Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 52
ÁRIÐ 2002 var ár athafnasemi fyrir
íslenskt dægurtónlistarfólk og um-
fram allt árangurs, veri það innan-
lands sem utan. Íslenskir listamenn
voru æði virkir á erlendri grundu, ís-
lenska rappið blómstraði, gnótt
góðra gesta heimsótti landið til
hljómleikahalds og fjöldi sterkra og
góðra platna var meiri en oftast áður.
Eins og klisjan segir þá var allt að
gerast og vegurinn genginn til góðs á
fleiri vígstöðvum en víðast hvar áður.
Fyrstu stóru fréttirnar voru af
hinni nýstofnuðu Leaves, sem hafði
leikið á fyrstu tónleikum sínum á
Airwaves-tónlistarhátíðinni haustið
áður. Sveitin, leidd af fyrrverandi
dauðarokks-undrinu Arnari Guð-
jónssyni, var þá búin að koma sér í
góð sambönd ytra, nánast í kyrrþey.
Breiðskífa sveitarinnar, Breathe,
kom svo út í ágúst en spenna hafði
verið byggð markvisst upp með smá-
skífuútgáfu, enn fremur sem sveitin
hafði ferðast víða um á árinu og lék
m.a. á Glastonbury-hátíðinni. Plöt-
unni var tekið gríðarlega vel og er á
árslistum Rolling Stone og Q svo
dæmi séu nefnd. Vel haldið á spöðum
hjá Leaves-liðum.
Það voru engin peð sem komu til
tónleikahalds þetta árið og strax í
apríl kom New York-sveitin Strokes
til landsins, umtöluð sem heitasta
rokksveit heims, hvorki meira né
minna.
Um þetta leyti var rokk-rappsveit-
in Quarashi að hefja sín strandhögg
af alvöru. Plata þeirra, Jinx, kom loks
út í Bandaríkjunum þá um vorið og
hefur selst í um 250.000 eintökum
skv. nýjustu tölum. Hljómsveitin hef-
ur flakkað um heiminn til að kynna
plötuna og frábært myndband þeirra
við lagið „Stick em’up“ hlaut þá tals-
verða spilun á MTV-sjónvarpsstöð-
inni og var tilnefnd til tónlistarverð-
launa stöðvarinnar,
Músíktilraunir Tónabæjar hafa í
tuttugu ár verið eitt mikilvægasta
gróðurhús íslenskra bílskúrs-lista-
manna, en þar fá þeir tækifæri til að
munda verkfæri sín á alvörusviði, í
alvörugræjum og fyrir framan al-
vöruáhorfendur. Í ár sigraði hin
kornunga rokksveit Búdrýgindi en
meðlimir eru enn í grunnskóla.
Hljómsveitin sýndi síðar á árinu að
hún var fyllilega að fyrsta sætinu
komin þegar hún gaf út afbragðs-
plötu, Kúbakóla, eina ferskustu rokk-
skífu sem út hefur verið gefin hér-
lendis í áraraðir.
Íslendingar áttu tvo fulltrúa á Hró-
arskelduhátíðinni þetta árið, múm og
Mínus. Hljómsveitirnar eru eins
langt frá hvor annari í tónlistarlegum
skilningi og hugsast getur og vera
þeirra á hátíðinni því skínandi dæmi
um fjölbreytnina sem þrífst í hér-
lendri dægurtónlist. Sú fyrrnefnda
hafði skömmu áður gefið út sína aðra,
eiginlegu breiðskífu, og nefnist hún
Loksins erum við engin (Finally We
Are No One á ensku). Hér er um að
ræða firnagott áframhald af fyrstu
plötunni, Yesterday Was dramatic …
og hæglega ein allra besta plata sem
út kom hér á landi í ár. Platan hefur
nú selst í 75.000 eintökum, víðsvegar
um heim og er það einstakur árangur
fyrir sveit sem leikur ekki vinsælda-
vænni tónlist en raun ber vitni.
