Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 24
LANDIÐ
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
HIÐ árlega jólaball Mýrdælinga í
Leikskálum í Vík var haldið milli
jóla og nýárs, það endar alltaf með
glæsilegri flugeldasýningu sem
björgunarsveitin Víkverji sér um
og gefur þetta smá fyrirfram-
skemmtun fyrir skotglaða Mýrdæl-
inga en það eru fyrirtæki í Mýr-
dalnum sem gefa þessa
flugeldasýningu. Nú er í gangi
söfnun hjá björgunarsveitinni í
Vík, þannig að almenningur kaupir
sig inn í eina sameiginlega sýningu
hver eftir sínum fjárhag, sem verð-
ur um miðnætti á gamlárskvöld í
Vík, það er björgunarsveitin sem
sér svo um að skjóta öllu á loft.
Safnað fyrir
flugeldasýningu
Fagridalur
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
VERKALÝÐS- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis gerði Guð-
rúnu Elísu Ólafsdóttur að heið-
ursfélaga á 70 ára afmælishátíð fé-
lagsins sem haldin var í Stapa
síðastlinn laugardag.
Við athöfnina þakkaði Kristján
Gunnarsson, formaður VSSK, Guð-
rúnu fyrir fórnfúst starf í þágu
verkafólks.
Guðrún var lengi í forystu og for-
maður Verkakvennafélags Kefla-
víkur og Njarðvíkur, eða þar til fé-
lagið var sameinað Verkalýðs- og
sjómannafélagi Keflavíkur og ná-
grennis 1989. Eftir það var hún
varaformaður VSSK þar til í apríl
síðastliðnum. Kristján sagði að hún
hefði hvergi hvikað í baráttunni
fyrir bættum kjörum og jöfnun lífs-
kjara. Guðrún hefur gegnt fjölda
annarra trúnaðarstarfa fyrir verka-
lýðshreyfinguna. Kristján sagði að
menntun verkafólks væri henni af-
ar hugleikin, hún hefði fljótt skynj-
að það að menntun verkafólks gæti
lyft grettistaki í þágu þess.
Á afmælishátíðinni voru ýmis
skemmtiatriði, auk þess sem Krist-
ján Gunnarsson rakti sögu félagsins
í hátíðarræðu. Þá fékk félagið gafir
og blóm í tilefni afmælisins.
Gat Kristján þess meðal annars
að félagið væri yngra en sambæri-
leg félög sem mörg væru að halda
upp á 100 ára afmæli þessi árin.
Nefndi hann að vinnuveitendur
hefðu barist hart gegn því að stofn-
að væri verkalýðsfélag í Keflavík.
Áður en Verkalýðsfélag Keflavíkur
hefði veri stofnað í lok ársins 1932
hefðu verkamenn verið kúgaðir til
að leggja fyrra félag sitt niður. Fé-
lagið fékk ekki varanlega fótfestu
fyrr en samningar náðust við út-
gerðarmenn 1937.
Gerð að heiðursfélaga
verkalýðsfélagsins
Keflavík
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Guðrún Elísa Ólafsdóttir, heið-
ursfélagi VSSK.
HINN 27. desember 1952 fór fram
í Stykkishólmi tvöfalt brúðkaup.
Þá giftu sig Kristín Björnsdóttir
og Benedikt Lárusson og Guðrún
Björnsdóttir og Sveinn Davíðsson.
Síðan eru liðin 50 ár. Systurnar
ásamt eiginmönnum sínum hafa
alla sína búskapartíð búið í Stykk-
ishólmi og nær frá upphafi við
sömu götuna. Ungu hjónin voru
fyrstu landnemarnir í nýju íbúða-
hverfi í Stykkishólmi sem nú heit-
ir Lágholt en var fyrst í stað kall-
að Kardimommubærinn en
nafngiftin tengdist því að þar
bjuggu barnmargar fjölskyldur.
Kristín og Benedikt eiga sjö börn
og 16 barnabörn og Guðrún og
Sveinn eiga 6 börn og 14 barna-
börn. Það var því stór hópur sem
kom saman og fagnaði þessum
tímamótum í lífi foreldra sinna.
Mörg barnanna ásamt fjölskyldum
sínum búa í Stykkishólmi.
Gullbrúðkaup
hjá systrum
Stykkishólmur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Þau áttu gullbrúðkaup hinn 27. desember, systurnar Kristín og Guðrún
Björnsdætur og eiginmenn þeirra, Benedikt Lárusson og Sveinn Davíðsson.
SENNILEGA hefur hann haft
áhyggjur af aukakílóunum eftir jól-
inn selkópurinn sem skreið upp á
hafnarviktina á Skagaströnd á milli
jóla og nýárs. Hann kærði sig ekk-
ert um blíðuhót frá mannfólkinu og
reyndi að glefsa í viktarmanninn
þegar hann vildi klappa honum.
Selurinn skreið upp fjöruna og á
viktina og lagðist þar. Var engu lík-
ara en kópurinn vildi láta vikta sig
því hann brást hinn versti við öllum
tilraunum til að nálgast hann og
sýndi óspart tennurnar en fór þó
hvergi þrátt fyrir umgang manna í
grennd við hann. Fór að lokum svo
að viktarmaðurinn ýtti honum í sjó-
inn aftur með strákústi. Eftir að í
sjóinn kom var hann fljótur að láta
sig hverfa út í höfnina og hefur
ekki sést síðan. Ekki sagðist viktar-
maðurinn hafa viktað selinn enda
ekki ljóst hver hefði borgað vikt-
argjöldin fyrir kauða.
