Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM nokkurt skeið hefur farið fram umræða um arðsemi vatns- aflsvirkjana á Íslandi og mismun- andi aðferðir til þess að nálgast nið- urstöðu sem hægt er að leggja til grundvallar þegar ákvörðun er tek- in um að ráðast í nýja virkjun. Í því samhengi getur verið gott að líta til baka og sjá hvernig til hefur tekist með hinar fyrri ákvarðanir Lands- virkjunar. Við höfum bæði hin eldri dæmi sem lögðu grunninn að fyr- irtækinu og svo síðustu sjö árin þar sem raforkuframleiðslan hefur auk- ist um tæp 60%. Fyrst og fremst með aukinni sölu til stóriðju. Orkusamningar skila auknu eigin fé Við allar fyrri framkvæmdir hafa komið fram einstaklingar, leikir og lærðir, sem hafa haldið því fram að tap verði á framkvæmdinni. En hvað segir reynslan okkur? Er það svo að þessar framkvæmdir hafi ét- ið upp eigin fé fyrirtækisins? Nei, þvert á móti hafa byggst upp eigin fé sem í dag er bókfært upp á 40 milljarða. Ef núverandi sjóðstreymi væri nýtt að fullu til að borga niður skuldir Landsvirkjunar þá væri fyrirtækið skuldlaust eftir um það bil 15 ár. En við þær aðstæður væri um að ræða skuldlausa eign upp á um 120 milljarða á núgildandi verð- lagi í lok tímabilsins og með sjóð- steymi upp á rúmlega 10 milljarða á ári til þess að ávaxta þá eign. Með þetta í huga er ekki óeðlilegt að álykta sem svo að virði fyrirtæk- isins sé nokkru meira en 40 millj- arðar í dag. Það er full ástæða til að fjalla um þær tölur um tap á Kárahnjúka- virkjun sem settar hafa verið fram í hinn almennu umræðu um arðsemi framkvæmdarinnar. Við höfum séð tölur um allt að 50 milljarða núvirt tap á framkvæmdinni. Við skulum aðeins átta okkur á því hvernig þessi tala er fundin með sérstakri áherslu á arðsemiskröfu á heildar- fjármagn. Ef við hugsum okkur dæmi um að Jón Jónsson eignist 10 milljónir króna. Jón ákveður að leggja alla upphæðina fyrir í 25 ár. Fjármála- ráðgjafar Jóns segja honum að með ákveðinni áhættudreifingu sé raun- hæft að setja sér markmið um 7% raunávöxtun. Náist markmiðið á Jón í sjóði 54 milljónir í lok tíma- bilsins. Nú gerist það að markmiðin nást ekki og Jón á „einungis“ 44 milljónir. Miðað við 7% kröfuna er núvirt tap hans á fjárfestingunni 10 milljónir. Ef Jón hefði hins vegar ákveðið að kaupa ríkisskuldabréf fyrir alla upphæðina gæti hann í dag tryggt sér 5% raunávöxtun og þá ætti hann 34 milljónir eftir 25 ár og hefði samkvæmt því grætt 10 milljónir á upphaflega dæminu. Þetta set ég fram til þess að sýna hvað hagfræðistærðir geta verið varhugaverðar í almennri umræðu án frekari útskýringa. En 10 millj- óna króna tap Jóns í dæminu er sett fram með sömu hugmynda- fræði og útreiknað tap af Kára- hnjúkavirkjun. Menn gætu freist- ast til þess að álykta sem svo að til viðbótar við um 100 milljarða fjár- festingu þurfi að leggja fram allt að 50 milljarða til þess að mæta tapi. Það þarf ekki endilega frekar en í dæmi Jóns hér að framan. Um er að ræða að ekki næst sá gróði sem að var stefnt. Skuldlaus eign þrátt fyrir 40 milljarða reiknað tap! Til þess að átta sig á hvað næmn- in er mikil varðandi útreikninga á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar þá þýðir eitt prósentustig í hækkaðri ávöxtunarkröfu um 11–12 milljarð- ar í núvirtri afkomu. Þannig að þau 3–4 prósentustig sem skilja á milli þeirrar kröfu sem t.d. Þorsteinn Siglaugsson setur fram og þeirra raunvaxta sem Landsvirkjun þyrfti að borga þýða um 40 milljarða í nú- virtri afkomu miðað við 50 ára end- urgreiðslutíma. Miðað er við að allt verkið sé fjármagnað með lánsfé. Með öðrum orðum að miðað við ávöxtunarkröfuna 7,25% á heildar- fjármagn, sem liggur á miðju því bili sem Þorsteinn telur eðlilegt, mætti vera um 40 milljarða núvirt tap en engu að síður væru öll lán borguð niður og allir vextir greidd- ir og eftir stæði skuldlaus eign sem ætti eftir í það minnsta helming af líftíma sínum. Þetta set ég einungis fram til þess að draga fram hvað það getur