Morgunblaðið - 31.12.2002, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 47
DAGBÓK
90 ÁRA afmæli. Í dag,31. desember, er ní-
ræður Gísli Guðmundsson,
fyrrverandi bryti. Gísli
verður í dag staddur á heim-
ili dóttur sinnar í Lækjar-
smára 6, Kópavogi, þar sem
heitt verður á könnunni.
70 ÁRA afmæli. 2. jan-úar nk. verður sjötug
Ingibjörg Sigjónsdóttir,
sjúkraliði, Víkurbraut 30,
Hornafirði. Hún og eigin-
maður hennar, Jón Óskars-
son, taka á móti gestum í
Ekru á afmælisdaginn kl.
16–20.
60 ÁRA afmæli. 2. jan-úar nk. verður sex-
tugur Ármann Á. Hallberts-
son, járnabindingamaður,
Glitvangi 7, Hafnarfirði. Af
því tilefni tekur hann og eig-
inkona hans, Guðrún Stein-
grímsdóttir, á móti ættingj-
um og vinum í samkomusal
Haukahússins á Ásvöllum í
Hafnarfirði 3. janúar kl. 19.
50 ÁRA afmæli. Í dag,31. desember, gaml-
ársdag, er fimmtugur Ás-
grímur Gunnar Pálsson,
Reykjafold 22. Eiginkona
hans er Helga Tryggvadótt-
ir. Þau taka á móti gestum á
heimili sínu á afmælisdaginn
eftir kl. 21.
Árnað heilla
SUÐUR leikur sér að eld-
inum í sögnum – opnar fyrst
rólega á einum spaða og
stekkur svo í alslemmu í
næsta hring.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ 32
♥ DG1096
♦ G1086
♣63
Suður
♠ ÁK8754
♥ ÁK
♦ ÁKD72
♣–
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 spaði !
3 lauf Pass 5 lauf 7 tíglar !
Pass Pass Pass
En svo er að sjá sem suð-
ur hafi sloppið óbrenndur út
úr ævintýrinu, því norður
leggur niður mjög ákjósan-
leg spil. Hvernig á að spila
með laufdrottningu út?
Slemman er borðleggj-
andi nema trompið sé 4-0 og
það kemur strax í ljós í öðr-
um slag að vestur á öll
trompin fjögur. Miðað við að
vestur sé með sjölit í laufi á
hann aðeins tvö spil í hálit-
unum, sem þýðir að hættan
á stungu er töluverð:
Norður
♠ 32
♥ DG1096
♦ G1086
♣63
Vestur Austur
♠ D ♠ G1096
♥ 2 ♥ 87543
♦ 9543 ♦ –
♣DG108542 ♣ÁK97
Suður
♠ ÁK8754
♥ ÁK
♦ ÁKD72
♣–
Sagnhafi verður umfram
allt að trompa fyrsta slaginn
með háspili heima, annars er
spilið tapað. Hann tekur
hátígul í öðrum slag og sér
leguna. Þá svínar hann tíg-
uláttu og notar innkomuna
til að trompa lauf hátt.
Hjartaás er lagður inn á bók
og loks er austur aftromp-
aður með G10 og hjarta-
kóngi hent heima! Leiðin er
þá greið fyrir hjartaslagina í
blindum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vel gefin(n) og átt
auðvelt með samskipti. Á
komandi ári muntu standa
frammi fyrir spennandi val-
möguleikum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Farið varlega á áramótagleð-
inni í kvöld. Þið eruð tilfinn-
ingarík og ævintýragjörn og
ættuð því að gæta þess að missa
ekki stjórn á ykkur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þið eruð óvenju ástríðufull í
dag. Það liggur vel fyrir ykkur
að upplýsa leyndarmál. Gætið
þess að fara varlega með þær
upplýsingar sem þið komist yf-
ir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sýnið nærgætni í samtölum við
aðra í dag. Þið hafið þörf fyrir
að sannfæra einhvern um að
gera eitthvað. Þótt þið getið
verið mjög sannfærandi verðið
þið að gæta þess að hlusta á
sjónarmið annarra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ykkur hættir til þráhyggju
varðandi eitthvað í vinnunni.
Þið teljið að hugmyndir ykkar
geti komið að gagni en það eru
ekki allir sammála. Reynið að
sýna sveigjanleika.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sýnið börnum þolinmæði í dag.
