Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORMAÐUR Siðmenntar, Hope Knútsson, ritar grein í Mbl. 30.10.: „Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju?“ Þar sker í augu alger vöntun á umfjöllun um eignir kirkjunnar, eins og þær skipti engu í sambandi við þann „styrk“ frá ríkinu sem Hope segir Þjóðkirkjuna fá og vill láta af- nema. „Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks [svo!] árlega umfram önnur trúfélög,“ segir hún. Það er einfaldlega rangt. Ríkisvaldið tók kirkjujarðir (fyrir utan prestsset- ur) í sína umsjá 1907, innheimtir af þeim tekjur og greiðir í staðinn laun til presta. Hvaðan komu þessar jarðir, 16% jarðeigna landsins 1907? Stór hluti tilheyrði kaþólskri kirkju á sínum tíma. Eins og sjá má af gjafabréfum eignafólks til kirkna og klaustra, áttu þær gjafir að styðja við Guðs kristni, helgast þjónustu við söfnuði hans. Eftir siðaskipti var ekki öðrum til að dreifa til kristnihalds en lútherskum klerkum sem framfleyttu sér, önnuð- ust viðhald kirkna og önnur útgjöld með þeim eigna- og tekjustofnum sem konungur lét óhreyfða þegar hann hrifsaði undir sig klaustra- og stólseignir. Var hitt þó ærinn skellur að sú menningar- og þjóðþrifastarf- semi sem fram fór í klaustrunum var í einu vetfangi aflögð, er konungur gerði eignir þeirra upptækar. Kirkjan var á 14. öld langauðugasti landeigandi hérlendis og auðgaðist enn til 1550. Þá áttu biskupsstólarnir 14.119 hundruð í jarðeignum, sjött- ung alls jarðnæðis. Síðar hafa margir býsnazt yfir auðsöfnun kirkjunnar, en eins og Björn Þorsteinsson sagn- fræðiprófessor fræddi okkur nem- endur sína um, var kirkjan leigulið- um sínum léttari í álögum en aðrir landsdrottnar. Að auki veitti hún fá- tækum og sjúkum ómetanlega hjálp. Um 1650 var þriðjungur jarðeigna í eigu kirkna, biskupsstóla, Kristfjár- jarða og spítala, sjöttungur eign kon- ungs og helmingur bændaeign. Fyrir þá, sem líta ekki á eign sem þjófnað eins og stjórnleysinginn Pro- udhon, ætti að vera sjálfsagt að skoða þessi mál af jafnaðargeði og réttsýni. Eðlilegri kröfu kirkjunnar að fá að halda tekjustofnum sínum verður ekki mótmælt í nafni trúfrels- is. Ekki tilheyri ég Þjóðkirkjunni, er ekki þess vegna að verja hana ásælni. En vegna þrákelkni Hope í atsókn- inni finnst mér rétt að hún upplýsi okkur um fáein atriði: 1) Heldur hún að kristnir Íslending- ar láti höggva undan sér þær efna- legu stoðir sem forfeður okkar reistu til að halda uppi kirkjum, helgihaldi og þjónustu í þágu safn- aðanna? 2) Telur hún kristið fólk svo auð- blekkt og geðlaust, að það standi ekki á eignarrétti sínum og eftir- komenda sinna? 3) Trúir hún í alvöru að hún geti biðl- að til ríkisstjórnarflokkanna um stuðning við að ræna kirkjuna eignum sínum og/eða samnings- bundinni réttarstöðu? M.ö.o.: Með hliðsjón af því, að ríkisstjórnin segir í stefnuskrá sinni að kristin trú og gildi hafi „mótað mannlíf í landinu og verið þjóðinni ómetan- legur styrkur,“ auk þess sem báðir flokkarnir eru því andvígir „að lög- gjafinn gangi of nærri friðhelgi eignarréttarins“ eða „taki sér nokkurt vald sem stríðir gegn grundvallarréttindum,“ trúir Hope því, að flokkarnir gangi á bak þeirra orða? Hefur hún svo lágt álit á þeim að hún ímyndi sér að þeir fáist til þess í bráðræði að hafna þannig kjörfylgi fjölda krist- inna manna? 4) Álítur hún mín lúthersku systkini þvílíkar gungur að þau láti rifta einhliða þeim samningi sem gildir milli ríkis og Þjóðkirkju um árlegt framlag til hennar úr ríkissjóði (sem er metið sem eðlilegt endur- gjald fyrir þau 16% jarðeigna í landinu sem kirkjan lét af hendi við ríkið)? 