Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ef litið er yfir mannkyns-söguna, að minnstakosti frá því Kristurfæddist og tímataliðsem miðað er við fæð-
ingu hans, er hún heldur
óskemmtilegur ferill átaka og ill-
inda, raunar blóði drifin saga blóð-
baða, bardaga og banaspjóta,
þjóða og manna í milli. Íslend-
ingasögurnar eru talandi dæmi um
það ástand sem
ríkti á þeim
tímum, þrátt
fyrir kristnitök-
una. Vígahefnd-
ir á báða bóga,
bardagar um
yfirráð, veginn
maður og annar og þóttu allt
hetjudáðir. Seinna komu hörm-
ungar og harðindi og þjóðin lifði í
vosbúð í margar aldir og flúði svo
þetta brauðstrit, eins og mest hún
mátti, þegar vesturfarirnar buð-
ust.
Í raun og veru
má það merkilegt
teljast að fólk á Ís-
landi hafi lifað af,
tórað eða treint
fram lífið, ýmist á
trosi eða guðsorði.
Eða hvorutveggja.
Já, guðsorðið var
útbreitt og undrun
vekur að nokkur
uppistandandi
manneskja skuli
hafa haft trú á mis-
kunn Guðs og
Drottins orði, þeg-
ar hvorki áköllum
né bænum var
svarað nema með
vaxandi vesöld og
vargöld.
Eða var kannske
skýringin sú, að fá-
tæk þjóð í fjötrum
einangrunar og
allsleysis átti sér
það eina haldreipi,
sem fólst í því yf-
irnáttúrulega valdi,
sem átti að koma af himnum ofan,
þessa veiku von um blessun og fyr-
irgefningu og betra líf fyrir hand-
an? Var það kannske þessi trú,
þessi hollusta við hið ósýnilega al-
mætti, sem gaf kotungunum kraft
og kjark til að umbera sorg og sút?
Þar sem þeir sátu í svartnætti
skammdegisins yfir líki ungbarns-
ins og hlustuðu á hina ómegðina
gráta sig í svefn af hungri eða
heilsuleysi? Þar sem þeir felldu
sjálfir tár og áttu sér enga björg
nema postillu og prest, til að veita
hinum látna líkn.
Barnið átti sér þó allténd þá líkn
að komast burt, burt frá neyð sinni
og nekt. Burt úr viðjum sinnar ör-
birgðar.
Já, trúin hélt lífi, eða á ég heldur
að segja trúin á trúna. Og svo
komumst við út úr þessum móðu-
harðindum, fyrir rétt rúmum
mannsaldri, eins og hendi væri
veifað og nú drýpur smjör af
hverju strái og fátæktin hefur snú-
ist upp í andhverfu sína, upp í vel-
sæld og allsnægtir. Og Íslendingar
eru hættir að trúa á trúna. Líkt og
aðrir nútímamenn hafa þeir lagt
frá sér Biblíuna og gleymt bæn-
unum og kirkjur standa eins og
nátttröll út um allan hinn vest-
ræna heim. Eru í besta falli not-
aðar á tyllidögum. Fæðingarhátíð
frelsarans hefur fyrir löngu breyst
í farsafenginn sýndarleik.
Trúin á hið yfirnáttúrlega al-
mætti hefur snúist upp í ákall til
hins veraldlega, sjáanlega og
áþreifanlega. Vísindi, þekkingu,
vitsmuni. Eigum við þá ekki öll að
hafa það miklu betra og líða mun
betur og vera fær í allan sjó? Er-
um við ekki frjáls af fátækt-
arviðjunum? Sjálfstæðir og óháðir
einstaklingar, sem þurfum ekki á
neinum kærleiksboðskap að halda,
gömlum kenningum úr úreltri
bók? Getum við ekki gert það sem
okkur sýnist?
En samt, því miður, er það svo
að enn eru börnin að deyja, ennþá
gægist fátæktin um gáttina, ennþá
og í vaxandi mæli skilur leiðir ást-
vina, fjölskyldur riðlast og rífast
og margir eiga um sárt að binda í
geði, hugarvíli og harmi. Í alls-
nægtunum í kringum okkur (á ég
að segja á sorphaugnum?) þrífast
gorkúlurnar og afæturnar best.
