Morgunblaðið - 31.12.2002, Page 12
Þ
ÓRÓLFUR Árnason,
sem tekur við starfi
borgarstjóra af Ingi-
björgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, segist finna
fyrir því að mikill
sáttahugur ríki meðal oddvita
Reykjavíkurlistans. Það sé greini-
lega mikill vilji til að láta sam-
starfið ganga upp. Þórólfur hitti
oddvita flokkanna sem standa að
R-listanum í gær.
Þórólfur segir að það hafi fyrst
verið nefnt við sig í hádeginu á
laugardag að taka við borgar-
stjórastólnum. „Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hringdi í mig í hádeg-
inu á laugardag og sagði að mikið
lægi við og að hún vildi tala við
mig í Ráðhúsinu,“ segir Þórólfur
en hans fyrstu viðbrögð voru, að
vonum, að vilja vita um hvað erind-
ið snerist. „Hún sagði mér að að
það væri út af þeirri stöðu sem upp
væri komin um framtíð Reykjavík-
urlistans og samstarf þeirra flokka
sem að honum stæðu. Ég svaraði
því til að ég myndi koma niður í
Ráðhús. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað
hún vildi því ég hef ekki komið nálægt starfi
þessara flokka. Ég lagði síðan saman tvo og
tvo og komst að þeirri niðurstöðu að hugs-
anlega væri hún með eitthvað svona spil [um
að hann yrði borgarstjóri] á hendi. Þannig
náði ég aðeins að stilla mig af og undirbúa áð-
ur en ég kom í Ráðhúsið.“
Í Ráðhúsinu, segir Þórólfur, greindi Ingi-
björg Sólrún honum frá stöðu mála og óskaði
eftir leyfi til að nefna hann sem mögulegan
borgarstjóra. „Ég spurði hvað hún gæfi mér
langan umhugsunarfrest og hún sagði að hún
yrði ánægð ef ég gæti svarað fyrir lok dags á
sunnudag. Það varð að samkomulagi þegar
við skildum.“
Þórólfur fór síðdegis á laugardag úr bæn-
um ásamt eiginkonu sinni, Margréti Bald-
ursdóttur og tveimur börnum. „Á leiðinni
stoppuðum við hjá bróður mínum, að Borg á
Mýrum, Þorbirni Hlyni prófasti og eiginkonu
hans Önnu Guðmundsdóttur. Þar fórum við
yfir málið, en áður höfðum við rætt þetta við
unglingana á leiðinni í bílnum. Eftir að hafa
farið yfir valkostina með öllum þessum ráð-
gjöfum fannst mér rangt að gefa ekki færi á
þessum möguleika; mér fannst rangt að kasta
þessu frá mér sem einhverju sem ekki mætti
ræða.“
Fylgdist með í fjölmiðlum
Þórólfur segir að hann hafi ákveðið að
hringja strax sama dag til Ingibjargar Sól-
rúnar og greina henni frá niðurstöðu sinni.
„Hún þakkaði mér fyrir og sagðist myndi
spila úr þessu,“ útskýrir hann. En hvers
vegna ákvað hann að taka starfið að sér ef það
sameinaðist Íslandssíma. Hann er því spurður
að því hvort hann hafi verið kominn í við-
ræður við einhverja aðila um önnur störf í at-
vinnulífinu, þegar borgarstjórastarfið barst til
tals um helgina. „Allt frá því ljóst var að ég
myndi ekki lengur verða í starfi hjá Tali hef
ég talað við mjög marga í þjóðfélaginu og
mjög margir hafa talað við mig.“ Þórólfur
segir að hann hafi síðustu vikurnar m.a. íhug-
að hvort hann ætti að koma að rekstri eða
stjórnun einstakra fyrirtækja. „En það hafði
aldrei hvarflað að mér að koma að starfi á
stjórnmálavettvangi,“ segir hann. „En tæki-
færið kom og maður verður að taka ákvörð-
un.“
Aðspurður kveðst Þórólfur ekki hafa haft
nein afskipti af stjórnmálum. „Og ég hef aldrei
verið flokksbundinn,“ segir hann. „Ég hef kos-
ið gott fólk úr öllum stjórnmálaflokkum til
góðra verka. Ég met sennilega oftar mann-
kostina fremur en eitthvað annað og kýs oft þá
sem ég þekki.“ Þórólfur kveðst þó hafa komið
mikið að félagsmálum í gegnum tíðina og seg-
ist hafa gaman af því að umgangast fólk. Hann
hafi t.d. verið í kór, verið formaður íþrótta-
félags og starfað fyrir Knattspyrnusamband
Íslands, svo dæmi séu nefnd.
