Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 59 Vissir þú? Vissir þú að Bandaríkjamenn eru sérlega hræddir um að fiskbein festist í hálsi sér, einkum barnanna, er þeir borða fisk? Vissir þú að eldhuginn Jón Gunnarsson, fyrsti forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, lét þess vegna beinhreinsa fiskflökin heima á Íslandi og skaut með því keppinautunum ref fyrir rass? Þessi gæðamunur vann íslenskri framleiðslu það markaðsforskot að fljótlega var hægt að selja hana mun hærra verði en aðrir framleiðendur gátu krafist fyrir óbeinhreinsuð flök. Um þetta má lesa í bókinni Úr verbúðum í víking vestan hafs og austan eftir Ólaf Guðmundsson frá Breiðavík. Ólafur starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í rúmlega 40 ár og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann hefur frá mörgu mjög forvitnilegu að segja. Texti hans er bæði aðgengilegur, gagnorður og með vestfirskum húmor. Vestfirska forlagið auglýsir bækur sínar hvorki sem einstakar né stórkostlegar, en við mælum sérstaklega með þessari bók fyrir hvern sem er. ÖNNUR kynslóð Toyota Land Cruis er 90 jeppans verður frumsýnd hjá Toyota-umboðinu snemma í janúar. Frumsýningin markar tímamót því Land Cruiser 90 hefur verið einn söluhæsti jeppinn hér á landi allt frá því hann kom á markað um mitt ár 1996. Hann hefur á þessum tíma selst í 2.150 eintökum og er meira að segja söluhæsti jeppinn á Íslandi á árinu sem nú er að ljúka, og seldist í 230 eintökum, þrátt fyrir að vitað væri að ný kynslóð yrði kynnt nú í árslok. „Hann hefur staðið af sér alla sam- keppni og selur sig sjálfur. Við höf- um ekki lagt mikið undir í auglýs- ingar og kynningar á Land Cruiser en lagt meiri áherslu á að hann sé vel búinn og á réttu verði. Síðan hefur bíllinn selt sig sjálfur og þannig hef- ur það verið frá því hann var kynntur fyrst hér á landi,“ segir Björn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs P. Samúelssonar hf., um- boðsaðila Toyota. Í Evrópu er Land Cruiser 90 þriðji söluhæsti jeppinn og segir Björn að góðan árangur hér á landi megi þakka sterku sölukerfi. Hér- lendis hafa menn ekki þurft að kljást við kvóta á innflutning bíla frá Japan eins og Evrópubandalagsríkin þurftu að gera allt fram til ársins 2000. Af þessum sökum hefur innri uppbygging í sölukerfinu í Evrópu- löndum tekið lengri tíma. Björn bendir á að þótt markaðshlutdeild Toyota í Evrópu sé lítil ennþá þá hafi vöxturinn verið mikill á síðustu ár- um. 1998, þegar smábíllinn Yaris var kynntur, var salan í Evrópu 498.263 bílar, en salan árið 2001 var 666.035 bílar. Markið var sett á 800.000 bíla fyrir árið 2005, en nú er ljóst að það markmið mun nást strax árið 2004. Nýtt sölumarkmið hefur verið sett fyrir árið 2010 en þá er ætlunin að selja 1,2 milljónir bíla í Evrópu. Frá 1998 til þessa tíma hefur Toyota far- ið úr 18. söluhæstu stöðunni í þá ní- undu. Önnur kynslóð Toyota Land Cruiser verður sýnd um helgina. Land Cruiser söluhæsti jeppinn Ásdís Egilsdóttir gaf út Við birtingu umsagnar um út- gáfu Fornrita- félagsins á Bisk- upasögum II í blaðinu í gær féll niður mynd af Ásdísi Egilsdótt- ur höfundi inn- gangs og umsjón- armanni með útgáfunni. Er beðist velvirðingar á því. Heildaraðsókn að Bond-myndinni Í frétt í blaðinu í gær af bíóaðsókn á Íslandi er rangt farið með heildar- aðsókn að vinsælustu mynd lands- ins, Die Another Day. Hið rétta er að tæplega 42 þúsund manns hafa nú séð myndina á þeim þremur vikum sem hún hefur verið sýnd. LEIÐRÉTT Ásdís Egilsdóttir Fyrirlestur í matvælafræði Hörður G. Kristinsson, aðstoðarprófessor við Háskólann í Flórída mun halda erindi um Rannsóknir á áhrifum kolmónoxíðs og síaðs reyks til að auka gæði og lengja geymsluþol sjávarafurða. Fyrirlesturinn verður föstudaginn 20. desember kl. 13, í fundarsal Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, 1. hæð, Skúlagötu 4 og er öllum opinn. Á MORGUN Jólaball í Vetrargarðinum í Smáralind með Helgu Möller, Magga Kjartans og jólasveinunum verður í dag fimmtudaginn 19. des- ember og föstudaginn 20. desember kl. 17 og 20, laugardaginn 21. desem- ber kl. 14 og 16, sunnudaginn 22. desember og á Þorláksmessu kl. 14, 16, 18 og 20. Verslanir í Smáralind eru opnar frá kl. 11-22 alla daga til jóla. Á Þorláks- messu er opið frá kl. 11-23. Í DAG Jólablót ásatrúarmanna verður haldið laugardaginn 21. desember í húsnæði félagsins að Grandagarði 8. Jólablótið er stærsta hátíð ása- trúarmanna. Blótið hefst með ljósaathöfn sem sérstaklega er ætluð börnunum og undir borð- haldi verður skemmt með rímum, rappi og frásögnum. M.a. koma fram kvæðamaðurinn Steindór Andersen, rappararnir Erpur og Eyjólfur Eyvindarsynir, Hilmar Örn Hilmarsson, Þorri Jóhanns- son, Jóhanna Harðardóttir og Ey- vindur Eyþórsson. Húsið verður opnað kl. sjö, en borðhald hefst kl. átta. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna, en kr. 750 fyrir börn eldri en 12 ára. Á NÆSTUNNI UNIFEM á Íslandi hefur gefið út myndskreytt afmælisdagatal þar sem hægt er að skrá inn afmælis- daga. Dagatalið er ekki árs- bundið og því varanleg eign. Afmælisdaga- talið er til sölu í þremur versl- unum í Reykja- vík, Blómál- finum við Vesturgötu, Máli og menningu við Laugaveg og Úlfarsfelli við Hagamel. Auk þess er hægt að panta dagatalið á unifem@unifem.is. Í tilefni af stofndegi UNIFEM á Íslandi sem er í desember mun stjórn UNIFEM selja dagatalið fyrir utan skrifstofu félagsins að Laugavegi 7, föstudaginn 20. sept- ember kl. 17.30 – 20 og bjóða veg- farendum upp á kakó og pip- arkökur, segir í fréttatilkynningu. Afmælisdagatalið kostar kr. 1.500 og rennur allur ágóði af sölu þess til styrktarverkefna UNI- FEM. UNIFEM er þróunarsjóður sem starfræktur er innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. UNIFEM gefur út afmælis- dagatal BRAUTARGENGI útskrifaði 15 at- hafnakonur 11. desember sl. Nám- skeið þetta er haldið til þess að hvetja konur til framgangs í ís- lensku viðskiptalífi og stuðla að jafnvægi í fyrirtækjarekstri milli karla og kvenna. Í lok námskeiðsins hafa þátttak- endur skrifað viðskiptaáætlun og kynnst því hve áætlanagerð er mik- ilvæg við undirbúning að stofnun fyrirtækis og rekstur þess. Þetta er ellefti hópurinn sem útskrifast frá því að námskeiðinu var hleypt af stokkunum haustið 1996. Rúmlega 300 konur hafa tekið þátt í nám- skeiðinu frá upphafi. Impra, ný- sköpunarmiðstöð á Iðntæknistofn- un, stendur fyrir námskeiðinu með stuðningi sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu, segir í frétta- tilkynningu. Fimmtán útskrifuðust hjá Brautargengi Á JÓLAFUNDI Volare sem haldinn var í Reykjavík 9. desember sl. var afhentur styrkur til tveggja fjöl- skyldna sem eru með langveik börn. Volare ehf. sem staðsett er í Vestmannaeyjum og býður upp á heilsu- og snyrtivörur sem fram- leiddar eru úr Aloe Vera plöntunni lætur 1% af veltu fyrirtækisins ganga til styrktar góðu málefni. Styrkurinn í ár nam um 420 þús- und krónum og fór hann til tveggja fjölskyldna á vegum Umhyggju. Sjöfn Jónsdóttir, sem á þrjú lang- veik börn, tekur hér við 210 þúsund krónum ásamt gjafakörfu úr hönd- um Guðmundu Hjörleikfsdóttur, framkvæmdastjóra Volaare á Ís- landi. Dögg Káradóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, tók við sömu upphæð ásamt gjafakörfu fyrir hönd hinnar fjölskyldunnar. Einnig er á myndinni Ragna Mar- inósdóttir, formaður Umhyggju. Volare styrkir Umhyggju SAMSKIP og Vegagerðin hafa und- irritað samning um að vinna að því í sameiningu að auka öryggi á þjóð- vegum landsins. Þetta er fyrsti samningur af þessari gerð sem Vegagerðin gerir við flutningafyrir- tæki. Samskip og Vegagerðin hafa að undanförnu átt samstarf um ör- yggismál og er samningurinn gerður til að staðfesta vilja beggja aðila til frekara samstarfs og skipuleggja það nánar. „Meðal efnis í samningnum er ákvæði um að ökumenn Samskipa upplýsi Vegagerðina um færð og ástand vega þegar ástæða er til. Vegagerðin tryggi eins og kostur er að þjóðvegir séu í góðu ástandi og veiti upplýsingar um ástand þeirra, reglur sem gilda um þá, svo sem ás- þunga. Vegagerðin stefnir einnig að því að geta upplýst Samskip um væntanlega takmörkun á ásþunga þjóðvega, þannig að Samskip geti gert ráð fyrir þeim í skipulagi flutn- inga. Þá mun Vegagerðin kynna starfs- mönnum Samskipa þær reglur sem gilda um starfsemi hennar á sér- stökum fundi. Samskip skuldbinda sig til að sjá til þess að ökumenn fé- lagsins virði í hvívetna reglur um ás- þunga og hvíldartíma og hlíti um- ferðarlögum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Samningur um aukið umferðar- öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.