Morgunblaðið - 31.12.2002, Síða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 21
NATASA Micic, forseti serbneska
þingsins, sagðist í gær hafa tekið
við sem forseti Serbíu til bráða-
birgða en kjörtímabili fráfarandi
forseta, Milans Milutinovics, lauk
formlega í gær. Stefnt hafði verið
að því að kjósa nýjan forseta í
haust en í tvennum kosningum
tókst ekki að tryggja næga kjör-
sókn til að kosningarnar teldust
gildar og því tekur Micic nú við
embættinu þar til höggvið hefur
verið á hnútinn.
Micic er fyrsta konan til að
gegna embætti forseta í Serbíu.
Hún er jafnframt yngsti forseti
landsins, en hún er aðeins 37 ára
gömul. Micic hefur verið nefnd hin
serbneska Nicole Kidman, í höfuð-
ið á kvikmyndaleikkonunni ástr-
ölsku sem henni þykir svipa til.
Milutinovic hefur verið ákærður
fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir
stríðsglæpadómstólnum í Haag og
voru uppi getgátur um það í gær að
hann yrði handtekinn einhvern
næstu daga og framseldur til Hol-
lands.
Fyrsti kven-
forseti Serbíu
Belgrad. AFP.
APNatasa Micic
MWAI Kibaki, frambjóðandi stjórn-
arandstöðunnar í forsetakosningum
sem fóru fram í Kenýa sl. föstudag,
sór í gær embættiseið sem nýr forseti
landsins. Öruggur sigur hans á Uh-
uru Kenyatta, fulltrúa stjórnar-
flokksins (KANU), þykir sæta mikl-
um tíðindum enda hefur KANU
stjórnað landinu fram að þessu, þ.e.
allt frá því að Kenýa hlaut sjálfstæði
frá Bretum árið 1963. Þá fagna menn
því að valdaskiptin skuli eiga sér stað
við friðsamlegar aðstæður og eftir
frjálsar kosningar, enda þykir það
merki um lýðræðisþróun í Kenýa.
Talið er að um ein milljón manns
hafi verið samankomin í miðborg
Nairobi í gær til að fylgjast með emb-
ættistökunni. Fólkið hélt á lofti fán-
um með merki Regnbogabandalags-
ins (NARC), kosningabandalags
stjórnarandstöðuflokkanna í þessum
forsetakosningum, en Kibaki, sem
var frambjóðandi NARC, fékk tæp-
lega 70% atkvæða skv. bráðabirgða-
tölum sem birtar voru seint á sunnu-
dag.
Kenyatta, frambjóðandi KANU,
fékk hins vegar aðeins 24%. Hann
lýsti sig sigraðan á sunnudag þó að
endanleg úrslit lægju þá ekki fyrir.
Stjórnarandstaðan í Kenýa vann
einnig sigur í þingkosningum sem
fóru fram samhliða forsetakjörinu.
Erlendir eftirlitsmenn segja kosning-
arnar í heild hafa farið tiltölulega vel
fram en talið er að kjörsókn hafi verið
um 60%.
Moi hættir eftir 24 ár
Kibaki, sem er 71 árs, verður þriðji
forseti Kenýa. Hann tekur við af
Daniel arap Moi, sem hefur verið for-
seti Kenýa frá 1978. Áður hafði Jomo
Kenyatta, faðir mótframbjóðanda
Kibakis að þessu sinni, verið forseti á
árunum 1963–1978.
Moi óskaði Kibaki til hamingju
með sigurinn eftir embættisvígsluna í
gær. „Þetta er mikilvægur dagur í
sögu þjóðar okkar,“ sagði hann. „Íbú-
ar Kenýa hafa lýst áliti sínu,“ bætti
hann við. „Í stjórnmálum skiptast á
skin og skúrir. Í dag verður KANU
að sætta sig við að hafa tapað kosn-
ingunum eftir næstum 40 ár við völd.“
Kibaki var áður samstarfsmaður
Mois og var m.a. fjármálaráðherra og
varaforseti í valdatíð hans. Hann
sagði hins vegar skilið við KANU-
flokkinn árið 1991 þegar Moi ákvað
að heimila starfsemi annarra flokka í
landinu. Bauð Kibaki sig fram gegn
Moi í forsetakosningum 1992 og 1997
en hafði þá ekki erindi sem erfiði.
