Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ATBURÐARÁSIN í Ráðhúsinu síðastliðinn
sunnudag er einhver sú dramatískasta í ís-
lenskum stjórnmálum um langt skeið. Um
tíma virtist blasa við að dagar Reykjavík-
urlistans væru taldir. Innan Reykjavíkurlist-
ans virtust menn sannfærðir um að ef ekki
næðist lending í málinu myndi nýr meirihluti
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins taka við völdum í Reykjavík. Skömmu
síðar var ljóst að sættir höfðu náðst innan
R-listans og nýr borgarstjóri var kynntur til
sögunnar, Þórólfur Árnason, fyrrum for-
stjóri Tals. Reykjavíkurlistinn er í sárum
eftir atburði síðustu daga en enn á lífi.
Hugmyndin um Þórólf sem borgarstjóra
mun hafa komið fram í samtölum milli borg-
arstjóra og formanna Samfylkingar og
Framsóknarflokksins á laugardag og herma
heimildir að það hafi verið Halldór Ásgríms-
son er stakk upp á honum fyrst. Það var síð-
an Ingibjörg Sólrún sem hringdi í Þórólf um
hádegisbilið á laugardag og færði þetta
formlega í tal við hann. Borgarstjóri hafði
allt fram að helgi haldið fast við þá kröfu að
hún yrði áfram borgarstjóri og tillaga sem
lögð var fram á föstudag um að Árni Þór
Sigurðsson, oddviti vinstri grænna, tæki við
embættinu, reyndist andvana fædd.
Við erum farnir …
Þegar kom að fundi oddvita R-lista flokk-
anna og borgarstjóra á sunnudag kom hins
vegar í ljós að ekki voru allir tilbúnir að
samþykkja strax sáttatillöguna um Þórólf,
sem borin var upp af borgarstjóra. Virtist
sem einungis framsóknarmenn væru reiðu-
búnir að samþykkja þá tillögu Ingibjargar
að hún léti af embætti og Þórólfur tæki við
starfinu. Ekki eru allir sammála um túlkun á
því sem fram fór á fundinum en niðurstaðan
var sú að framsóknarmenn töldu ekki
ástæðu til frekari viðræðna, gáfu til kynna
að þeir væru reiðubúnir að slíta samstarfinu
og héldu til fundar í höfuðstöðvum sínum.
Þar var tekin til umræðu ályktun um að slíta
samstarfinu um Reykjavíkurlistann. Óform-
legar þreifingar hafa á undanförnum dögum
átt sér stað milli framsóknarmanna og Sjálf-
stæðisflokksins og virðist það hafa verið mat
flestra, að minnsta kosti innan Reykjavík-
urlistans, að tiltölulega auðvelt hefði verið
að koma slíku samstarfi á tækju framsókn-
armenn ákvörðun um að ganga úr Reykja-
víkurlistanum.
Þegar Samfylkingin og vinstri grænir
stóðu frammi fyrir þessum veruleika fóru
hjólin að snúast hratt og má segja að með
því að setja upp jafnþröng tímamörk og
raun ber vitni hafi framsóknarmönnum tek-
ist að knýja fram þá niðurstöðu er þeir
vildu. Var ljóst að jafnt borgarfulltrúar sem
forysta flokksins voru mjög samstiga í þess-
um aðgerðum.
Meðan á fundi framsóknarmanna stóð
bárust margvísleg skilaboð frá samstarfs-
flokkunum bæði símleiðis og í gegnum tvo
fulltrúa R-listans sem standa utan flokka,
þau Dag B. Eggertsson og Jónu Hrönn
Bolladóttur. Voru þau þess efnis að sam-
starfsflokkarnir væru reiðubúnir að ganga
frá málinu á þeim grunni sem ræddur hafði
verið fyrr um daginn. Þegar það var ljóst
ákváðu framsóknarmenn að fresta fundi sín-
um til klukkan níu og fara í Ráðhúsið til að
krefjast skýrra svara. Fundurinn þar var
stuttur og niðurstaða hans sátt um áfram-
haldandi samstarf.
