Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ✝ Árni Gestssonfæddist í Reykjavík 14. júní 1920. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 28. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gestur Árnason prentari, f. 28.4. 1882 á Fossi í Staðarsveit, d. 15.8. 1967, og kona hans, Ragnheiður Egils- dóttir húsmóðir, f. 11.1. 1884 í Sjávar- götu í Garðahreppi, d. 25.11. 1972. Systkini Árna voru Margrét skrifstofumaður og Egill tryggingafræðingur, en þau eru bæði látin. Árni kvæntist 20. nóvember árið 1943 Ástu Jónsdóttur, f. 18.12. 1920, d. 26.5. 2000, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Jónína, gjaldkeri, f. 6.11. 1946, hún var gift Kristjáni Þórð- arsyni byggingameistara en þau slitu samvistir. Unnusti hennar er Már Jónsson, pípulagninga- meistari. Börn Jónínu og Krist- jáns eru: a) Arna, f. 17.11. 1970, síðan hús á Langholtsvegi 153 og bjuggu þar samfellt í 40 ár eða þar til þau fluttu að Efstaleiti 14. Árni hóf ungur störf hjá heild- versluninni Heklu hf. og varð síð- ar framkvæmdastjóri þar og meðeigandi. Árið 1956 keypti Árni ásamt fjölskyldu sinni inn- flutningsfyrirtækið Globus hf. og var forstjóri þess og síðar stjórn- arformaður allt til dauðadags. Árni gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir hin ýmsu fé- lagasamtök. Hann var í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna um margra ára skeið og um tíma formaður. Árið 1988 var hann gerður að heiðursfélaga þess fé- lags. Hann var í bankaráði Verzl- unarbanka Íslands og var for- maður bankaráðs um tíma auk fjölmargra annarra félagsstarfa. Ræðismaður S-Kóreu var Árni um tíu ára skeið og var sæmdur heiðursmerki þess lands árið 1986. Hann starfaði í Frímúrara- reglunni og Rotaryhreyfingunni. Árni hafði mikinn áhuga á land- græðslumálum og gekkst fyrir landssöfnun til að græða upp ör- foka land á Haukadalsheiði. Hon- um voru veitt Landgræðsluverð- launin árið 1994. Árni var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1977. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. maki Ívar Trausti Jósafatsson, f. 12.6. 1961. Barn þeirra er Ólafur Ingi, f. 7.8. 1999. b) Þórður Ingi- mar, f. 15.10. 1974, sambýliskona Ann Kristín Hrólfsdóttir, f. 24.4. 1976. Barn Þórðar er Elísabet Arna, f. 25.5. 1996. 2) Gestur, fram- kvæmdastjóri, f. 27.5. 1948, sambýliskona Judith Anna Hamp- shire skrifstofustjóri. 3) Börkur, fram- kvæmdastjóri Globus hf., f. 14.7. 1955, maki Lísa-Lotta Reynis Andersen leikskólastjóri, f. 23.5. 1958. Börn þeirra eru: a) Elva Björk, f. 26.2. 1981. b) Hrannar Árni, f. 29.1. 1989. 4) Ásta, inn- heimtusjóri, f. 5.11. 1960, maki Jón Grétar Margeirsson sölu- maður, f. 11.4. 1959. Börn þeirra eru: a) Eiríkur Ingi, f. 29.4. 1992, og b) Ásta Þórey, f. 20.3. 1997. Fyrir átti Ásta Magnús Árna Gunnarsson, f. 3.6. 1981. Árni og Ásta stofnuðu heimili fyrst á Víðimel 66 og byggðu sér Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem kveðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Kæri vinur, hafðu þökk fyrir sam- verustundirnar. Blessuð sé minning þín. Tengdabörnin. Elsku afi. Nú ert þú kominn til ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Á kveðju- stund eru minningar okkar um þig og ömmu dýrmætar og víst er að af nógu er að taka. Afi var athafnamaður, glæsilegur maður sem afrekaði mikið á ævi sinni. Öll bárum við mikla virðingu fyrir honum og erum stolt af því að hafa átt svo merkan mann sem afa. Afi og amma áttu glæsilegt heimili á Langholtsvegi og seinna meir í Efstaleiti og var ávallt notalegt að koma til þeirra. Samheldni fjölskyldunnar var þeim ofarlega í huga og var oft komið saman á heimili þeirra þegar tilefni var til að gleðjast eða fagna einhverj- um áfanga. Okkur er ljúft að minnast brúðkaupsafmæla þeirra en þá voru haldnar glæsilegar veislur og afi var vanur að flytja ræðu til heiðurs ömmu. Síðustu ár höfum við hist á Helluvaði, sumarbústað afa og ömmu, um páskana og