Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það fylgdi landstjórnartignJörundar Jörundarsonar áÍslandi, að hann myndiganga að eiga innfæddakonu. Í Íslandsdagbók
sinni frá 1810 segir Henry Holland af
dansleik í Reykjavík og segir þá m.a.:
„Ein af fegurstu stúlkum Reykjavík-
ur er ungfrú Jónsen, sem var heit-
mey Jörgensens og hefði gifzt hon-
um, ef hann hefði haldið völdum sem
landstjóri á Íslandi.“ Til skýringar
segir þýðandinn, Steindór Steindórs-
son frá Hlöðum; „Sennilega átt við
Guðrúnu Einarsdóttur sem kölluð
var hundadagadrottning og síðan var
í tygjum við Savignac.“
Andrew Wawn, sem bjó frásögn
Holland til útgáfu, getur sérstaklega
um Guðrúnu í formála og nefnir hana
lagskonu Jörundar, sem eftir það
samband hafi átt mjög svo meló-
dramatískt lífshlaup. Wawn hefur
einnig skrifað grein í Sögu, tímarit
Sögufélagsins; „Hundadagadrottn-
ingin – Bréf frá Íslandi: Guðrún
Johnsen og Stanleyfjölskyldan frá
Cheshire, 1814–16.“ Þar lýsir hann
Guðrúnu sem hugrakkri, úrræða-
góðri og tápmikilli og segir, að eftir
aðskilnaðinn við Jörund hafi hún orð-
ið um sinn „femme fatale“ Reykjavík-
ur.
Jón Þorkelsson nefnir Guðrúnu að-
eins í neðanmálsgrein í Sögu Jörund-
ar hundadagakóngs: „Þegar Jörund-
ur var á Íslandi fylgdi honum Guðrún
dóttir >Dúks-Einars, og var síðan
kölluð hundadagadrottning; …
Dúks-Guðrún var síðar í tygjum við
Savignac.“
Veigamestu skrifin um hunda-
dagadrottninguna, sem ég hef rekizt
á, er grein Önnu Agnarsdóttur:
„Hundadagadrottningin heldur út í
heim 1812–1814,“ sem birtist í
Kvennaslóðum; Riti til heiðurs Sig-
ríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi.
En áður en lífshlaup Guðrúnar
verður rakið eftir spjöldum sögunn-
ar, skal hér vikið að tveimur, reyndar
þremur, leikritum, sem íslenzk skáld
skrifuðu um Jörund hundadagakon-
ung, þar sem Guðrún skipar veglegan
sess.
Indriði Einarsson skrifaði Síðasta
víkinginn, sem var sýnt hjá Leik-
félagi Reykjavíkur 1936. Þar er per-
sónan „Guðrún á Dúki, ástmey Jör-
undar“, sem hann kallar frelsis-
gyðjuna og svífur rómantísk
þjóðerniskennd yfir sambandi þeirra.
Í greininni í Sögu fjallar Andrew
Wawn m.a. um leikrit Indriða og seg-
ir að hugrekkið, fjörið og úrræðasem-
in, sem stöðugt má greina í bréfum
Guðrúnar til Stanley-fjölskyldunnar,
gefi til kynna að Indriði hafi í það
minnsta þekkt hluta sannleikans:
„Hetjuskapur „Guðrúnar á Dúki“ er
annað og meira en viðkvæmnishug-
smíð þjóðernissinaðs leikskálds.“
Þegar ég rakti í greinarkorni, sem
birtist í Morgunblaðinu 21. apríl
2002, og fjallaði um Jörund og skrif
honum tengd, urðu mér á þau mistök
að geta í engu um leikrit Agnars
Þórðarsonar. Agnar samdi fram-
haldsleikritið Hæstráðandi til sjós og
lands, sem var flutt í ríkisútvarpinu
veturinn 1965–1966 og vann síðan
upp úr því sviðsverk; Hundadaga-
kóngurinn. Í stuttri greinargerð með
Hundadagakónginum segir Agnar að
framhaldsleikritið hafi verið í tólf
þáttum og tekið röskar tíu klukku-
stundir í flutningi. Hann varð því að
sleppa talsverðu efni þaðan, þegar til
sviðsverksins kom, m.a. fyrstu þátt-
unum, sem gerðust að mestu leyti í
Englandi. Þá er niðurlag leikritsins
að nokkru frábrugðið því sem var í
framhaldsleikritinu.
Hjá Agnari heitir Guðrún „Gunna í
Dúkskoti“ og er snöggtum léttari
kvenpersóna, en Guðrún á Dúki. Jör-
undur kallar Gunnu sína Íslandíu og
ástir þeirra eru brokkgengar, þar til
undir lokin að Agnar lætur Gunnu í
afbrýðikasti út í jungfrú Vídelínus
leysa Trampe greifa úr haldi og þar
með steypa landstjórninni og öllu
saman undan Jörundi.
En aftur á náðir sagnfræðinganna.
Guðrún var elzta dóttir Málfríðar
Einarsdóttur úr Eyjafirði og Einars
Jónssonar tómthúsmanns frá Dúki í
Skagafirði. Benda heimildir til að
Guðrún hafi fæðzt árið 1789, en á að-
fangadag það ár komst faðir hennar á
blað fyrir að hafa dauðadrukkinn
reynt að ryðjast inn í tugthúsið. Guð-
rún var fermd á annan í hvítasunnu
1803 í dómkirkjunni í Reykjavík;
skráð 14 ára. Þá bjó fjölskyldan í
Götuhúsum. Guðrún var enn skráð í
foreldrahúsum 1812, árið sem hún fór
til Englands, en þá var fjölskyldan
flutt í Þingholt. Í manntali 1816 er
Guðrún aftur komin heim og skráð
sem vinnukona í Klúbbnum, öðru
nafni Scheelshús, en Klúbburinn var
drykkjustofa; miðstöð skemmtana og
samkvæmishalds í Reykjavík. Má
vera að þar hafi Guðrún verið byrjuð
að vinna áður en hún fór til Englands
og fundum hennar og útlendra gesta
því borið saman.
Samband Guðrúnar og Jörundar
fór út um þúfur með landstjórn hans
og eftir að Jörundur hvarf í burtu af
Íslandi gerðist Guðrún þerna James
Savignac, sem varð eftir í Reykjavík
sem verzlunarstjóri Phelps sápu-
kaupmanns. En Guðrún undi ekki
lengi við Savignac, heldur féll fyrir
Gísla Símonarsyni, faktor, en þau
sinnaskipti leiddu til þess að Savig-
nac skoraði Gísla á hólm. Ekkert varð
af einvíginu, þar sem Geir biskup
Vídalín gekk í millum og fékk því af-
stýrt.
Sumarið 1810 kom brezkur vís-
indaleiðangur til Íslands og þar í ung-
ur læknanemi; Henry Holland. Af
kynnum hans og Guðrúnar fer ekki
sögum, en þau skrifuðust á eftir að
Holland kom aftur heim til Englands
og skiptust á gjöfum, sem af hans
hálfu voru „til vitnis um ljúfar minn-
ingar mínar“.
En Guðrún Einarsdóttir Jónsson
fann sér nýjan vin í konsúl Breta á Ís-
landi; John Parke, sem kom til Ís-
lands í júlí 1811. Jón Espólín segir að
ekki hafi liðið á löngu áður en Guðrún
var til Parke komin og barst mjög á
með gulli og silkiklæðum.
Haustið 1812 fara þau af Íslandi og
til Englands; Parke, Guðrún og Sav-
ignac. Í íslenzkum heimildum er Guð-
rún nefnd þerna Parke, en Jörundur
kallar hana konu Savignac.
Jörundur taldi Savignac hafa tælt
Guðrúnu frá Íslandi, þar sem hann
átti konu og tvö börn á Englandi.
Skömmu eftir Englandskomuna var
Savignac handtekinn og hnepptur í
far með haustskipi til Íslands.
Enn skrifaði Jörundur bréf til
Bank og vildi koma Guðrúnu burt frá
London og Savignac. Svo fór, að Guð-
rún hafði vetursetu hjá Stanley-hjón-
unum á óðalssetri þeirra í Cheshire,
en Stanley-fjölskyldan var nágranni
fjölskyldu Henry Holland; kunningja
og pennavinar Guðrúnar.
Með Guðrúnu og Stanley-fjöl-
skyldunni tókust góð kynni og vin-
átta, eins og sjá af bréfum, sem Guð-
rún skrifaði fjölskyldunni frá Íslandi
á árunum 1814, 15 og 16.
Guðrún komst sem sé aftur heim til
Íslands haustið 1814 mest fyrir til-
stilli Samuel Whitbread, þingmanns,
og er ekki annað að sjá af ummælum
enskra, en hún hafi á lokasprettinum
þar í landi unnið hug og hjörtu
manna.
Anna Agnarsdóttir fylgir Guðrúnu
Einarsdóttur Jónsen lengra en aftur
til Íslands.
Guðrún komst aftur til útlanda: til
Kaupmannahafnar, en þar er ekkert
um hana vitað, fyrr en hún skrifaði
Finni Magnússyni, leyndarskjala-
verði í Kaupmannahöfn, 1845. Hún
átti þá dóttur, Málfríði, og lifðu þær
við þröngan kost. Í öðru bréfi til
Finns kemur fram, að Guðrún á þá
ekki fyrir mat.
Anna Agnarsdóttir lýkur ritgerð
sinni í Kvennaslóðum svo: „Hvað
varð að lokum um Guðrúnu? Hún
hefur verið komin yfir fimmtugt þeg-
ar hún þjáðist af hungri í Kaup-
mannahöfn. Sennilega hefur hún bor-
ið beinin þar, þótt áratugirnir í
Kaupmannahöfn séu með öllu órann-
sakaðir. Margar eyður eru í lífi henn-
ar, en ekki vonlaust um að heimildir
um afdrif hennar leynist í erlendum
skjalasöfnum. Óhætt er að segja að
Guðrún hafi ekki verið dæmigerð ís-
lensk stúlka á öndverðri 19. öld. And-
rew Wawn kallar hana „hugrakka“,
„úrræðagóða“ og „tápmikla“. Þessi
rúmlega tvítuga stúlka hefur verið
sérstaklega aðlaðandi og komið
einkar vel fyrir hjá fína fólkinu í Eng-
landi. Guðrún þráði að bæta stöðu
sína í lífinu. Að eigin sögn var hún
eina konan sem hafði farið að skoða
Geysi og Strokk að undantekinni
biskupsfrúnni í Skálholti. Eftir heim-
komuna fór hún að læra hollensku, að
tefla og spila á langspil. Var hún að
Reykjavík 1810. Myndin er upphaflega úr Íslandsferðabók George Mackenzie.
Jörundur Jörundarson; mál-
verk eftir Christoffer Wilhelm
Ecksberg.
Drottning, mær og njósnari
Myndir eru fengnar úr bók Dan Sprod; The Usurper.
Við Oatlands. Jörundur og Nóra bjuggu um skeið í húsinu til vinstri.
Teikning Jörundar af dans-
leik í Klúbbnum. Í þessari
útgáfu er parið á gólfinu
Alexander Jones skip-
herra og frú Vancouver
og maðurinn næst
hljóðfæraleikurunum
líklegast Jörundur
Jörundarson. Má þá
ímynda sér, að konan,
sem Jörundur stend-
ur hjá, sé Guðrún Ein-
arsdóttir Jónsson;
drottningarefni hunda-
dagakonungsins.
skuldafangelsi. Parke reyndi að not-
færa sér bága stöðu Guðrúnar og ná
henni til sín nýjan leik, en hún hafn-
aði tilboði hans og lá henni illt orð til
hans eftir það.
Ekki liggur fyrir, hvernig Guðrún
varði vetrinum 1812–13, en vorið
1813 heimsótti hún Íslandsvininn
Joseph Banks og sumarið dvaldi hún
hjá hjónum í Finchley og gætti barna
þeirra.
Á sama tíma reyndist Jörundi
syndin lævís og lipur. Spilafíkn og
drykkja urðu til þess, að 1813 var
hann hnepptur í skuldafangelsi og
varð þar klefanautur einskis manns
annars en Savignac. Guðrún, sem eft-
ir sumarið leigði ódýrt húsnæði á
næstu grösum fór að venja komur
sínar í fangelsið til Savignac, og
þarna hittist þá aftur þessi sérkenni-
legi þríhyrningur af Íslandi, en nú
voru valdastólarnir fjarri.
Jörundur sá aumur á sínu fyrra
drottningarefni og brá á það ráð að
skrifa Joseph Bank og biðja hann að
hlutast til um að Guðrún komist aftur
heim til Íslands. Banks brást vel við
og lagði Guðrúnu aftur lið, en mál
skipuðust svo, að Guðrún fékk ekki SJÁ SÍÐU 4