Það er mikið um að vera í
kringum ykkur og það getur
skapað spennu á heimilinu.
Munið að börn geta verið við-
kvæm fyrir umhverfinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er hætt við að þið lendið í
deilum við systkini ykkar eða
aðra ættingja. Reynið að drag-
ast ekki inn í þrætur. Takið á
móti nýju ári á jákvæðum nót-
um.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þið hafið þörf fyrir að telja aðra
á ykkar mál í dag. Þið teljið
ykkur vita betur og það getur
vel verið að það sé rétt en það
geta ekki allir verið sammála.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ykkur langar mikið til að kaupa
eitthvað í dag en það er hætt við
að langanir ykkar og ákveðni
blindi ykkur. Þið ættuð að
hugsa ykkur betur um og reyna
að sjá hlutina í skýrara ljósi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Reynið ekki að breyta öðrum
eða segja þeim fyrir verkum.
Við getum breytt sjálfum okkur
en ekki öðrum. Gætið að eigin
hegðun.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gætið að því hvað þið gerið í
dag og í kvöld. Látið eins og það
verði fjallað um ykkur í blöð-
unum á morgun.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinkona gæti beðið um eitt-
hvað. Ykkur er í sjálfsvald sett
hvort þið fallist á það eða ekki.
Munið að rannsóknir sýna að sá
sem talar mest fer yfirleitt með
sigur af hólmi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þið ættuð að forðast foreldra
ykkar ef það er hætta á deilum
á milli ykkar. Það er hætt við
valdabaráttu í dag en í raun
snýst hún um orðin tóm.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KIRKJUSTARF
EINS og undanfarin ár verður boðið
upp á tónlistar- og helgistund í
Kópavogskirkju á nýársnótt kl.
00.30. Það er gott að ganga í guðs-
hús í upphafi nýs árs og eiga þar ró-
lega stund, hlusta á góða tónlist,
íhuga lífið og tilveruna og biðjast
fyrir. Stundirnar í kirkjunni á ný-
ársnótt hafa verið vel sóttar á und-
anförnum árum og margir hafa lýst
ánægju sinni yfir því að geta átt
stund þar á þeim miklu tímamótum
sem áramót eru. Þá leita gjarnan
ýmsar spurningar á hugann og við
finnum sterkar fyrir ýmsum tilfinn-
ingum en við gerum að jafnaði á
öðrum tímum ársins.
Það eru allir velkomnir í Kópa-
vogskirkju á nýársnótt til helgi- og
tónlistarstundar.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Helgihald um ára-
mót í Hjallakirkju
UM áramót býður Hjallakirkja upp
á tvær helgistundir í kirkjunni til að
kveðja árið sem senn er á enda og
um leið fagna nýju ári.
Á gamlársdag verður aftan-
söngur kl. 18 og mun kór kirkjunnar
syngja og leiða safnaðarsönginn.
Gunnar Jónsson syngur einsöng.
Á nýársdag verður svo guðsþjón-
usta síðdegis kl. 17. Sigurrós Þor-
grímsdóttir, forseti bæjarstjórnar
Kópavogs, flytur hugvekju og
Kammerkór Hjallakirkju, Vox
Gaudiae, leiðir sönginn.
Verið velkomin í Hjallakirkju um
áramót.
Þráinn Bertelsson
prédikar á nýársdag
FJÖLBREYTT tónlist verður flutt í
áramótamessum í Bústaðakirkju. Á
gamlárskvöld verður aftansöngur
kl. 18:00. Þá verður einleikari á
trompet Einar Jónsson.
Á nýársdag verður ræðumaður
Þráinn Bertelsson rithöfundur. Þrá-
inn er landsmönnum öllum kunnur
fyrir skrif sín og ritstörf. Það hefur
verið siður í Bústaðakirkju að leik-
maður hefji nýtt ár með prédikun á
nýársdegi. Einsöngvari í messunni
verður Agnes Kristjónsdóttir og
organisti er Guðmundur Sigurðs-
son.
Áramótamessurnar verða sendar
út á netinu á slóðinni kirkja.is. Fjöl-
margir nýttu sér þennan möguleika
í jólamessunum, sem sendar voru út
á netinu.
