Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S TUNDUM er sagt að fátt sé öruggt í heimi hér nema skatturinn og dauðinn. „Skatturinn“ mun fulltrúi grínsins í setningunni en dauðinn er sjálfum sér líkur og lítið skemmtiefni. En þótt hann heimti að lokum sérhvern mann lýtur jafnvel hann óvissu tímans eins og sr. Hallgrímur benti á. Við þessi skilyrði sem öllum þeim sem lífsanda draga eru sköpuð er skilj- anlegt að flestum láti betur að spá aftur en fram, jafnvel á mikilvægum tímamótum. En jafnvel eftiráspámenn eiga örðugt verk því snúið getur verið að spá um ný- liðna tíma, eins og vitrir menn hafa vakið athygli á. Það er því í þessu sambandi huggunarríkt að ársgamlar væntingar og spár um að þensla, viðskiptahalli og verð- bólguskot mundu láta undan síga hafa gengið eftir og gott betur á árinu sem er að kveðja. Allir velviljaðir menn hljóta í einlægni að fagna því að svo vel hafi til tekist og vonandi einnig þeir, sem þóttust sjá miklar hrakfarir og hremmingar þegar þeir rýndu í framtíð efnahagsmálanna. En hið stóra fagnaðarefni er þó það, að flest bendir til þess að gömlu formúlurnar um fall- valtleika íslensks efnahagslífs hafi misst gildi sitt. Þær miklu breytingar sem gerðar hafa verið á umgjörð og grundvelli efnahagslífsins síðasta áratug hafa leitt til þess að fyrr er hægt að bregðast við hættumerkjum en áður, hvort sem um þenslu eða samdrátt er að ræða. Annað atriði skiptir einnig mjög miklu. Leikendurnir á sviði efnahagslífsins eru miklu fleiri en áður var og hlut- verkaskipunin og hlutverkaskiptingin er betri en áður tíðkaðist. Áður fór ríkið með aðalhlutverkið í hverjum leik og flestir hinna leikendanna höfðu lítið að segja eða voru nánast sem statistar. Ef aðalleikarinn missteig sig eða fékk ekki valdið sínu stóra hlutverki varð fátt til bjargar verkinu og það sligaðist undan sjálfu sér – með öðrum orðum gangverk efnahagslífsins fór úr skorðum með stórtjóni fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er allt með öðr- um svip. Ríkið hefur nú aðeins miðlungsrullu að miðla og á mest undir því að spila vel á móti öðrum öflugum leikurum á þjóðarsviðinu. II EFNAHAGSSÉRFRÆÐINGAR töldu að langur tími hlyti að líða áður en verulegur viðskiptahalli yrði við- ráðanlegur á ný. En samstilltur vilji fjöldans, fólks og fyrirtækja og varfærni í fjármálastefnu ríkisins skilaði vel sínu verki og miklu fyrr en nokkur vildi leggja trú á að gæti gerst. Hagvöxtur verður þrátt fyrir allt nokkur á þessu ári og mun aukast á næsta ári og enn frekar ár- ið eftir, enda þótt stórvirkjunum og verksmiðjubygg- ingum sé enn haldið fyrir utan öll reiknilíkön. Þjóðhagslegur sparnaður fer vaxandi og verðbólga hefur hjaðnað ört, og er nú í takt við það sem gerist í nálægum löndum. Atvinnuleysi mun nokkuð aukast næstu mánuði, en verður þó að miklum mun lægra en gerist t.d. í Evrópusambandslöndunum. Ríkisstjórnin stefndi að því að jafnvægi myndi nást í efnahagsmálum á þessu ári. Það hefur gengið algjörlega eftir. Gert er ráð fyrir hægum en öruggum efnahagsbata á næsta ári og búast má við að góður skriður verði á efnahagslífinu árið 2004. Og er þá enn sem fyrr látið vera að taka ávinning af virkjunarframkvæmdum með í reikninginn. Fari þar allt sem vænst er verður ávinningurinn enn hraðari og meiri. Því miður eru nú horfur á að lítill hagvöxtur verði annars staðar í Evrópu og að þar aukist atvinnuleysi og halli á rekstri hins opinbera á næsta ári. Hin sameig- inlega mynt sem spekingar spáðu í kór að myndi hleypa lífi í efnahagsþróun Evrópusambandsríkja hefur ekki skilað tilætluðum árangri og vantar enn boðlegar skýr- ingar á því hvað það var sem brást. Í því sambandi er þó rétt að vekja athygli á við- horfum Miltons Friedmans, hins heimsþekkta Nóbels- verðlaunahafa í hagfræði. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu kemur fram sú skoðun Friedmans að erf- itt muni reynast fyrir ríki Evrópusambandsins að búa við eina samræmda peningamálastefnu. Gengi evrunnar taki ekki tillit til þess að aðstæður séu mismunandi eftir löndum og það muni valda vandræðum. Orðrétt segir Friedman: „Til lengri tíma tel ég að svona vandamálum muni fjölga því erfitt er að aðlaga hagkerfi með því að breyta verðlagi og launum. Það mun leiða til vaxandi at- vinnuleysis og pólitískra átaka milli landanna.“ Þetta er athyglisvert sjónarmið, einkum í ljósi reynslu okkar Ís- lendinga nú að undanförnu. Hvað hefði gerst ef við hefðum ekki búið við okkar eigin mynt? Hagkerfi okkar Íslendinga er um flest líkt því sem gerist annars staðar hvað varðar atvinnufrelsi, hlutverk ríkisins og áherslu á markaðsbúskap. En það er staðreynd að hagsveiflan hér stjórnast ekki af sömu öflum og hún gerir t.d. á meginlandi Evrópu. Þetta er grundvallaratriði og það kemur því ekki á óvart það mat Friedmans að það væru mikil mistök af hálfu okkar Íslendinga að taka upp evru. III LENGI HEFUR verið unnið að því að tryggja hér á landi stórfelldar virkjunarframkvæmdir og atvinnuupp- byggingu í tengslum við þær. Góðir áfangar hafa náðst og þegar skilað miklu inn í hið íslenska hagkerfi. Enn hefur lokaákvörðun um stærstu framkvæmdirnar ekki verið tekin. En við höfum þó ekki áðu takmarki en nú. Óhætt er að fullyrða hafi jafnmiklu fé, tíma og kröftum fr varið til að rannsaka, meta, skrá og ski hinar miklu framkvæmdir kunna að haf úrufar og aðra umhverfisþætti á nálæg það verður sjálfsagt endalaust deilt, h að taka ákvarðanir um framkvæmdir vegna fjárhagslegs umfangs þeirra og m á umhverfi, sem þeim hlýtur óneitanle um hitt verður ekki af sanngirni deil hafa menn haft betri skilyrði til að veg hlutlægan hátt en við þessa framkvæm víst né öruggt að hið mikla fé sem varið ismats myndi heimt til baka. Þá áhætt vitandi og fumlaust. Þetta er tímanna verður aldrei ráðist í stærri framkvæ gaumgæfa umhverfisþætti vel, jafnvel ingar tapist. Sumum eru tamar setnin „að náttúran skuli ætíð njóta vafans“ vissulega snoturlega í munni en er me Hvenær hefur öllum efa verið eytt í þe öðrum? Seint eða aldrei. Þýðingarmes allt sem í okkar valdi stendur til að nýt til fulls og hafa sem skýrastar upplýsin ar ákvörðun er að lokum tekin. Það er og hámarkskrafan. Þeirrar kröfu hefur gætt í þessu tilviki. Hitt er svo áhugavert efni, að sagan uðum rökum um ytri þætti, svo sem r og umhverfismál, hefur ætíð verið beitt framkvæmdum. Getgátur og illa grund stundum í nafni eða með stuðningi glapræði í fjárfestingum og óbætanle hafa ekki staðist dóm sögunnar. Það er óhætt að fullyrða að nái að næstu vikum um álver á Reyðarfirði se frá Kárahnjúkavirkjun, þá eru yfirgnæ Landsvirkjun og eigendur hennar m auk þess sem stofnsetning og rekstur f raforkuna kaupir muni skila ómældum íslenskt þjóðfélag í bráð og lengd. IV HVER ERU meginverkefni stjór stundum spurt. Og svörin sem við því f og taka einkum mið af stöðu og högum vonum hans og væntingum. Það hlýtur keppikefli kjörinna fulltrúa framsæk bæta lífskjör hennar jafnt og þétt. Ka Íslendinga vex án hlés í níu ár samfel andi ár meðtalið. Sagan kann ekki að n annað skeið, þar