Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÍSLENSKU Everest-fararnir
Björn Ólafsson, Einar K. Stef-
ánsson og Hallgrímur Magnús-
son héldu upp á 5 ára gamlan
áfangann með því að eignast
allir stúlkubarn á árinu.
Björn og Helga Thors eign-
uðust Kristínu Kolku 20. maí
síðastliðinn, nær fimm árum
eftir að strákarnir stóðu á
hæsta tindinum 21. maí 1997.
Einar og Sigurlaug Guðrún
Þórðardóttir eignuðust Katr-
ínu 23. október en fyrir áttu
þau Arndísi 6 ára og Stefaníu 3
ára. Hallgrímur og Elín Sig-
urðardóttir eignuðust síðan
Snædísi 20. nóvember.
„Þetta voru ekki samantekin
ráð hjá okkur, en skemmtileg
tilviljun,“ segir Björn, en fé-
lagarnir hafa farið í marga
leiðangra saman um árabil og
verið samstiga í aðgerðum sín-
um. „Það getur svo sem vel
verið að konurnar hafi talað
sig saman um þetta en mér
þykir það samt ekki líklegt.“
Björn og Einar byrjuðu að
klifra saman 1990 og Hall-
grímur bættist í hópinn
skömmu síðar.
Konurnar hafa líka tekið
þátt í íþróttinni með þeim og
meðal annars fór hópurinn í
leiðangur til Malasíu í fyrra-
haust. „Við erum ekki hættir,
þó að annað bætist við,“ segir
Björn og vísar til fjölgunar-
innar í fjölskyldunum.
Þótt stúlkurnar séu ungar er
þegar farið að huga að fjalla-
ferðum með þær og ein þeirra
hefur fundið smjörþefinn af
því sem koma skal.
„Þó að fjallaferðir séu ekki
helsta umræðuefnið á þessum
tímamótum erum við áfram
stórhuga og við eigum örugg-
lega eftir að ganga á Esjuna og
fleiri fjöll með stelpurnar en
Einar fór í jeppaferð með sína
yngstu á Fimmvörðuháls á
dögunum,“ segir Björn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björn Ólafsson (l.t.v.) er með Kristínu Kolku í fanginu. Við hlið hans er Hallgrímur Magnússon með
Snædísi, og lengst til hægri er Einar K. Stefánsson með Katrínu. Borgarfjallið Esjan í baksýn.
„Þetta voru ekki saman-
tekin ráð hjá okkur“
Everest-fararnir eignuðust allir stúlkubarn á árinu sem er að líða
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út föstu-
daginn 3. janúar. Yfir áramótin verður frétta-
þjónusta á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is.
Hægt er að senda ábendingar um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is eða hringja í síma
861-7970.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
víkur að öryggis- og varnarmálum í
áramótagrein sinni í Morgunblaðinu
í dag og segir varnarstöð á Íslandi
lúta sömu lögmálum og annars stað-
ar gerist. Varnarþörf hljóti að verða
metin út frá gagnkvæmum hags-
munum. Gert er ráð fyrir að viðræð-
ur við Bandaríkin um viðbúnað í
varnarstöðinni í Keflavík hefjist
formlega snemma á nýju ári.
Forsætisráðherra segir aðildina
að NATO og varnarsamninginn við
Bandaríkin hafa verið hinn fasta
punkt í öryggismálum Íslands. Síðan
segir Davíð: „Við höfum ætíð talið og
trúað því að sá samningur sé gagn-
kvæmur. Í því felst auðvitað ekki að
öryggi valdamesta ríkis heims sé
undir okkur komið. Varnarlið og eft-
irlitsstörf hafa verið hér vegna þess
að þeir þættir hafa hvor með sínum
hætti haft gildi fyrir þjóðirnar báðar
og ekki síður Nato sem heild. Vá ver-
aldar er önnur en fyrr. Helstefna
kommúnismans er horfin úr okkar
heimshluta. Hún stóðst ekki stað-
festu frelsisunnandi manna, sam-
keppni og samanburð við hin frjálsu
vestrænu þjóðfélög. Það þýðir ekki
að nokkur þjóð telji sér vera óhætt
án grundvallarvarna. Nýjar ógnir
steðja að, sumar þekktar, aðrar lítt
þekktar en hugsanlegar. Varnarstöð
á Íslandi lýtur sömu lögmálum og
annars staðar gerist og varnarþörf
hlýtur að verða metin út frá gagn-
kvæmum hagsmunum nú sem
endranær. Það er hvorki vit né sann-
girni í annarri niðurstöðu,“ segir
Davíð í grein sinni.