Hagsmunir flokkanna
Reykjavíkurlistinn stendur nú á mikilvæg-
um tímamótum. Ingibjörg Sólrún hefur frá
upphafi verið sameiningartákn listans og
eftir á að koma í ljós hvort samstarfið eigi
framtíð fyrir sér án hennar. Að auki hafa
átök síðustu daga óneitanlega skilið eftir sig
sár og sá trúnaður er ríkti á milli flokkanna
er ekki eins mikill og áður. Þegar á reyndi
kom í ljós að flokkarnir þrír taka að sjálf-
sögðu eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni
heildarinnar. Reykjavíkurlistinn er ekki
formleg stofnun heldur óformlegt bandalag
þriggja sjálfstæðra flokka án innra skipu-
lags. Hins vegar liggur fyrir að vilji er innan
flokkanna til að halda samstarfinu áfram og
láta reyna á hvort það gangi ekki upp, að
minnsta kosti út kjörtímabilið. Steingrímur
J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, sagði
raunar í gær að hann teldi líkur á að
Reykjavíkurlistinn gæti nú gengið í „endur-
nýjun lífdaga“. Annar fulltrúi vinstri
grænna, Ármann Jakobsson, sem meðal
annars átti sæti í viðræðunefnd um Reykja-
víkurlistann fyrir síðustu kosningar, er hins
vegar ómyrkur í máli í grein á vefritinu
Murinn.is. Þar segir hann m.a.: „Þegar
borgarstjórinn í Reykjavík áttaði sig á því
eftir ellefu daga að samherjar hennar í
Reykjavíkurlistanum meintu það sem þeir
sögðu í yfirlýsingum sínum sagði hún af sér.
Skýringin var sú að hún væri að „bjarga
Reykjavíkurlistanum“. Það er sem sagt orð-
ið göfug og hetjuleg aðgerð að pynta ekki
samstarfsflokka sína til að slíta samstarfinu.
Mönnum fyrirgefst vonandi fyrir að finnast
þetta fremur sjálfhverfur hugsunarháttur
hjá borgarstjóra.“
Lært af reynslunni?
Að mörgu leyti má segja að það hafi verið
snjall leikur hjá Reykjavíkurlistanum að fá
Þórólf Árnason í embætti borgarstjóra.
Hann hefur getið sér gott orð í fyrri störfum
og er ekki umdeildur á neinn hátt. Hins veg-
ar er ljóst að minnihlutinn í borginni hugsar
sér gott til glóðarinnar, minnugur reynsl-
unnar af ópólitískum borgarstjóra frá ár-
unum 1978–1982. Einn borgarfulltrúa minni-
hlutans orðaði það svo að hinn nýi
borgarstjóri ætti á hættu að verða eins og
„markaðsstjóri með þrjá framkvæmda-
stjóra“ þar sem hann hefði ekkert pólitískt
umboð í samstarfi sínu við oddvita flokk-
anna. Á móti kemur að innan Reykjavík-
urlistans telja menn sig vera reynslunni rík-
ari, flokkarnir hafi lært af þeim mistökum er
gerð voru ’78–’82. Það er samt ljóst að Þór-
ólfur á erfitt verkefni fyrir höndum og að
spennandi tímar eru framundan í borgar-
stjórn. Ekki síst verður horft til þess hvern-
ig valdaskiptingin verður innan Reykjavík-
urlistans en talið er að Alfreð Þorsteinsson
muni sækja það stíft að verða formaður
borgarráðs. Þá á eftir að koma í ljós hver
mun tala máli meirihlutans opinberlega,
hvort það verður borgarstjórinn eða einhver
(eða einhverjir) hinna pólitískt kjörnu full-
trúa.