sem svo vel hefur mi þykja allgóður dómur um stjórnarfar hvernig pólitískum markmiðum þar er þarf þó ekki endilega að vera svo. Ka linga má til dæmis auka um skamma rekstri opinberra sjóða og tilheyrandi e um. Það hefur verið einkennisaðgerð Íslandi fyrr og síðar með viðeigandi br hið ánægjulega hefur gerst undanfarin sama tíma að grynnka á skuldum sín stoppa upp í stærðargöt í lífeyris- og lá víkkuðu ár frá ári, svo stefndi í fullkom sanngjarnan samanburð á ríkisrekstri um áratug þyrfti að horfa til þessa þá menn séð enn skýrar hvers konar ums Þessu verki verður haldið áfram af rí almenna lífeyriskerfi er einnig að eflas þessu leyti miklu betur en margar þj bandsins, þar sem mikil skattlagnin skerðing lífeyrisréttinda blasir við inna við uppbyggingu hins íslenska lífeyr mikil hyggindi sem eiga eftir að koma í því hafa tilraunir ríkisvaldsins og aðila til að efla svokallaðan frjálsan lífeyriss Davíð Oddsson f Á AFSÖGN INGIBJARGAR SÓLRÚNAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynntií fyrradag að hún mundi segja af sér sem borgarstjóri í Reykjavík frá og með 1. febrúar nk. Sú niðurstaða hefur blasað við frá því nokkrum dögum fyrir jól, þegar ljóst varð hver viðbrögð framsóknarmanna og vinstri grænna urðu vegna yfirlýsingar borgarstjóra um að hún tæki sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavík- urkjördæmanna í þingkosningunum í vor. Borgarstjóri hélt því að vísu fram í rúma viku að hún mundi sitja í embætti sínu hjá Reykjavíkurborg og fara í framboð til Alþingis, þrátt fyrir and- mæli samstarfsmanna hennar innan Reykjavíkurlistans en ljóst var að hún hafði ekkert pólitískt bolmagn til að standa við þær yfirlýsingar. Þetta mál er áfall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem stjórnmála- mann og áfall fyrir Reykjavíkurlistann sem haldið hefur meirihlutavöldum í borgarstjórn Reykjavíkur nú á þriðja kjörtímabil. Raunar má segja að um sé að ræða einn mesta afleik íslenzks stjórnmálamanns á taflborði stjórn- málanna um langt árabil. Ingibjörgu Sólrúnu tókst að bjarga sér fyrir horn ef svo má segja með því að leggja fram tillögu, sem fól í sér af- sögn hennar sjálfrar og ráðningu nýs borgarstjóra utan borgarstjórnar- flokks Reykjavíkurlistans, sem sam- þykkt var af öllum aðildarflokkum Reykjavíkurlistans. Bæði borgarbúar og vinstriflokkarn- ir hafa reynslu af því stjórnkerfi sem nú verður tekið upp hjá Reykjavíkur- borg. Á árunum 1978–1982, þegar vinstriflokkarnir höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, var ráðinn vel metinn einstaklingur í stöðu borg- arstjóra. Hin pólitísku völd voru hins vegar hjá þremur oddvitum þáverandi samstarfsflokka í meirihluta borgar- stjórnar. Þeir voru allir talsmenn meirihlutans. Borgarstjórinn var eins konar framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú hefur Reykjavíkurlistinn ákveðið að taka upp þetta sama stjórnkerfi á ný. Þótt Þórólfur Árnason, sem ráðinn verður borgarstjóri frá og með 1. febr- úar nk., búi yfir víðtækri reynslu í stjórn og rekstri fyrirtækja og hafi skilað góðu verki á þeim vettvangi hef- ur hann ekki það pólitíska umboð frá kjósendum í Reykjavík sem fengin reynsla sýnir að er nauðsynleg fyrir þá sem gegna starfi borgarstjóra. Yfir- gnæfandi líkur eru á því að hinn nýi borgarstjóri verði framkvæmdastjóri borgarinnar en hinir þrír oddvitar að- ildarflokka Reykjavíkurlistans, Árni Þór Sigurðsson, Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson, muni takast á um það sín í milli hver þeirra