Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓTABRENNUR verða haldn- ar á 17 stöðum víðsvegar um höf- uðborgarsvæðið um þessi áramót. Kveikt verður í flestum þeirra kl. 20.30, á Ásvöllum í Hafnarfirði, á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og við íþróttamiðstöðina í Mosfellsbæ verður kveikt í brennum kl. 20 og á Arnarneshæð kl. 21. Óskars Bjartmarz hjá lögreglunni í Reykjavík vill benda fólki á að notkun flugelda í grennd við brenn- ur er ekki heimil. Vissara er því fyr- ir þá sem hugsa sér gott til glóð- arinnar um áramótin að bíða með að sprengja flugelda þar til nær dregur miðnætti. Notkun blysa og stjörnu- ljósa er þó heimil en fara verður að öllu með gát, að sögn lögreglu, enda eðlilega mikill mannfjöldi sem safn- ast saman við brennur um áramótin. Jón Bergvinsson, brennustjóri við Ægissíðu, segir brennuna þar verða rétt rúmlega meðalstóra, hún megi ekki vera stærri sökum nálægðar við húsin í kring. Fyrir nokkrum dögum greindi Morgunblaðið frá því að jólatré sem ekki seldust fyrir hátíðirnar myndu enda á brennum landsmanna um þessi áramót, enda þykja þau góður eldmatur. Jón segir að jólatré sé þó varla að finna í brennunni við Ægissíðu. Í henni sé fyrst og fremst timbur. Timbrið kemur frá byggingarfyr- irtækjum sem gefa afgangstimbur. Þá gaf Grandi hf. kefli á brennuna sem setja skemmtilegan svip á hana í ár, að sögn Jóns. Byrjað var að safna í brennuna 27. desember sl. og hafa starfsmenn borgarinnar þurft að hafa hraðar hendur við að stafla henni upp. Hann bendir þó á að mun minna sé af iðnaðarstarfsemi og bygging- arframkvæmdum í Vesturbænum samanborið við nýrri hverfi borg- arinnar og þar af leiðandi sé miklu minna af efni sem fellur til. „Þetta er rótgrónara hverfi, það eru fleiri sem eiga leið um Árbæinn og Gufunes en hingað,“ segir hann. 700 jólatré á einu bretti Kjartan Gíslason, brennustjóri í Geirsnefi og Gufunesi, fullyrðir að stærstu brennurnar á höfuðborg- arsvæðinu um þessi áramót verði á þessum stöðum, að öllum líkindum verði brennan við Geirsnef eilítið stærri. Á hvorri brennu eru nokkur hundruð jólatré og Kjartan nefnir sem dæmi að einn aðili hafi hringt og sagst vera með 700 jólatré sem hann þufti að losna við. Þá eru í brennunum bretti og ann- að timburdót sem fyrirtæki hafa gefið. Í brennunni í Gufunesi er einnig að finna gamlan nótabát frá J. Hinrikssyni. Upphaflega stóð til að setja hann heilan á brennuna en báturinn var illa farinn og var því ákveðið að búta hann niður. Kjartan segir að ólíkt við rótgrón- ari hverfi borgarinnar séu brennur við Geirsnef og í Gufunesi ekki eins bundnar af nálægðinni við íbúða- byggð og fyrirtæki séu auk þess dugleg að gefa efni á brennurnar. Áður fyrr var algengt að ung- menni söfnuðu á brennurnar. Það fyrirkomulag er hins vegar ekki lengur fyrir hendi, að sögn Kjart- ans, og nú er það alfarið á hendi fé- lagasamtaka og sveitarfélaga að taka við efninu, sjá til þess að það sem fari á brennuna sé í góðu ástandi og að lokum að kveikja í öllu saman. „Við hættum að safna á brennuna í dag [gær] og lokum á þetta. Það er í raun hægt að taka endalaust við,“ segir Kjartan. Hann býst við að mikill fjöldi fólks leggi leið sína á brennuna, einkum ef vel viðrar á