verið varasant að alhæfa út frá gefnum forsendum. Ég hefði til við- bótar getað reiknað út hvað það þýðir að nota mismunandi álverð og sömuleiðis hvað varðar mismunandi spár um vexti og gengi. Það er hægt að sýna fram á mismun sem nemur heildarfjárfestingunni í Kárahnjúkum í núvirtum hagnaði með því að stilla upp þessum for- sendum í öllum framangreindum tilfellum annars vegar m.v. lægsta gildi og hins vegar því hæsta. Ákvörðun sem byggist á þekkingu og reynslu Hver er þá niðurstaðan? Samn- ingur um orkuverð liggur fyrir og heildarfjárfestingu er hægt að áætla út frá þeim tilboðum sem hafa verið opnuð. Aðra þætti verð- ur að meta út frá þeirri þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun ræð- ur yfir. Sömuleiðis er tekið mið af fyrri samningum, sem voru unnir á sama hátt og hafa staðið undir arði sem hefur gert Landsvirkjun að því sem fyrirtækið er í dag. Í því sam- hengi er vert að geta þess að allir samningar fara í gegnum næmn- isgreiningu þar sem öllum þekktum aðstæðum er velt upp. Þessar kannanir hafa í öllum tilfellum sýnt að yfirgnæfandi líkur eru á því að markmið um ávöxtun náist og nán- ast engar líkur á því að ekki takist að greiða lán og vexti. Vinna við Kárahnjúkaverkefnið hefur staðið yfir í nokkra mánuði, m.a. við mat á arðsemi. Nú er verið að vinna að lokayfirferð út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og því ótímabært að gefa neinar endanleg- ar yfirlýsingar um arðsemi fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Um arðsemi virkjana Eftir Jóhannes Geir Sigurgeirsson „Til þess að átta sig á hvað næmn- in er mikil varðandi út- reikninga á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar þá þýðir eitt prósentustig í hækkaðri ávöxtunar- kröfu um 11–12 millj- arðar í núvirtri afkomu.“ Höfundur er stjórnarformaður Landsvirkjunar. KEPPENDALISTI fyrsta Jóla- skákmóts Búnaðarbankans hlýtur að fá hjörtu íslenskra skákáhugamanna til að slá hraðar. Allir íslensku stór- meistararnir, utan einn, hafa staðfest þátttöku og alls taka 14 af sterkustu skákmönnum landsins þátt í mótinu. Meðal þátttakenda verður Friðrik Ólafsson, sem enn hrellir sterkustu skákmenn heims eins og nýlegur sig- ur hans gegn Ivan Sokolov sýndi og sannaði. Sokolov var miður sín eftir tapið og ekki bætti úr skák þegar Helgi Ólafsson sigraði hann glæsi- lega á Mjólkurskákmótinu á Selfossi. Helgi verður einnig meðal þátttak- enda ásamt félögum sínum úr „fjór- menningaklíkunni“, þeim Jóhanni Hjartarsyni, Margeiri Péturssyni og Jóni L. Árnasyni. Enn þann dag í dag, löngu eftir að þeir eru hættir at- vinnumennsku í skák, halda þeir styrkleika sínum ótrúlega vel. Sjálfur Íslandsmeistarinn og okkar virkasti stórmeistari, Hannes Hlífar Stefáns- son, verður einnig meðal keppenda. Þá mun Helgi Áss Grétarsson nýta sér jólafríið í lögfræðináminu og setj- ast að taflborðinu og sömuleiðis Þröstur Þórhallsson, sem í vaxandi mæli hefur snúið sér að fasteignavið- skiptum. Alþjóðlegi meistarinn Karl Þorsteins sést allt of sjaldan við skákborðið, en að þessu sinni lét hann freistast og teflir með á mótinu. Einnig verða sumir okkar efnileg- ustu og virkustu skákmanna með á mótinu. Þótt ótrúlegt sé hafa sumir þeirra ekki áður teflt við alla þessa stórmeistara og væntanlega er þeim í mun að sýna að þeir eigi fullt erindi á þetta mót, ekki síður en þessi stór- menni íslenskrar skáksögu. Mótið fer fram laugardaginn 21. desember í aðalútibúi Búnaðarbank- ans, Austurstræti 5. Það hefst kl. 15 og stendur til um kl. 18. Áhorfendur eru velkomnir og verður góð aðstaða til að sjá meistarana að tafli. Kepp- endur verða: 1. SM Jóhann Hjartarson 2.635 2. SM Hannes Hlífar Stefánss. 2.635 3. SM Margeir Pétursson 2.605 4. SM Jón L. Árnason 2.535 5. SM Helgi Áss Grétarss. 2.535 6. SM Helgi Ólafsson 2.520 7. SM Friðrik Ólafsson 2.510 8. AM Karl Þorsteins 2.500 9. SM Þröstur Þórhallsson 2.460 10. FM Bragi Þorfinnsson 2.405 11. FM Sigurður D. Sigfúss. 