nái því að verða helzti talsmaður Reykjavíkur- listans. Þetta mat byggist á fenginni reynslu, sem m.a. var ein helzta ástæð- an fyrir því, þegar Reykjavíkurlistinn var settur á stofn, að áherzla var lögð á að hann lyti pólitískri forystu útnefnds borgarstjóraefnis. Mestar líkur eru því á að þær miklu sviptingar innan Reykjavíkurlistans, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ber ábyrgð á, leiði til veikari yfirstjórnar höfuðborgarinnar og vaxandi sundur- lyndis meðal pólitískra forystumanna aðildarflokka borgarstjórnarmeiri- hlutans. ÁRAMÓT Árið, sem senn er á enda runnið,hefur að mörgu leyti verið Ís-lendingum hagfellt. Miklu skiptir að þrátt fyrir margvíslegar hrakspár á síðasta ári hefur á þessu ári tekizt að endurheimta stöðugleikann í efnahagslífinu sem er undirstaða vel- ferðar fólks og fyrirtækja. Verðbólgan er á ný komin á viðunandi stig, vextir fara lækkandi, krónan hefur styrkzt, viðskiptahallinn nánast þurrkazt út. Samtök vinnumarkaðarins tóku skyn- samlega á málum á fyrri hluta ársins og lögðu grundvöll að þeim árangri sem náðst hefur. Hins vegar sjáum við fram á að hagvöxtur verður lítill á nýju ári. Jafnframt bendir flest til að at- vinnuleysi fari vaxandi, sem getur orð- ið mikið vandamál í okkar litla sam- félagi þar sem allir sem vilja vinna hafa alla jafna átt víst að fá atvinnu. Í atvinnulífinu hafa verið stigin ný skref í átt til frjálsræðis og minnkandi ríkisafskipta og ber þar hæst einka- væðingu ríkisbankanna tveggja þótt standa hefði mátt að henni með öðrum hætti en gert var. Ef vaxandi frjáls- ræði í viðskiptalífinu fylgja ekki skýrar leikreglur, sem tryggja samkeppni og hindra að völd og áhrif safnist á fárra hendur, býður það hættunni heim. Kosningaár fer nú í hönd. Mörg mik- ilvæg viðfangsefni blasa við á vettvangi stjórnmálanna en afstaðan til þeirra fer ekki endilega eftir flokkslínum og óvíst er að hversu miklu leyti þau verða kosningamál. Hér ber fyrst að nefna endanlega ákvörðun um byggingu álvers í Reyð- arfirði og Kárahnjúkavirkjunar, svo og ákvörðun um hvort ráðizt verður í Norðlingaölduveitu eður ei. Þetta eru afdrifaríkar ákvarðanir, hvernig sem á málið er litið, út frá pólitískum og efna- hagslegum hagsmunum og ekki síður út frá hagsmunum náttúru landsins. Stefnan í þessum málum snýst í raun um þá lykilspurningu á hverju þjóðin vill byggja hagvöxt og nýsköpun til framtíðar. Á nýja árinu má búast við erfiðum samningaviðræðum og ákvörðunum um tilhögun varna Íslands. Hver sem niðurstaðan verður á þeim vettvangi hljótum við Íslendingar að horfa til þess að auka í framtíðinni þátttöku í eigin vörnum og hækka fjárframlög okkar til eigin varnarmála og sameig- inlegra varna vestrænna ríkja. Varn- arsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefur alla tíð byggzt á gagnkvæmum hagsmunum og annar aðili þess sam- starfs getur ekki horft eingöngu á eig- in hagsmuni þegar semja á um framtíð þess, heldur verða báðir að vera til- búnir að leggja sitt af mörkum. Snemma á árinu hefjast jafnframt viðræður við Evrópusambandið vegna stækkunar þess til austurs og þeirrar stækkunar Evrópska efnahagssvæðis- ins sem í henni felst. Þær viðræður verða ekki síður flóknar og erfiðar en viðræðurnar við Bandaríkin um varn- armálin. Bæði þessi mikilvægu mál krefjast sterkrar pólitískrar forystu og stefnufestu hér innanlands. Morgunblaðið óskar lesendum sín- um og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á gamla árinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.