Árangur Sigur Rósar, listrænn
sem sölulegur, er eitt mesta ævintýri
íslenskrar dægurtónlistarsögu frá
upphafi. Þannig þótti hápunktur
listahátíðar þetta árið vera flutningur
Sigur Rósar á verkinu Hrafnagaldur
Óðins, ásamt þeim Hilmari Erni
Hilmarssyni, Steindóri Andersen,
kór og strengjasveit. Hinn virti
strengjakvartett, kenndur við Kron-
os, kom þá til landsins á Listahátíð og
lék m.a. tvö lög eftir Sigur Rós. Og nú
vill Merce Cunningham, einn þekkt-
asti danshöfundur heims, starfa með
piltunum. Langþráð breiðskífa, ( )
kom svo út í haust og brást í engu
þeim væntingum sem til hennar voru
gerðar.
Í þessa hringiðu íslensks poppfárs
bárust góðir og gegnir straumar frá
frændum vorum Færeyingum (sem
hinir allra rómantískustu vilja kalla
bræður okkar og systur). Löngu var
orðið tímabært að Íslendingar fengju
að kynnast því sem þar er að gerast
en sköpunargleðin þar ku víst engu
minni en hér. Um vorið kom þunga-
rokkssveitin Týr (sem á hið vinsæla
lag „Ormurinn langi“) til landsins en
seinna komu meðal annara pönk-
sveitin 200%, söngvaskáldið Eivör
Pálsdóttir (öðru sinni) og framsækna
rokksveitin Clickhaze.
Í október var tónlistarhátíðin
Airwaves haldin í fjórða sinn, og hef-
ur hún vaxið að mætti með hverju
árinu. Erlendis frá kom sænska
sveitin Hives, sem með Strokes er
talin helsti bjargvættur hrárrar
rokktónlistar í dag; hinn heimsfrægi
plötusnúður Fatboy Slim og ein at-
hyglisverðasta rappsveit Bandaríkj-
anna í dag, Blackalicious. Tugir ís-
lenskra listamanna úr öllum áttum
dægurtónlistar léku þá víðsvegar um
miðbæinn.
Eins og alltaf raðast megnið af út-
gáfu íslenskrar tónlistar á síðustu
fjóra mánuði ársins eða svo. Og feng-
sælir voru þeir. Björk gaf t.d. út for-
láta kassa og safnplötu, Bubbi
Morthens gaf út sína allra bestu
plötu í langan, langan tíma og til-
raunapoppsveitin Ske kom, að því er
virtist, utan úr geimnum með hreint
út sagt snilldarlega plötu, Life,
death, happiness & stuff. Þessa árs
verður líka minnst sem ársins þegar
rappið íslenska sprakk út – og það
með látum. Útgáfur á nýju, íslensku
rappi (þar sem menn rappa vel að
merkja nær undantekningarlaust á
íslensku) eru næsta óteljandi: Bent
og 7berg, Afkvæmi guðanna, Móri,
XXX Rottweiler, Bæjarins bestu,
Sesar A, Kritikal mass; safnplöturn-
ar Dizorder: Óreiða í Reykjavík,
Bumsquad, Rímur og rapp, Rímna-
mín og Rímnaflæði. Þá sló poppsveit-
in Írafár í gegn með fyrstu plötu
sinni, Allt sem ég sé, og vísaði veginn
í þeim efnum að þar eins og annars
staðar er hægt að gera góða hluti og
metnaðarfulla.
Góðu ári var svo slaufað með
þrennum stórtónleikum. Sigur Rós
lék í Háskólabíói; Coldplay, vinsæl-
asta sveit heims í dag, lék í Laug-
ardalshöllinni og hinn hópdýrkaði
Nick Cave lék á tvennum tónleikum á
Broadway.