Sú ákvörðun Mois að setjast nú í
helgan stein, í samræmi við ákvæði
stjórnarskrár landsins, og sú stað-
reynd að hann hefur ekki hreyft nein-
um andmælum þó að andstæðingur
hans í stjórnmálum taki við af honum,
þykir sigur fyrir lýðræðið í Kenýa.
Um leið eru stjórnarskiptin söguleg í
þeim skilningi að fáir þjóðarleiðtogar
í Afríku hafa setið lengur í embætti
en Moi.
Moi, sem er 78 ára, hefur tekist að
halda Kenýa saman, ólíkt leiðtogum
nágrannaríkjanna Sómalíu og Súdan,
sem hafa liðast í sundur eða loga í
ófriði. Stjórnartíð Mois hefur hins
vegar ekki verið neitt sældarlíf fyrir
þá 31 milljón manna sem býr í Kenýa.
Tími kominn á breytingar
Ljóst er að Kenýamenn vænta
mikils af þeim stjórnarskiptum sem
nú verða. Fréttaskýrendur segja að
kjósendur virðist hafa verið búnir að
fá sig fullsadda á spillingu og fátækt í
landinu en miklir örðugleikar hafa
sett svip sinn á efnahag Kenýa und-
anfarin ár. Meirihluti íbúa landsins
man aðeins einn forseta, enda hefur
Moi setið á forsetastóli frá 1978 eins
og fyrr segir. Höfðu margir því beðið
eftir tækifæri til að stuðla nú að víð-
tækum breytingum í landinu.
Og Kibaki lofar einmitt víðtækum
breytingum; einkum og sér í lagi því
að hann muni útrýma spillingu í
stjórnkerfinu. „Innan fárra vikna, um
leið og þing landsins hefur komið
saman, munum við leitast við að setja
á laggirnar stofnun til að ráða niður-
lögum spillingar og mun henni verða
veitt heimild til að sækja menn til
saka,“ sagði Kibaki á sunnudag.
Hann sagði að vísu í gær að ekki yrði
ráðist í neinar „nornaveiðar“ vegna
óstjórnar undanfarinna ára. Á hinn
bóginn myndi hann ekki skirrast við
að láta þá svara til saka sem til þess
hefðu unnið.
Þá hét Kibaki því að minnka veru-
lega ríkisumsvif. „Faðmur ríkisvalds-
ins er of stór. Við þurfum að losa okk-
ur við óþarfa fitulag. Það er verið að
greiða fólki laun fyrir ekki neitt,“
sagði Kibaki.
„Kenýamenn eru fullkomlega ham-
ingjusamir núna þegar Moi er farinn.
Óvinurinn er á brott,“ sagði William
Onyango, sem starfar hjá hinu opin-
bera. „Nú er Kenýa loksins sjálf-
stætt. Kenýamenn eru loks frjálsir.“
8
9 :
; < = * #!'
> 3 $= 3$
$&"* * $$% %
*$+>& ? ,"3 $>,
!
"
#$
%
&'!
(()
!"
!"
Mwai Kibaki tekinn við
embætti forseta Kenýa
ReutersHópur Kenýamanna fagnar eftir að Kibaki sór embættiseiðinn í gær.
Niðurstaðan í
forsetakjörinu sl.
föstudag sögð
sigur fyrir lýð-
ræðið í Kenýa
Nairobi. AFP.
GLORIA Arroyo, forseti Filippseyja,
lýsti yfir því í gær að hún hygðist ekki
leita eftir endurkjöri í kosningum árið
2004. Kom þessi yfirlýsing forsetans
mjög á óvart.
Arroyo, sem er 55 ára, sagði að
djúpstæður pólitískur klofningur á
Filippseyjum hefði gert að verkum að
í raun væri ekki unnt að stjórna land-
inu. Vísaði hún til þess að hún hefði
hafist til valda með óhefðbundnum
hætti en hún tók við forsetaembætt-
inu í fyrra eftir að réttkjörinn forseti
landsins, Joseph Estrada, hraktist úr
embætti sökum spillingar.
Arroyo sagði að rás atburða sem
lyktaði með því að hún tók við emb-
ættinu hefði klofið þjóðina í pólitísku
tilliti og dregið úr líkum á því að tak-
ast mætti að vinna bug á efnahags-
vandanum. Færi hún fram í forseta-
kosningunum árið 2004 yrði það
einungis til þess að auka enn á klofn-
inginn. Lýsti forsetinn síðan yfir því
að þessi ákvörðun hennar væri óhagg-
anleg og hún hygðist nota þá 18 mán-
uði sem hún ætti eftir í embætti til að
styrkja efnahag Filippseyja, bæta at-
vinnuástand og stuðla að auknum um-
svifum fyrirtækja.
