Morgunblaðið - 22.12.2002, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR grein Jóns Sigurðssonarforseta, Um fjárhag Ís-lands, í Nýjum félagsrit-um 1850 gripu margirmætir forystumenn ís-
lensku þjóðarinnar á lofti hugmynd
Jóns þar sem hann hvatti til stofnunar
sparisjóða á Íslandi. Fyrsti sparisjóð-
urinn var stofnaður 8. maí 1858 í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu og var hann nefndur
Sparisjóður búlausra í Skútustaða-
hreppi. Var sá sparisjóður fyrsta pen-
ingastofnun á Íslandi og var sjálfseign-
arstofnun. Starfaði sparisjóðurinn
aðeins til 1864 er hann var leystur upp.
Sparisjóðsstarfsemi í 127 ár
Meðal áhugamanna um stofnun
sparisjóða á síðari hluta 19. aldar voru
þeir Árni Thorsteinsson landfógeti og
séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur í
Görðum. Í Reykjavík beittu þeir sér
fyrir stofnun sparisjóðs 1872 en sá
sparisjóður sameinaðist Landsbanka
Íslands skömmu eftir stofnun Lands-
bankans 1887. Á ný var stofnaður
sparisjóður í Reykjavík 1932, SPRON,
sem nú starfar.
Árið 1873 var stofnaður sparisjóður
á Siglufirði og hefur hann starfað óslit-
ið síðan. Sparisjóður Siglufjarðar er
því elsti sparisjóðurinn og jafnframt
elsta fjármálastofnun landsins í dag.
Starfssaga sparisjóðs í Hafnarfirði
er allt frá árinu 1875. Nafnbreytingar
hafa hins vegar orðið til þess að í dag er
minnst 100 ára afmælis Sparisjóðs
Hafnarfjarðar en ekki 127 ára afmælis
starfsemi sparisjóðs í Hafnarfirði.
Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnað-
ur 22. desember 1902 og á því 100 ára
afmæli í dag.
Sparisjóður Álftaneshrepps
Í Álftaneshreppi í Gullbringusýslu
var stofnaður sparisjóður 27. nóvem-
ber 1875, Sparisjóður Álftaneshrepps.
Þá var byggðin við Hafnarfjörð í Álfta-
neshreppi. Aðalhvatamenn að stofnun
Sparisjóðs Álftaneshrepps voru þeir
séra Þórarinn Böðvarsson og Christian
Zimsen, verslunarstjóri hjá Knudt-
zonsverslun í Hafnarfirði.
Til liðs við sig sem ábyrgðarmenn
fengu þeir fimm Hafnfirðinga, þá Þor-
stein Egilsson verslunarstjóra, Hans
Adolph Linnet kaupmann, Árna Hildi-
brandsson járnsmið, Jes Th. Christen-
sen kaupmann, Claus Proppé bakara-
meistara og auk þess þá Kristján J.
Mathiesen, útvegsbónda á Hliði, Álfta-
nesi, og Þorlák Jónsson, bónda og
hreppstjóra á Þórukoti, Álftanesi. Þor-
lákur lést reyndar skömmu eftir stofn-
unina og komu þá sem ábyrgðarmenn
Sparisjóðsins þeir Gísli Þormóðsson,
verslunarmaður í Hafnarfirði, og
Kristján Jónsson, sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, og urðu þar
með ábyrgðarmenn Sparisjóðs Álfta-
neshrepps tíu.
Christian Zimsen gerðist gjaldkeri
sjóðsins og forstöðumaður og var sjóð-
urinn í vörslu hans. Mun hann hafa
annast alla afgreiðslu sparisjóðsins í
verslunarhúsi Knudtzons í Hafnarfirði
þar sem nú stendur veitingahúsið A.
Hansen og í húsi Bjarna riddara Siv-
ertsens, næsta húsi við verslunarhúsin.
Þar bjó Christian Zimsen með fjöl-
skyldu sinni. Sparisjóður Álftanes-
hrepps hafði því aðsetur í Hafnarfirði
frá upphafi.
Sparisjóðurinn í Hafnarfirði
Síðla árs 1878 var Álftaneshreppi
skipt í tvo hreppa, Bessastaðahrepp og
Garðahrepp, og eftir það tilheyrði
byggðin við Hafnarfjörð Garðahreppi.
Af þeim sökum var samþykktum
Sparisjóðs Álftaneshrepps breytt, þó
ekki fyrr en 15. janúar 1884, og var
hann nefndur Sparisjóðurinn í Hafn-
arfirði. Kom hann að öllu leyti í stað
eldri sparisjóðsins og tók við öllum
eignum hans og skuldum. Ábyrgðar-
menn voru þeir sömu og Christian
Zimsen var áfram gjaldkeri og for-
stöðumaður. Við nafnbreytinguna, sem
var formleg, voru innstæðueigendur
Sparisjóðs Álftaneshrepps 93 og inn-
stæður orðnar 14.662,42 kr. Varasjóð-
urinn var 2.500,00 kr. Sparisjóðurinn
hafði áfram aðsetur í Hafnarfirði.
Árið 1893 fluttist Christian Zimsen
vegna breyttra starfa til Reykjavíkur.