Læri af sögunni
Þegar Þórólfur er spurður að því hvernig
hann sjái fyrir sér að reynsla sín úr atvinnulíf-
inu nýtist í stóli borgarstjóra kveðst hann von-
ast til þess að sér muni takast að starfa vel á
nýjum vettvangi. „Vonandi tekst mér að vinna
vel með þeim sem þarna starfa og læra af
þeim. Ég hef alltaf reynt að vinna að ákvarð-
anatöku með þeim hætti að þeir sem hafi með
verkefnin að gera hafi töluvert um það að
segja hvernig þau eru unnin.“ Þórólfur bætir
því við að hann hafi umgengist margt fólk á
mismunandi stöðum; hann hafi t.d. kennt og
þjálfað íþróttahópa. „Þetta er sá reynslu-
brunnur sem ég hef í að sækja og getur nýst í
þessu starfi ef af verður.“
Þegar Þórólfur er spurður að því hvernig
hann sjái fyrir sér starf sitt sem borgarstjóra,
undir stjórn þriggja flokka R-listans, segir
hann ekki tímabært að tjá sig um það. Hann
hafi í raun ekki haft neinn tíma til að mynda
sér skoðanir á því, auk þess eigi hann eftir að
ræða betur við væntanlega vinnuveitendur.
Hefur þú engar áhyggjur af fordæminu frá
1978–1982 þegar ópólitískur borgarstjóri sat í
skjóli þriggja flokka meirihluta og hver höndin
var upp á móti annarri í meirihlutanum? „Ég
hef engar áhyggjur af þessu. Þegar maður
gengur til leiks á velli hefur maður ekki miklar
áhyggur af því hvernig síðasti leikur einhverra
annarra fór.“ Þórólfur bætir því við að sagan
kenni okkur þó alltaf eitthvað, en hún hafi á
hinn bóginn ekkert að segja um manns eigin
hæfni og manns eigin dómgreind.
En lítur þú á þig sem stjórnanda, tímabund-
ið fram að næstu kosningum eða telur þú
koma til greina að fara í framboð í næstu
borgarstjórnarkosningum? „Það er alltof
snemmt að segja til um þetta.“
Þórólfur átti í gær fund með oddvitum
Reykjavíkurlistans. Að sögn Þórólfs gekk
fundurinn mjög vel, en stefnt er að því að
gengið verði formlega frá ráðningu hans í
embætti borgarstjóra fljótlega á nýju ári. „Það
var mikill sáttahugur meðal fulltrúa Reykja-
víkurlistans á fundinum. Það var greinilega
mikill vilji hjá þeim um að samstarfið yrði
gott,“ segir Þórólfur.
Þórólfur segir að á fundinum í gær hafi m.a.
verið rætt um starfssvið borgarstjóra, borg-
arráðs og borgarstjórnar. „Þá fræddist ég um
borgarmálefnin og stjórnkerfið. Þetta var
mjög góður fundur.“
Að lokum segir Þórólfur að næstu dagar fari
í andlegan undirbúning fyrir starfið; hann
muni nota þá til að setja sig inn í þau erfiðu
verkefni sem framundan eru.
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„MÉR finnst alveg augljóst af þeim
ummælum sem fallið hafa í dag
[gær] hjá forystumönnum vinstri-
flokkanna, að
R-listinn er ekki
annað en yf-
irbreiðsla yfir gíf-
urlegan ágrein-
ing þeirra sem að
honum standa og
eins konar minn-
isvarði um skort á
pólitískri dóm-
greind og um
pólitísk illindi,“
sagði Björn Bjarnason, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Í þessu ljósi er með ólíkindum að
menn hafi skuldbundið sig til þess að
standa saman um þetta samstarf út
kjörtímabilið við stjórn Reykjavík-
urborgar og lofar ekki góðu um
stjórnarhætti í borgarstjórn.“
Um það hvort þreifingar á meiri-
hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hafi verið langt
komnar segir Björn: „Menn voru að
tala saman eins og gengur í óvissu
sem þessari og skiptast á skoðunum
en engar viðræður voru komnar af
stað. Þess vegna kemur mér á óvart,
að dregin sé upp sú mynd, að óttinn
við okkur sjálfstæðismenn hafi ráðið
úrslitum um afsögn borgarstjóra.
Hins vegar er sagt, að besta her-
stjórnarlistin sé að ná árangri án
þess að grípa þurfi til vopna. Mér
sýnist, að það hafi gerst í þessu til-
viki.“
Björn segir sjálfstæðismenn alltaf
hafa verið á móti því að ópólitískur
aðili gegni stöðu borgarstjóra. „Við
höfum alltaf talið að það sé ekki til
farsældar að sá sem leiðir starfið í
borgarstjórn hafi ekki skýrt póli-
tískt umboð og sé með ótvíræðan
stuðning kjósenda á bak við sig.