Hin kristna trú felst ekki í al-
mættinu. Hún felst í okkur sjálf-
um. Miskunnsemin og fyrirgefn-
ingin kemur ekki að ofan. Hún
kemur að innan. Kærleikurinn er
ekki samkvæmt pöntun af himn-
um, hann býr í okkur sjálfum. Jes-
ús Kristur var holdi klæddur mað-
ur, persónugervingur þessara
gilda, sem prédikaði þær lífs-
reglur, sem enn eru í fullu gildi, og
það var fyrir hans tilstilli, fyrir
hans einfalda boðskap, sem fólk
lifði af hörmungar og hildarleiki
fyrri alda og það verður sennilega í
krafti þeirrar orðræðu, sem enn er
von, þrátt fyrir fálæti og sjálfbirg-
ingshátt nútímans. Við getum kall-
að það Guðs orð, en í öllum sínum
mærðarfulla helgiljóma er krist-
indómurinn ekkert annað en
áminning og ákall til manneskj-
unnar um að temja sér lítillæti
gagnvart velgengninni, auðmýkt
gagnvart forsjóninni og fyrirgefn-
ingu gagnvart syndinni.
Þetta eru ekki flókin fræði, en í
raun og veru felast mestu vitsmun-
irnir og besta þekkingin einmitt í
því, að kunna að umgangast aðra á
þessum forsendum og umgangast
sjálfan sig um leið. Allt annað er
hjóm og hræsni, öll heimsins gæði
eru einskis virði, ef við virðum ekki
og ræktum ekki með okkur þann
innri mann, sem gerir okkur að
góðri manneskju, hvort heldur við
höldum á deyjandi barni eða djásni
hins forgengilega.
Trúin á að hið góða sigri hið illa,
trúin innra með okkur, trúin á hina
kristilegu leiðsögn. Og kannske er
það ekki minni vandi, ekki síðri
þraut, að setja traust sitt á
kristnina og kærleikann, fyrir okk-
ur í nútímanum og neyslunni, en
það var fyrir forfeður okkar í for-
tíðinni og fátæktinni.
Vel má það vera að trúin á trúna
hafi minnkað. Hún hefur að
minnsta kosti fjarlægst á ytra
borðinu. En þegar allt kemur til
alls á hún meira erindi til okkar en
nokkru sinni fyrr, mitt í allsnægt-
unum og óhófinu, í miðjum hruna-
dansinum í kringum gullkálfinn.
Því hversu rík sem við erum eða
sjálfstæð og vitræn, þá flýr enginn
sjálfan sig. Það flýr enginn sinn
innri mann.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert B.
Schram
ebs@isholf.is
Það flýr eng-
inn sjálfan sig
spilaði undir á orgelið og við sung-
um með skærum barnsröddum
jólasálmana Ó hve dýrðlegt er að
sjá, Í Betlehem er barn oss fætt og
Heims um ból. Við fengum epli frá
jolla eins og við kölluðum jólasvein-
inn og síðan héldu allir heim í jóla-
skapi.
Mamma mín bakaði alltaf fyrir
jólin eins og hinar mömmurnar í
þorpinu, aðallega sprautukökur,
gyðingakökur og hálfmána. En það
var eitt sem hún bakaði alltaf og
var haft með jólamatnum en það
voru hveitikökur. Þær voru alveg
sérstaklega góðar, funheitar með
smjöri sem bráðnaði á þeim.
Hangikjöt og svið
Á Þorláksmessu (Þolláksmessu
eins og var sagt í Súgandafirði)
sauð mamma vel kæsta skötu að
vestfirskum sið og bjó til skötu-
stöppu og kartöflur með og flot
(hnoðmör). Með þessu voru hafðar
hveitikökurnar góðu. Foreldrar
mínir kölluðu þennan skötusið „að
blóta Skötu-Láka“!
Þá var soðið hangikjötið og líka
svið. Ég er nefnilega alin upp við
það að hafa köld svið og kalt hangi-
kjöt bæði á aðfangadag og jóladag
því að þetta var sá tími sem
mamma mín fékk frí frá elda-
mennskunni, sem annars sam-
anstóð af tveimur heitum máltíðum
á dag með graut á eftir.
Þá voru það jólakveðjurnar og
fylltist þá hjartað af fögnuði
jólanna og friði þeirra og þá varð
ég ósköp hljóð og eitt og eitt tár
birtist í augnkróknum af öllum
heilagleikanum sem fyllti loftið,
mitt í jólahreingerningunni hjá
mömmu minni, blönduðum ilminum
af hangikjötinu.
Loksins, loksins kom að-
fangadagur. Ég vaknaði alltaf mjög
snemma með mömmu og pabba og
fékk þá alltaf hveitikökur með
smjöri og hangikjöti og kakó í
morgunmat.
Erfitt var eins og alltaf að bíða
þess að klukkurnar hringdu inn jól-
in og oft var maður búinn að
spyrja pabba hvað klukkan væri
núna, einmitt núna, eins og börnin
spyrja enn í dag. En hún silaðist
bara um eina mínútu í senn. Á end-
anum varð þó klukkan sex og þá
var sest að borðum og var nú lyst-
in heldur lítil því maður var með
stóran spennuhnút í maganum af
eftirvæntingu.