borgarbúa. Fyrir þá sem vilja leggja til efni á brennur í Reykjavík skal bent á að hætt verður að taka við efni þegar bálkestirnir þykja hæfilega stórir eða í síðasta lagi kl. 14 í dag. Frá því kveikt verður í brenn- unum og fram til miðnættis verða brennustjórar á vakt við brenn- urnar ásamt aðstoðarmönnum. Gert er ráð fyrir að um kl. 2 eftir mið- nætti fari fjórir vatnsbílar á ferð um höfuðborgarsvæðið og hefji slökkvi- starf. Annan janúar er loks áætlað að hreinsa brennubotna. Gaman saman á gamlárskvöld Af þeim fjölmörgu brennum sem verða um áramótin má nefna brennu á Ásvöllum í Hafnarfirði sem kveikt verður í kl. 20. Í tilkynningu frá Hafnarfjarð- arbæ segir að ferð á brennu sé skemmtun fyrir alla fjölskylduna og ágætis byrjun á góðu kvöldi. Íþrótta- og æskulýðsnefnd Hafn- arfjarðar, Forvarnarnefnd, For- eldraráð og foreldrafélögin í Hafn- arfirði hafa ásamt lögreglunni staðið fyrir átaki þar sem foreldrar barna og unglinga í bænum eru hvattir til gera gamlárskvöld að kvöldi þar sem allir aldurshópar fá að njóta sín. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að foreldrar séu einnig hvattir til að virða reglur um útivist- artíma barna og unglinga. Áramótabrennur verða haldnar á 17 stöðum og með svipuðu sniði og í fyrra Jólatré, af- gangstimb- ur og nóta- bátur á bálkestina Höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/RAX Brennan á Geirsnefi með Esjuna í baksýn. Vel hefur gengið að safna í brennuna í ár, að sögn brennustjóra. Morgunblaðið/RAX Jólatré eru vinsæl á brennum landsmanna í ár. Myndin er tekin í Gufunesi.  Áramótabrennur 2002/28C Í TILKYNNINGU frá lögregl- unni í Reykjavík um meðferð skotelda er á það bent að ekki megi selja skotelda til unglinga yngri en 16 ára og að öll sala á flugeldum til barna yngri en 12 ára sé óheimil nema um annað sé sérstaklega getið. „Fullorðið fólk þarf að hafa vit fyrir börnunum og gæta þess að þeim stafi ekki hætta af skoteldum og blysum. Börnin geta stundum orðið áköf, vilja gleyma sér við spennandi að- stæður og ganga þá stundum lengra en æskilegt getur talist. Munið að slysin gera ekki boð á undan sér,“ segir m.a. í tilkynn- ingunni. Bent er á að mikilvægt sé að lesa leiðbeiningar sem fylgja skoteldum og blysum og fara eftir þeim leiðbeiningum. Ekki á að vera með skotelda við brennur og þar sem fólk safn- ast saman getur notkun þeirra verið varasöm. Þar þarf að sýna ýtrustu varkárni, að mati lög- reglunnar, engu síður en ann- ars staðar. Áfengi og púður fara ekki saman Þá hvetur lögreglan fólk til að gæta hófs í áfengisneyslu yf- ir áramótin og foreldra að gleyma ekki börnum sínum svo flestir megi eiga ánægjuleg áramót. „Hverjum og einum má vera ljóst að meðferð áfengis og notkun skotelda og blysa fara ekki saman,“ segir að lokum í tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglan um meðferð skotelda „Fullorðið fólk þarf að hafa vit fyrir börnunum“ Höfuðborgarsvæðið BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins hafa lagt til að borgarráð samþykki að verkefni Borgarendur- skoðunar verði frá og með 1. janúar nk. að annast samskipti við innri end- urskoðendur og annast innri endur- skoðun hjá borgarsjóði og stofnunum borgarinnar. Þá leggja þeir til að stofnunin