Morgunblaðið - 22.12.2002, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HILMAR Jensson er einnaf atkvæðameiri tónlist-armönnum landsins enhann fer ekki troðnarslóðir í tónsköpun sinni.
Hann er fulltrúi nýrra viðhorfa sem
þó byggjast á anda frjáls spuna eins
og hann tíðkaðist í meðförum Ornette
Colemans, Cecils Taylors og Alberts
Aylers strax á sjöunda áratugnum.
Hilmar hefur skapað sér nafn vest-
anhafs í suðupotti skapandi tónlistar í
New York þar sem hann hefur átt
langt og gifturíkt samstarf með göml-
um félögum frá skólaárunum í Bost-
on, eins og Skúla Sverrissyni, Andr-
ew D’Angelo, Jim Black og Chris
Speed að ógleymdum Tim Berne.
Tónlistin er erfið þeim sem reiða sig á
hefðbundna uppbyggingu og hryn en
gefandi þeim sem mæta henni með
opnum huga.
Fyrsta hljómsveitin – Spiders
En hver er alvörugefni maðurinn
með gítarinn?
„Ég er fæddur í Reykjavík 1966 en
uppalinn framan af í Hafnarfirði.
Fjölskyldan fluttist síðan til Akureyr-
ar þar sem hún var í tvö ár og svo vor-
um við í fimm ár í Svíþjóð. Þar voru
foreldrar mínir í námi í Västerås.
Pabbi lærði augnlækningar og
mamma viðskiptafræði.“
Þarna bjó Hilmar með foreldrum
sínum frá 12 ára aldri þar til nám
hófst í menntaskóla á Íslandi. Þá bjó
hann í eitt ár hjá ömmu sinni og afa í
Garðabænum, þar sem hann hafði oft
áður haldið til og meðal annars
kynnst æskufélaga sínum, Matthíasi
M.D. Hemstock, trommuleikara og
samverkamanni Hilmars til margra
ára.
Og hvenær kviknaði tónlistaráhug-
inn?
Sex ára gamall var hann farinn að
spila fyrstu gripin á sama Höfner-gít-
arinn og faðir hans hafði lengi átt.
Núna er sonur Hilmars farinn að
spila á hljóðfærið. Fyrstu gítartím-
ana sótti hann 11 ára gamall. Hilmar,
Matthías og Valdimar Óskarsson,
frændi Hilmars, stofnuðu hins vegar
fyrstu hljómsveitina strax þegar þeir
voru tíu ára gamlir sem hét Spiders.
Og það voru ekki rokksmellirnir sem
voru á efnisskránni heldur einungis
frumsamið efni.
„Ég spilaði líka talsvert með skóla-
hljómsveitum þegar ég var í Svíþjóð
og hélt lítillega áfram að læra klassík
sem hélt mér aldrei neitt sérstaklega
föngnum. Það var ekki fyrr en ég
byrjaði í menntaskóla sem ég fór að
læra djass í FÍH-skólanum 1982. Þá
vorum við Matthías í tríói með Valdi-
mari sem kallaðist Singultus. Þetta
var á sama tíma og Icelandic Seafunk
Corporation var við lýði og við spil-
uðum instrúmental tónlist og bræð-
ing en allt saman frumsamið. Við
hlustuðum talsvert á Weather Report
og Return To Forever og sjálfsagt
hafa þetta verið helstu áhrifavaldarn-
ir á þessum árum.“
Gítarkennararnir hjá FÍH í Braut-
arholti á þessum árum voru Björn
Thoroddsen, Friðrik Karlsson og Vil-
hjálmur Guðjónsson yfirkennari og
sótti Hilmar tíma hjá þeim öllum.
„Þetta var með öðrum brag en er
núna. Skólinn var mun opnari og
ómótaðri en hann er núna,“ segir
Hilmar, sem sjálfur er núna kennari
við skólann.
Þegar Hilmar var að ljúka námi
sínu við FÍH var annar félagi hans,
Skúli Sverrisson bassaleikari, kom-
inn til Boston til náms í Berklee-tón-
listarskólanum en þangað lá leið
margra upprennandi djasstónlistar-
manna á þessum árum. „Það má
segja að ég hafi elt hann þangað út en
okkar samstarf byrjar ekki að neinu
ráði fyrr en þar.“
Hilmar var í fjögur ár í Boston, þar
af í þrjú ár í Berklee-skólanum og í
eitt ár sótti hann einkatíma hjá Hal
Crook, Jerry Bergonzi og Mick
Goodrick.
Var þetta góður skóli?
„Það er allt vaðandi í frábærum
kennurum og leiðbeinendum þarna.
En þá var ekki endilega að finna inn-
an veggja skólans og reyndar var ég
vansæll í gítardeildinni allan tímann.
Mér fannst ég fá lítið út úr veru minni
þar og sótti því fljótt einkatíma utan
skólans. Það sem var spennandi var
hið óheyrilega magn af góðum spil-
urum í skólanum. Eins og oft vill
verða í skólum eru það samnemend-
urnir sem hafa mest áhrif á mann.
