Morgunblaðið - 31.12.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gleðilegt Grýluár, með þökk fyrir öll Dabbaárin.
Slökkvilið á áramótum
Forvarnarstarf
hjálpar mjög
SÍÐASTI dagur árs-ins, gamlársdagur,er runninn upp og
að kveldi hans er hefðinni
samkvæmt upptendraður
himinn yfir borgum og
bæjum landsins er lands-
menn kveðja gamla árið og
fagna því nýja með skefja-
lausri flugeldaskothríð.
Jón Viðar Matthíasson
varaslökkviliðsstjóri
ræddi við Morgunblaðið
um eldhættuna á gamlárs-
kvöldi og hlutverk Slökkvi-
liðsins.
– Hvernig er nú að vera
slökkviliðsmaður?
„Rauði þráðurinn í
starfinu er að það er af-
skaplega gefandi. Þetta er
þakklátt starf og menn
sem vinna við þetta sjá iðu-
lega árangur af starfi sínu fljótt og
vel þó að sorgin sé oft skammt
undan þar sem við komum inn í líf
fólks við oft erfiðar og hættulegar
kringumstæður. Það veljast í
þetta starf alveg sérstakar mann-
gerðir, menn sem hafa ríkulega
þörf fyrir því að hjálpa náungan-
um, láta gott af sér leiða, en seðja
um leið spennufíkn sem þeir eru
fæddir með inni við beinið. Þetta
er þannig starf að þeir sem ráðast
í það starfa flestir hverjir mjög
lengi. Segja má að þetta sé ekki
síður lífsstíll en starf. Þetta er líka
mjög eftirsótt starf, það fundum
við fyrir skömmu er við auglýstum
eftir nýju fólki. Við munum líklega
ráða 6–8 manns, en það voru 102
umsækjendur. Það verður erfitt
að velja úr, en gerðar eru miklar
kröfur. Ákveðin grunnmenntun er
nauðsynleg og síðan er krafa um
besta mögulega líkamlega ástand
og stöðug þrekpróf halda mönn-
um við efnið. Menntunin er innan-
húss en menn eru sendir utan í
aukanám sé þess þörf. Allt miðar
að því að menn séu reiðubúnir
þegar kallið kemur.“
– Og nú eru áramót með til-
heyrandi eldnotkun …
„Já, aðalhættan á eldsvoðum er
yfir áramótin. Við reynum því að
hafa fleiri menn á vakt yfir ára-
mótin en vant er. Venjan er að
næturvakt skipi 21 slökkviliðs-
maður, en á gamlárskvöldi og ný-
ársnótt höfum við 26 á vakt. Um
2000 áramótin vorum við hins veg-
ar í vandræðum og þurftum að
hringja út til að ná fleirum í hús,
þá var bókstaflega fjandinn laus
og eldar loguðu um alla borg.“
– Var það verra þá en gengur
og gerist á áramótum?
„Já, það var einhver spenna í
loftinu og það varð fyrir vikið ein-
hver sprenging. Menn óska þess
auðvitað að það sé ekkert að gera,
en það er sjaldgæft að jafnmikið
gangi á og umrætt kvöld. Að sama
skapi er það sjaldgæft að það sé
lítið sem ekkert að gera á gaml-
árskvöldi og nýársnótt þótt það
hafi gerst. Síðustu áramót hafa þó
verið eðlileg.“
– Hvað eru eðlileg áramót?
„Það myndi vera
millivegurinn þeirra
öfga sem ég var að
nefna. Nokkur útköll
vegna blysa og flugelda
þar sem ekki væri síður
um slysaflutninga að ræða en
slökkvistarf. Það er nokkuð sem
margir gera sér ekki grein fyrir
að stór hluti starfsemi Slökkviliðs
Reykjavíkursvæðsins er sjúkra-
flutningar. Það hjálpar okkur
mjög að forvarnarstarf söluaðila
flugelda hefur eflst. Nú eru mjög
margir með hanska og augnhlífar
sem sáust ekki fyrir nokkrum ár-
um. Þetta starf má þó aldrei logn-
ast út af, því fátt er sorglegra en
þessi flugeldaslys því þau eiga
ekki að þurfa að eiga sér stað ef
varlega er farið.“
– Hvað á fólk til bragðs að taka
ef það verður vart við eld sem
blossað hefur upp?
„Það er afskaplega mikilvægt
að hringja strax í okkur og ekki
leggja líf sitt í hættu. Þá gæti orð-
ið óafturkræfur skaði. Hins vegar
eru slökkvitæki á flestum heim-
ilum landsins og menn geta metið
hvort þeir ráði við eldinn á meðan
beðið er eftir slökkviliðinu.“
– Hvaða skilaboð eru við hæfi
er þessi nótt fer í hönd?
„Það mætti byrja á því að
tryggja að reykskynjarar í húsum
væru í lagi. Það gæti verið góð ný-
ársgjöf fjölskyldunnar að setja
nýjar rafhlöður í reykskynjara.
Þá er nauðsynlegt að fara um hús-
ið áður en gengið er til náða og
gengið úr skugga um að slökkt sé
á öllum kertaskreytingum og raf-
tækjum. Ennfremur væri það
ekki út í bláinn að kanna nánasta
nágrenni hússins, t.d. með tilliti til
útikerta og hvort flugeldar hafi
lent á óæskilegum stöðum við hús-
in, t.d. nærri ruslatunnum.“
– Hvenær kviknar helst í?
