Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ Ú HEFUR sagt að sam- starfið í R-listanum í að- draganda kosninganna hafi verið í kreppu vegna upp- stillingar á lista og flokks- apparötin hafi ekki viljað óflokksbundið fólk inn. Ég er alls ekki að segja að samstarfið hafi áður lent í nokkurri kreppu. En þegar verið er að stilla upp á lista og búa til pólitíska stefnuskrá þá sýnist sitt hverjum og menn þurfa oft að verja miklum tíma í að ræða saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Reykjavíkurlistinn væri annað og meira en bara kosningabandalag þriggja flokka. Heldur hefði óflokksbundið fólk líka eignarhald á Reykjavíkurlistanum, fólk sem hefur mikinn áhuga á borgarmálum og vill leggja borg- armálum lið og krafta sína. Þess vegna hef ég alltaf lagt áherslu á það að á listunum sé líka óflokksbundið fólk og það gerði ég í vor. Það verður að segjast alveg eins og er að það hefur mælst misjafnlega fyrir og það var tekist tals- vert á um þetta fyrir síðustu uppstillingu. Nið- urstaðan varð samt sú að það kom inn fólk á listann sem ég fann þá og valdi í samstarfi við uppstillingarnefndina. Ég lagði mikla áherslu á þetta í viðræðunum og jafnframt að finna yrði annan borgarstjóra ef fólk vildi ekki fall- ast á að Reykjavíkurlistinn væri annað og meira en flokkabandalag. Það var alveg áreitnilaust af minni hálfu og ég hefði engu að síður stutt Reykjavíkurlistann. Niðurstaðan varð að uppstillingarnefndin féllst á að það kæmi inn óflokksbundið fólk á listann og við völdum þetta fólk [Dag B. Eggertsson og Jónu Hrönn Bolladóttur] og ég held að það hafi lukkast afskaplega vel. Það var í raun eina ágreiningsmálið og eina málið sem ég ræddi við uppstillingarnefndina. Voru einhverjir samningar eða samkomulag í gangi? Nei, engir. Lofaðir þú á þessum tímapunkti innan R-listans að þú færir ekki fram í landsmálin? Nei. Það gerði ég ekki og ég hef heyrt því haldið fram að það hafi verið eitthvert heið- ursmannasamkomulag um það, en það er ekki rétt. Uppstillingarnefndin sem sá um viðræð- urnar við mig fyrir hönd flokkanna ræddi þetta aldrei við mig. Ef við víkjum aftur að flokksapparötunum. Verður R-listinn ekki að sætta sig við það að hann er þrír flokkar, sem hafa heilmikið bak- land, auk þessara óflokksbundnu? Jú, en Reykjavíkurlistinn verður líka að fá að lifa á eigin forsendum. Galdurinn við Reykjavíkurlistann og ástæðan fyrir því hvað honum hefur tekist vel upp í þessu samstarfi er að hann hefur lifað svolítið á eigin for- sendum. Hann hefur verið með sinn eigin borgarstjórnarflokk þar sem málin eru rædd. Hann lýtur eigin lögmálum og verður að vera til þannig. Mín persónulega skoðun er að þessi gamla hugmynd um flokksræðið, og mið- stjórnarvald flokkanna sem tekur ákvarðanir sem eru kannski ekki í samræmi við hagsmuni þess fólks sem starfar fyrir flokkinn á ýmsum sviðum, mér finnst það svolítið gamaldags hugmyndafræði og leifar af pólitísku kerfi gærdagsins. Finnst þér að flokkarnir hafi verið að skipta sér of mikið af þessari deilu og vandamálum innan R-listans síðustu tvær vikur? Já, það finnst mér. Ég hef sagt það og hef nokkuð góða sannfæringu fyrir því að ef borg- arstjórnarflokkurinn hefði haft frið til að að takast á við þetta, ræða þetta og leysa málið, hefði okkur tekist það. Það hafi verið of mikil íhlutun úr valdakjörnum flokkanna. Telur þú að R-listasamstarfið sé skaðað eftir það sem á undan hefur gengið og þau orð sem hafa fallið? Nei, ég held að þrátt fyrir allt sem á gekk hafi flestir passað sig á því að meiða ekki aðra persónulega, menn hafi ekki beinlínis verið að veitast að einstaklingum í þessu máli. Menn eru svolítið vígamóðir einmitt núna og eftir fundinn í gærkvöldi [sunnudagskvöld] sem við áttum, sem var mjög góður og hreinskiptinn, hef ég fulla trú á því að þetta fólk muni vinna áfram saman og vonandi af sömu heilindum og verið hefur. Það er kannski líka það góða við Reykjavíkurlistann að hann hefur þróað ákveðna samræðuhefð í pólitík og menn hafa ekki verið bornir þar atkvæðum heldur hefur mönnum tekist að ræða sig til niðurstöðu sam- eiginlega. Það er í raun mjög merkileg hefð sem hefur byggst þarna upp og sem er mjög mikilvægt að varðveita og mikilvægt að mínu mati að ferja yfir í flokkana en ekki öfugt, að ferja lesti flokkanna inn í Reykjavíkurlistann. Heldur þú nú þegar nýr borgarstjóri kemur til valda að hópurinn verði jafnsamstiga og hann hefur verið? Já, ég hef enga ástæðu til að ætla annað, en ég veit það ekki. Nú reynir á. Þessi hópur ber auðvitað mikla ábyrgð og þetta er verkefni sem hann verður að takast á við og ögrun. Ég held að hann geti alveg axlað það. Finnst þér líklegt, eftir það sem á undan er gengið, að R-listinn bjóði fram aftur að þrem- ur árum liðnum? Ég sé enga ástæðu til þess að útiloka að svo verði og það ræðst af því hvernig næstu þrjú árin verða. Nú kemur inn „ópólitískur borgarstjóri“, hver verður talsmaður borgarstjórnar? Ég vil nú aðeins vara við því að tala um ópólitískan borgarstjóra, þótt hann sé ekki kjörinn fulltrúi. En auðvitað á borgarstjóri, sem er ráðinn til starfa eins og í þessu tilviki, að vera í málsvörn fyrir þann lýðræðislega kjörna meirihluta sem fer með stjórn borg- arinnar. Hann hlýtur auðvitað að tala máli þess meirihluta og þeirra ákvarðana sem hann tekur, þannig að ég geri ráð fyrir því að hann verði í ákveðnu málsvarahlutverki, til viðbótar við þá sem gegna störfum sem formenn borg- arráðs og forseti borgarstjórnar og síðan hver borgarfulltrúi á sínu sviði, fyrir hverri nefnd. Ef við skoðum umræðuna sem var í haust þegar niðurstöður skoðanakönnunar lágu fyrir sem bentu til þess að fylgi Samfylkingar myndi aukast um þriðjung ef þú byðir þig fram. Var ekki fyrirsjáanlegt miðað við við- brögð samstarfsflokkanna þá að þeir tækju framboði þínu ekki þegjandi? Jú, það má segja að það hafi verið viðbúið. Ég bjóst ekki við því að það yrði einhver him- insæla með það, en ég sá algjöran grundvall- armun á því hvort ég væri að fara í prófkjörs- slag hjá Samfylkingunni með það að markmiði að leiða Samfylkinguna í öðru hvoru Reykja- víkurkjördæmanna eða taka sæti á lista hjá Samfylkingunni. Þetta fimmta sæti sem ég tók er ekki þingsæti miðað við allar aðstæður í dag. Þegar maður fer í þingframboð er það af því að maður ætlar að einbeita sér að þing- mennsku og landsmálavettvangi. En telst það vera þingframboð að taka sæti á lista? Hvar má maður þá vera, í 10. eða 20. sæti? Mér fannst þetta vera óvenjulega hörð viðbrögð miðað við þær aðstæður. Ég hefði skilið þetta ef ég hefði verið að fara í fyrsta sætið, það var ekki nokkur vafi í mínum huga að þá gæti ég ekki gegnt þessu starfi. En krafan um að þú segðir af þér, kom hún þér á óvart? Ég get ekki sagt að ég hafi átt von á svo harkalegum viðbrögðum. Ég bauðst til að taka mér leyfi og þá ekki til þess ég gæti hellt mér af krafti í kosningarbaráttuna heldur svo ég væri ekki sýnileg sem borgarstjóri á þeim tíma úr því að það truflaði svona mikið. Það kom ekki til greina og ég bauðst líka til þess að fá tímabundna lausn frá starfi og þá hefði ein- hver annar tekið við, það hefði þess vegna get- að verið Árni Þór, Stefán Jón eða Alfreð. Það var heldur ekki léð máls á því þannig að okkur var aldrei gefið færi á því að sýna og sanna að þetta gæti gengið. Það var fyrst og fremst inn- an Framsóknarflokksins því að Vinstri grænir voru tilbúnir til að fallast á slíka lausn. Heldur þú að formaður Framsóknarflokks- ins hafi óttast um eigið framhaldslíf á Alþingi? Ég veit það ekki og mér fyndist það ekki skynsamlegt af honum. Ef ég hefði verið á lista og verið jafnframt borgarstjóri hefði það þýtt að ég hefði þurft að stíga mjög varlega til jarð- ar og hefði ekki hellt mér út í kosningaslag. Þegar ég þarf að standa upp úr stólnum þýðir það að ég tek slaginn af fullum krafti og það verður aldrei af mér tekið, hvað sem öðru líð- ur, að ég hef sinnt borgarmálum í næstum því tuttugu ár og verið borgarstjóri í tæp níu ár. Það fer ég auðvitað með í farteskinu inn í þá baráttu. Þannig að þú munt kannski verða harðari í garð t.d. Framsóknarflokksins í kosning- unum? Ég segi ekkert um það, ég er algjörlega óbundin, ég á mig sjálf núna og hef ekki nein- um formlegum skyldum að gegna við aðra flokka. Auðvitað virði ég flokkana og það fólk sem þar starfar og kem fram við það af fullri virðingu, en það á ekkert inni hjá mér. Er þá ekki nokkuð ljóst að þú hafir vanmetið stöðu þína innan R-listans? Jú, ég held að það hljóti að vera. Ég ætla ekki að skorast undan því að ég hafi lagt þarna rangt mat á stöðu mína og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörðum. En ég get ekki borið ábyrgð á viðbrögðum annarra, þeir verða að axla þá ábyrgð sjálfir og hún er auðvitað ekkert síður mikil. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að segja af þér sem borgarstjóri? Það var stór ákvörðun sem ég vildi í raun- inni ekki taka. Ég var búin að reyna ýmislegt til að ná sáttum á öðrum nótum. Ástæðan fyrir því að ég tók þessa ákvörðun var að ég taldi mig vita það að ég stæði andspænis því að ann- aðhvort gerði ég þetta og Reykjavíkurlistinn myndi starfa áfram eða samstarfinu væri lok- ið. Ég gerði það reyndar að skilyrði að ég fengi tryggingu fyrir því og allt þetta fólk samþykkti að starfa saman af heilindum í R-listanum til loka kjörtímabilsins á þeim grundvelli sem við mörkuðum síðastliðið vor. Það var ástæðan fyrir því að ég fór í þennan leiðangur. Ég hefði náttúrulega aldrei staðið upp úr mínum stól ef ég hefði ekki talið mig hafa tryggingu fyrir því. Hin ástæðan var sú að ég stóð andspænis því að það var raunverulega möguleiki að Fram- sóknarflokkurinn færi með Sjálfstæðis- flokknum í meirihluta í borginni. Hvers hefði ég þá verið bættari? Það vildi ég ekki sjá ger- ast. Þannig að þú varst í raun að fórna embætt- inu til að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokk- urinn kæmist til valda? Já. Það liggur ljóst fyrir að það var ekki það sem borgarbúar kusu í vor. Hversu hætt var samstarfið komið? Veistu til þess að fundir hafi verið byrjaðir hjá Fram- sókn og Sjálfstæðisflokki? Mér fannst öll atburðarásin bera þess vott að menn væru farnir að tala saman. Þeir sögðu „engar formlegar viðræður“, að sjálfsögðu ekki. Menn fara ekki í formlegar viðræður um nýtt samstarf fyrr en þeir hafa slitið öðru. En ég er sannfærð um að það voru samræður milli manna og þreifingar. Ég spurði náttúrulega að því, þetta er ekki bara mín tilfinning, ég ítrek- aði þá spurningu við þá á laugardag hvort það væri þannig að annaðhvort stæði ég upp úr borgarstjórastólnum eða hætti við þing- framboð og ef ég gerði ekki annað tveggja færi Framsóknarflokkurinn í viðræður við Sjálf- stæðisflokk. Mér var sagt að þannig væri það og ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að það hafi legið fyrir nokkuð ítarleg útfærsla á hvernig samstarfi þeirra yrði háttað. Það hefur aldrei komið til greina af þinni hálfu að hætta við framboðið? Nei. Það er fjarri mér að fallast á að vera settir slíkir afarkostir eða lúta valdboði. Ég er þeirrar skoðunar að ef maður beygir sig einu sinni undir slíkt í svona samstarfi þá gangi menn á það lag. Þetta eru ekki vinnuaðferðir sem ég sætti mig við. Má ekki segja að það hefði ekki þurft að bjarga R-listanum ef þú hefðir ekki ákveðið að fara í þingframboð? Sínum augum lítur sjálfsagt hver silfrið, ég ber ábyrgð á mínum gerðum en ekki ábyrgð á viðbrögðum annarra. Ég tel að harkan í þeim viðbrögðum hafi verið út í hött. Þegar maður stendur andspænis því að það er haft í hót- unum við mann verður að taka slíku alvarlega. Berðu minna traust til Framsóknarflokks- ins eftir atburði síðustu daga? Það er heilmikil reynsla að ganga í gegnum þetta. Mér finnst ég hafa séð inn í ákveðinn kjarna í þessum flokkum og séð kannski hvernig menn beita valdi sínu sem mér finnst Ég á mig sjálf og er al Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur að borgarfulltrúar R-listans hefðu vel getað fundið leið út úr sínum vanda hefðu þeir fengið frið til þess frá valda- kjörnum samstarfsflokkanna. Hún sagði Nínu Björk Jónsdóttur að síðustu daga hefði hún horft inn í ákveð- inn kjarna í stjórnmálaflokkum og séð hvernig menn beittu valdi sínu á ógeðfelldan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.