Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 11 baráttu. „Á meðan á þessu stóð voru hugmyndir fólks að breytast. Að hluta til vegna þess sem Hayek, Mises, ég og aðrir skrifuðum en að- allega vegna þess að hver sértæk aðgerð ríkisvaldsins á eftir annarri reyndist vera mislukkuð. Fólk sá lítinn árangur af útgjaldaþenslu stjórnvalda.“ Hann segir að Ronald Reagan og Margaret Thatcher hafi náð ár- angri í stjórnmálunum vegna þessa. Þau hafi höfðað til margra. Aðkoma þeirra hægði á þróuninni í átt að sósíalísku þjóðfélagi. „Ég tel að það sé langur vegur á milli breytinga á hugmyndum fólks og breytinga á raunverulegri stefnu stjórnvalda. Það sem ég er bjartsýnastur á eru breytingar sem verða á hugmyndum fólks. Þegar ég hóf fyrst að skrifa á sjötta ára- tugnum var viðfangsefni mitt skoð- un mikils minnihluta þjóðarinnar. Þegar bókin Frelsi og framtak kom út árið 1962 var ekki fjallað um hana í neinu af helstu ritum sem gefin eru út í Bandaríkjunum. Það er ótrúlegt í ljósi þess að um hálf milljón eintaka seldist af bókinni. En það var vegna þess að við vorum álitnir vitfirringar sem ekki væri mark á takandi. Enginn hugsar um þessar hugmyndir á þann hátt í dag. Á þessum tíma snerist umræð- an um samhyggju og miðstýringu. Nú ræða allir um frjálsan markað, frjáls fyrirtæki og frjálsa verslun,“ segir Friedman. Frelsið er undir stöðugum árásum En hvernig sérðu heiminn í dag? Við sjáum fólk mótmæla frjálsum viðskiptum, alþjóðafyrirtækjum og alþjóðavæðingunni. „Við búum í rauninni ekki við frjáls viðskipti, er það? En ég er frekar ánægður með hvernig mál hafa þróast. Ef við lítum á Banda- ríkin, sem eru það land sem ég hef mesta þekkingu á, þá jukust opin- ber útgjöld, sem hlutfall af tekjum, stöðugt frá 1950 til 1980. Frá 1980 til dagsins í dag hefur þetta hlutfall breyst lítið. Það sem ég á við er að tímabilið frá 1950 til 1980 nálguð- umst við sósíalisma á harðastökki. Frá árunum 1980 til dagsins í dag skríðum við meira í átt að sósíal- isma. Ég vona að við munum snúa þessari þróun við og horfa fram á tímabil þar sem sósíalisminn fer minnkandi. Þannig að ég er bjart- sýnn á það sem er framundan,“ segir Friedman. En erum við ekki í sömu sporum í dag? Fólk krefst aukinna útgjalda stjórnvalda til að tryggja öryggi borgaranna og stríð við Írak blasir við. „Það er rétt. Við getum ekki ver- ið of bjartsýn. Stríð er óvinur frels- isins. Það er hræðilegt að verið sé að íhuga að fara í stríð. Samt sem áður held ég að við getum verið bjartsýn en megum ekki vera værukær um leið. Eins og allir stuðningsmenn frelsis hafa alltaf sagt þá er það stöðugt undir árás- um og aldrei má hætta að verja það. Það þarf að berjast fyrir frelsið. Maðurinn leitar ósjálfrátt í harð- ræði og eymd – ekki í frjálst þjóð- félag. Frjálst þjóðfélag er mjög fá- gætt. Þau okkar sem eru svo heppin að vera fædd í tiltölulega frjálsum þjóðfélögum eigum það til að taka því sem sjálfsögðum hlut og áttum okkur ekki á því hversu við- kvæm þau eru,“ segir Friedman. Þú hefur barist fyrir frjálsum markaði og einstaklingsfrelsi með skrifum þínum og þátttöku í opin- berri stefnumótun. Af hverju hefur þú eytt svo miklum tíma og orku í þessa baráttu? „Vegna