2.400 12. AM Jón Viktor Gunnarss. 2.390 13. FM Björn Þorfinnsson 2.305 14. FM Þröstur Árnason 2.255 Davíð sigraði í 10. umferð á HM unglinga Davíð Kjartansson sigraði Ind- verjann Phukan Pranjal (2.059) í 10. umferð Heimsmeistaramóts ung- linga, 20 ára og yngri, sem nú stend- ur yfir í Goa á Indlandi. Stefán Krist- jánsson tapaði hins vegar fyrir Mark Paragua (2.476) frá Filippseyjum og hefur 5½ vinning. Hann er nú í 27.– 37. sæti, en Davíð er með 5 vinninga í 38.–54. sæti. Stefán gerði jafntefli við íranska stórmeistarann Ehsan Ghaem Maghami (2.511) í 9. umferð, en Dav- íð tapaði hins vegar fyrir indverska alþjóðlega meistaranum J. Deepan Chakravarthy (2.355). Enski stórmeistarinn Luke McShane er efstur á mótinu með 7½ vinning. Jólapakkamót Hellis í Borgarleikhúsinu á laugardag Kringlan og Taflfélagið Hellir munu standa að skákmóti fyrir alla krakka á grunnskólaaldri laugardag- inn 21. desember. Aðgangur er ókeypis. Mót þetta verður haldið í anddyri Borgarleikhússins, Lista- braut 3, 103 Reykjavík. Miðað við þátttöku á fyrri Jólapakkamótum Hellis má búast við að 100–200 krakkar verði með á mótinu. Keppt verður í 4 aldursflokkum, flokki fæddra 1987–1989, flokki fæddra 1990–91, flokki fæddra 1992– 93 og flokki fæddra 1994 og síðar. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig, bæði fyrir drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyr- ir sig. Þátttaka er ókeypis. Mótið byrjar kl. 11 og tekur u.þ.b. 3 klst. Varðandi frekari upplýsingar og skráningu á mótið er hægt að senda félaginu tölvupóst (hellir@simnet.is) eða skoða heimasíðu félagsins á Net- inu: http://www.hellir.is. Skráningu þarf auk nafns að fylgja fæðingarár og skóli. Verði þátttaka mikil er hugs- anlegt að takmarka þurfi fjölda kepp- enda. Verðlaun gefa m.a. Bókabúð Máls og menningar og Edda-Miðlun. Í lok mótsins verður dregin út skáktölva sem einn keppendi fær óháð árangri. Átta íslenskir stórmeistarar á jólamóti Búnaðarbankans Þröstur Þórhallsson Jóhann Hjartarson dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Friðrik Ólafsson Helgi Ólafsson Helgi Áss Grétarsson Jón L. Árnason Margeir Pétursson Hannes Hlífar Stefánsson SKÁK Búnaðarbankinn, Austurstræti JÓLASKÁKMÓT BÚNAÐARBANKANS 21 des. 2002 Í ÁR styrkir Hugur hf. Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna. Styrkurinn er í formi tölvu- búnaðar og aðstoðar við að koma honum í gagnið. Um er að ræða tvær Dell-tölvur frá EJS, systurfélagi Hugar. Tölvubúnaðurinn er að and- virði kr. 200.000. Hugur hf. hefur í gegnum árin styrkt góðgerðar- og líkn- armálefni með ýmsum hætti. Fyrir þremur árum breytti Hugur fyrirkomulagi styrk- veitinga, þannig að í stað margra smárra styrkja kemur einn styrkur í lok hvers árs, segir í fréttatilkynningu. INNLENT Hugur styrkir Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna Páll Freysteinsson, fram- kvæmdastjóri Hugar, afhendir Gunnari Ragnarssyni, fram- kvæmdastjóra SKB, styrkinn. SPARISJÓÐUR Kópavogs bauð gulldebetkorthöfum sín- um til tónleika í Salnum, tón- listarhúsi Kópavogs, fimmtu- daginn 5. desember sl. Jónas Ingimundarson píanóleikari og Kristinn Sigmundsson söngv- ari höfðu veg og vanda af tón- leikunum og var margt um manninn í Salnum. Á myndinni má sjá þá Jónas og Kristin í lok tónleikanna. Menningarhátíð SPK. SPK bauð til menning- arveislu SVEITARSTJÓRN Skaga- fjarðar samþykkti svohljóðandi yfirlýsingu til landbúnaðarráð- herra, Guðna Ágústssonar, á fundi sínum 17. desember sl.: „Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir ánægju sinni með þá upp- byggingu, sem fram hefur farið á reiðkennsluaðstöðu við Hóla- skóla og þátt landbúnaðarráð- herra í því máli. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir sérstökum stuðningi og ánægju með ákvörðun landbúnaðarráðherra um að gera Hólaskóla að há- skólastofnun sem útskrifar nemendur með viðurkennt há- skólapróf.“ Ánægja með uppbyggingu á Hólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.