Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐ var í gær sam- komulag um að Íslandspóstur af- hendi Þjóðskjalasafni til varðveislu safn allra útgefinna íslenskra frí- merkja og erlendra frímerkja sem hingað hafa verið send af aðild- arríkjum alþjóða póstsambandsins. Við þetta tækifæri afhentu Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, og Björn Jósef Arnviðarson, stjórn- arformaður, Ólafi Ásgeirssyni, þjóð- skjalaverði, fyrsta bindið af frí- merkjasafni sem áður var í eigu norska stórkaupmannsins Hans Andreas Hals. Einnig fékk Ólafur af- henta heildarskrá um allar frí- merkjaútgáfur frá árinu 1873 til árs- ins 2000. Einar sagði ánægjulegt að afhenda þjóðskjalasafni þessi frímerki. Þau hafi ekki verið mjög aðgengileg í vörslu Íslandspósts þó fræðimenn hefðu haft að þeim aðgang til rann- sókna. „Þetta er stór dagur fyrir okkur og fellur vel saman við 120. afmælisár Þjóðskjalasafns,“ sagði Ólafur. Hlut- verk þjóðskjalasafns væri fyrst og fremst að varðveita þessa dýrgripi en þeir yrðu fræðimönnum og söfnurum aðgengilegir. Í framtíðinni yrði hluti safnsins sýndur við ákveðin tækifæri. Merkilegasta safn íslenskra frímerkja Safn Hans Andreas Hals er talið vera eitt merkilegasta safn íslenskra frímerkja sem hefur verið í einka- eigu. Póstmálayfirvöld keyptu safnið árið 1946 og var verðið um 100 þús- und sænskar krónur. Á þeim tíma var það jafnvirði svokallaðra Svíþjóð- arbáta, sem fluttir voru til landsins í stríðslok, undir forystu Nýsköp- unarstjórnarinnar. Gylfi Gunn- arsson, forstöðumaður frímerkja- útgáfu Íslandspósts, sagði að á sínum tíma hafi hugmyndin verið sú að safnið yrði uppistaðan í póstminja- safni. Hans hafi byrjað að safna ís- lenskum frímerkjum árið 1931, eytt í það miklum peningum og því hafi það tekið tiltölulegan stuttan tíma. Forstjóri Íslandspósts sagði erfitt að meta verðmæti þessa safns. „Ég held að það sé best að líta á það sem ómetanlegt.“ Samkomulagið var undirritað fyrir atbeina Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra. Þegar Póst- og síma- málastofnun var breytt í hlutafélag árið 1996 var ákveðið að frímerkja- söfn og póstminjar skyldu vera sjálf- stæð vörslustofnun í eigu ríkisins, sem Póstur og sími hf. varðveitti. Nú tekur þjóðskjalasafn við þeirri varð- veislu. Þjóðskjalasafn tekur frímerkja- safn og póstminjar til varðveislu Morgunblaðið/Þorkell Björn Jósef Arnviðarson, stjórnarformaður Íslandspósts, Einar Þorsteinsson forstjóri, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður að lokinni undirskrift um varðveislu á safni allra útgefinna íslenskra frímerkja. Sturla og Ólafur skoða fyrsta bindi úr frímerkjasafni, sem kennt er við Hans Hals. GESTUR Þorgríms- son myndhöggvari er látinn í Hafnarfirði, 82 ára að aldri. Gestur fæddist í Laugarnesi við Reykjavík 27. júní ár- ið 1920. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir Kúld húsmóðir og Þorgrímur Jónsson bóndi og söðlasmiður. Gestur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1944 til 1946 og við Konunglega akademíið í Kaup- mannahöfn 1946 til 1947. Hann lauk myndmenntakennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1953 auk þess sem hann stundaði nám við Kennaraháskól- ann í Kaupmannahöfn í nýsi- kennslu og kennslufræðum 1976 til 1977. Hann starfaði lengst af sem kennari og lektor við Kennara- skóla Íslands sem seinna varð Kennaraháskóli Íslands. Þá var hann stundakennari við Háskóla Íslands. Kunnastur var Gestur af myndlist sinni og tók hann þátt í fjölda myndlistar- sýninga hérlendis og á Norðurlöndum. Meðal annars tók hann þátt í gerð úti- listaverksins Tuft í Seljord í Noregi árið 1990 ásamt tólf öðr- um norrænum mynd- höggvurum. Hann vann að skreytingum fjölda opinberra bygginga ásamt eig- inkonu sinni Sigrúnu Guðjónsdóttur myndlistarmanni, eða Rúnu eins og hún er jafnan kölluð. Þau stofnuðu saman ker- amíkverkstæðið Laugarnesleir ár- ið 1948 og ráku það um árabil. Þá gegndi Gestur ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Félag íslenskra myndlistarmanna, hann fékkst við gerð útvarpsþátta, gamanleik og skemmtisöng og ritaði endurminn- ingar sínar auk fræðirita. Eftirlifandi eiginkona Gests er sem fyrr segir myndlistarkonan Rúna og áttu þau fjögur börn. Andlát GESTUR ÞORGRÍMSSON MÖNNUNUM tveimur sem eru ákærðir fyrir að ráðast á 22 ára gamlan mann í Hafnarstræti í lok maí 2002 og veita honum áverka sem drógu hann til dauða, ber í veigamiklum atriðum ekki saman um atburðarás. Aðalmeðferð máls- ins hófst í gær og gáfu þeir þá skýrslur fyrir dómi. Einnig var sýnd upptaka úr eftirlitsmyndavél- um af árásinni. Aðalmeðferð málsins hófst í gær og heldur áfram í dag. Hinir ákærðu eru 23 og 21 árs gamlir. Sá eldri er ákærður fyrir að hafa hinn 25. maí ráðist á manninn, skallað hann og sparkaði í höfuð hans með hné og fæti þannig að hann féll í götuna og þar hefði hann margsinn- is sparkað í höfuð hans. Maðurinn reis upp eftir þessa atlögu en þá sparkaði sá yngri í efri hluta líkama hans þannig að hann féll í götuna á ný. Eftir það sló sá eldri manninn í andlitið. Maðurinn lést hinn 2. júní sl. af völdum áverka sem hann hlaut við árásina. Sá eldri er einnig ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir, báðar framdar aðfaranótt 7. apríl sl. Sá sem varð fyrir fyrri árásinni hlaut höfuðkúpubrot og heilablæðingu og fyrir dómi í gær sagði hann að skammtímaminni sitt og athygli væru skert af völdum áverkanna. Hinn hlaut 2,5 sentimetra skurð í hársvörð og tvær framtennur losn- uðu úr gómi. Varðandi fyrri árásina kvaðst ákærði hafa veitt manninum höggið eftir að hann hefði slegið sig tvisvar að ástæðulausu. Hann kvaðst ekki muna eftir seinni árás- inni sökum ölvunar. Segist ekki hafa átt upptökin Varðandi árásina í Hafnarstræti neitaði hann að hafa sparkað í manninn og slegið hann margsinnis. Hann lýsti aðdraganda átakanna svo að maðurinn hefði kallað að hon- um og hótað að berja hann. Hefði honum staðið ógn af manninum sem var talsvert hærri en hann sjálfur auk þess sem honum hefði virst að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann hefði reynt að ræða við mann- inn en ekki náð að afstýra átökum. Kvaðst hann hafa slegið til manns- ins en hann náð að víkja sér undan högginu og hlaupið yfir götuna. Þar hefði maðurinn haldið áfram að kalla til hans og hóta barsmíðum. Hann hefði því farið aftur til hans og þá hefði komið til átaka. Í áflogunum hefði hann skallað mann- inn, en það högg verið fremur kraft- lítið. Þeir hefðu síðan tekist á og í slagsmálunum hefði hann veitt manninum tvö högg með hnefa og síðan slegið hann tvívegis eftir að þeir skullu saman í götuna. Að lok- um hefði hann verið rifinn ofan af manninum og haldið föstum. Sagð- ist hann þá hafa kallað til dyravarða á skemmtistað skammt frá og sagt þeim að halda manninum líka svo hann réðist ekki aftur á sig. Að- spurður neitaði hann því að hann hefði í raun verið að hvetja vini sína til að ráðast á manninn. Meðvitundarlaus og í erfiðleikum með öndun Að sögn hins ákærða stóð mað- urinn upp eftir að átökum þeirra lauk. Hann kvaðst hafa snúið sér undan en síðan heyrt högg. Þegar hann sneri sér við hefði hann séð fé- laga sinn, sem einnig er ákærður fyrir árásina, ýta á eftir manninum þannig að hann skall með höfuðið í götuna. Við svo búið hefði hann far- ið til mannsins sem var meðvitund- arlaus og átti í erfiðleikum með önd- un og reynt að vekja hann með því að slá hann í andlitið með flötum lófa. Fyrir dómi í gær sagðist mað- urinn hafa boðist til að taka þátt í herferð gegn ofbeldi í samfélaginu og sent nokkrum aðilum bréf um aðstæður sínar, m.a. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, en for- setinn vitnaði í bréfið í áramóta- ávarpi sínu. Gloppótt myndband Árásin í Hafnarstræti var tekin upp með eftirlitsmyndavél lögreglu og var myndbandið sýnt dómurum, sakflytjendum og réttargæslu- mönnum. Fram kom að myndband- ið er ekki samfellt heldur sýnir ramma sem eru teknir með ákveðnu millibili. Þá sjást andlit manna ekki glöggt og lét Guðjón St. Marteins- son dómsformaður þau orð falla að myndbandið væri gloppótt. Áður en meðákærði, sem er sak- aður um að hafa sparkað í efri hluta líkama mannsins, bar vitni fyrir dómnum óskuðu bæði Ragnheiður Harðardóttir saksóknari og verj- andi mannsins eftir því að hinn árásarmaðurinn viki úr salnum. Verjandinn, Jón Egilsson hdl., gaf þær skýringar að meðákærði ótt- aðist þennan fyrrum félaga sinn. Sá kvaðst vera tilbúinn að yfirgefa sal- inn en Guðjón St. Marteinsson dómsformaður taldi enga ástæðu til þess og sagði það ákvörðun dómsins að hann sæti áfram. Segir höggin hafa verið 10–15 Frásögn þess sem er ákærður fyrir að sparka í manninn er tals- vert frábrugðin þeirri frásögn sem að ofan er rakin. Sagðist hann telja að meðákærði hefði slegið og spark- að í höfuð mannsins 10–15 sinnum og m.a. haldið honum niðri á meðan. Spurður um ástæður þess að hann hljóp til og sparkaði í efri hluta lík- ama mannsins eftir að hann reis upp, sagði hann að maðurinn hefði verið ógnandi, öskrað og horft á sig „illum augum“. Neitaði hann því að maðurinn hefði því sem næst snúið baki við sér áður en árásin var gerð og hann sagðist ekki hafa tekið mjög langt tilhlaup. Ástæðan fyrir sparkinu hefði verið sú að hann hefði verið hræddur við manninn, hefði hann ætlað að sparka í hann og forða sér síðan á hlaupum. Hann kvaðst hafa sparkaði í brjóstkassa mannsins og síðan haldið honum þar til hann féll sitjandi niður en ekki séð þegar hann skall í götuna. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og verða þá leidd fram vitni að árás- inni í Hafnarstræti og prófessor í meinafræði við Háskóla Íslands. Aðalmeðferð vegna líkamsárásar sem olli dauða manns Sakborningunum ber ekki saman FYLGI Samfylkingarinnar mæl-ist 39,4% í skoðanakönnun sem DV birti í gær. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins er 37,1% samkvæmt könnuninni en munurinn milli flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur. Fylgi Framsóknar- flokks er 12,3%, fylgi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboð 8,1% og Frjálslynda flokksins 2,7%. Samfylkingin hefur bætt við sig miklu fylgi frá því DV kannaði síð- ast fylgi flokkanna í september. Þá mældist Samfylkingin með 23,7% fylgi en flokkurinn fékk 26,8% í síðustu alþingiskosning- um. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47,3% í síðustu könnun DV en 40,7% í kosningunum, Framsókn- arflokkur fékk 13,8% í síðustu könnun en 18,4% í kosningunum, VG fékk 13% í síðustu könnun en 8,1% í kosningunum og Frjáls- lyndi flokkurinn fékk 1,9% í síð- ustu könnun og 4,2% í kosningun- um. Úrtakið í könnuninni var 1.200 manns, 600 konur og 600 karlar og var því skipt jafnt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar. Óákveðnir voru 21,9% og 8,9% neituðu að svara. Könnun DV á fylgi flokka Samfylkingin með 39,4% fylgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.