Tilkynning forsetans kom mjög á
óvart og var henni líkt við pólitískan
landskjálfta. Panfilo Lacson, einn af
leiðtogum stjórnarandstöðunnar,
sagði þetta virðingarverða ákvörðun
en hann hefur boðað framboð árið
2004. Hið sama gerði öldungadeildar-
þingmaðurinn Edgardo Angara, sem
einnig hyggst leita eftir því að verða
frambjóðandi stjórnarandstöðunnar.
Hét hann góðri samvinnu við Arroyo á
þeim mánuðum sem hún ætti eftir í
embætti. Arroyo varð forseti Filipps-
eyja í janúar í fyrra. Hún er hagfræði-
menntuð og dóttir fyrrverandi forseta
Filippseyja. Hún hefur fylgt stefnu
markaðsvæðingar og -frelsis auk þess
sem stjórn hennar hefur verið hliðholl
Bandaríkjamönnum.
Efnahagur Filippseyja hefur verið
bágborinn mjög frá árinu 1997 og er
nú svo komið að 40% þjóðarinnar búa
við sárustu fátækt.
Arroyo fer
ekki fram 2004
Ákvörðun forsetans líkt við póli-
tískan landskjálfta á Filippseyjum
Baguio. AFP.
AP
Gloria Macapagal Arroyo, forseti
Filippseyja, ávarpar mannfjölda við
athöfn til minningar um þjóðhetj-
una Jose P. Rizal í gær.
SKÝRT var frá því í Páfagarði um
helgina að 15. febrúar nk. yrði
fræðimönnum leyft að rannsaka
skjöl um samskipti ríkisins við
Þýskaland á árunum 1922–1939.
Lengi hefur hefur verið deilt hart
á Píus XII fyrir að hafa ekki beitt
sér gegn gyðingaofsóknum nasista
en hann var páfi 1939–1958. Fyrir
1939 var hann lengi sendimaður
Páfagarðs í Þýskalandi.
Píus XII var Ítali og hét upp-
runalega Eugenio Pacelli. Páfa-
garður hyggst á næstunni blessa
Píus en það er fyrsta stig í áttina
að því að gera hann að dýrlingi.
Stuðningsmenn Píusar segja að
hann hafi í kyrrþey reynt eftir
megni að gæta hagsmuna gyðinga
með þrýstingi á ráðamenn í Þýska-
landi og víðar en aðrir eru fullir
efasemda. Þegar í árslok 1942 var
Páfagarði kunnugt um að tvær
milljónir gyðinga hefðu verið
myrtar, gasklefar væru í notkun í
útrýmingarbúðum í Póllandi og
tugþúsundir gyðinga hefðu verið
fluttar nauðungarflutningum frá
Tékkóslóvakíu. Kom þetta fram í
tímariti jesúítareglunnar, Civilita
Cattolica, í nóvember. Reglan er
undir yfirstjórn Páfagarðs.
Einu ummælin sem Píus virðist
hafa látið frá sér fara á stríðs-
árunum um Helförina eru í jóla-
boðskap árið 1942. Þá nefndi hann
ekki gyðinga sérstaklega en sagði
að hundruð þúsunda manna hefðu
dáið án þess að hafa gert nokkuð
af sér, stundum hefði fólkið dáið
eingöngu vegna „þjóðernis eða
uppruna“.
Ritið virtist taka að nokkru und-
ir ásakanir á hendur Píusi. „Píus
XII hafði að líkindum ekki eig-
inleika spámanns,“ sagði Civilita
Cattolica.
Stofnuð var árið 1999 sex
manna nefnd fræðimanna úr röð-
um kaþólikka og gyðinga til að
fara í saumana á deilunum um af-
stöðu Páfagarðs til Helfararinnar.
Nefndin var leyst upp tveimur ár-
um síðar er fimm nefndarmanna
sögðu sig úr henni til að mótmæla
því að fá ekki aðgang að umrædd-
um skjölum.
Í tilkynningu Páfagarðs kom
fram að skjöl frá Berlín á árunum
1931–1934 hefðu eyðilagst, meðal
annars í loftárásum bandamanna
árið 1945. Skjöl frá 1940–1945
verða gerð opinber árið 2005.
Leyfa
aðgang að
skjölum um
Píus XII
Páfagarði. AP, AFP.