Morgunblaðið - 22.12.2002, Side 20
Veist þú …
… hvað bókin eftir Robert Louis Stevenson heitir, sem teiknimyndin
Gullplánetan er byggð á? Nöfnin eru svolítið lík … Svar: Gulleyjan!
Hér sérðu lítinn engil á flugi, og taktu eftir, í hon-
um leynist lítil þraut. Ef þú ferð inn í geislabauginn
með blýantsoddinum þínum, áttu að geta ratað
rétta leið niður undan kyrtilfaldinum.
Í gegnum geislabauginn
Jólagjöfin mín!
Einu sinni fékk ég í jólagjöf:
Ullarsokka frá ömmu,
stóran bíl frá mömmu,
pleimódót frá pabba,
geisladisk frá Dadda,
sundgleraugu frá afa
svo æft mig gæti að kafa,
buxur frá Stínu,
apa frá Bínu,
á kortunum voru skrautlegir stafir
og þetta voru fallegar gjafir.
Hann Finnbogi Arnar sem
er 10 ára og býr að Hof-
stöðum, Reykholti, sendi
okkur aldeilis fínt jólaefni
og fær að launum bókina
Harry og hrukkudýrin.
Hér fyrir neðan er jóla-
ljóðið „Jólagjöfin mín“, en
fyrst er að svara þessum
jólaspurningum með
þjóðlegu ívafi. Svörin eru
neðst, bannað að kíkja!
1. Hver af jólasveinunum hefur stærsta nefið?
2. Hvaða árstími er næst á undan vetrinum?
3. Hvað heitir mamma jólasveinanna?
4. Á hvaða árstíma eru jólin?
5. Hvort lokar Hurðaskellir dyrunum eða
hurðinni?
6. Hvort fæddist Jesús á aðfangadag eða
jóladag?
7. Í hvaða borg fæddist Jesús?
8. Hvað nefnist karlkyns önd?
9. Hvaða titil bera allir prestar?
10. Hver orti Heilræðavísur?
1 1. Hver orti þjóðsöng Íslendinga?
12. Hvað eru jólasveinarnir margir?
Svör: 1. Gáttaþefur. 2. Haust. 3. Grýla. 4. Veturna. 5. Hann skellir
hurðinni. 6. Jóladag. 7. Betlehem. 8. Steggur. 9. Séra. 10. Hall-
grímur Pétursson. 11. Matthías Jochumsson. 12. Þrettán.
Jólaspurningar
Allt frá æsku hefur Jens Hansson
dreymt um að upplifa spennandi
ævintýri á skipi úti í geimi. Og
dag einn kemur heldur furðuleg-
ur maður inn á krá mömmu hans,
og felur honum furðulega kúlu og
segir honum að gæta hennar vel.
Kúlan reynist kort af Gullplánet-
unni þar sem falinn er mikill fjár-
sjóður, og ásamt Dalbert Kopp-
dal félaga sínum skipuleggja þeir
leiðangur út í geim til að finna
fjársjóðinn.
Vilt þú komast í áhöfnina?
Það gæti reynst erfitt. En ef þú
finnur þá hluti sem til þarf í leið-
angurinn, og skrifar á lausnamið-
ann hér fyrir neðan hvar þú finn-
ur þá, er möguleiki fyrir þig að
komist í áhöfnina og eignast um
leið nytsama tösku, úr, minnis-
blokk og límmiða eða segulmynd-
ir og almanak fyrir árið 2003.
Hvernig líst þér á?
Mikilvæg vísbending! Allir
hlutirnir leynast á síðunum Fólk í
fréttum í hinum blaðhluta Morg-
unblaðsins í dag. Ertu til?
Hvar er kortið að fjársjóðnum?
Það er algerlega
tilgangslaust að
leggja af stað í leið-
angur án þess að hafa
kortið með sér! Ekki
satt? En þegar þú ert búin/n að
finna það verður þú að gæta þess
mjög vel.
Líttu í kringum þig! Það er
ekki hægt að segja að vinur þinn
Dalbert Koppdal sé sérlega mikill
mannþekkjari. Nokkrir áhafnar-
meðlimir eru býsna skuggalegir
náungar. Hvað með rafmennið
sem kallar sig Silfra? Hvernig líst
þér á hann?
Best er að finna kapt-
ein Amelíu strax, því
hún getur geymt kortið
á góðum stað.
Hvar er kapteinn Amelía?
Nú er kortið
komið á góðan stað
og þið Jens og
Koppdal getið lagt
örugg/ir úr geim-
höfn í átt til stjarnanna, þar ein-
hvers staðar í miðjum himin-
geimnum leynist Gullplánetan.
En eitthvað verðurðu að starfa
á skipinu, þýðir ekkert að góna út
í loftið og láta vindinn leika í
hárinu! Aðrir áhafnarmeðlimir
líta þig illu auga, en þó er lítil
bleik furðuvera sem skoppar um
loftið alltaf ljúf og greinilega þess
virði að eignast sem vin. Þetta er
hamskiptingurinn Morfi, sem
getur breytt sér í allra kviknda
líki. Kannski er hann sjóhattur
eða kind í augnablikinu er gerðu
allt til að finna þennan nýja vin
þinn.
Hvar er Morfi hamskiptingur?
Þú finnur á þér
að allt mun síður
en svo verða
átakalaust á leið-
inni til Gullplánet-
unnar. En þú
ákveður að þetta
er það sem þú vilt.