Þannig að það er ekki auðvelt fyrir
Þórólf Árnason að koma inn í þetta
umhverfi núna þegar í rauninni eru
fjórir ósamstæðir flokkar á bak við
hann, þrír stjórnmálaflokkar og
hlutlaus flokkur sem Ingibjörg Sól-
rún hefur verið í til þessa. Úr því að
borgarstjóri valdi eftirmann sinn
með þessum sögulega hætti kemur
mér á óvart að Ingibjörg Sólrún
skuli ekki hafa valið konu. Hefði það
verið í samræmi við áherslur R-list-
ans síðastliðið vor, en öll loforð, sem
þá voru gefin, eru að vísu fokin út í
veður og vind eins og við sjáum,“
sagði Björn.
Breitt yfir ágreining
Björn Bjarnason, oddviti D-listans
Björn
Bjarnason
ÞÓRÓLFUR Árnason, tilvonandi borg-
arstjóri, er fæddur í Reykjavík árið
1957. Foreldrar hans eru séra Árni
Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur í
Kópavogi, og Rósa Björk Þorbjarnar-
dóttir, fyrrverandi endurmenntunar-
stjóri Kennaraháskóla Íslands. Þórólfur
er kvæntur Margréti Baldursdóttur,
sérfræðingi hjá Samlífi, Sameinaða líf-
tryggingarfélaginu hf. Þau eiga tvö
börn, 17 ára son og 14 ára dóttur.
Þórólfur á þrjú systkini: elstur er
Þorbjörn Hlynur, prófastur á Borg á
Mýrum, þá Anna Katrín, sem sér um
fiskeldi Samherja í Mjóafirði ásamt eig-
inmanni sínum Guðmundi Val Stef-
ánssyni. Yngstur í systkinahópnum er
Árni Páll, lögmaður í Reykjavík.
Þórólfur varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið 1975 og
lauk B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla
Íslands árið 1979. Þá lauk hann M.Sc. í
iðnaðar- og rekstrarverkfræði árið
1981 frá Danmarks Tekniske Højskole
(DTU).
Þórólfur var forstjóri Tals hf. á ár-
unum 1998 til októbers 2002. Þar áður
var hann framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs Olíufélagsins hf. ESSO,
eða á árunum 1993 til 1998. Þar áður,
eða frá 1987 til 1993, var hann m.a.
framkvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs hjá Marel hf.
Þórólfur hefur setið í stjórnum ým-
issa fyrirtækja og samtaka, m.a. hjá
Verslunarráði Íslands, Aflvaka hf., Am-
erísk-íslenska verslunarráðinu og Ís-
lenska járnblendifélaginu. Þá var hann
formaður markaðsnefndar Knatt-
spyrnusambands Íslands 1995 til 1998
og formaður stefnumótunar í ferða-
þjónustu fyrir Reykjavíkurborg 1996 til
1997.
Þórólfur hefur hlotið ýmsar viður-
kenningar fyrir störf sín en á þessu ári
var hann t.d. valinn markaðsmaður árs-
ins af ÍMARK.
Störf og ævi Þórólfs
„ÉG gleðst yfir öflugum liðsmanni í
baráttu Samfylkingarinnar á lands-
málasviðinu en neita því ekki að ég er
ósáttur við þau vinnubrögð sem leiddu
til þess að Ingibjörg Sólrún, varð
nauðug viljug, að standa upp af stóli
borgarstjóra,“ segir Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingarinnar.
Hann segir að um mikinn þrýsting
hafi verið að ræða og sú skelfing sem
hafi gripið um sig í hópi framsókn-
armanna og Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs undirstriki þann
styrk sem Ingibjörg Sólrún búi yfir.
„Eftir hin hörðu viðbrögð Fram-
sóknarflokksins í upphafi, kom mér á
óvart hversu þétt forysta VG límdi
sig upp að Framsóknarflokknum í
þessu máli. Mér fannst á köflum eins
og formaður VG væri eins konar
botnlangi úr forystu Framsókn-
arflokksins,“ segir Össur.
Hann segir einnig að Ingibjörg
Sólrún hafi í krafti þessarar atburða-
rásar þotið eins og sprengikúla inn í
landsmálin. „Ég er hræddur um að
afl hennar eigi eftir að koma mönnum
á óvart, þegar hún fer að berjast af
fullum krafti í landsmálunum,“ segir
hann.
„Borgarstjóri sagði sjálf í fjöl-
miðlum í dag [mánudag] að hún
myndi há grimmilega baráttu á
landsmálasviðinu úr 5. sætinu. Þegar
þessi atburðarás hófst vildi svo til að
búið var að halda
prófkjör í Reykja-
vík um átta efstu
sætin og þau eru
þar með skipuð.