þess að ég hef mjög mikla trú á þessum gildum. Ég tel mjög erfitt að viðhalda þjóðfélögum frjálsum í dag. Það er ekki auðvelt verkefni. Ef við skoðum heiminn er ljóst að frelsið í það heila hefur auk- ist mikið á síðustu tveimur áratug- um – aðallega vegna hruns Sovét- ríkjanna. En ef við skoðum hvert land fyrir sig, land eins og Banda- ríkin, þá er erfitt að segja hvort frelsið sé meira eða minna í dag en það var t.d. árið 1950. Sé miðað við útgjöld hins opin- bera sem hlutfall af tekjum þá er það þó nokkuð hærra í dag en það var árið 1950. Ef horft er á laga- setningu stjórnvalda þá skipta þau sér mun meira af fólki með reglum og lagasetningum árið 2002 en var árið 1950. Á hinn bóginn hafa orðið miklar umbætur á vissum sviðum. Viðskiptafrelsi hefur til dæmis auk- ist. Það hafa verið gerðar umbætur á mörgum sviðum en á öðrum hefur orðið bakslag. Baráttan fyrir frelsi vinnst ekki í einni orrustu. Hún er viðfangsefni sem þarf stöðugt að sinna,“ segir Friedman. En höfum við öfluga talsmenn frelsisins í dag eins og Friedrich A. Hayek, Ludwig von Mises, þú og fleiri voruð á síðustu öld? Eru menn að heyja þessa orrustu af jafn miklum krafti? „Það er fyrir menn eins og þig að segja til um en ekki menn eins og mig. Ég held að það sé sterk hreyf- ing sem berst fyrir frjálsu þjóð- félagi. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur víðs vegar um heiminn. Það er hægt að sjá með því að horfa á fjölda þeirra samtaka sem tala fyrir einstaklingsfrelsinu um heiminn og tengjast Atlas-stofnuninni sem dæmi. Ef við skoðum allan heiminn þá er ekki spurning að það hefur orðið stórkostleg aukning á frjálsræði í þeim löndum sem losnuðu undan Sovétríkjunum. Það er enginn vafi á því að frelsi hefur aukist í Kína. Það er enn kommúnistaríki og langt frá því að vera frjálst þjóð- félag en fólkið hefur það betra og býr við meira frelsi en það hefur búið við í hundruð ára. Ef litið er á heiminn í heild þá er full ástæða til að vera bjartsýnn.“ Í þínum huga er baráttan fyrir frelsi, frjálsum viðskipum og minni ríkisafskiptum ekki einungis vegna þess að það skipulag sé hagkvæmt. Þú sérð baráttuna líka sem siðferð- islega baráttu? „Þetta er fyrst og fremst siðferð- isleg barátta. Það er heppilegt að frjálst þjóðfélag sé hagkvæmara. Vegna þess að framtak einstakling- anna er hagkvæmara en ríkis- stjórna þá eigum við kost á að búa í frjálsu þjóðfélagi. En það eitt rétt- lætir það ekki. Það sem réttlætir frjálst þjóðfélag eru siðferðisleg rök sem byggjast á því að ég á eng- an rétt á að þvinga mínum skoð- unum upp á þig. Ég get reynt að fá þig á mitt band, sannfært þig eða fengið þig til að gera eitthvað, en ég hef engan rétt á að beita þig valdi til þess.“ Nóbelsverðlaunin breyttu litlu Milton Friedman hlaut Nóbels- verðlaunin í hagfræði árið 1976. Auk þeirra hefur hann hlotið fjöldann allan af viðurkenningum og heiðursverðlaunum. Hugmyndir hans og málflutningur hafa náð eyrum bæði fræði- og stjórnmála- manna og almennings. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft fyrir hann að hljóta Nób- elsverðlaunin gerir hann lítið úr því og segir að það hafi litlu breytt. „Ég hlaut Nóbelsverðlaunin þegar ég var 65 ára,“ segir Friedman og hlær. „Ég hafði þá þegar skrifað flestar bækurnar mínar sem byggðust á rannsóknum. Vissulega fékk ég meiri athygli sem leiddi til þess að mér var boðið að halda fyr- irlestra og skrifa skýrslur, sem mér hefði annars ekki verið boðið. En ég get ekki sagt að það hafi haft veruleg áhrif á störf mín.“ En þú hafðir meiri áhrif eftir það? „Nei, ég hef ekki trú á því. Ég varð þekktari en ég held að ég hafi ekki haft meiri áhrif. Til dæmis gegndi ég veigamiklu hlutverki í af- námi herskyldu í Bandaríkjunum. Það kom til áður en ég hlaut Nób- elsverðlaunin. Á sama hátt vildi ég afnema fastgengisstefnuna og taka upp fljótandi gengi. Það var gert árið 1973 og ég hlaut verðlaunin ár- ið 1976. Ég held því að það hafi ekki haft mikla þýðingu fyrir áhrif mín. Það hafði áhrif á hversu vel þekkt- ur ég var,“ segir Friedman. Aðspurður hvort hann taki eftir áhrifum sínum þegar hann horfir á heiminn, bæði Bandaríkin og önnur lönd, segist hann telja það. „Það er augljóst að einn einstaklingur get- ur ekki gert neitt. Hlutirnir gerast þar sem margt gerist í einu. En ég held að sú vinna, sem ég hef skilað, hafi haft umtalsverð áhrif. Bæði á sviði vísinda – í fræðilegri hagfræði – og vettvangi opinberrar stefnu- mótunar.“ Þegar hann lítur yfir farinn veg segist hann ánægðastur með bók sem fjallar um neyslufallið, A Theory of the Consumption Func- tion, sem kom út árið 1957. „Frá fræðilegu sjónarhorni er það lík- lega það besta sem ég hef skrifað. Á hinn bóginn, einnig fræðilega séð, er A Monetary History of the Unit- ed States, 1867-1960, það verk sem hefur haft mestu áhrifin,“ segir Friedman. Sú bók kom út árið 1963 og fjallar um peningastefnu Banda- ríkjanna. „Ef við víkjum af vettvangi fræð- anna og skoðum opinbera stefnu- mótun þá get ég auðveldlega til- greint hvað ég er ánægðastur með. Það er þáttur minn í að aflétta her- skyldu og koma á her sem byggður er upp á sjálfboðaliðum. Í öðru lagi hlutverk mitt í afnámi á Bretton Woods fastgengisstefnunni og að koma á kerfi fljótandi gengis. Í þriðja lagi, það sem ég er viðriðinn núna meira en nokkuð annað, er að efla valfrelsi í skólakerfinu með breyttu skipulagi og fjármögnun.“ Í tengslum við það hefur hann ásamt konu sinni, Rose Friedman, stofnað samtök sem hafa það meg- inhlutverk að auka gæði menntunar og val foreldra barna úr öllum þjóð- félagsstigum. Upptaka evrunnar voru mistök Friedman heimsótti Ísland árið 1984 og hélt erindi á hádegisverð- arfundi í Reykjavík. Hann kom fram í sjónvarpi, talaði við almenn- ing og hélt blaðamannafund. Hann hugsar hlýtt til Íslands þegar hann lítur til baka. Landið sé fagurt og fólkið vingjarnlegt. „Þið hafið gott tækifæri til að byggja upp þjóð- félag sem er raunverulega frjálst og afkastamikið,“ segir hann og leggur áherslu á að Íslandi hafi gengið vel sem sjálfstæðu ríki und- anfarinn áratug. Hann vill ekki blanda sér í umræður um hvort þjóðin eigi að ganga í Evrópusam- bandið. Hann hafi ekki forsendur til þess. Þó segir hann að Ísland eigi ekki að taka upp evruna sem gjaldmiðil. „Ég tel að það væru mistök að taka upp evruna. Mín skoðun er að Evrópusambandið hafi gert mistök með því að taka upp evruna.“ Af hverju? „Ytri aðstæður í heiminum hafa mismunandi áhrif á lönd sem hafa tekið upp evru. Írland hefur staðið frammi fyrir miklum hagvexti. Grikkland hefur átt í erfiðleikum. Peningamálastefna sem hæfir Ír- landi er ekki sú sama og hæfir Grikklandi. Núna á Þýskaland í erf- iðleikum og það að hluta til vegna þess að Þjóðverjar tóku upp evruna á gengi sem ofmat verðmæti þýska marksins. Efnahagslífið er að að- lagast þessari breytingu.“ Hann segir sama hvert gengi evrunnar sé, aðstæður í heiminum muni hafa mismunandi áhrif á efna- hagslíf ríkja innan Evrópusam- bandsins. Þau þurfi til lengri tíma að laga hagkerfi sín hvert að öðru. Gengisbreyting gjaldmiðla er ein einföld leið til þess. Sé það ekki mögulegt þar sem löndin tilheyra sama myntsvæðinu þarf að breyta hlutfallslegu verði á vörum og vinnuafli innan ríkjanna. „Ég minntist á Írland. Írland tók upp evruna þegar hagvöxtur þar var stöðugur. Í kjölfar þess kom verðbólga svo verðlag á Írlandi yrði í samræmi við verðlag í öðrum löndum Evrópusambandsins. Til lengri tíma tel ég að svona vanda- málum muni fjölga því erfitt er að aðlaga hagkerfi með því að breyta verðlagi og launum. Það mun leiða til vaxandi atvinnuleysis og póli- tískra átaka milli landanna. Ég vona að ég hafi á röngu að standa. Þar sem evran hefur þegar verið tekin upp væri farsælast að það gengi vel. Ég er hins vegar svart- sýnn á að svo verði,“ segir Fried- man. Óhætt er að segja að Milton Friedman hafi upplifað mörg hörð átök á milli manna þau 90 ár sem hann hefur lifað. Tvær heimsstyrj- aldir settu mark sitt á þróun heims- mála; milljónir einstaklinga þurftu að búa við harðstjórn og eymd í nafni sósíalismans; þjóðnýtingar- stefnan gekk sér til húðar og frelsi jókst á nýjan leik. Sjálfur stóð Friedman í átökum um hugmyndir manna um heiminn. Hann segist ganga ósærður frá þeirri baráttu. Gagnrýni á störf hans hafi ekki verið mjög fræðilegs eðlis heldur aðallega beinst að mál- flutningi hans um stefnu stjórn- valda. Urðu þessar opinberu árásir á þig aldrei til þess að þú hugsaðir um að einbeita þér einungis að rannsóknum og hætta að taka þátt í opinberri umræðu samhliða því? „Nei, ég gerði það ekki. Þá hefðu þeir sem á mig réðust sigrað. Og eins og þú sérð þá lifði ég af,“ segir Milton Friedman að lokum og hlær. ’ Ytri aðstæður í heiminum hafa mismun-andi áhrif á lönd sem hafa tekið upp evru. Írland hefur staðið frammi fyrir miklum hagvexti. Grikkland hefur átt í erfiðleikum. Peningamálastefna sem hæfir Írlandi er ekki sú sama og hæfir Grikklandi. ‘ S S Frábær bók sem opnar n‡ja s‡n á söguna. Gamla íslenska bændasamfélagi› loksins sett í rétt ljós. „Saga Jóns fi. fiór er afar vel unnin og skipuleg ... Lesandinn er svo óendanlega miklu nær eftir lesturinn ... fia› er hreinlega eins og n‡ Íslandssaga hafi veri› skrifu› ...“ Hjörtur Gíslason Mbl. 18. des. 2002 „ Sjósókn og sjávarfang er afskaplega fró›leg og vel skrifu› bók.“ Sæmundur Gu›vinsson ritstjóri sjómannabla›sins Víkings sjávarútvegs Saga „ ... greinargott yfirlitsrit ... Saga íslensks sjávarútvegs er ... mikilsvert framlag til hagsögu Íslands ... “ Ármann Jakobsson DV 21. nóvember 2002

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.