ann- ist ráðgjöf um mál sem varða innri endurskoðun og meðferð fjármuna borgarinnar og stjórnsýsluendur- skoðun innan borgarkerfisins eftir því sem við á auk annarra verkefna sem borgarráð ákveður að fela stofnun- inni. Gert er ráð fyrir að fjalla um fram- tíð Borgarendurskoðunar á fundi borgarstjórnar 16. janúar nk. Samkvæmt tillögu borgarstjóra og forseta borgarstjórnar er lagt til að embætti Borgarendurskoðunar verði lagt niður frá og með 28. febrúar á næsta ári og ný innri endurskoðunar- deild taki til starfa 1. mars nk. Tillaga D-lista um framtíð Borgar- endurskoðunar Stofnunin fái ný verkefni Reykjavík KRAKKARNIR á leikskólanum Sæborg í Vesturbæ skelltu sér um borð í þennan fák og og ímynduðu sér að þau þeystust um sandkass- ann á ægilegri ferð. Eins og sjá má er hann líka rúmgóður. Í dag er alveg sérstakur dagur sem börnin hafa án efa beðið eftir lengi, mörg fá að vaka lengur, fara á brennu og kveikja á blysum og stjörnuljósum. Það má gera sér í hugarlund að eitthvað af þessu hafi borið á góma í ökuferðinni í gær. Á þeysi- reið í sand- kassanum Vesturbær Morgunblaðið/Jim Smart FLYTJA á það sem eftir stóð óhreyft af húsinu í Aðalstræti 16 á Lindar- götu þar sem það mun nýtast undir íbúðarhús í tengslum við uppbygg- ingu á lóð nr. 60. Í gær var húsið flutt vestur á Granda á geymslusvæði Reykjavík- urhafnar þar sem það mun standa yfir áramótin. Fljótlega á nýju ári verður það tekið aftur upp og sett niður í Skuggahverfið. Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, hafði húsið, sem var byggt árið 1900, götunúmerið 14 á sínum tíma. Árið 1901 var það sameinað Aðalstræti 16 og hefur verið svo síðan, eða þar til Aðalstræti 16 var tekið niður fjöl fyrir fjöl fyrir nokkrum misserum í tengslum við fornleifauppgröf í Aðal- stræti. Elsta hlutanum er haldið til haga og er hann sem stendur í geymslu þar til mál skýrast og fram- kvæmdir hefjast aftur við fyrirhug- aða hótelbyggingu á horni Aðalstræt- is og Túngötu. Efri hluti hússins stendur hins vegar enn á lóðinni, auk hlutans sem til stendur að flytja. Eins og greint hefur verið frá er ráðgert að þar rísi 70–75 herbergja hótel á þremur hæðum og er stefnt að því að hótelið verði tilbúið í mars 2005. Svæðið undir rannsakað Að sögn Þorsteins hefur loks verið ákveðið að flytja þennan hluta af Að- alstræti 16 svo Fornleifastofnun geti sinnt fornleifarannsóknum á svæðinu undir húsinu. „Þetta er liður í því að fækka spurningarmerkjunum áður en menn ráðast endanlega til leiks og reisa eitt- hvað ofan á þetta,“ segir hann. Annað gamalt og merkilegt hús, ÍR-húsið, hefur dagað uppi á hafnar- svæðinu, nánar tiltekið á Ægisgarð- inum. Þar hefur það verið í geymslu frá því í mars á síðasta ári en menn- ingarmálanefnd borgarinnar sam- þykkti nýlega að flytja það á Árbæj- arsafn. Spurður um þetta segir Þorsteinn litla hættu á því að Aðalstræti 16 dvelji jafnlengi á hafnarbakkanum og ÍR-húsið. Hluti af Aðalstræti 16 fluttur í geymslu vestur á Granda Morgunblaðið/Árni Sæberg Það sem eftir var af Aðalstræti 16. Húsið hægra megin á mynd var flutt vestur á Granda í gær. Rannsaka á jarðveginn undir því. Flutt aftur eft- ir áramót á Lindargötu 60 Miðborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.