Morgunblaðið - 22.12.2002, Side 14
Buxur
Laugavegi 53
Við bjóðum ódýra gistingu
í desember
Verð:
Stúdíóíbúð kr. 5.000
2ja manna herbergi kr. 4.000
Eins manns herbergi kr. 3.000
Stúdíóíbúðir: 1 vika kr. 25.000
Ekki er um morgunverð að ræða á þessum árstíma.
Gleðileg jól
Gistihús Regínu
Mjölnisholti 14, 3. hæð, sími 551 2050 gistih.regina@isl.is
Indónesíski veitingastaðurinn BALI á Kanarí
(Ensku ströndinni) sendir ykkur öllum
bestu jóla- og nýárskveðjur.
Verið ávallt velkomin að upplifa Kanarí á BALI
því það er engu líkt. Þökkum viðskiptin á árinu.
Eigendur og starfsfólk BALI.
(Geymið auglýsinguna og spyrjið fararstjórann ykkar til
vegar, ef þið hafið ekki heimsótt okkur áður).
KANARÍEYJAFARAR TAKIÐ EFTIR!
Frábær slóð fyrir þá sem
eru að velta fyrir sér skíða-
ferð til Noregs:
www.skiingnorway.com
FLUGFÉLAGIÐ SAS mun frá og
með 30. mars bjóða flug til margra
evrópskra borga á lækkuðu verði
eða frá 295 krónum dönskum aðra
leiðina sem er um 3.500 íslenskar
krónur. Skattar bætast svo við það
verð.
Flogið verður frá Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi til borga eins
og Aþenu í Grikklandi, Barcelona
á Spáni, Bologna á Ítalíu, Búda-
pest í Ungverjalandi, Dublin á Ír-
landi, Rómar á Ítalíu, Nice í
Frakklandi, Prag í Tékklandi og
Istanbul í Tyrklandi. Í frétt í Jyl-
landsposten kemur fram að í þessu
flugi SAS verði eitt farrými og
miðann þurfi að borga um leið og
pantað er.
Hægt er að bóka ferðir frá 19.
desember hjá söluaðilum SAS og í
framtíðinni er meiningin að salan
fari að miklu leyti fram á Netinu.
SAS býður lág far-
gjöld frá Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi
Um þessi jól eru gestir á ferðaþjónustubænum Brekkulæk aðallega frá
Þýskalandi. Sumir sækja í sveitasæluna á Íslandi ár eftir ár.
Í BÆNDAGISTINGUNNI á
Brekkulæk í Miðfirði hafa undan-
farin tíu ár verið útlendir gestir
um jólin.
Gestirnir eru mismargir en Ar-
inbjörn Jóhannsson húsráðandi á
Brekkulæk segist geta tekið á
móti 20 gestum um jól og áramót.
Að þessu sinni eru það aðallega
Þjóðverjar sem ætla að dvelja á
Brekkulæk um jólin og nokkrir
Svisslendingar.
„Við höldum bara íslensk sveita-
jól með gestum okkar og þeir hafa
fram til þessa kunnað vel að meta
jólastemmninguna hér í Miðfirðin-
um,“ segir Arinbjörn.
Hann segir að yfirleitt hafi rjúp-
ur verið á borðum um jólin en í
fyrra hafi það verið hreindýrasteik
og í ár verði það líklega fyllt
lambalæri. Gestir fá síðan að
smakka á því sem ómissandi þykir
um jól, hangikjöti, laufabrauði og
smákökum.
Allir gestir fá jólapakka sem yf-
irleitt er þýddur íslenskur skáld-
skapur enda segir Arinbjörn það
íslenskan jólasið að gefa bók.
Á jóladag fara gestir til messu
og í fjárhúsin að gefa skepnunum
og einnig er útigangshrossunum
gefið. Farið er í sund, göngutúra
og spáð í séríslenska jólasiði. Sum-
ir gestirnir koma aftur og aftur en
margir hafa komið á sumrin og
langar til að upplifa vetur á Ís-
landi.
