en það hefði mátt bjarga 2.000 mannslífum, bæði Palestínumanna og Ísraela, ef Arafat hefði skrifað upp á þetta samkomulag árið 2000,“ segir Harris. Er það skoð- un hans að á endanum muni menn taka samninginn upp á nýjan leik og hrinda honum í framkvæmd. Það muni þó ekki gerast fyrr en Palest- ínumenn hafi skipt um forystusveit, sett menn í brúna sem vilji sannar- lega frið. Ísrael er lýðræðisríki Harris er spurður hvort Ísraelar beri ekki líka ábyrgð á því hvernig mál eru nú komin. Svarar hann því til að hann sé ekki tilbúinn til að skrifa upp á þá söguskoðun, að sjálfgefið sé að þegar tveir deili sé sökin jafnt hjá báðum. „Með þessu er ég ekki að segja að Ísrael geti ekki gert mistök. Auðvitað hefur Ísrael gert mistök, bæði stór og smá. Ísrael hefur ekki 100% hreinan skjöld. Ég tel ólíklegt að nokkurt ríki í heiminum hafi 100% hreinan skjöld, hvort sem rætt er um Bandaríkin, Bretland eða Frakkland. Þegar öllu er á botninn hvolft er Ísrael hins vegar lýðræðisríki, opið samfélag þar sem bæði gyðingar og arabar lifa sem fullgildir borgarar. Það er mikill munur á því og hinu spillta, einræðiskennda ríki sem Ara- fat stýrir og sem leitt hefur palest- ínsku þjóðina í ógöngur.“ En þú hlýtur þó að hafa skilning á því að sumum finnist Ísraelsstjórn e.t.v. hafa brugðist of hart við ódæð- isverkum Palestínumanna undanfar- in tvö ár? „Fólk ætti ekki að gleyma því hvernig þessi vargöld hófst. Hún hófst þegar vinstri-stjórn var við völd í Ísrael og Ehud Barak var forsætis- ráðherra – mesta vinstristjórn sem nokkurn tíma hefur verið þar við völd. Þessi stjórn vann í samvinnu við Bandaríkjastjórn að því að ná sáttum við palestínsku heimastjórnina. Það er því ekki rétt að þetta sé stríð Shar- ons, eins og sumir í Evrópu virðast halda. Raunar er eins og sumir sjái rautt þegar Sharon er nefndur á nafn. Þessi átök, sem Palestínumenn hófu, byrjuðu hins vegar í september 2000 þegar Barak var forsætisráð- herra. Þau héldu áfram í október, nóvember, desember og janúar á meðan Barak var enn forsætisráð- herra, með tilheyrandi ógnaröld, sjálfsmorðsárásum og það var svo 6. febrúar árið 2001 sem Ariel Sharon vann stórsigur í kosningum, heilum fjórum mánuðum síðar. Enda hafði ísraelska þjóðin þá séð að tilraunir friðarsinna til að ná samningum voru runnar út í sandinn og ekki aðeins höfðu þær misheppn- ast heldur gátu menn séð að hryðju- verk voru svar [Palestínumanna] við þeim tilraunum. Þegar menn fara að velta því fyrir sér hvort Ísrael hafi brugðist of hart við þá vil ég segja, að ég veit ekki hvernig menn eiga að bregðast við slíkum hryðjuverkum, ég held ekki að nokkur viti það. […] Hvað á ríki að gera þegar það má þola ítrekaðar sjálfsmorðssprengjuárásir manna sem eru tilbúnir til að fara inn í stræt- isvagna, skóla, veitingastaði og skemmtistaði og drepa þig og þína? Ég held ekki að fólk sem býr þús- undir kílómetra í burtu, og þarf ekki að lifa við þessa ógn, geti boðið upp á einföld svör við þessum spurningum,“ segir Harris. Landnámið umdeilt Harris leggur áherslu á mikilvægi þess að menn átti sig á því að sumir palestínsku hryðjuverkahópanna kæri sig ekkert um að til verði tvö ríki Palestínumanna og Ísraela á þessu svæði. Samtök eins og Hamas og Ísl- amska Jihad vilji útrýma Ísraelssríki. Árásir þeirra hafi þess vegna ekkert með það að gera hversu erfiðar að- stæður palestínskur almenningur býr við, þó að margir á Vesturlöndum lifi í þeirri blekkingu. „Þess vegna eru þessi átök í hugum margra okkar spurning um líf og dauða fyrir Ísraelsríki,“ segir hann. Hvað um gagnrýni, sem sett hefur verið fram vegna áframhaldandi landnáms Ísraela á svæðum Palest- ínumanna eftir Óslóar-samningana 1993? „Ég skil ósköp vel,“ segir Harris, „og flestir Ísraela gera það einnig, að lausn sem felur í sér tvö sjálfstæð ríki [Palestínumanna og Ísraela] þýðir að í þessu efni þarf að gefa verulega eft- ir, og að landnemabyggðir verði að víkja. Þetta skilja menn fullkomlega.