Eins og hefur
komið fram hjá
Páli Halldórssyni,
formanni uppstill-
inganefndar, þá
er nær ógerlegt að
hreyfa þeirri nið-
urstöðu. Ég sé litlar líkur til þess,“
segir Össur en bætir við að öll þessi
mál verði skoðuð og að sjálfsögðu
beri Samfylkingunni siðferðileg
skylda til að taka Ingibjörgu opnum
örmum.
Hann var spurður hvort Ingibjörg
Sólrún kæmi inn á vettvang Samfylk-
ingarinnar sem ráðherraefni. „Þegar
efnt var til þessa ferðalags voru engin
loforð gefin og engar kröfur settar
fram. Það er hins vegar alveg ljóst að
forystumaður sem kemur með þess-
um hætti inn í landsmálin og færir
þær fórnir sem hún hefur gert fyrir
það eitt að vilja ljá sínum eigin flokki,
Samfylkingunni, styrk sinn, hún fær
auðvitað verðugan sess. Það er alveg
ljóst að hún kemur sterklega til álita
ef ég geng til þess að tilnefna ráð-
herra í ríkisstjórn og kannski framar
mörgum öðrum.“
Hann var að lokum spurður álits á
framtíð Reykjavíkurlistans. „Mér er
auðvitað þungt í skapi í dag eins og
vafalaust mörgum öðrum í mínum
flokki, en endataflið var teflt fyrst og
fremst til þess að tryggja líf R-list-
ans. Á þessum tólf dögum hékk það
mörgum stundum á bláþráðum, en
þeir héldu. Í stjórnmálum gerist það
stundum að harðar og erfiðar deilur
verða á milli samstarfsmanna. Að
þessu sinni báru menn gæfu til þess
að setja þær niður.
Ekki neita ég því að það eru mar-
blettir eftir og sumir eru lemstraðir,
en marið hverfur og menn ná sér. Ég
held að Þórólfur Árnason [verðandi
borgarstjóri] hafi alla burði til að
verða það smyrsl sem græðir nokkuð
fljótt þær undir sem liggja eftir þessi
átök,“ segir Össur.
Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær-
kvöldi sagði Össur að Ingibjörg yrði
ekki forsætisráðherraefni Samfylk-
ingarinnar og ekki kæmi til greina að
flýta landsfundi flokksins til þess að
leggja til að hún yrði formaður hans.
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar
Ingibjörg Sólrún fær verðugan sess
Össur
Skarphéðinsson
Finn fyrir sáttahug
byðist? „Þetta er stærsta fyrirtæki landsins
og mörg tækifæri til að láta gott af sér leiða.“
Að sögn Þórólfs ræddi hann ekki aftur við
Ingibjörgu Sólrúnu fyrr en snemma á sunnu-
dag, en síðdegið fór í fundarhöld hjá henni,
eins og kunnugt er. „Á meðan fórum við fjöl-
skyldan í yndislega fjallgöngu í góðu veðri.“
Þórólfur segist síðan hafa fylgst með atburða-
rásinni þann daginn í fjölmiðlum eins og aðrir
landsmenn.
Þegar Þórólfur er spurður að því hvort
hann telji að atburðarásin síðustu daga hafi
verið hröð segir hann að stærstu ákvarðanir í
lífinu séu oft teknar með skömmum fyrirvara.
„Hjónabönd verða til með einu bliki í auga,
íbúðakaup gerast snöggt og ákvörðun um
nám er tekin á skömmum tíma. Ég held að
hver og einn þurfi að vera búinn undir
ákvarðanatöku þegar að henni kemur.“
Þórólfur tekur fram aðspurður að hann
hefði ekki tekið umrædda ákvörðun á laug-
ardaginn nema vegna þess að hann var tilbú-
inn til þess. „Mér leið því ágætlega á sunnu-
daginn; málið var afgreitt frá minni hendi. Ef
þessi niðurstaða hefði ekki verið talin lausn í
máli Reykjavíkurlistans, hefði það verið í lagi
mín vegna. Ég hefði verið sáttur við það.“
Þórólfur segist einnig sáttur við niðurstöðuna,
eins og hún blasir við núna. „Það sem skiptir
máli er að lausnin er fundin. Það þarf að vinna
úr þessari stöðu og þar treysti ég á góð ráð
þeirra sem þekkja betur til í stjórnmálalíf-
inu.“
Engin afskipti af stjórnmálum
Eins og kunnugt er lét Þórólfur af starfi
forstjóra Tals í október sl. þegar fyrirtækið
Þórólfur Árnason
Morgunblaðið/Kristinn