Hann segir að flestir gestirnir
haldi heim á ný milli jóla og nýárs
en þá fær hann áramótahópa til
sín. „Þá er farið með gestina á
brennur, flugeldum skotið á loft og
farið í skoðunarferðir.“ Arinbjörn
segir að áramót séu yfirleitt við-
kvæmari tími fyrir gesti en jólin og
þeir eigi erfiðara með að eyða ára-
mótum í ró.
„Það þýðir að meira er gert af
því að fara í stuttar ferðir með
gesti um og í kringum áramótin.“
Útlendingar koma hingað til lands og eyða jólunum uppi í sveit
Í jólapökkunum eru þýdd
íslensk skáldverk
Arinbjörn fer með gesti sína til
messu í Staðarbakkakirkju.
Ferðaþjónustan Brekku-
læk
Miðfirði
Sími 4512938
www.geysir.com/brekku-
laekur
tölvupóstfang: brekka-
@nett.is
FLUGFÉLAG Íslands hefur tekið upp nýjan
sjálfvirkan símsvara sem veitir upplýsingar um
komu- og brottfarartíma flugvéla. Símsvarinn er
með nýtt númer sem er 570 3060.
Með þessari breytingu eru nú öll upplýs-
ingakerfi varðandi komur og brottfarir sam-
tengd. Að sögn Árna Gunnarssonar, sölu- og
markaðsstjóra hjá Flugfélagi Íslands, er auk
þess hægt að nálgast upplýsingar um komu- og
brottfarartíma á síðum 422 og 423 á texta-
varpinu, á heimasíðu flugfélagsins www.flug-
felag.is og í gegnum VIT-þjónustu símans.
Ef viðskiptavinir eru að leita að ákveðnu flugi
er til hagræðingar að hafa flugnúmer þess flugs
við hendina þar sem þá er hægt að slá það
beint inn og fá allar upplýsingar strax.
Þetta nýja kerfi er einnig samtengt við upp-
lýsingaskjái í flugstöð í Reykjavík og einnig við
innanhússkerfi félagsins, þannig að allir starfs-
menn félagsins eru með nákvæmlega sömu
upplýsingarnar, hvar á landinu sem þeir eru
staddir.
Flugfélag Íslands
Nýtt upp-
lýsingakerfi
KVIKMYNDAGERÐARMÖNNUMog
myndlistarmönnum hefur verið boðið
að taka þátt í alþjóðlegri kvik-
myndahátíð sem kennd er við mál-
arann Salvador Dalí( Dali Universe
Film Festival), sem verður haldin í
London 13.–20. júlí næstkomandi.
Þetta er í annað skipti sem kvik-
myndahátíðin verður haldin. Sú fyrsta
þótti takast mjög vel og gert er ráð
fyrir að þessi verði enn stærri og muni
hún bjóða upp á aukið sýningarrými.
Verður boðið upp á ýmsa viðburði í
tengslum við sýninguna og verða
margir af þessum viðburðum ókeypis.
Dalí-safnið í London (Dali Universe
Gallery) á suðurbakkanum verður mið-
stöð kvikmyndahátíðarinnar.
Kvikmynd Dalis og Luis Bunuels
Andalúsíu-hundurinn(Un Chien And-
alou) vakti mikla hrifningu þegar hún
var frumsýnd árið 1929 og hafði áhrif
ákynslóðir kvikmyndagerðarmanna
sem eftir komu.
Dalí-kvik-
mynda
hátíð í London
Slóðin er: www.dali-
filmfest.com.
Netfang:amo@amo-pr.com.
FERÐASKRIFSTOFAN Embla
býður í fyrsta skipti upp á ferð til
Barbados í janúar.
Barbados er eyja í Karíbahaf-
inu sem telst til Windward-
eyjanna. Lagt verður af stað hinn
10. janúar í þessa ellefu nátta ferð.
Meðan á dvölinni stendur er boðið
upp á ýmiskonar skoðunarferðir,
jeppaferð, Harrison-hellarnir eru
heimsóttir og hægt að kynna sér
menningu innfæddra og tónlist
eina nóttina.
Hópur til Barbados
Nánari upplýsingar fást
hjá ferðaskrifstofunni Emblu
í síma 511 4080.