Selur á hafnarviktinni
Skagaströnd
Morgunblaðið/Árni Geir Ingvarsson
Kópurinn kærði sig ekkert um afskipti manna af sínum högum og reyndi
hiklaust að glefsa í þá sem komu of nærri að hans mati.
ÖRN Arnarson hefur verið kjörinn
íþróttamaður Keflavíkur 2002. Örn
er sundmaður og gekk til liðs við
sunddeild Keflavíkur í haust.
Íþróttamaður Keflavíkur var kjör-
inn við athöfn í félagsheimili Kefla-
víkur, íþrótta- og ungmennafélags,
síðastliðinn laugardag. Jafnframt
var lýst kjöri íþróttamanna ein-
stakra deilda og Íslandsmeistarar á
vegum félagsins voru heiðraðir.
Örn Arnarson var útnefndur
sundmaður Keflavíkur, Haraldur
Freyr Guðmundsson knattspyrnu-
maður félagsins, Gunnar Einarsson
körfuknattleiksmaður, Eva Berglind
Magnúsdóttir fimleikamaður, Ólafur
Jón Jónsson badmintonmaður, Þor-
steinn Marteinsson skotmaður og
Helgi Rafn Guðmundsson tae-
kwondomaður Keflavíkur árið 2002.
Fram kom við athöfnina að Evr-
ópumeistaratitill Arnar í 200 metra
baksundi væri sögulegur atburður.
Aldrei hefði íþróttamaður úr félag-
inu og sveitarfélaginu í heild unnið
þvílíkt afrek.
Örn Arnarson íþrótta-
maður Keflavíkur
Keflavík
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson
Örn Arnarson, íþróttamaður Kefla-
víkur, með viðurkenningar sínar.
TÖLUVERT tjón varð á húsi Fisk-
markaðar Suðurnesja við höfnina í
Sandgerði þegar eldur kom upp í ker-
um og veiðarfærum sem voru austan
við gafl hússins. Slökkviliðinu í Sand-
gerði tókst þó með snarræði að koma
í veg fyrir enn meira tjón, meðal ann-
ars að eldurinn færi í olíutank sem
stendur við húsið.
Ungt par, sem var á gangi um bæ-
inn þegar klukkan var langt gengin í
tólf á sunnudagskvöld, sá eldinn og
hringdi til Neyðarlínunnar. Slökkvilið
Sandgerðis var kallað út svo og að-
stoð frá Brunavörnum Suðurnesja í
Keflavík. Þegar slökkviliðsmenn
komu á vettvang, skömmu eftir að til-
kynning barst, stóðu eldtungurnar
marga metra upp fyrir þakkant húss-
ins og eldur var kominn í þakið sjálft.
Rífa þurfti þakkant
Eldurinn var í fiskikerum sem
geymd voru við húsið og stóðu þarna
sex hæðir af kerum í björtu báli. Veið-
arfæri voru í tveimur kerum og á
brettum. Þá voru ker meðfram allri
hlið hússins og eldurinn var farinn að
sleikja olíutank sem þarna stendur.
Að sögn Reynis Sveinssonar
slökkviliðsstjóra hafði slökkviliðið að
mestu ráðið niðurlögum eldsins með
froðu þegar aðstoð barst úr Keflavík.
Hann segir að rífa hafi þurft þakkant
að hluta til að komast að glóð sem
þar leyndist. Lyftarar voru notaðir
til að flytja fiskiker í burtu.
Reykur komst inn í móttökusal þar
sem 30 tonn af fiski stóðu. Sigurður
Kristjánsson, rekstrarstjóri Fisk-
markaðs Suðurnesja í Sandgerði,
segir að hráefnið hafi reynst vera í
góðu lagi og hafi fiskurinn verið seld-
ur í gær. Ekki hafi orðið veruleg rösk-
un á starfseminni vegna eldsins.
Sigurður segir að verulegt tjón hafi
orðið á húsinu og mununum sem
brunnu fyrir utan það en hann telur
að snarræði slökkviliðsins hafi forðað
fyrirtækinu frá enn verra tjóni. Nefn-
ir sem dæmi að ef eldurinn hefði kom-
ist í olíutankinn hefði getað farið verr.
Í gær var von á matsmanni trygg-
ingafélags Fiskmarkaðarins en Sig-
urður taldi að tjón fyrirtækisins næmi
að minnsta kosti eitthvað á aðra millj-
ón.
Í gær var ekki vitað fyrir víst um
upptök eldsins en lögreglan í Keflavík
rannsakar þau. Virtist eldurinn hafa
komið upp í veiðarfærunum. Sigurður
taldi líklegast að um íkveikju hafi ver-
ið að ræða en vildi ekki útiloka að
kviknað hefði í út frá flugeldum.
Litlu munaði að eldur
kæmist í olíutank
Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Eldtungurnar léku um olíutankinn sem hér sést við húsvegginn en slökkvi-
liðinu tókst að koma í veg fyrir að olían magnaði eldinn.
ÍÞRÓTTAMAÐUR Reykja-
nesbæjar 2002 og íþrótta-
menn einstakra íþróttagreina
innan Íþróttabandalags
Reykjanesbæjar verða kjörn-
ir í hófi sem fram fer í
Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík
í dag, gamlársdag.
Samkvæmt venju verða all-
ir þeir íþróttamenn bæjarins
sem unnið hafa til Íslands-
meistaratitla á árinu heiðr-
aðir sérstaklega með verð-
launapeningum.
Örn Ævar Hjartarson var
útnefndur íþróttamaður
Reykjanesbæjar á síðasta ári.
Hófið hefst klukkan 13 og
er opið bæjarbúum.
Íþrótta-
maður
ársins
kjörinn
Njarðvík