Morgunblaðið - 31.12.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 31.12.2002, Síða 46
DAGBÓK 46 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞÁ ER komið að áramótum, einusinni enn, með tilheyrandi aug- lýsingum frá flugeldasölum og lík- amsræktarstöðvum. Það fylgir alltaf sérstök stemmning gamlárskvöldi, menn horfa yfir farinn veg og leggja drög að næsta ári. Þótt vissulega megi líta svo á að í dag sé þriðjudag- ur og á morgun miðvikudagur, rétt eins og síðustu viku og alveg eins og í næstu viku, eru áramótin ágætis tækifæri til að staldra við. Víkverji er ekki mikið fyrir að gefa áramótaheit og hyggst ekki breyta út frá þeirri venju um þessi áramót. Það getur hins vegar verið öllum hollt að fara yfir það í hug- anum hverju maður vill koma í verk á nýju ári. Víkverji er til dæmis einn þeirra sem eru voðalega svifaseinir þegar jólakort eru annars vegar. Á hverju ári skammar hann sjálfan sig fyrir að senda kort seint og illa og fær töluvert samviskubit þegar kort- in fara að streyma til hans frá sam- viskusamari vinum og kunningjum. Alltaf hefur hann gleymt einhverj- um sem ekki gleymir honum og heit- ir því að gera bragarbót að ári. Það verða eflaust margir með kalkún í matinn í kvöld og er Vík- verji einn þeirra. Nafnið á þessum fugli, sem orðabók Menningarsjóðs lýsir á eftirfarandi hátt: „stór (tam- inn) hænsnfugl, blár og rauður á höfði og hálsi“, vefst hins vegar fyrir mörgum. Er það kalkún eða kalk- únn, sem menn ætla að elda, eða jafnvel kalkúni? Þótt ótrúlegt megi virðast eru öll þessi afbrigði heitisins góð og gild, samkvæmt orðabókinni. En þótt hægt sé að tala um kalkún jafnt sem kalkúna finnst Víkverja þó að menn verði að passa upp á að samræma heitið. Þannig keypti Vík- verji sér fugl sem kallaður var „holdakalkúnn“ á umbúðum fram- leiðandans. Á verðmiða verslunar- innar stóð hins vegar „ferskur kalk- ún“. Þótt í hvorugu tilvikinu sé réttu máli hallað fannst Víkverja þetta svolítið afkáralegt. x x x RAUNAR geta matarumbúðirverið mjög skrautleg lesning og ekki síst virðist það eiga við um kjöt- afurðir. Framleiðendur eru gjarnir á að skeyta orðinu „holda“ framan við nafnið á afurðinni þótt oft virðist við- komandi dýr ekki hafa verið í neitt sérstaklega góðum holdum. Lengi hafa verið til á markaðnum sérstak- ar VSOP-kjötvörur þar sem vænt- anlega er verið að vísa til gæðamerk- inga á koníaki. Þessi skammstöfun mun standa fyrir very special old pale eða einstaklega gamalt og fölt, sem þætti varla góð lýsing á kjöt- vöru. Þá voru settir á markaðinn fyr- ir skömmu kjúklingaréttir undir heitinu Gordon Bleu. Víkverji þekkir til Cordon Bleu, sem er einn elsti og virtasti matreiðsluskóli heims og hefur verið starfræktur í París frá því á nítjándu öld. Cordon Bleu þýð- ir blái borðinn og dregur nafn sitt af borða er sérstakur heiðurskross var hengdur á. Margir réttir hafa verið kenndir við Cordon Bleu og er sá þekktasti þegar teknar eru þunnar sneiðar af kjúklingakjöti (eða kálfa- kjöti) og settar saman með skinku og svissneskum gruyere-osti á milli. Víkverji veit hins vegar hvorki hver þessi blái Gordon er né heldur í hverju framlag hans til matargerð- arlistarinnar felst. Víkverji óskar landsmönnum öll- um gleðilegs nýárs. ÞAÐ vakti aldeilis athygli mína, er ég heyrði í BBC- sjónvarpinu að morgni 21. des. (sbr. grein í Mbl. sama dag) að helstu verð- bréfafyrirtækin í Banda- ríkjunum hafi samþykkt að borga tugi milljarða króna í sektir fyrir misvís- andi ráðleggingar til við- skiptavina sinna og hygla öðrum. Erfitt er kannski að komast að í hve stórum stíl slíkt hefur verið gert hér á landi og hve