Hann flutti þá sparisjóðinn með sér og
annaðist afgreiðslu hans frá heimili
sínu í Reykjavík. Ábyrgðarmenn voru
þeir sömu og viðskiptavinirnir áfram
íbúar Garðahrepps og Bessastaða-
hrepps. Ýmsar ástæður munu hafa
valdið nokkrum doða í starfsemi sjóðs-
ins um þetta leyti. Erfiðleikar steðjuðu
að Hafnfirðingum 1900, aflabrestur,
fjárhagsörðugleikar og fólki fækkaði í
bænum.
Upp úr aldamótum fór atvinnulíf í
Hafnarfirði að blómgast og fólkinu að
fjölga. Var þá farið að ræða um stofnun
nýs sparisjóðs. Það virðist ekki hafa
verið til umræðu að endurskipuleggja
starfsemi Sparisjóðsins í Hafnarfirði
og samþykkja nýja ábyrgðarmenn í
stað þeirra sem látnir voru heldur
stofna nýjan sparisjóð sem yfirtæki
eldri sparisjóðinn og var það niðurstað-
an.
Sparisjóður Hafnarfjarðar
Haustið 1899 var Páll Einarsson
skipaður sýslumaður í Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Páll var sonur Einars B.
Guðmundssonar, bónda og alþingis-
manns á Hraunum í Fljótum, en hann
var mikill athafna- og framfaramaður.
Einar var einn af aðalhvatamönnum að
stofnun sparisjóðs á Siglufirði. Páll hef-
ur sjálfsagt haft störf föður síns að for-
dæmi og hóf því fljótlega undirbúning
að stofnun sparisjóðs í Hafnarfirði þeg-
ar hann kom þangað og fékk til liðs við
sig marga áhrifamenn í bænum. Spari-
sjóður Hafnarfjarðar var síðan stofn-
aður 22. desember 1902 í húsi gamla
Barnaskólans við Suðurgötu sem þá
var nýbyggður. Tók hann við eignum
og skuldum Sparisjóðsins í Hafnar-
firði. Innstæður í Sparisjóðnum í Hafn-
arfirði voru 1. desember 1902 15.178,22
kr. og varasjóðurinn 4.000,00 kr. og allt
var fært til bókar.
Stofnendur Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar voru tíu. Auk Páls Einarssonar
sýslumanns þeir Ágúst Flygenring
kaupmaður, Einar Þorgilsson, hrepp-
stjóri og kaupmaður, Finnur Gíslason
seglamakari, Jóhannes Sigfússon
kennari, Jón Gunnarsson verslunar-
stjóri, Jón Þórarinsson skólastjóri, Sig-
fús Bergmann verslunarstjóri, Sigur-
geir Gíslason vegagerðarmaður og
Ögmundur Sigurðsson kennari, síðar
skólastjóri.
Fyrstu viðskiptavinirnir
Eftir að stofnun Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar var lokið um áramótin 1902–
1903 gátu viðskiptin hafist. Fyrstu inn-
lánsviðskiptin við Sparisjóð Hafnar-
fjarðar átti ungur Hafnfirðingur,
Halldór M. Sigurgeirsson Gíslasonar,
þá tæpra þriggja mánaða gamall. Hall-
dór hafði fengið 10 kr. í tannfé að gjöf
frá foreldrum sínum og voru þær lagð-
ar á fyrsta innlánsreikninginn nr. 401
hinn 16. febrúar 1903. Halldór, sem var
nýlega orðinn 90 ára á 90 ára afmæli
Sparisjóðsins, gaf þá sparisjóðnum
fyrstu viðskiptabókina sína en allar
bókhaldsbækur svo og fundagerðar-
bækur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa
varðveist frá upphafi.
Um aldamótin 1900 ríkti bjartsýni
hjá forystumönnum íslensku þjóðar-
innar. Fáir voru jafnbjartsýnir og
höfðu þá miklu draumsýn sem fram
kemur hjá þjóðskáldinu og stjórnmála-
manninum Hannesi Hafstein, síðar
ráðherra. Í kvæði sínu „Aldamótin“
segir hann svo markvisst í einu erindi:
Sé ég í anda knör og vagna knúða
krafti, sem vannst úr fossum þinna skrúða,
stritandi vélar starfsmenn glaða og prúða
stjórnfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða.
Þeir sem stóðu að stofnun Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar vildu ekki láta sitt
eftir liggja til þess að draumsýn Hann-
esar Hafsteins í kvæðinu „Aldamótin“
gæti ræst. Í Hafnarfirði voru margir
ungir og áhugasamir athafnamenn
sem Sparisjóðurinn var reiðubúinn að
styðja og styrkja. Fyrsta lánveitingin
úr sjóðnum, eftir að hann tók til starfa,
var samþykkt 4. febrúar 1903 til Jó-
hannesar J. Reykdals, hins mikla fram-
kvæmda- og hugsjónamanns. Að vísu
var það ekki há fjárhæð, 125 kr., en síð-
ar á árinu, 15. september, fékk Jóhann-
es mun stærra lán, 2.000 kr., til þess að
Sparisjóður Hafnar-
fjarðar hundrað ára
Starfsfólk Sparisjóðs Hafnarfjarðar á 100. starfsárinu.
Sparisjóður Hafnarfjarðar
fagnar í dag aldarafmæli
sínu, þótt sjóðurinn sé í raun
127 ára gamall.
Matthías Á. Mathiesen
rekur hér sögu sjóðsins frá
stofnun.
Stofnendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar 22. desem
Páll Einarsson formaður August Flygenring Einar Þorgilsson Finnur Gíslason
Jón Gunnarsson Jón Þórarinsson Sigfús Bergmann Sigurgeir Gíslason