Það er mestur drifkrafturinn í þeim
og þeir eru allir að reyna að auka við
sig í fróðleik og getu. Þarna verður til
lítið samfélag sem er mjög gefandi að
hrærast í. Þarna voru Skúli, Jim
Black og Andrew D’Angelo sem var
reyndar ekki í skólanum heldur í
vinnu í borginni. Chris Speed var
reyndar í New England Conserv-
atory en við þekktumst líka. Þarna
voru líka trommuleikarinn Dan Ries-
er, saxófónleikararnir Seamus Blake
og Chris Cheek, gítarleikarinn Kurt
Rosenwinkel og í raun ótalinn fjöldi
af mönnum sem var mjög gefandi að
vinna með.“
Uppgjörið
Þetta fjögurra ára tímabil í lífi
Hilmars mótaði hann sem útlærðan
tónlistarmann en síðan tók við eitt ár
á Íslandi þar sem uppgjörið fór fram.
Það leiddi til þess að Hilmar sá sig
knúinn til að bæta enn frekar við sig
og hélt til New York 1992. Þar segir
hann að framtíð sín sem listamanns
hafi verið ráðin.
Var þetta kannski gjöfulasta tíma-
bilið í tónlistarlegri mótun þinni?
„Við leigðum saman íbúð í Brook-
lyn, ég og Jim Black, Andrew D’An-
gelo og Chris Speed. Á efri hæðinni
voru Cuong Vu (sem núna er tromp-
etleikari með Pat Metheny), og saxó-
fónleikarinn Oscar Noriega. Í næsta
nágrenni voru Tim Berne, Mark
Dresser, Brad Shepik, Kurt Rosenw-
inkel og fleiri. Þetta var orðið tónlist-
armannahverfi. Það var orðið dýrt að
búa inni á Manhattan og margir flutt-
ust því í hverfið nálægt Prospect
Park. Þarna voru ógrynnin öll af tón-
listarmönnum og við samleigjendurn-
ir vorum kannski betur settir en flest-
ir því við höfðum aðstöðu til að spila
og æfa í kjallara hússins. Þarna var
stöðug spilamennska í gangi. Dave
Douglas var þarna í næsta nágrenni
og hann og Jim Black voru farnir að
spila talsvert saman á þessum tíma.
Þeir æfðu alltaf í kjallaranum.“
Þarna komu saman þeir tónlistar-
menn sem voru að kveðja sér hljóðs á
þessum tíma og eru núna meðal
þeirra þekktustu á sviði framsækinn-
Út úr öngstrætinu
Hilmari Jenssyni, gítarleik-
ara og tónskáldi, fannst
hann kominn í sjálfheldu
eftir margra ára tónlist-
arnám. Hér rekur hann fyrir
Guðjóni Guðmundssyni
hvaða leið hann fann út úr
öngstrætinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Hilmar Jensson.
Þau fluttu skrifaða spunaverkið Kerfil eftir Hilmar 1999. F.v. Hilmar Jensson,
Andrew D’Angelo, Matthías Hemstock, Eyþór Gunnarsson, Bryndís Halla
Gylfadóttir og Óskar Guðjónsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Í fyrra komu fram á tónleikum í Kaffileikhúsinu Hilmar, Skúli Sverrisson,
Matthías Hemstock og Eyvindur Kang fiðluleikari, sem er af íslensku bergi
brotinn, á íslenska móður en kóreskan föður og býr í Bandaríkjunum.
HILMAR Jensson sendi frá sér
einn sólódisk á árinu auk þess
sem hann tók þátt í gerð fjöl-
margra diska annarra með ólíkri
tónlist:
Tyft Fyrsti sólódiskur Hilmars
hjá kanadísku útgáfunni Song-
lines. Annar diskur er nánast
tilbúinn og kemur út næsta
sumar.
Jim Black’s AlasNoAxis-
SPLAY Annar diskur þessarar
sveitar, gefinn út af þýsku út-
gáfunni Winter & Winter.
Strings & Stings II Safndiskur
með gítarleikurum víðsvegar að
sem eiga það sammerkt að
kreista óvenjuleg hljóð úr hljóð-
færinu, t.d. Lee Ranaldo, Fennez
og fleiri. Hilmar leikur á disknum
með portúgalska gítarleik-
aranum Rafael Toral. Franska
fyrirtækið FBWL gefur út.
Nordic Quartet – Distant Dest-
inations Hilmar og Óskar Guð-
jónsson leika í tveim lögum á
fyrsta disk þessa danska kvart-
etts sem spilaði og hljóðritaði
hér á landi í fyrra. Gefið út af
danska fyrirtækinu MusicMecca.
Tómas R. Einarsson – Kúb-
anska Edda gefur út.
Napoli 23 Eyvind Kang, Skúli
Sverrisson, Hilmar og Matthías
Hemstock. Smekkleysa gefur
út.
Terje Isungset – Iceman Is
Diskur þar sem nær eingöngu
er leikið á sérsmíðuð hljóðfæri
úr ís. Hilmar og Skúli Sverris sjá
um elektróník í nokkrum lögum.
Jazzland/Universal gefur út.
Á sex disk-
um á árinu