átt saman notalega stund. Eftir að amma lést var afa mikið í mun að halda minningu hennar á lofti og til vitnis um það er glæsileg minningabók sem hann gerði þar sem ævi hennar er rakin og yfir hundrað ljósmyndir lýsa viðburða- ríkri ævi þeirra saman. Fyrir rúmu ári, á afmælisdag ömmu, 18. desem- ber, bauð afi fjölskyldu sinni til veislu í Efstaleiti þar sem hann fékk matreiðslumann til að elda dýrind- ismáltíð fyrir okkur öll. Afi flutti ræðu þar sem hann minntist ömmu og sáum við hversu mikið hann sakn- aði hennar. Í veikindum afa var hann vanur að vera með hálsklút sem amma hafði átt. Klúturinn var honum dýrmætur og fær að fylgja honum í hans hinstu ferð. Okkur langar til að kveðja afa með kvæði eftir skáldið sem hann hafði miklar mætur á: Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Benediktsson.) Elsku afi, við hugsum til ykkar ömmu þar sem þið njótið endur- funda, loksins sameinuð á ný. Við elskum þig. Arna, Þórður, Elva Björk, Magnús Árni, Hrannar Árni, Eiríkur Ingi og Ásta Þórey. Elsku langafi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Við söknum þín. Elísabet Arna og Ólafur Ingi. Frændi minn og nánasti nágranni, Árni Gestsson, kenndur við Glóbus, er látinn. Hann var sonur Gests Árnasonar, prentara í Gutenberg, og Ragnheiðar Egilsdóttur. Þau bjuggu lengst af í Miðstræti hér í borg og þar ólst Árni upp. Gestur var sonur Árna sem hafði viðurnefnið „gáta“. Hann var Snæfellingur, sonur Hann- esar, lyfsala og bónda á Syðri-Görð- um í Staðarsveit, Árnasonar. Kona Árna Hannessonar var Margrét Gestsdóttir. Hún var dóttir Gests Jónssonar, sem var bóndi á Varma- læk í Bæjarsveit í Borgarfirði. Var hann vel þekktur sem frumkvöðull í hrossarækt á sinni tíð. Gestur kom norðan úr Miðfirði ásamt konu sinni, Helgu Halldórsdóttur frá Syðsta- Hvammi í Kirkjuhvammshreppi. Ragnheiður, móðir Árna, var dóttir Egils á Kiðjabergi Einarssonar, Eg- ilssonar og Sigríðar Gísladóttur af Reykjakotsætt. Eiginkona Árna var Ásta Jónsdóttir. Faðir hennar var Jón Vilhjálmsson, skósmiður. Hann var frá Stóra-Hofi í Rangárvalla- sýslu. Móðir hennar var Jónína Jónsdóttir frá Brekku í Austur- Landeyjum. Árni og Ásta höfðu þekkst síðan í barnaskóla og voru jafnaldrar. Ólst hún upp á Vitastígn- um, ekki fjarri æskuheimili Árna. Voru þau hjón samrýnd mjög og var það þungt áfall fyrir Árna þegar hún lést skyndilega 26. maí árið 2000. Við hjónin vorum í nábýli við Árna og Ástu síðustu 14 árin og var ekki hægt að hugsa sér betri nágranna. Heilsu Árna hrakaði eftir slys sem hann varð fyrir við laxveiði í Víði- dalsá fyrir hálfu öðru ári. Hélt hann þó heimili, sá um innkaupin og lét engan bilbug á sér finna, enda naut hann í ríkum mæli aðstoðar barna sinna. Síðustu tvo mánuði hrakaði heilsu hans mjög og dvaldist hann síðustu vikurnar á líknardeild Land- spítala. Honum varð að ósk sinni að fá að vera heima á aðfangadagskvöld jóla í faðmi fjölskyldunnar. Kvaddi hann þá hlýlega nágranna sína sátt- ur við örlög sín. Hann fékk hægt andlát laugardaginn 28. desember sl. Minnumst við hjón Ástu og Árna með hlýhug og situr söknuður eftir þegar góðir vinir kveðja. Sendum við börnum þeirra og fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur. Hörður Þorleifsson. Vinur minn Árni Gestsson er lát- inn. Við Árni kynntumst á miðjum aldri þegar ég hóf lögfræðistörf fyrir Glóbus hf. Sá kunningsskapur leiddi til vináttu, sem aldrei rofnaði. Við fórum í fjölmargar langferðir á hest- um í sumarleyfum okkar ásamt eig- inkonum og fleiri vinum. Margar ferðir voru farnar yfir miðhálendið norður í land og einnig fórum við oft Fjallabaksleið austur í Skaftafells- sýslu. Margar helgar dvöldumst við hjónin í boði Árna og Ástu í sum- arbústað þeirra hjóna og nutum gestrisni þeirra. Þegar ég lít til baka minnist ég Árna sem góðs félaga og vinar. Hann var glaðlyndur, gestrisinn og góður heim að sækja. Um störf Árna munu aðrir vænt- anlega rita en við hjónin sendum börnum