Á fullu í landsmálin
Nú þegar leiðir Reykjavíkurlistans og
Ingibjargar Sólrúnar skilur (þótt hún sé
vissulega áfram borgarfulltrúi) má búast við
að hún helli sér í kosningabaráttuna fyrir al-
þingiskosningarnar af fullum krafti. Innan
Samfylkingarinnar gætir greinilega sárinda
og jafnvel reiði vegna þessarar niðurstöðu
sem menn túlka sem svo að Ingibjörg Sól-
rún hafi verið „hrakin“ úr borgarstjórastóln-
um. Ingibjörg hefur lagt allt undir og fyrir
liggur að Samfylkingin verður að vinna stór-
sigur ef fimmta sætið á framboðslista í
Reykjavík á að tryggja henni þingsæti. Inn-
komu hennar í landsmálin hefur verið beðið
með óþreyju af stuðningsmönnum Samfylk-
ingarinnar, sem margir hverjir líta á hana
sem öflugasta stjórnmálamann flokksins.
Það er því vart við því að búast að það teljist
viðunandi niðurstaða að hún sitji eftir sem
varaþingmaður. Landsfundur Samfylkingar-
innar verður haldinn á næsta ári. Hvað
skyldi gerast þar? Væntingarnar á vinstri
vængnum eru gífurlegar og það eru gerðar
miklar kröfur til Ingibjargar Sólrúnar. Nú
tekur hins vegar hinn harði pólitíski veru-
leiki landsmálanna við. Ingibjörgu Sólrúnu
verður væntanlega teflt fram í Reykjavík
norður, þar sem hún mun m.a. etja kappi við
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þeir
eru formenn flokka sinna og forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra. Samfylkingin
hefur nú fengið draumaframbjóðandann sinn
í slaginn. Hún situr hins vegar í líklegu
varaþingmannssæti á framboðslistanum.
Hvernig hún á að geta staðið jafnfætis for-
mönnum annarra flokka í baráttunni er enn
ósvarað.
Taugastríð
og tímahrak
Morgunblaðið/Golli
Dagur B. Eggertsson og Jóna Hrönn Bolladóttir hröðuðu sér til fundar við framsóknarmenn
þegar fréttist að þeir væru að ræða hugsanleg slit á samstarfi R-listans. Dagur og Jóna Hrönn
vildu koma því á framfæri að Samfylking og vinstri grænir höfnuðu ekki tillögu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur um að Þórólfur Árnason yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík.
Samstarfið innan Reykjavíkurlistans virtist dauða-
dæmt um skeið en á síðustu stundu náðust sættir milli
flokkanna sem að listanum standa. Steingrímur
Sigurgeirsson fjallar um refskákina í Ráðhúsinu.
„ÓPÓLITÍSKUR“ borgarstjóri hef-
ur einu sinni áður haldið um stjórn-
artaumana í Reykjavík, það var á
árunum 1978–1982 þegar Alþýðu-
flokkur, Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur mynduðu vinstri
meirihluta í borgarstjórninni. Var
það í fyrsta skipti sem Sjálfstæð-
isflokkurinn missti meirihluta sinn í
borginni frá því flokkurinn var
stofnaður árið 1929.
Alþýðubandalagið vann þá sinn
stærsta sigur í Reykjavík fyrr og
síðar og fékk fimm borgarfulltrúa.
Alþýðuflokkurinn bætti líka við sig
manni en Framsóknarflokkurinn og
tapaði einum manni.
Forkólfar vinstriflokkanna
þriggja mynduðu þríeyki sem átti
að annast æðstu stjórn borgarinn-
ar. Það voru Sigurjón Pétursson Al-
þýðubandalagi, Björgvin Guð-
mundsson Alþýðuflokki og Kristján
Benediktsson Framsóknarflokki.
Egill Skúli Ingibergsson verkfræð-
ingur var ráðinn „ópólitískur“ borg-
arstjóri.
Í bók Illuga Jökulssonar, Ísland í
aldanna rás 1976–2000, segir að
þegar til kom hafi valdsvið borg-
arstjórans reynst heldur óljóst þar
eð bera þurfti jafnt stór mál sem
smá undir forystumenn flokkanna
þriggja.
Í borgarstjórnarkosningunum
1994 lýsti Egill Skúli yfir stuðningi
við Árna Sigfússon, borgarstjóra
Sjálfstæðisflokksins.
Bera þurfti mál undir
forkólfa flokkanna
Ópólitískur borgarstjóri 1978–1982