5) Kæmi það henni á óvart að Þjóð- kirkjan fengi (í Hæstarétti eða með því að leita til æðsta dómstigs í Evrópu) þann samning staðfest- an eða jarðeignir sínar afhentar aftur, ef ríkið fremdi þau samn- ingsrof að hætta að greiða þetta árlega afgjaldsígildi úr ríkissjóði? 6) Ef Hope ánafnaði Siðmennt eignir sínar, fyndist henni þá réttlætis- mál að einhver ríkisstjórn þjóð- nýtti þær með einu pennastriki? 7) Af því að henni er tíðrætt um rétt- læti, jafnrétti og trúfrelsi, er að lokum spurt: Yrði það í þágu rétt- aröryggis ef magnaðasta valdið, ríkisbáknið, gæti sölsað undir sig sameign frjálsra félagasamtaka? Kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga. Ef ekki væri samstaða á Alþingi um lögin frá 1907 og 1997, ætti Þjóðkirkjan að taka við eignum sínum aftur og ávaxta þær á arðsam- an hátt með nútímalegri fjármála- stjórn til að tryggja að hún geti stað- ið undir helgihaldi, viðhaldi kirkju- húsa, hjálparstarfi og þjónustu til frambúðar. Ef hún hlypist undan þeirri ábyrgð (t.d. af hræðslugæðum eða í viðleitni til að þóknast öllum, umfram allt einhverri tízkuhugsun) væru það svik við köllun kirkjunnar, þá sem hafa stutt hana og við sjálfan þann sem sendi hana. Til þess hefur kirkjan þegið þennan arf að vinna úr honum til heilla fyrir íslenzka þjóð. Gegn árásum á Þjóðkirkjuna Eftir Jón Val Jensson „Kirkjan fer ekki fram á ölmusu, ein- ungis að rík- ið standi við gerða samninga.“ Höf. er guðfræðingur og for- stöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. FÖSTUDAGINN 13. desember fréttum við starfsfólk á heilabilunar- einingu LSH Landakoti að deild L-4, sem lokað var tímabundið í ágúst, yrði ekki opnuð aftur hinn 6. janúar eins og áætlað var. Í staðinn á að flytja húðdeild frá Vífilsstöðum inn á þessa deild sem er ætluð öldruðum með heilabilun, þ.e. Alzheimer og skylda sjúkdóma. Sá flutningur á auk þess að vera til bráðabirgða. Ekkert samráð var haft við starfs- menn eða yfirlækni og stóðum við í þeirri trú að deildin yrði opnuð á til- settum tíma, enda höfum við skipu- lagt innlagnir sjúklinga á deildina eftir áramót, í mörgum tilvikum í samráði við aðstandendur. Eftir að Landakotsspítali var gerður að öldrunarspítala árið 1996 hefur verið unnið mikið uppbygging- arstarf varðandi þjónustu við sjúk- linga með heilabilun og aðstandend- ur þeirra. Sú þjónusta er loks farin að skila sýnilegum árangri þannig að sjúklingar og fjölskyldur þeirra eiga kost á stuðningi þessa teymis frá greiningu sjúkdóms fram að stofn- anavistun. Nú er stoðunum kippt undan þessari þjónustu á þann hátt að það er augljóst að yfirmenn spít- alans hafa ekki hugmynd um hvaða starfsemi hefur farið fram á heilabil- unareiningu öldrunarsviðsins. Mér þykir því rétt að upplýsa þá og aðra um hvað um ræðir. Heilabilunareiningin er á Landa- koti og skiptist í nokkra þætti sem nýtast sjúklingum og aðstandendum á mismunandi stigum sjúkdómsins. Má þar nefna minnismóttöku, tvær legudeildir, stuðningshópa fyrir að- standendur og þjónustusamninga við þrjár dagvistir og eitt stoðbýli. Hún er hugsuð út frá því markmiði að veita sjúklingum og aðstandend- um þeirra meðferð, stuðning og fræðslu frá sömu aðilum í gegnum allt sjúkdómsferlið, eða frá grein- ingu til stofnanavistunar. Minnismóttaka Á minnismóttöku fer fram grein- ing á því hvort og þá hvers konar heilabilun sé á ferðinni og sótt er um aðstoð fjölskyldunni til handa. Þau úrræði sem sótt er um í gegnum minnismóttöku eru t.d. heimaþjón- usta, heimahjúkrun, dagvistun, hvíldarinnlagnir, stuðningshópar