Í viðtali við forsætisráðherra sem
birtist í aukablaði Morgunblaðsins 5.
maí árið 2001, er tileinkað var 50 ára
varnarsamstarfi Íslands og Banda-
ríkjanna, benti Davíð á að varnar-
stöð væri óþörf hér á landi þjónaði
hún eingöngu eftirlits- og forvarna-
hlutverki fyrir Bandaríkin en ekki
því sem skilgreint hefði verið sem
„varnir Íslands“. Síðan sagði hann í
viðtalinu: „Ef Bandaríkjamenn kom-
ast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji
ekki halda uppi stöð sem þjóni hags-
munum beggja verður hún einfald-
lega lögð niður. Flóknara er þetta
ekki og í þessu felst engin hótun.
Bandaríkjamenn skilja þetta vel þótt
til séu Íslendingar sem ekki gera
það. Hér er um sameiginlega varn-
arstöð að ræða, hún ver hagsmuni
beggja þjóðanna.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra um öryggis- og varnarmál í áramótagrein
Varnarþörf metin út frá
gagnkvæmum hagsmunum
Við áramót/30
„Nýjar ógnir steðja að, sumar þekkt-
ar, aðrar lítt þekktar en hugsanlegar“ JÓN Baldvin – Tilhugalíf var sölu-
hæsta bókin á landinu í desember,
samkvæmt samantekt Félagsvísinda-
stofnunar. Kolbrún Bergþórsdóttir
skráði. Röddin, skáldsaga Arnalds
Indriðasonar, kom þar á eftir og í
þriðja sæti var Sonja eftir Reyni
Traustason. Bók Óttars Sveinssonar,
Útkall – Geysir er horfinn, hafnaði í
fjórða sæti og Eyðimerkurdögun eftir
Waris Dirie í því fimmta.
Fimm af tíu söluhæstu bókunum
heyra til flokki ævisagna og endur-
minninga.
A %B
'B
C
!"#$ %&B
#3
: 'B
!
0
#B
*
$'
()B
A
%
#B
DE*
(
*+,
+)B
F
& #B
(
Tilhugalíf
seldist mest
Bóksala/26
NÝLEGUR björgunarsveitarbíll gereyðilagðist á
flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Elliða í
Staðarsveit í gærkvöldi þegar kviknaði í tveimur
öflugum skoteldatertum sem voru í bílnum. Eng-
inn meiddist en fjórir björgunarsveitarmenn sem
stóðu við bílinn áttu fótum fjör að launa.
„Við vitum í rauninni ekki alveg hvað gerðist en
það hefur greinilega komist neisti þarna í,“ sagði
Sigurður Jónsson, formaður Elliða, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Þótti honum líklegast
að neisti frá flugeldi hefði borist með vindi inn í bíl-
inn. „Terturnar fóru í gang og við bara hlupum í
burtu, það var lítið annað að gera,“ segir hann. „Ég
held við höfum aldrei hlaupið svona hratt áður.“
Terturnar sprungu inni í bílnum og kveiktu í sæt-
um og öðru sem í bílnum var, þ.á m. yfirhöfnum
björgunarsveitarmanna. Meðal þess sem brann
var hluti af afrakstri flugeldasölu dagsins, nokkrir
tugir þúsunda króna. Björgunarsveitarbíllinn var
tekinn í notkun í janúar og hafði verið ekið um
3.000 kílómetra. Bíllinn var í alkaskó og verður
væntanlega bættur af tryggingafélaginu.
„Höfum aldrei
hlaupið svona
hratt áður“
LÖGREGLUMENN brugðust
skjótt við um helgina þegar
fornbíll bilaði hjá konu, sem var
á leið til kirkju í eigin brúð-
kaupsvígslu. Fornbílar eru vin-
sælir hjá hjónaefnum á brúð-
kaupsdaginn en að þessu sinni
brást fornbíllinn með fyrr-
greindum afleiðingum.
Óttaðist brúðurin að brúð-
guminn væri farinn að tvístíga
við altarið en lögreglumenn
voru fljótir að bjarga málum og
kom brúðurin því tímanlega í
brúðkaup sitt í lögreglufylgd.
Bíllinn var sendur í viðgerð.
Fékk lög-
reglufylgd
í eigið
brúðkaup
EKKI var gengið frá samningi ríkisins og Samsonar
eignarhaldsfélags um sölu á 45,8% hlut ríkisins í
Landsbanka Íslands í gær. Fulltrúar viðræðuaðila
funduðu fram eftir kvöldi í gær og sagði Guðmundur
Ólason, ritari framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að verið
væri að leysa úr tæknilegum atriðum. Stefnt væri að
því að undirrita samninginn fyrir áramót.
Einkavæðingarnefnd gerði 21. október sl. sam-
komulag við Samson eignarhaldsfélag ehf. um kaup
hlut í Landsbankanum. Áreiðanleikamat, sem
KPMG gerði vegna sölunnar, var ekki í samræmi við
mat bankans á eigin verðmæti sem lagt var til
grundvallar í samningaviðræðum einkavæðingar-
nefndar og Samsonar ehf. Þetta hefur tafið undir-
ritun samninga.
Sala Landsbankans
Stefnt að und-
irskrift í dag
♦ ♦ ♦