Ekki má heldur gleyma tvennum
tónleikum hljómsveitarinnar Stereo-
lab, einnar „stærstu“ jaðarsveitar
samtímans, sem fram fóru á Grand-
rokk í haust.
Fjölda annarra uppákomna er
ógetið hér en hópar/félög/innflutn-
ingsaðilar eins og breakbeat.is
(dans- og tæknótónlist), Kronik
(rapp/hipp-hopp), Harðkjarni (harð-
kjarnarokk) og Hljómalind (jaðar-
tónlist) unnu ötullega á árinu að alls
kyns viðburðum.
Þannig var nú það. Sköpunargleð-
in hefur verið straumþung í íslenskri
dægurtónlist undanfarin ár og
kannski aldrei jafnstórvirk og á
þessu ári. Og allt virðist þetta gerast í
gegnum rífandi einbeittan sjálfs-
þurftarbúskap þar sem viðkvæðið
„Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér
sjálfir“ er í heiðri haft. Þetta líf og
þessi kraftur hefur hreyft við haus-
um um allan heim og því er kannski
eðlilegast að spyrja: Hvenær vakna
þeir, sem búa eiga að þessari fjölæru
listgrein hérlendis, úr rotinu?
Annáll íslenskrar dægurtónlistar árið 2002
Enn er útrás
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Múm héldu glæsilega tónleika hinn 31. ágúst í Þjóðleikhúsinu. Gyða Valtýsdóttir á sviði.
Árið sem er að líða var afar vænt og gott
hvað dægurtónlist varðar. Arnar Eggert
Thoroddsen leggur mat á stöðuna og
rekur atburðarásina.
arnart@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
52 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
28.12. 2002
4
6 5 6 8 2
7 0 4 6 6
7 11 18 19
34
26.12. 2002
4 12 22
25 33 34
1 8
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4548-9000-0059-0291
4539-8500-0008-6066
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
Lostafullt,
ósiðlegt
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
2
/0
2
miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30
fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30
föstudaginn 10. janúar kl. 19:30
laugardaginn 11. janúar kl. 17:00
3.000 / 2.600 / 2.200 kr.
Í lok átjándu aldar þóttust menn vissir um að „hinn lostafulli og ósiðlegi“ vals
væri „ein af meginástæðunum fyrir veikleika kynslóðar okkar bæði á sál og
líkama.“ Tíminn hefur síðan leikið þessa kenningu grátt en eins og allir unn-
endur Vínartónlistar vita er hún sannkallaður óður til fegurðar og lífsgleði.
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru vinsælustu sígildu tónleikar
ársins. Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss hátíðarhljómsveitarinnar í
Vín, stjórnar af sinni alkunnu snilld.
Hafðu hraðann á til að tryggja þér miða. Síminn er 545 2500.
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Einsöngvari: Garðar Thór Cortes
Einleikari: Lucero Tena
Vínartónleikar
Miðaverð
og mjög vinsælt
LAUS SÆTI
LAUS SÆTI
ÖRFÁ SÆTI LAUS
UPPSELT
VÍNARTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI
HLJÓMSVEITIN Slipknot hefur
ákveðið að hætta og verður næsta
breiðskífa sveitarinnar jafnframt
hennar síðasta, að sögn söngvarans
Corey Taylor.
Rokkararnir
grímuklæddu
ætla að byrja
vinnu við
þriðju plötu
sveitarinnar í
næsta mánuði.
Slipknot ætlar
þrátt fyrir
þetta í hljómleikaferðalag til að
fylgja skífunni eftir. Taylor segir að
það verði í síðasta sinn, sem fé-
lagarnir í hljómsveitinni vinni sam-
an. Hann hefur að undanförnu ein-
beitt sér að hinni hljómsveit sinni,
Stone Sour, og staðfestir að
spennan milli hljómsveitarmeðlima í
Slipknot hafi verið mikil að und-
anförnu.
POPPkorn
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111