fyrir aðstandendur og fleira. Alls hafa 1.300 manns fengið rannsókn á minnismóttöku og um 70% þeirra hafa verið greind með heilabilun. Það þýðir að í a.m.k. 850 fjölskyldum er sjúklingur með heilabilun, en einnig er talið að heilabilun sé al- mennt vangreind, auk þess sem greining fer fram víðar en á minn- ismóttöku. Sérstakar legudeildir fyrir sjúklinga með heilabilun eru tvær á Landakoti, L-1 og L-4. Þar er boðið upp á greiningu, meðferð og endurhæfingu, en einnig er talsvert um að sjúklingar komi í hvíldarinn- lagnir og biðpláss. Tilgangur hvíld- arinnlagna er að veita aðstandend- um hvíld frá afar erfiðri umönnun sem oft nær yfir allan sólarhringinn. Á hverju ári koma um 65 manns í hvíldarinnlagnir. Stuðningshópar Stuðningshópar fyrir aðstandend- ur sjúklinga með heilabilun hafa ver- ið starfræktir við heilabilunarein- ingu frá árinu 1997. Alls hafa um 150 manns komið í slíka hópa, en hóp- arnir eru orðnir 21 að tölu. Þróunin niður á við Í ágúst síðastliðnum ákvað stjórn LSH fyrirvaralaust að loka annarri legudeildinni, L-4, þrátt fyrir að bið- listi inn á deildina hafi alltaf verið langur. Sökum eðlis heilabilunar var ekki hægt að útskrifa neinn sjúkling heim, þ.e. þeim var öllum dreift á aðrar deildir spítalans með miklu raski og auknum óróleika svo setja varð talnalás á allar deildir. Við bæt- ist að þar sem bið eftir hjúkrunar- heimili er svo löng í Reykjavík eru sjúklingarnir enn á þessum deildum þannig að þeir varna því að sjúkling- ar af bráðadeildum spítalans geti lagst inn til endurhæfingar. Heilabilunardeildirnar hafa haft þá sérstöðu að geta brugðist við þeg- ar erfiðleikar koma upp í heimahús- um þannig að sjúklingar geta á stundum lagst beint inn í stað þess að fara í gegnum bráðamóttöku og bráðadeildir fyrst. Þetta er afar mik- ilvægt því sjúklingar með heilabilun eru sérstaklega viðkvæmir fyrir öllu áreiti. Hvíldarinnlagnir eru að jafnaði skipulagðar nokkra mánuði fram í tímann svo aðstandendur geti vanist tilhugsuninni og ef til vill áformað ferðalag eða annað á meðan ástvin- urinn dvelur hjá okkur í þrjár vikur. Þegar hafa verið skipulagðar hvíld- arinnlagnir fyrir fleiri manns á deild L-4 eftir áramót í samráði við að- standendur sem ætla að harka af sér yfir jól og áramót með þá vissu í far- teskinu að þeir fái hvíld að því loknu. Auk þess eru nokkrir makar að fara í aðgerðir á spítala í byrjun nýs árs og eru þess fullvissir að við munum annast þá sjúku á meðan þeir eru að jafna sig. Þetta eru undarlegir tímar. Sam- tímis því að gefin er út yfirlýsing rík- isstjórnar um fimm milljarða króna fjárveitingu til málefna aldraðra er verið að svíkja þennan viðkvæma sjúklingahóp sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér, verið er að loka félagsstarfi fyrir aldraða og skerða heimaþjónustu verulega. Jólaboð- skapurinn hefur heldur betur tekið breytingum. Frekari skerðing á þjónustu við aldraða með heilabilun Eftir Hönnu Láru Steinsson „Verið er að svíkja þenn- an við- kvæma sjúk- lingahóp.“ Höfundur er félagsráðgjafi heila- bilunareiningar LSH Landakoti. Þetta langar mig í .... Eftir langa dvöl erlendis sé ég betur og betur hvað íslensk myndlist er góð. Bryndís Schram Gallerí Fold - fyrir jólin - Opið - til kl. 22.00 Haraldur Bilson Bragi Ásgeirsson Soffía Sæmundsdóttir Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið til kl. 18 alla daga nema sun. til jóla, Þorláksmessu 10-20, aðfangadag 10-12. Fléttaðar handavinnukörfur frá Thimbleberries Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.