Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fraser, en Hooker grennslaðist fyrir um hagi hennar og skrifaði Jörundi þar um, því í svarbréfi 20. október 1820, þakkaði Jörundur honum fyrir ómakið við að afla frétta frá Skotlandi og sagði, að þær hefðu einmitt verið þær fréttir sem hann helzt kaus að fá. Írsku augun brúnu Þegar árið 1828 var að líða í ald- anna skaut, var Jörundur Jörundar- son kominn í útlegð á fanganýlend- unni Tasmaníu. Örlögin skoluðu honum í hlekkjum á land á eyju, sem hann hafði komið til tuttugu árum fyrr; ungur háseti með fangið fullt af ævintýralegri framtíð. En nú varð þó ekki annað séð en gæfan hefði end- anlega snúið við honum bakinu. Það var þó öðru nær. Eins og svo oft áður reyndist lífslukka hans sterk; leysti hann enn og aftur úr fjötrum og með harðfylgi í könnunar- leiðöngrum og lögreglustörfum tókst honum einn ganginn enn að vinna sig upp. Það var sem Jörundur eltist við glæpótta sauðaþjófa inni í Tasmaníu miðri að hann kynntist „konunni í lífi sínu“; Nóru Corbett. Dan Sprod segir í bók sinni; Valda- ræninginn – Jörundur Jörundarson og stormasamt lífshlaup hans á Ís- landi og í Tasmaníu 1780–1841, að Nóra Corbett hafi fæðzt í Corksýslu í Munster-héraði í Írska lýðveldinu sunnanverðu og verið dæmd í lífstíð- arfangelsi fyrir peningaþjófnað á gistihúsi í Surreysýslu á Englandi, þar sem hún vann þá sem þvotta- kona. Sprod lýsir henni sem dökk- hærðri, brúneygðri og glaðværri ungri konu, sem hafi af ýmsum ástæðum átt í stöðugum útistöðum við fólk. Nóra Corbett kom til Tasmaníu með fangaskipinu Persian 5. ágúst 1827. Aldur hennar var eitthvað á reiki; hún er ýmist sögð fædd 1800 eða 1805. Hún var því 20–25 árum yngri en Jörundur. Síðla árs 1828 strauk Nóra frá hús- bændum sínum og slóst í fylgd með stigamönnum; þeim Axford og Sheld- on. Axford og Nóra náðust fljótlega, en Sheldon lék enn um sinn lausum hala með Jörund á hælunum. Eftir skamma fangelsisdvöl fór Nóra til starfa á krá William Hill í Campell Town. Hill þessi var einnig lögreglu- inborg hjá frændfólki sínu. 1816 var hún átján ára. Jörundur skrifaði, að þegar hann hefði farið frá Fraser-fjölskyldunni áleiðis til Berlínar, hafi fólkið kvatt hann innilega, „og María hengdi gullnisti með lokk úr hári sínu um háls mér.“ Þetta nisti hafði þau áhrif á Jör- und, að hann skrifaði föður Maríu bréf og bað um hönd hennar. Í bréf- inu til Hooker sagðist hann ekki hafa verið ástfanginn upp fyrir haus, en umhyggja hennar og ástúð hafi hrifið sig. Stúlkan væri ekkert minna en hreinn engill! Jörundur kvaðst ekki hafa átt von á jákvæðu svari, þótt ekki væri nema aldursins vegna, en hann var 16 árum eldri en María. En honum til stórrar undrunar samþykkti Fraser ráða- haginn og ekki hefur Jörundur komið stórhertoganum illa fyrir sjónir, því hann lagði blessun sína yfir ráðahag- inn og sagðist myndu styrkja brúð- hjónin fjárhagslega. Jörundur varð að halda áfram njósnaleiðangri sínum á meginland- inu og varð það að ráði, að María færi til frændfólks í Edinborg og biði þar unz festarmaður hennar ætti þang- aðgengt frá London að njósnunum loknum. En eins og svo oft þegar leiðin virt- ist greið og upp á við, hlaut Jörundur að falla. „Er ekki að orðlengja það að ég hafði ekki verið nema mánuð í London, þegar ég lenti í höndum á mönnum, sem höfðu áður rúið mig inn að skyrtunni. Og nú endurtók sagan sig svo að eftir nokkra daga stóð ég uppi slyppur og snauður.“ Jörundur hefði kannski getað látið slag standa og farið til brúðkaups í Skotlandi, því hann hafði upp á vas- ann bréf frá stórhertoganum og kon- ungi Prússlands, sem hann sagði tryggja þeim hjónum staðfestu í Þýzkalandi. En ástin brann ekki á honum og því fór sem fór. Hann hummaði málið fram af sér, þar til allt var um seinan. Í eftirskrift til Hooker sagðist Jör- undur hafa fengið bréf frá Maríu 1818, en ekki svarað, þar sem hann hafi hreint ekki vitað, hvað hann ætti að segja. Má vera, að hann hafi eitt- hvað skammast sín fyrir að svíkja engilinn sinn. Ekkert er á föstu um afdrif Maríu segja satt þegar hún skrifaði lafði Stanley þetta? Á yngri árum hefur hún heillað alla þá sem hún komst í kynni við. En það átti ekki fyrir henni að liggja að rata í gott hjónaband, eins og var æðsti, og raunar eini, draumur kvenna á þessum tíma. Hún upplifði margt sem fáar íslenskar stúlkur á Íslandi á öndverðri 19. öld hefðu getað látið sig dreyma um. Að betla brauð á sextugsaldri eru dap- urleg örlög fyrir stúlku sem um tví- tugt var talin eiga það í vændum að verða fyrsta innlenda drottning Ís- lands.“ … má vera að hún deyi „Ég sendi hér með bréf sem ég bið þig að setja fyrir mig í póst; það er til konu minnar og ég vil ekki, að henni berist það frá einhverri opinberri stofnun eða betrunarhúsi, því ef mín mál berast til eyrna ættingja hennar mun ég eignast í þeim enn einn fjandaflokkinn. Hún er mjög veik og má vera að hún deyi, en fari svo er mér sama um alla skapaða hluti.“ Svo skrifaði Jörundur úr fanga- skipinu Bahama til William Hooker 24. nóvember 1809. Í ævisögu Jörundar segir Dan Sprod, að þessi ummæli um eigin- konu séu í hæsta máta skrýtin, þar sem ekkert finnist því til staðfesting- ar, að Jörundur hafi kvænzt á þessum árum. Miklu nær, að hann sé að reyna að skapa sér einhverja víg- stöðu til að sækja um brezkt ríkis- fang og reyna á þann hátt að losna úr prísundinni. Samuel Phelps reyndi síðar að fá Jörund til að segja af eða á um það, hvort hann ætti enska eiginkonu, en Jörundur sló bara úr og í. Virðist því mega ráða, að Jörundur hafi verið ókvæntur, enda lagði hann „eiginkonuna“ fljótt til og tók upp önnur vopn í baráttunni til að komast af stríðsfangastiginu. Greip Jörundur til þess ráðs að bera fyrir sig áralanga þjónustu á brezkum skipum, en lét þess ógetið, að hann hafði í millitíðinni gengið í þjónustu Danakonungs og var skip- stjóri á herskipi hans, þegar Bretar handtóku hann. Og þar sem Danir höfðu gengið í lið með Napóleon, töld- ust þeir fjendur Breta og skipherr- ann danski var því ekkert annað en stríðsfangi, hvað sem leið fortíð hans að öðru leyti; þar með talinni land- stjóratign á Íslandi! En Jörundur Jörundarson átti sér ekki færri líf en kötturinn Næstu árin var hann ýmist í fangelsi eða utan, hann skrifaði bækur og aragrúa bréfa og einn góðan veðurdag var hann orðinn njósnari í leyniþjónustu hans hátignar! Lokkurinn í hálsnistinu Jörundur fór til njósna á megin- landinu, en var seinn að koma sér að verki, því fyrst tapaði hann öllum far- areyrinum í spilum og einnig fatnaði, sem brezka utanríkisráðuneytið fékk honum til fararinnar! Það var í Frankfurt, sem næsta konan í lífi Jörundar beið hans. Árið var 1816 og Jörundur komst í kynni við Alexander Fraser; Skota sem var hirðmaður stórhertogans af Hessen. Fraser átti sér dóttur, sem hét María og var hún guðdóttir stórhertogans. Fjórum árum seinna, 1820, skrifaði Jörundur til Hooker og bað hann þá m.a. að afla vitneskju um konu að nafni María Filipía Frazer. Hún hafði þá fyrir tveimur árum setzt að í Ed- foringi bæjarins og það voru saman- tekin ráð hans og Simpsons dómara að ráða Nóru á krána og nota kunn- ingsskap hennar í undirheimunum til njósna fyrir yfirvöldin. Jörundur gisti á kránni, þegar leið hans lá þar um, og kynni tókust með honum og Nóru. Hann ávann sér traust hennar og hún gerðist augu hans og eyru; sérlegur uppljóstrari hans. Einn ljóður var á ráði uppljóstr- arans. Nóru þótti sopinn góður og það notfærðu misindismenn sér með því að hella hana fulla svo hún gæti ekki borið vitni. Það kom sér afar illa fyrir lögreglumanninn Jörund, en hann var nú ekki rétti maðurinn til að passa vitnið fyrir áfenginu, til þess þótti honum sjálfum sopinn of góður. Drykkjuskapur þeirra kom þeim báðum í vandræði, enda áttu þau það til að láta hendur skipta, þegar sá gállinn var á þeim. En hvernig sem allt veltist í sam- starfi þeirra, sem var hreint ekki hættulaust, þá styrktust böndin þeirra í millum. Beiðni Nóru um leyfi til að giftast Jörundi er dagsett 7. september 1830. Þar kemur fram, að strax í des- ember 1828 hafi Jörundur heitið henni eiginorði, þegar leyfi fengist, og hann væri nú fús til að standa við það heit. Eitthvað hefur Nóru þó ver- ið farið að lengja eftir efndum hjá Jörundi, því í janúar 1830 sótti hún um leyfi til að giftast fanga að nafni John George Huskie og fékk það. Ekkert varð af brúðkaupi þeirra og Nóra ákvað að veðja á Jörund aftur. Hún var hvorki læs né skrifandi og hefur Jörundur vafalaust skrifað beiðni þeirra beggja. Sjálfur sagðist hann vonast til að hjónabandið gæti veitt Nóru meiri staðfestu og öryggi en hún hafði búið við. Giftingarleyfið fékkst og brúðkaup Nóru og Jörundar var gert í New Norfolk 25. janúar 1831. Það spáðu ekki allir vel fyrir hjóna- kornunum; einn umsagnaraðilinn sagðist oft hafa varað Jörund við því að kvænast Nóru, því í hjónabandinu væri fall hans falið. En Jörundur hafi svo lengi verið blindaður af ást á kon- unni, að ekki sé um annað að ræða en leyfa þeim að eiga hvort annað. Hjónabandssæla Nóru og Jörund- ar var reikul svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Tæpu hálfu öðru ári eftir brúðkaupið skrifaði Jörundur land- stjóranum bréf og var nú komið ann- að hljóð í strokkinn: „Ég ávarpa yðar ágæti brostnu hjarta – ég er að slig- ast undan lífsins byrði – þreytt er mér um hjartarætur og enginn getur létt mér lund nema yðar ágæti.“ Nóra hafði verið ákærð fyrir glæpsamlegt athæfi og Jörundur sagðist óttast um hana; drykkjan hafði gengið nærri henni sem og allt það skítkast sem hún varð fyrir sem uppljóstrari yf- irvaldanna. Fjórum sinnum hafði hún reynt að taka líf sitt og Jörundur taldi nú einu von hennar fólgna í því, að hún yrði lögð inn í sjúkrahús eða aðra stofnun, þar sem hlúð yrði að henni. Þótt yfirvöldin hafi látið margt bréfið frá Jörundi sem vind um eyru þjóta, náðu kveinstafir hans út af eig- inkonunni eyrum ráðamanna; í júlí 1832 var Nóra tekin frá bónda sínum, reyndar ekki flutt í sjúkrahús heldur komið fyrir í betrunarverksmiðju fyr- ir kvenfanga. Dynur daganna var Nóru þungur. Hún var ítrekað ákærð fyrir ölvun á almannafæri, árásir og einu sinni um þjófnað, en var sýknuð af því síðast- nefnda. Þrisvar sinnum var henni komið fyrir í betrunarverksmiðjunni, hverju sinni í þrjá mánuði. Þau hjónin áttu sér í raun engan fastan samastað, en voru á stöðugum faraldsfæti; hún hafði enga vinnu og hann stopula. Þau áttu oft í illindum innbyrðis og í útistöðum við yfirvöld fyrir fyllirí og skuldir. Það er ljóst að Jörundur hefur ver- ið lítill eftirbátur, ef nokkur, konu sinnar í drykkjuskapnum. En hann átti sér eitt vopn, sem aldrei sveik. Stílvopnið braut honum leið upp á við og þar kom 1833, að yfirvöld tóku hann í sátt og hann var skipaður lög- regluþjónn í Ross. Þangað fluttist Nóra með honum 11. júlí. Heimilis- bragurinn breytti þó ekkert um svip, þótt þau hjón hefðu nú fast land undir fótum og húsbóndinn genginn í lög- regluliðið. Áttunda október fór sög- um af sumbli þeirra. Nóra varð illa drukkin og gekk í skrokk á manni sínum svo hann sá sitt óvænna; fékk drykkjufélaga þeirra, William Dodd, sverð sitt og bað hann fyrir alla muni að verja sig fyrir ágangi eiginkon- unnar. Í lögreglunni fékk Jörundur það verkefni að rannsaka stuld á efni, sem átti að fara í brú yfir Macqua- rie-á, og mannaflanum, sem átti að smíða brúna. Hann gekk svo hart fram í rannsókninni og hjó svo nærri málsmetandi mönnum, að óvinir hans létu krók koma á móti bragði, týndu til ávirðingar á hann fyrir drykkju- skap og yfirgang og svo fór, að hann varð að segja af sér lögregluþjóns- starfinu 2. nóvember 1833. En brúin yfir ána Macquarie var byggð á endanum og varðveitir enn nöfn Nóru og Jörundar og það sem meira er; myndir af þeim. Steinsmið- ur að nafni Daniel Herbert hjó út ýmsar myndskreytingar í brúna, þ.á m. andlit Nóru og Jörundar á norðurvænginn. Það er eina myndin, sem til er af Nóru. Frá Ross hröktust þau hjónin slypp og snauð. Á aðfangadag 1833 voru þau í Oatlands, þar sem Nóra var handtekin fyrir ölvun og látin sofa úr sér um borð í fangaskipi. Árið 1834 voru þau aftur komin til Hobart Town. Jörundi var fyrirskip- að að fara með eiginkonu sína burt úr borginni, en annaðhvort var það hon- Frá Hobart 1833. Nóra vann um tíma á Waterlookránni í samnefndu hóteli lengst til hægri á myndinni. Þar réðst Jör- undur eitt sinn að henni og var vikið tímabundið úr lögreglunni fyrir vikið. Steinandlit Nóru. Betrunarverksmiðjan sem Nóra fékk að gista í samtals níu mánuði. Garður Fleetfangelsisins í London, þar bar fundum Jörundar og Guðrúnar saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.