lengi. Fjármálaeftirlitið ætti að hafa einhverja hugmynd um slíkt. Siðgæði í við- skiptum virðist fara sífellt hrakandi. Ósköp lítið hefur borið á ráðgjöfum hinna ýmsu verðbréfafyrirtækja sem voru orðnir gestir heim- ilanna á skjánum fyrir nokkrum misserum. Hvað kemur til? Eftir lestur bókar sem heitir „Fjandsamleg yfir- taka“ finnst mér varla von að fólk beri traust til slíkra manna. Ef svo satt reynist „að meðan dóm- arinn flautar ekki er leiknum haldið áfram“ eins og verðbréfasali sagði spurður um hvort kollegar hans færu ekki býsna langt inn á gráa svæðið í viðskiptum. Athyglisvert væri að vita hve víðtækt eftirlit Fjármálaeftirlitið hefur með þessum málum. Svanur Jóhannsson. Umgengni í matvörubúðum EKKI er ég sátt við um- gengni fólks í matvöru- búðum. Vörum er þeytt úr hillum, ávextir liggja á gólfum og fólk virðist ekki láta sér til hugar koma að taka upp þá hluti sem það hefur rutt niður. Inn- kaupakerrur eru fljúgandi um öll plön og á bílana. Veit fólk ekki að allar skemmdir og rýrnun á vörum leggjast ofan á vöruverðið? Það er kannski ein af ástæðunum fyrir háu matvöruverði hér á landi, slæm um- gengni viðskiptavina. Gengur fólk svona um heima hjá sér? Viðskiptavinur. Hundar ganga lausir VEGNA fréttar í Morg- unblaðinu um manninn sem skaut á hunda er gengu lausir í Skerjafirði er ég ekki hissa á að menn taki til sinna ráða því mikið er um að stórir hættulegir hundar séu látnir ganga lausir og hef ég lítið orðið var við að lögreglan geri neitt í mál- inu. Að vísu eiga menn ekki taka lögin í sínar hendur en ég er samt ekki hissa á þessu atviki. Skerfirðingur. Sammála Erlu ÉG vil koma því á fram- færi að ég er hjartanlega sammála Erlu sem skrifar um lélegt söngnámskeið í Velvakanda sl. föstudag. Dóttir mín, sem syngur vel, fór á sams konar námskeið og kom ekki heil út úr því, því hún hafði ekkert sjálfstraust eftir námskeiðið. Finnst mér vanta mikið á að börnin á námskeiðinu fái nægilegt hrós, hvort sem þau hafa hæfileika eða ekki. Ég er einnig sammála því að Helga Möller sýni börn- unum mestan áhuga. Ólöf Jónsdóttir. Dýrahald Mjásu vantar heimili MJÁSA er ársgömul, ljúf og vel vanin. Vegna of- næmis leitum við að nýju heimili. Uppl. gefur Gígja í síma 588 8046 og 515 5348. Kettlingar fást gefins ÞRÍR kettlingar sem eru fæddir 11. okt fást gefins. Þetta eru tvær gulbrönd- óttar læður, einn gul- bröndóttur og hvítur fress, öll kassavön og skemmtileg. Uppl í síma: 554 3480, Sigríður eða 564 0056 og 847 1162 Lilja. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Siðgæði í viðskiptum Morgunblaðið/Kristinn K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 tilkynnir, 8 deigar, 9 nægir, 10 tala, 11 kind, 13 byggja, 15 hestur, 18 fljótin, 21 nam, 22 aftur- kallaði, 23 fiskar, 24 dásamlegt. LÓÐRÉTT: 2 umræða, 3 kroppa, 4 bál, 5 mannsnafn, 6 dig- ur, 7 ýlfra, 12 tíni, 14 bók- stafur, 15 ástand, 16 am- boðin, 17 stíf, 18 bæn, 19 ekki gömul, 20 lélegt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bólga, 4 fölar, 7 rugls, 8 ljóst, 9 ask, 11 iðra, 13 vita, 14 rekki, 15 vont, 17 trúr, 20 gil, 22 liðna, 23 jafnt, 24 síðla, 25 taðan. Lóðrétt: 1 byrði, 2 lógar, 3 ansa, 4 fólk, 5 ljóði, 6 rotta, 10 sukki, 12 art, 13 vit, 15 volks, 16 næðið, 18 rofið, 19 rotin, 20 gata, 21 ljót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes, Richmond Park og Nordic Ice koma í dag. Atlantica Hav kem- ur á morgun Ottó N. Þor- láksson fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Pét- ur Jónsson fór í gær. Lómur og Langenes koma á morgun. Rán fer á laugardag. Mannamót Aflagrandi 40. Lokað í dag. Starfsfólk óskar gestum árs og friðar. Árskógar 