„Það er yfirleitt rólegt fram eft-
ir kvöldi, fólk er þá á fótum, að
borða og horfa á skaupið. Upp úr
miðnætti færist fjör í leikinn ef
hægt er að orða það þannig. Eldar
sem kvikna seinna á nóttu og í
morgunsárið eru eldarnir sem við
óttumst mest, því þá
eru alltaf talsverðar
líkur á því að sofandi
fólk sé í húsunum. Fyrr
á nóttu og um kvöldið
er oftast um slökkvi-
starf að ræða, en í hinum tilvik-
unum björgunarstarf að auki.“
– Er ekkert gamlárskvöld hjá
ykkur?
„Við reynum það. Höfum alltaf
á dagskrá að skjóta upp á mið-
nætti og þeyta sírenur trukkanna
klukkan tólf. Hafa svo góðan mat
eftir miðnættið. Þetta hefur þó oft
farist fyrir af augljósum ástæð-
um.“
Jón Viðar Matthíasson
Jón Viðar Matthíasson er
fæddur í júlí 1959. Hann er verk-
fræðingur frá Tækniháskólanum
í Lundi 1990 með sérsvið sam-
hliða sem heitir brunaverkfræði.
1991 réðst hann til Slökkviliðs
Reykjavíkur sem síðan varð að
Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins árið 2000. Var varaslökkvi-
liðsstjóri SR og hélt stöðunni við
breytinguna 2000. Maki Jóns er
Helga Harðardóttir hár-
greiðslumeistari og börn þeirra
fjögur eru Hörður Már 21 árs,
Viðar 17 ára, Björk 10 ára og
Arnar 3 ára.
Yfirleitt
rólegt fram
eftir kvöldi
FLUGELDAR kenndir við hetjur
og kraftmikla kappa Íslend-
ingasagnanna eru meðal þess
sem Björgunarsveitin Víkverji í
Vík í Mýrdal mun hafa á boð-
stólum fyrir áramótin en undir-
búningur fyrir flugeldasöluna
hefur verið þar í fullum gangi að
undanförnu. Félagar úr sveitinni
unnu við að verðmerkja tertur
og flugelda, en sala á flugeldum
fyrir áramótin er einn stærsti
tekjuöflunarmöguleiki flestra
björgunarsveita í landinu. Lands-
björg sér um að kaupa inn flug-
elda fyrir allar björgunarsveitir
og er úrvalið fjölbreytt, mikið af
alls kyns tertum nefndum eftir
landnámsmönnunum, alls konar
skoteldar og blys í ýmsum stærð-
um.
Það má segja að sérlega viðeig-
andi sé að selja risastórar skot-
tertur merktar söguhetjum
Brennu-Njálssögu á Suðurlandi,
sagnaslóðum hinnar miklu bókar.
Það má því búast við að Gunnar á
Hlíðarenda, Hallgerður langbrók
og Njáll láti heyra vel í sér á
gamlárskvöld og fram eftir ný-
ársnóttu á Suðurlandi sem og víð-
ar um land.
Fríða Brá Pálsdóttir verðmerkir tertu kennda við Hallgerði langbrók. Fríða
gæti allt eins verið nútíma Hallgerður, í það minnsta ef marka má myndina
af Hallgerði á tertunni. Hallgerður verður sprengd á gamlársdag.
Hetjur
verða
sprengdar
í loft upp
Morgunblaðið/Jónas
Fagradal. Morgunblaðið.
KORTAÞJÓNUSTAN ehf. hefur
sent Samkeppnisstofnun kvörtun
vegna þess sem fyrirtækið kallar
„ólögmætra takmarkana á sam-
keppni“ sem það telur að Visa Ís-
land beiti gegn sér. Að mati
Kortaþjónustunnar felur háttsemi
Visa Íslands í sér brot gegn
ákvæðum samkeppnislaga og er
þess farið á leit við Samkeppn-
isstofnun að stofnunin grípi til
þeirra úrræða sem hún telji við
hæfi til að koma í veg fyrir um-
ræddar takmarkanir.
Skýlaust brot á
samkeppnislögum
Í tilkynningu frá Kortaþjónust-
unni segir, að kvörtunin varði þá
ákvörðun Visa Íslands að reikna
fjárhæðir sem korthafi kvittar fyr-
ir í íslenskum krónum yfir í
Bandaríkjadali þegar keypt er
vara eða þjónusta af fyrirtæki sem
hefur viðskipti við Kortaþjón-
ustuna. Fjárhæðir eru síðan reikn-
aðar aftur yfir í íslenskar krónur
áður en korthafi fær sendan reikn-
ing. Þetta hafi í mörgum tilvikum
valdið því að misræmi sé á milli
þeirrar fjárhæðar sem korthafa er
gert að greiða samkvæmt reikn-
ingi og þeirrar fjárhæðar sem
hann kvittaði fyrir í upphafi, vegna
þess að breytingar hafi orðið á
gengi gjaldmiðlanna.
Að mati Kortaþjónustunnar fel-
ur þessi tilhögun í sér skýlaust
brot gegn 11. og 20. gr. samkeppn-
islaga. Einnig telur Kortaþjónust-
an að með rangri upplýsingagjöf
Visa Íslands um málið til korthafa
sinna hafi fyrirtækið brotið gegn
20. og 21. gr. sömu laga. Þá fari
Visa Ísland með þessari háttsemi
gegn þeim skilmálum og loforðum
sem fyrirtækið gefi korthöfum sín-
um í samningum við þá.
Kortaþjónustan segist einnig
telja að Visa Ísland hafi lagt auka-
gjald ofan á allar færslur sem fari
í gegnum Kortaþjónustuna og
nemi það 1–,5% af hverri færslu.
Visa-korthöfum hafi ekki verið
gerð sérstaklega grein fyrir þessu
aukagjaldi. Virðist þessu auka-
gjaldi einungis vera ætlað að mæta
hugsanlegu gengistapi Visa Ís-
lands vegna umræddrar tilhögun-
ar.
Kortaþjónustan kvartar
til Samkeppnisstofnunar