Nettengingin hefur verið end-
urbætt og gæði útsendinganna
verða við bestu skilyrði í líkingu við
sjónvarpsgæði og hljóðgæði mjög
góð. Notaður er nýr hugbúnaður frá
Microsoft, Windows Media Encoder,
sem bætir stórlega bæði mynd- og
hljóðgæði frá því sem áður hefur
þekkst. Nauðsynlegt er að hafa nýj-
ustu útgáfu þessa hugbúnaðar til
þess að bestu gæði náist. Þessi út-
sending er í samvinnu við Línu net.
Bústaðakirkja sendir áramóta-
kveðjur til allra velunnara sinna
með ósk um blessun mót nýju ári.
Pálmi Matthíasson.
Morgunblaðið/Ómar
Nýársnótt í
Kópavogskirkju
LJÓÐABROT
NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðarbraut,
en minning þess víst skal þó vaka.
- - -
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir,
gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Valdimar Briem
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4.
Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0-0
0-0 7. De2 c6 8. Hd1 Dc7 9.
a4 b6 10. Ba2 a6 11. dxe5
Rxe5 12. Rd4 He8 13. h3 Bd7
14. f4 Rg6 15. f5 Re5 16. Bf4
b5 17. Rf3 b4 18. Rb1 Rxf3+
19. Dxf3 c5 20. Rd2 Bc6 21.
Bd5 Bf8 22. Bg5 Bxd5 23.
exd5 Rd7 24. Df1 Be7 25. Bf4
a5 26. Dd3 Bf6 27. Rc4 Be5
28. Bg3 f6 29. He1 Had8 30.
Bf2 Rb6 31. Rxa5 Bxb2 32.
Hxe8+ Hxe8 33. Ha2 c4 34.
Dd1 Bc3 35. Rc6
Rd7 36. a5 Rc5 37.
a6 Ha8 38. a7 Db7
39. Kh2 b3 40. cxb3
cxb3 41. He2 b2 42.
Db1 Rd3
Í febrúar verður
mikið um að vera í
íslensku skáklífi og
verður m.a. haldið
Olís-einvígið milli
fjórfalds Íslands-
meistara, Hannes-
ar Hlífars Stefáns-
sonar og Evrópu-
meistara í atskák,
Sergei Movsesjan.
Sá síðarnefndi hef-
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
ur margar glæsiskákirnar
teflt og verða nokkrar af
þeim sýndar næstu daga. Í
stöðunni hafði Sergei hvítt
gegn alþjóðlega meistaran-
um Jósef Pribyl í tékknesku
deildakeppninni 1995. 43.
Dxd3! b1=D 44. Dxc3 D7b3
45. Dd4 Kh8 46. Be1! Þótt
svartur hafi tvær drottning-
ar er staða hans töpuð þar
sem frípeðið á a7 er sem
fleinn í stöðu hans. 46... h5
46... Dxf5 gekk ekki upp
vegna 47. Hb2 og hvítur
vinnur. 47. Bc3 Hxa7 48.
Dxa7 Dxc3 49. Da8+ Kh7
50. Re7 og svartur gafst upp
enda fátt til varnar.
Hvítur á leik.
Kínversk leikfimi - Wushu art (Kung fu)
Einnig er boðið uppá
varanlega förðun 20% afsl.
Heilsudrekinn
Kínversk heilsulind
Ármúla 17a Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Hugræn teygjuleikfimi
Gong Fa
Tai Chi
Sjálfsvörn
Wushu art fyrir börn
Wushu art fyrir unglinga og fullorðna
(kennarinn er prófessor í Wushu art)
Einnig kínversk heilsumeðferð
Dekurdagar
30% afsl. af gren-
ningarmeðferð
Orka Lækningar Heimspeki
Hóptímar - Einkatímar
2002 2002
2002
2002
2002
2002
2002
2002
Sendum viðskiptavinum
okkar bestu óskir
um farsæld á nýju ári
og þökkum viðskiptin á liðnu ári
BREIÐHOLTSBAKARÍ
Sérgrein: Almennar skurðlækningar
Tímapantanir daglega frá kl. 9-17
Hef opnað læknastofu
Fritz H. Berndsen
Domus Medica • Egilsgötu 3 • 101 Reykjavík
sími 563 1053
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á netfang-
ið ritstj @mbl.is. Einnig
er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík