Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 2007 mun gæta stöðnunar í hagvexti þegar fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir hér á landi munu dragast saman. Framkvæmdir fara síðan aftur af stað 2008 vegna seinni áfanga stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Á aðalframkvæmda- tíma, 2003–2006, er gengið út frá því að raunvextir langtímalána hækki um 2% en lækki svo um 1,5% til árs- ins 2010. Við byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði og stækkun Norðuráls gæti hagvöxtur orðið 5–7% þegar mest lætur og verðbólga 5–8%. Snöggur samdráttur í framkvæmd- um gæti hins vegar valdið tímabund- inni stöðnun. Þetta kemur m.a. fram í mati efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins á þjóðhagslegum áhrifum bygg- ingar álvers Alcoa í Reyðarfirði og stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga til ársins 2010. Greint var frá matinu í Morgunblaðinu í gær að því er snýr að álveri Alcoa, en mat- ið var unnið að beiðni iðnaðarráðu- neytisins. Það var svo gefið út síð- degis í gær af fjármálaráðuneytinu en matið fylgir frumvarpi vegna ál- vers Alcoa sem iðnaðarráðherra hef- ur fengið samþykkt í ríkisstjórn og lagt verður fram á vorþinginu. Í matinu kemur fram að niðurstöð- ur þjóðhagslíkans sýni að þjóðarbúið stefni í aukið jafnvægi upp úr 2010 með hagvöxt sem mælist að jafnaði um 3% á ári. Síðan segir: „Athuganir fjármálaráðuneytisins benda til að landsframleiðsla verði að meðaltali 4% hærri á framkvæmdatímanum 2003–2010 en í grunndæminu. Til langs tíma má reikna með jákvæðum áhrifum á framleiðslu, útflutning, viðskiptajöfnuð og raungengi þar sem m.a. landsframleiðsla gæti orðið 1¾% hærri en í grunndæmi.“ Með grunndæmi á ráðuneytið við að ekki sé reiknað með stóriðjufram- kvæmdum og dæmið sé samhljóða endurskoðaðri þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins frá því í desember sl. Þar var gert ráð fyrir að lands- framleiðsla myndi aukast um 1¾% á þessu ári og 2½–3% á árunum 2004– 2007. Jafnframt var reiknað með að verðbólga yrði að jafnaði rúm 2% og atvinnuleysi á bilinu 2–2½%. Sér- fræðingar fjármálaráðuneytisins benda á að staða þjóðarbúsins í grunndæmi skipti miklu máli fyrir niðurstöðu framreikninganna. Þann- ig megi t.d. gera ráð fyrir að þrýst- ingur á verðbólgu verði minni en ella ef atvinnuleysi reynist meira en grunndæmið segir til um. Jafnframt er miðað við að gengisvísitala krón- unnar verði 130 stig allt fram- kvæmdatímabilið, sem er ívið lægra en meðaltal síðasta árs. Athugun ráðuneytisins náði til þeirra kosta að 90 þúsund tonna stækkun Norðuráls kæmi til fram- kvæmda árið 2005 og 60 þúsund tonna stækkun árið 2009, og að álver Alcoa myndi hefja framleiðslu árið 2007 með um 320 þúsund tonna af- kastagetu á ári. Ráðuneytið skoðaði áhrif þessara framkvæmda saman og einnig hverrar fyrir sig. Í meðfylgj- andi töflu, sem birt er í fylgiskjali fyrrnefnds frumvarps, má sjá hver áhrif framkvæmdanna verða, að teknu tilliti til þeirra mótvægisað- gerða stjórnvalda að breyta vöxtum og fjárfestingum. Í súluritunum má sjá áhrif á hagvöxt, fjárfestingu og útflutning eftir tímabilum og fram- kvæmdum. Fjárfesting upp á 250 milljarða Í matinu segir ennfremur að fari þessar álversframkvæmdir fram á sama tíma, sem áform hafa verið uppi um, þá séu þær einhverjar þær mestu sem hér hafa orðið. Gangi áformin eftir muni álframleiðsla nær þrefaldast. Heildarfjárfesting vegna þessara álvera, ásamt virkjunum á tímabilinu 2003–2010, er talin nema um 250 milljörðum króna, miðað við verðlag ársins 2002. Árleg vinnuafls- notkun er áætluð um 2 þúsund árs- verk, eða ríflega 1,25% af heildar- framboði vinnuafls yfir tímabilið 2004–2006. Á þessum árum yrði fjár- festing alls í hagkerfinu um 55% meiri en í grunndæminu. Hagvöxtur gæti orðið 5–7% þegar hann yrði sem mestur og atvinnuleysi um eða innan við 1%. Um áhrif framkvæmdanna segir meðal annars í mati fjármálaráðu- neytisins, sem dagsett er 3. janúar síðastliðinn: „Framkvæmdirnar kalla á mikið innstreymi erlends fjár- magns, annars vegar í formi erlends lánsfjár innlendra aðila, einkum Landsvirkjunar, vegna virkjunar- framkvæmda og hins vegar vegna fjármögnunar álversframkvæmd- anna. Þessi síðasttaldi hluti getur verið hvort sem er í formi erlends lánsfjár eigenda eða eiginfjárfram- laga. Bein afleiðing þessa er að eft- irspurn eftir vinnuafli og öðrum framleiðsluþáttum eykst sem aftur leiðir til þess að atvinnuleysi minnk- ar. Ef eftirspurnin er meiri en sem nemur minnkun atvinnuleysis, eins og hér á við, verður þrýstingur á laun til hækkunar. Framboð á gjaldeyri eykst sem leiðir til hækkunar á gengi íslensku krónunnar. Viðskiptahalli er að sjálfsögðu óhjákvæmilegur meðan verið er að flytja inn þær erlendu vörur sem notaðar eru í framkvæmd- irnar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins aukast einnig er hér þarf þó að hafa í huga að ábyrgðaraðilarnir hvað varð- ar sjálfar álversframkvæmdirnar eru erlend fyrirtæki, þ.e. Norðurál og Al- coa.“ Samdráttur óhjákvæmilegur að framkvæmdum loknum Sérfræðingar á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins segja að þegar meginhluti framkvæmdanna verði genginn yfir verði óhjákvæmilega samdráttur, sem m.a. komi fram í minni eftirspurn eftir vinnuafli, minni hagvexti og lægri verðbólgu. Staðan gagnvart útlöndum fari hins vegar batnandi þegar fjárfestingin fari að skila útflutningstekjum sem að lokum standi undir afborgunum af þeim erlendu lánum sem tekin hafi verið til að fjármagna fjárfestinguna. Ráðuneytið leggur áherslu á að framreikningar í matinu séu óvissir og mikilvægt sé að hafa það í huga við túlkun á niðurstöðunum. Um svo miklar framkvæmdir sé að ræða, með tilliti til stærðar íslenska hag- kerfisins, að erfitt sé að fanga efna- hagsleg áhrif þeirra til hlítar í þjóð- hagslíkani. Þetta eigi sérstaklega við um nákvæmni tímasetningar og stærðargráðu áhrifanna innan tíma- bilsins. Líklegra sé þó að mat á heildar- áhrifunum yfir allt tímabilið, 2003– 2010, sé ekki háð eins mikilli óvissu. Mat á áhrifum álvers Alcoa og stækkunar Norðuráls á þjóðarbúið Stöðnun þegar fram- kvæmdir dragast saman   +6 <  (  (*$ 78,      (  <  ( *$ =   +  &((( ,+   ! " # $  %     $  $&%%  '  (%  (7B (!&'  ( &((( ,+ 70110 011DE0121 011?E011> ) !  *# $  +   011DE0121011?E011> 011DE0121011?E011>                                         ,          ,-".               /"0. *   ,+  &( +       ,+  F+ ( 6 G&'    "    :  F+  &( +  H ' H  +& IB H"J *+ , +    ( ( 6K !&'  ( &70110 1  $&%%  '  (%  / ,+ 7B + +++   =   +  &((( ,+  Morgunblaðið/Sigurður FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ leggur til að takmarkanir á verðbréfaeign lífeyrissjóða hjá einum aðila sam- kvæmt lögum nái einnig til innlána í bönkum og sparisjóðum. Þá leggur eftirlitið einnig til að við trygginga- fræðilegt mat á óverðtryggðum skuldabréfum lífeyrissjóða verði endurmat miðað við 6,6% ávöxtunar- kröfu, en verðtryggð skuldabréf verði áfram núvirt á föstu verðlagi miðað við 3,5%. Ef uppgreiðsla sé heimil á samningstíma skuli tekið til- lit til þess í þeim flokkum verðbréfa sem það eigi við. Þetta kemur fram í tveimur um- ræðuskjölum sem eftirlitið lagði fram á Þorláksmessu og send hafa verið lífeyrissjóðunum, fjármálaráðuneyt- inu og Félagi íslenskra trygginga- stærðfræðinga til umsagnar. Í fyrra umræðuskjalinu sem fjallar um heimild lífeyrissjóða til fjárfestinga í innlánum hjá sama aðila kemur fram að hingað til hafi Fjármálaeftirlitið ekki litið svo á að takmarkanir á eign- um lífeyrissjóða í verðbréfum útgefn- um af sama aðila eða aðilum sem til- heyri sömu samstæðunni nái til innlána í bönkum og sparisjóðum, enda hafi innlán ekki þar til nýverið þótt eftirsóknarverður fjárfestingar- kostur fyrir verulegan hluta fjár líf- eyrissjóða. Samkvæmt lögum má verðbréfaeign lífeyrissjóða hjá ein- um aðila ekki fara umfram 10% af heildareignum og telur Fjármálaeft- irlitið að það sama skuli nú gilda um innlán í bönkum og sparisjóðum þótt ekki sé beinlínis kveðið á um það í lögum um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða frá árinu 1997. Vissar tegundir innlána geta talist til verðbréfa Í síðara umræðuskjalinu kemur fram meðal annars að það sé álit Fjármálaeftirlitsins að vissar teg- undir innlána geti talist til verðbréfa. Uppfylli þau skilyrði um að teljast verðbréf með föstum tekjum megi endurmeta þau að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum. Innlánið þurfi að vera bundið til ákveðins tíma og skriflegur samningur að vera fyrir hendi um binditíma innlánsins. Vext- ir á samningstíma geti verið breyti- legir en samningurinn verði að inni- halda ákvæði um lágmarksvexti og koma þurfi fram hvort heimilt sé að taka út vexti á samningstíma. Þá kemur fram að í reglugerð um mat eigna lífeyrissjóða í trygginga- fræðilegum athugunum sé ekki gerð- ur greinarmunur á því hvort skulda- bréf séu verðtryggð eða óverðtryggð. „Óverðtryggð skuldabréf bera hærri ávöxtunarkröfu en verðtryggð skuldabréf og nefnist mismunurinn þar á milli verðbólguálag. Sé ekki gerður greinarmunur á þessum teg- undum skuldabréfa verður endur- matið hærra á óverðtryggðum skuldabréfum og getur það leitt til að lífeyrissjóðir leiti frekar í óverð- tryggð skuldabréf ef þeir hafa áhyggjur af tryggingafræðilegri stöðu sinni um næstu áramót. Slíkt er afar óheppilegt þar sem það leiðir annars vegar til að lífeyrissjóðir hafi skammtímasjónarmið að leiðarljósi í ákvörðun fjárfestinga og hins vegar getur það skapað skekkju á verðmyndun á markaði vegna stærðar lífeyrissjóðanna. Enn- fremur er almennt ekki tekið tillit til framtíðarverðbólgu við útreikning skuldbindinga, og því verður saman- burður skuldbindinga við eignir ekki fyllilega marktækur ef hluti eigna er endurmetinn með verðbólguálagi,“ segir meðal annars í umræðuskjal- inu. Síðan segir að forsenda fyrir verð- bólgu verði helst að uppfylla það að vera bæði raunsæ og varfærin. Árs- meðaltalsverðbólga síðustu 10 ára sé 3,15% og verðbólgumarkmið Seðla- banka Íslands sé 2,5%. Miðað við að- stæður telji Fjármálaeftirlitið að æskileg verðbólguforsenda sé 3%. Því er gert ráð fyrir að óverð- tryggð skuldabréf séu núvirt í óverð- tryggðu umhverfi, þar sem viðmið- unarnafnávöxtun sé 6,6%. „Fjármálaeftirlitið vill því beina því til tryggingastærðfræðinga að við framkvæmd endurmats verði tekið tillit til verðbólguálags þannig að óverðtryggð skuldabréf séu endur- metin miðað við 6,6% ávöxtunar- kröfu. Verðtryggð skuldabréf verða hins vegar eftir sem áður núvirt á föstu verðlagi með viðmiðunarraun- ávöxtun 3,5%,“ segir síðan. Þá segir að þar sem þessi túlkun feli í sér útvíkkun á hugtakinu verð- bréf með fastar tekjur telji eftirlitið brýnt að tekið sé tillit uppgreiðslu- ákvæðis í þeim flokkum verðbréfa sem það eigi við. Fjármálaeftirlitið leggur fram tvö umræðuskjöl um verðbréfaeign lífeyrissjóða og mat á henni Takmarkanir nái einnig til innlána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.