Þú ætlar að hætta lífi þínu og lim-
um til að upplifa stórkostlegt æv-
intýri í geimnum, og jafnvel verða
forrík/ur! Margir vilja halda því
fram að fjársjóðurinn sé bara
gömul þjóðsaga, en þú lætur þig
dreyma um gull og gimsteina.
Vonandi rætast draumar þínir –
gangi þér vel!
Hvar eru gull og
gimsteinar?
Upplifir þú geimævintýri?
Gullplánetan ekki svo fjarri!
Geimskipið flýgur af stað úr geimhöfninni.
Kapteinn Amelía og Koppdal.
Rafmennið
Silfri ásamt
Morfa, Jens og
vini hans Ben.
Einu sinni var jólasveinn sem hét Sveinki. Hann
var rosalega góður við öll börnin. Álfarnir unnu
fyrir Sveinka svo hann gæti komið gjöfunum til
barnanna á réttum tíma. Dag einn bilaði vélin
þar sem dótið var búið til. Álfarnir vissu ekki
neitt hvað þeir áttu til bragðs að taka. Þeir vissu
ekki galdurinn eða þuluna sem þeir áttu að
kunna til að koma vélinni af stað. En þeir voru
með síma svo þeir gætu hringt í Sveinka.
Sveinki sagði þeim að töfraþulan væri „jóla-jóla-
sveinn“ og bað þá að læra hana utan að til ör-
yggis. Álfarnir voru ákveðnir í að muna þetta.
Þrátt fyrir það komu þeir vélinni ekki í gang
þeir sögðu þuluna aftur og aftur en allt kom fyr-
ir ekki. Krakkarnir biðu eftir pökkunum frá
jólasveininum en ekkert bólaði á þeim. Álfarnir
hringdu aftur í Sveinka. Sveinki sagði: „Ó,ó,æ“
hann hafði nefnilega sagt þeim vitlausa þulu.
Þessi þula var notuð til að koma sleðanum í
gang. Álfarnir voru glaðir að heyra þetta.
Rétta þulan var svona „Jól, jól koma
brátt“. Álfarnir lærðu hana utan að
og sögðu hana svo.
Vélin fór þá loks-
ins í gang. Álf-
arnir voru mjög
glaðir. Og
Sveinki gat útbýtt
gjöfunum til barnanna
og jólin gengu nú í garð eins
og ekkert hefði í skorist.
Eins gott að þetta gerist
ekki í alvöru! Höfundur
þessarar spennandi jóla-
sögu er Anna Guðný Sig-
urðardóttir, 11 ára, úr
Tungubakka 11 í Reykjavík.
Einsog Finnbogi Arnar og
margir fleiri krakkar lang-
ar hana í Harry og hrukku-
dýrin.
Hafdís Tinna Pétursdóttir nem-
andi í Langholtsskóla og Ívar
Kristinsson úr Rimaskóla eru
bæði 12 ára. Um daginn fóru
þau að sjá nýjustu Disney
teiknimyndina „Gullplánetuna“
sem frumsýnd verður á annan í jólum eða 26. des-
ember. Og voru þau bæði ánægð með myndina.
„Myndin var mjög vel gerð og skemmtileg lögin í
henni,“ segir Hafdís. „Og líka mjög spennandi, sér-
staklega undir lokin,“ bætir hún við og Ívar er alveg
sammála henni: „Já, mér fannst hún skemmtileg og
spennandi.“
Myndin er uppfull af skemmtilegum persónum og
eru bara Jens og mamma hans mennsk. Ívari fannst
margar þeirra ansi skemmtilegar. „Strákurinn Jens
var flottastur,“ segir Ívar en efast um að hann
myndi sjálfur þora að fá sér far með geimræn-
ingjaskipi. „Ég bjóst við að Dalbert yrði leiðilegur en
hann var bara fyndinn og skemmtilegur,“ segir Haf-
dís. „Vélmennið Ben talaði kannski aðeins of mikið!“
bætir hún við.
Þau segja myndina stundum fyndna, en hún eigi
samt ekkert endilega að vera mjög fyndin. „Mér
fannst t.d mjög sorglegt hvernig fór fyrir Örvari og
þegar pabbinn fór,“ segir Hafdís sem mælir með
myndinni fyrir allan aldur og Ívar tekur heilshugar
undir það.
Krakkarýni: Gullplánetan
Hafdís Tinna Ívar
Skemmtileg og
spennandi
Og þú getur unnið þér inn ein af 40 stór-
glæsilegum Gullplánetu-vinningum, eins-
og leiðangurstösku, tæknilegt tölvuúr,
minnisblokk og límmiða eða almanak og
segulmyndir. En þú verður að svara rétt!
Kortið að fjársjóðnum er á bls:_____
Kapteinn Amelía er á bls:__________
Hamskiptingurinn Morfi er á bls:___
Gull og gimsteinar eru á
bls:________
Sendu okkur þennan lausnamiða fyrir
fimmtudaginn 2. janúar en þann dag
verða áhafnarmeðlimir dregnir úr hópi
umsækjenda.
Nafn: _________________________
Aldur:_________________________
Heimilsfang:___________________
Staður:________________________
Barnablað Moggans
– Gullkeppnin mikla -
Kringlan 1
103 Reykjavík
Jólasveinaþulan
Gullkeppnin mikla
Lausnamiði
Morgunblaðið/Kristinn
barn@mbl.is