4. Fimmtu- daginn 2. janúar, kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Fimmtudaginn 2. janúar, kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 27. Fimmtudaginn 2. jan- úar, kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Fimmtudaginn 2. janúar, kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14. söngstund, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–16.45 nema mánudaga. Félagsstarfið, Furugerði 1. Starfsfólk Fé- lagsstarfsins í Furugerði 1, óskar gestum sínum gleðilegs árs og þakkar samveruna á liðnu ári. Félagsstarfið byrjar aft- ur með hefðbundnum hætti 6. jan. 2003. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Fimmtudag- inn 2. janúar, kl. 9–12 böðun, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 línu- dans o.fl., kl. 15.15 dans- kennsla. Söngtími kl. 13.30. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Fimmtudaginn 2. jan- úar, kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrennis. Aðalfundur félagsins verður í Hlégarði 13. jan- úar kl. 20. Gerðuberg, félagsstarf. 31. des. Fimmtudaginn 2. janúar opið kl. 9–16.30, m.a. spilamennska frá hádegi. Föstudaginn 3. janúar verður áramóta- guðsþjónusta í Digra- neskirkju. Á eftir verður ekið um höfuðborg- arsvæðið ljósum prýtt. Skráning á þátttöku haf- in. Starfsfólk óskar öll- um þátttakendum og samstarfsaðilum gleði- legs ár og friðar með þakklæti fyrir stuðning og samstarf á árinu sem er að líða. Hlökkum til nýja ársins. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Fimmtudaginn 2. jan- úar, handavinnustofan opin, og leirmótun, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Kynning- arfundur verður í Gjá- bakka 2. janúar kl. 14. Skráning á námskeið fer fram á sama tíma. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér þá starfsemi sem fyrirhuguð er til vors og koma með til- lögur. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17 heitt á könnunni. Hraunbær 105. Fimmtudaginn 2. jan- úar, kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Fimmtudaginn 2. jan- úar, kl. 9 böðun og búta- saumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Vesturgata 7. Fimmtu- daginn 2. janúar, kl. 9–16 fótaaðgerðir, og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl.13–16 kóræfing og mósaik. Föstudaginn 3. janúar kl. 14 verður áramóta- guðþjónusta í Digra- neskirkju. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 13.15 Skráning í síma 562 7077, allir velkomnir. Vitatorg. Fimmtudag- inn 2. janúar, kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spilað. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjón- usta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.– fim. kl.10–15. Sími 568- 8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfe- lag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552- 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vef- slóðinni: http:// www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykja- vík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562-5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofutíma og í öll- um helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæf- ingadeildar Landspít- alans Kópavogi (fyrrver- andi Kópavogshæli), síma 560-2700 og skrif- stofu Styrktarfélags van- gefinna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkr- unarforstjóra í síma 560- 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Í dag er þriðjudagur 31. desember, 365. dagur ársins 2002, gamlárs- dagur, Sylvestrimessa. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh. 12, 46.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.