“ Mætti segja um landnámið að þar hafi Ísraelar ekki hegðað sér í anda samkomulagsins? „Sumir gætu litið þannig á,“ svarar hann. „Ég geri mér grein fyrir því að þessi þáttur er afar umdeildur, ég skil það fullkomlega. En ég skil líka að sá samningur, sem Ehud Barak var reiðubúinn til að skrifa undir [árið 2000], fól í sér verulega eftirgjöf hvað varðaði landnemabyggðirnar.“ Segir Harris að í þessu samhengi þurfi líka að huga að viðurkenningu arabaríkjanna á Ísraelsríki. Séu þau öll reiðubúin til að viðurkenna tilveru- rétt Ísraelsríkis, sé allt annað um- semjanlegt. „Sáttmáli Ísraela og Egypta á sín- um tíma sýndi að það er hægt að ná fram friði,“ segir Harris. „Friður komst á í samskiptum Ísraels og Egyptalands, friður komst á í sam- skiptum Ísraels og Jórdaníu. Ég trúi því að Ísrael geti einnig náð samn- ingum við Palestínumenn, þó að það verkefni sé mun flóknara, sökum þess hversu nálægðin er mikil í sambúð þjóðanna tveggja. Ég trúi því hins vegar að það sé aðeins hægt ef breyt- ing verður á forystusveit Palestínu- manna, þar komi til menn sem eru án alls fyrirvara reiðubúnir friðarsamn- ingum og sem eru tilbúnir til að sætta sig við að búa við hlið sjálfstæðs Ísr- aelsríkis. Ef svo er ekki þá óttast ég að átök muni vara í 100 ár í viðbót.“ Gyðingahatur hefur aukist Samtalinu víkur nú að fullyrðing- um Harris í fjölmiðlum í Bandaríkj- unum þess efnis að gyðingahatur hafi aukist verulega undanfarin tvö ár, þ.e. eftir að uppreisn Palestínumanna hófst í september 2000. Segist hann telja að deilurnar undanfarin tvö ár hafi gert það að verkum að fordómar, sem áður voru vel faldir, hafi brotist fram að nýju. Að menn feli sig á bak við það yfirskin að vilja gagnrýna Ísr- aelsríki, á meðan annað búi í reynd að baki. Harris tekur fram að hann sé ekki að segja að þó að menn gagnrýni framferði ísraelskra stjórnvalda séu þeir um leið orðnir gyðingahatarar. Enda myndi það gera marga íbúa Ísr- aels að gyðingahöturum, þar séu gagnrýnisraddir nefnilega margar og háværar. „Hins vegar finnst mér að þegar menn gagnrýna Ísraelsríki, á meðan þeir þegja þunnu hljóði yfir hræðileg- um mannréttindabrotum sem framin séu annars staðar, þá búi eitthvað undir. Hvers vegna þegja menn, sem verða jafnæstir yfir atburðum í Ísr- ael, yfir því að 2 milljónir manna hafa fallið í Súdan á undanförnum tíu ár- um, flestir svartir og kristnir; fyrir arabískum og múslimskum stjórnar- herrum í [höfuðborginni] Khartoum? Hvers vegna þegja þeir yfir þessu? Hvers vegna þegja menn um sjálfs- morðssprengjumenn, en gagnrýna fórnarlömb sömu manna?“ Harris viðurkennir að erfitt geti verið að gera greinarmun á því hve- nær menn séu að gagnrýna og hve- nær annarlegar sakir búi að baki. Það hljóti hins vegar að teljast gyðinga- hatur þegar menn segi að rétt eins og gyðingar hafi myrt Jesú krist þá séu þeir nú að myrða Palestínumenn. „Slík samlíking er í mínum huga ein- faldlega gyðingahatur.“ Faldir fordómar koma fram í dagsljósið á ný Gyðingahatur hefur farið vaxandi að undan- förnu, að sögn Davids A. Harris, fram- kvæmdastjóra Samtaka bandarískra gyðinga. Davíð Logi Sigurðsson hitti Harris nýverið í New York og sló á þráð- inn til hans um daginn. ’ Við virðumákvörðun kjósenda í Ísrael. Það er ekki okkar að segja þeim fyrir verkum. ‘ David A. Harris AP Palestínumaður sýnir skilríki sín við eina af fjöldamörgum eftirlitsstöðvum Ísraelshers á Vesturbakkanum. Eru bæir og borgir Palestínumanna girt af með þeim hætti og fólki í raun bannað að fara ferða sinna. david@mbl.is ’ Arafat er hlutivandans sem við blasir, ekki lausn- arinnar. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.