Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 29 Ritari/Símavarsla Starfsmaður óskast í fullt starf hjá fyrirtæki í Lindarhverfi í Kópavogi Umsóknarfrestur til 3. janúar 2003. Umsóknir skilist til auglýsingardeilar Mbl. merktar: „Ritari-810“ eða í box@mbl.is . Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Engidalsskóli Frá og með áramótum vantar íþróttakennara/ danskennara við Engidalsskóla. Um er að ræða afleysingu í 3 mánuði. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Guðbjörnsdóttir, skóla- stjóri í síma 555 4433. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði „Au pair“ London Íslenskri fjölskyldu með einn 3ja ára strák vantar „au pair“ til aðstoðar á heimili í eitt ár frá janúar 2003. Mjög góð aðstaða. Fjölskyldan ferðast töluvert. Áhugasamar leggi inn skilaboð í síma 899 3635 eða sendi netpóst á gudrunrut@yahoo.com . Dale Carnegie á Íslandi Skrifstofustjóri, hlutastarf Dale Carnegie á Íslandi er vaxandi fyrirtæki á sviði þjálfunar og mannauðsstjórnunar. Markmið okkar eru að hjálpa einstaklingum að skara fram úr og fyrirtækjum að auka hagnað. Dale Carnegie er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í yfir 90 löndum. Óskað er eftir starfsmanni í hlutastarf til að sjá um skrifstofu. Í starfinu felst meðal annars:  Vinna við bókhald.  Skýrslugerð.  Bréfaskriftir.  Samskipti við útlönd.  Önnur almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur:  Stúdentspróf og helst menntun í viðskiptum eða skrifstofutækni.  Enskukunnátta.  Tölvukunnátta.  Skipulag.  Góð kunnátta í Word og Excel.  Góð mannleg samskipti. Við leitum eftir einstaklingi sem er ákveðinn, skipulagður, jákvæður og hefur góða þjónustu- lund. Starfið telst vera 50% starf og er vinnutími sveigjanlegur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í janúar 2003. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að senda umsókn og ferilskrá á netfangið: upplysingar@dalecarnegie.is . www.dalecarnegie.is Kennari óskast í Árskóla á Sauðárkróki Vegna forfalla getum við bætt við okkur kenn- ara frá áramótum. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma: 864 5745 og 453 5848. Sjá einnig heimasíðu skólans: http://www.arskoli.is . Vopnafjarðarskóli auglýsir Kennara vantar við skólann vegna barnsburðarleyfis frá 1. febrúar 2003 til að kenna yngri börnum og hannyrðir Vopnafjarðarskóli er einsetinn skóli með 112 nemendur. Góð aðstaða er fyrir nemendur og starfsfólk og heitur matur er í hádeginu. Tón- listarskóli og bókasafn sveitarfélagsins eru undir sama þaki og er kennsla í tónlistarskólan- um og æskulýðsstarf í beinum tengslum við skólastarfið. Flutningsstyrkur og mjög góð húsnæðisfríðindi eru í boði. Frekari upplýsingar eru veittar af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri, sími 470 3251, 473 1108, 861 4256, netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is . Aðst.skólastjóri, sími 470 3252, 473 1345, netfang: harpa@vopnaskoli.is . Samgönguráðuneytið Vegamálastjóri Embætti vegamálastjóra er auglýst laust til umsóknar. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2003. Laun eru samkvæmt úr- skurði kjaranefndar. Starfssvið  Vegamálastjóri veitir Vegagerðinni forstöðu og stjórnar framkvæmdum í vegamálum. Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólamenntun.  Víðtæk reynsla af stjórnunarstörfum. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins. Umsóknir skulu sendar til ráðuneytisstjóra sam- gönguráðuneytisins, Hafnarhúsinu, Tryggva- götu, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar 2003. Samgönguráðuneytið. Umhverfisstofnun Sérfræðingur óskast Umhverfisstofnun óskar eftir að ráða sérfræð- ing með raungreina- eða heilbrigðismenntun. Starfið felst í sérfræðivinnu á sviði hollustu- háttamála. Þar er um að ræða forvarnir, örygg- ismál og hollustuhætti m.a. í skólum, leikskól- um, sund- og íþróttastöðum, gististöðum, dval- arheimilum og í hverskonar afþreyingu og snyrtistarfsemi, heilbrigðisstarfsemi ásamt tóbaksvörnum. Samvinna við eftirlitsaðila og rekstraraðila er mikilvægur þáttur í starfinu svo og samskipti við erlenda sérfræðinga, eink- um á Norðurlöndum og á Evrópska efnahags- svæðinu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til Umhverfisstofnunar fyrir 20. janúar 2003. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs, í síma 591 2000. Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneytið. Stofnunin hefur m.a. það hlutverk að framfylgja lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, um matvæli, eiturefni og hættuleg efni og náttúru- vernd. Starfsmenn eru um 703 og starfa á 6 sviðum, rannsóknastofu auk aðsetra á Akureyri og Egilsstöðum. Innanhúsarkitekt Innanhúsarkitekt óskast til starfa við sölu og ráðgjöf í húsgagnaverslun. Umsóknarfrestur til 8. janúar 2003. Umsóknir skilist til auglýsingardeilar Mbl. merktar: Innanhúsarkitekt-510 eða í box@mbl.is . JÓLATRÉÐ sem stendur í Vetrar- garðinum er stærsta jólatré sem vitað er um innandyra, segir í fréttatilkynningu frá Smáralind. Tréð er 9 metra hátt og kemur úr Hákonarreit í Haukadal. Það var gróðursett árið 1961 og var þá um 6 ára. Um er að ræða sitkagreni sem spratt upp af fræi sem safnað var í Cordova í Alaska og líklega ræktað á Tumastöðum í Fljótshlíð. Jólatréið er frá Skógrækt ríkisins. 9 metra hátt jólatré í Smáralind MORGUNBLAÐINU hefur borist samþykkt frá stjórn Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík þar sem segir meðal annars: „Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík fagnar því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi tekið þá ákvörðun að bjóða Samfylkingunni liðstyrk sinn í kosningabaráttunni. Ingibjörg Sólrún er gríðarlega sterkur stjórnmálamaður sem hefur margsannað verðleika sinn á vett- vangi stjórnmála Reykjavíkurborg- ar og sem fyrrum þingmaður Kvennalistans. Hún verður rós í hnappagat Samfylkingarinnar og góð viðbót við þann sterka hóp sem skipar framboðslista Samfylkingar- innar í vor. Að krafta Ingibjargar muni njóta við í kosningabaráttunni er Sam- fylkingunni mikill akkur. Kosninga- baráttunni mun ljúka í vor þegar Davíð Oddsson hreinsar úr skrif- borðinu við Lækjargötu og tekin er við ríkisstjórn sem setur einstak- linginn í 1. sætið og hafnar þeirri sérhagsmunagæslu sem hefur ráðið ríkjum í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins.“ Fagna liðstyrk Ingibjargar Sólrúnar í kosninga- baráttunni HÁSKÓLI Íslands hefur gengið til samstarfs við eignastýringu Landsbanka Íslands og Íslands- banka um fjárvörslu fyrir styrkt- arsjóði Háskóla Íslands. Heildareignir styrktarsjóðanna sem nú eru um fimmtíu talsins nema rúmum milljarði króna og ná samningarnir til helmings eign- anna. Markmið Háskólans með samn- ingunum er tvíþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að ná fram betri ávöxt- un við lægri kostnaði, þannig að einstakir sjóðir dafni enn hraðar og geti markvissar uppfyllt mark- mið sín um stuðning við einstök málefni og fræðasvið innan Há- skóla Íslands, starfsmenn og nem- endur. Í öðru lagi er markmið samning- anna að dreifa áhættu í ávöxtun eigna styrktarsjóðanna, auðvelda yfirsýn og auka eftirlit með ávöxt- uninni. Leitað var tilboða hjá fjór- um íslenskum fjármálafyrirtækj- um í fjárvörsluna og á grundvelli þeirra var leitað til Landsbanka og Íslandsbanka um samstarfið. Styrktar- sjóðir HÍ í samstarf við Lands- bankann MAREL HF,. hefur ákveðið að gefa sem nemur andvirði jóla- korta og sendingarkostnaðar til góðgerðarmála. Að þessu sinni var ákveðið að láta það góða starf sem Hjálpræðisherinn sinnir njóta góðs af andvirðinu. Á myndinni sést Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf, afhenda Ás- laugu Laangard forstöðumanni Hjálpræðishersins á Íslandi ávís- un að fjárhæð kr. 200.000 við einn af söfnunarstöðum Hjálp- ræðishersins. Marel gefur andvirði jólakorta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.