Jólin á „bíslaginu“
Þegar búið var að taka af borð-
inu var farið að jólatrénu. Reyndar
sá ég ekki jólatré fyrr en ég var 9
ára og gáfu bræður mínir mér það
með fallegri loftbóluseríu og fugl-
um. Þar upphófst mikil gleði þegar
pakkarnir voru opnaðir og á eftir
settist fullorðna fólkið inn í stofu
og spjallaði eða las jólabækurnar.
Ég, hins vegar, hafði þann sið, að
fara alltaf út í „bíslag“ og njóta
jólanna með því að horfa á sjóinn
glitra ofan á sjóhæðunum sem
pabbi minn hafði mokað frá bíslag-
inu fyrr um daginn og jólaminn-
ingin mín er alltaf sú sama; glitr-
andi mjöllin og brak vegna
frostsins undir skónum mínum
nýju sem maður rann til á ef mað-
ur passaði sig ekki, tunglsljósið
sem skein með skuggum í hæðum
og lægðum á fjallinu mínu hinum
megin við fjörðinn og kyrrðin,
þessi djúpa, helga kyrrð sem bara
tilheyrir jólunum. Og þarna stóð ég
í jólakjólnum og blankskónum og
undraðist alla þessa fegurð sem ég
sá ekki aðra daga samankomna í
firðinum mínum litla á jólanótt!
Ég stalst til að lesa jólabæk-
urnar í glugganum mínum við birt-
una af útiljósinu undir gardínun-
unni í herberginu lengst fram á
nótt.
Þannig er jólaminningin mín frá
löngu liðnum dögum og óska ég öll-
um, mönnum og dýrum og helgum
verum, gleðilegra jóla og megið þið
finna sannan jólafrið í hjarta ykk-
ar.
Ég man eftir því þegar égvar u.þ.b. 9 eða 10 áragömul, að alltaf var lesiðúr nýjum barnabókum íútvarpinu á aðventunni
og hann Baldur Pálmason las svo
fallega upp úr þeim.
Hann hafði svo óskaplega „jóla-
lega“ rödd sem heillaði okkur
krakkana, alveg eins og hún Ragn-
heiður Ásta gerir í jólakveðjunum
fyrir jólin. Þá gat maður pantað
sér bók hjá pabba og mömmu sem
maður óskaði sér í jólagjöf og yf-
irleitt fannst hún í jólapakkanum
mínum um jólin ásamt nýjustu
bókinni hennar Ingibjargar Sigurð-
ardóttur sem var frænka mín og
mamma taldi það sjálfsagðan hlut
að ég, bókaormurinn, ætti bók eftir
þessa frænku mína.
Oftast voru þetta bækurnar eftir
Enid Blyton sem voru á óskalist-
anum mínum, Ævintýra-bækurnar
eða Fimm-bækurnar, sem héldu
mér hugfanginni öll jólin, og hugsa
ég að margir af minni kynslóð
muni vel eftir þessum bókum.
Hverfa og litlu jólin
Ég bjó í litlu þorpi vestur á
fjörðum sem heitir Súgandafjörður
og í desember þegar orðið var
mjög dimmt fórum við krakkarnir í
þorpinu mínu alltaf í sérstaka leiki
þegar búið var að borða kvöldmat-
inn. Þá söfnuðust allir krakkarnir í
þorpinu saman og fóru í „Hverfu“
sem var ratleikur og feluleikur.
Síðan ef vel voru mokaðar göturnar
settum við saman skíðasleðana
okkar og lékum járnbrautarlest eða
renndum okkur á magasleða í
Kaupfélagsbrekkunni. Síðan fóru
allir þreyttir heim í hlýtt bólið því
að á morgun voru jú litlu jólin í
skólanum. Þá fékk maður að prófa
jólafötin í fyrsta skipti. Við fengum
tvö lítil og snúin Hreinskerti í skól-
anum sem maður bræddi og setti á
borðið sitt. Búið var að skreyta
skólatöfluna í stærstu stofunni og
pappírsskrautið ljómaði í loftunum.
Lesin var jólasaga og presturinn
Í desembermánuði söfnuðust krakkarnir á Súgandafirði saman og fóru
í „Hverfu“. Göturnar voru síðan mokaðar og skíðasleðarnir festir saman og
léku börnin þá járnbrautarlest eða renndu sér í gömlu Kaupfélagsbrekkunni.
Gyða Halldórsdóttir rifjar upp jól bernskuáranna.
Höfundur er nuddari.
Jólaminning