Árna og öðrum ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Pétursson. Stundin deyr og dvínar burt sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvurt óséð – eða liðin. (Einar Ben.) Þeim fækkar óðum frumbyggjum Vogahverfis í Reykjavík, sem reistu þar hús sín í lok síðari heimsstyrj- aldar. Árni og Ásta voru eins og við Haukur í þeirra hópi, en aðeins eitt hús var á milli þeirra húss og okkar. Það var reyndar ekki tilviljun að við réðumst í húsbyggingar á sama tíma. Vinátta okkar Ástu hafði þá staðið frá því við mundum eftir okk- ur og þegar þarna var komið höfðum við báðar stofnað eigin fjölskyldur. Á Langholtsveginum ólust börnin okk- ar upp og vinátta fjölskyldnanna efldist við nær daglegt samneyti næstu áratugina. Nú þegar komið er að kveðju- stund eftir langa samfylgd sitja eftir dýrmætar minningar um góðan fjöl- skylduvin. Árni var þeim góðu kost- um gæddur að vera traustur, skemmtilegur og nærvera hans var þægileg. Ég og fjölskylda mín sendum börnum og öðrum ástvinum Árna og Ástu samúðarkveðjur. Honum sjálf- um biðjum við blessunar á eilífðar- brautinni. Guðrún Claessen. Kær vinur, félagi og fyrrverandi samstarfsmaður er látinn en bjartar minningar um elskulegan mann munu lifa áfram í hugum okkar Odd- nýjar. Stór er sá hópur vina, ætt- ingja og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls öðlingsins Árna Gestssonar. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Oddnýjar við þau sómahjón Ástu og Árna, en Ásta lést fyrir liðlega einu og hálfu ári. Við minnumst þeirra samverustunda með virðingu og gleði. Flestar þeirra tengdust rækt- un og fegrun landsins enda þau bæði mikið ræktunarfólk. Heimili þeirra hjóna, bæði í Reykjavík og á Helluvaði, eru afar smekkleg og þau hjónin voru ein- staklega gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Heimilishættir þeirra hjóna voru rómaðir eins og mætur maður skrifaði. Allir, sem sóttu þau hjón heim, hafa góðar minningar frá heimili þeirra. Að leið- arlokum er okkur efst í huga sökn- uður og þakklæti fyrir áralanga vin- áttu og heilladrjúgt samstarf og samskipti sem aldrei bar skugga á. Árni var gæddur miklum mann- kostum, góðum gáfum, velviljaður og vinafastur og var afar heilsteypt manneskja. Bjó vel að mikilli reynslu og hafði ríkan skilning á viðbrögðum fólks. Líf og starf Árna tengdist með afgerandi hætti landbúnaði og ekki síður landgræðslu, sem var eitt af hans aðaláhugamálum í nærri hálfa öld. Hér verður ekki rakinn sem skyldi hans merki þáttur í innflutn- ingi landbúnaðarvéla. Þegar hann rak Glóbus var það eitt umsvifa- mesta innflutningsfyrirtækið á land- búnaðarvélum, grasfræi og fjöl- mörgu öðru í þágu landbúnaðar. Árni var óþreytandi að kynna sér tækninýjungar á sviði landbúnaðar- véla og ferðaðist víða um heim til að kynnast öllu því nýjasta sem var að gerast á þeim vettvangi. Hann aflaði sér einnig persónulegra tengsla og þekkingar á grasfræi sem við enn njótum góðs af í landgræðslustarf- inu. Ég kynntist Árna fyrst er hann var af miklum stórhug og myndar- skap að byrja að rækta bygg í stórum stíl á Helluvaðssöndum fyrir rétt rúmlega 40 árum. Það var mikil og sönn vinátta með honum og Páli Sveinssyni fyrirrennara mínum og frænda. Þeir áttu saman mikil og góð samskipti, m.a. í því að breyta svört- um söndum Rangárvalla í víðfeðma bleika akra. Er ég tók við ábyrgð- armiklu starfi árið 1972 reyndist hann mér einstaklega vel og áttum við síðan fjölmörg viðskipti og sam- starf. Þar bar einna hæst átakið Græðum og græðum sem Árni hratt af stað fyrir hönd Félags íslenskra stórkaupmanna. Árni var hvatamað- ur að þessu viðamikla söfnunarátaki til stuðnings landgræðslu sem var þá og er enn stærsta alhliða söfnunin meðal almennings til að efla gróður og fegra ásýnd landsins okkar. Þetta var þriggja ára verkefni og stýrði Árni því af miklum myndarskap. Það stóð reyndar lengur og aflaði tug- milljóna króna til fjölþættra land- bóta. Árið 1994 voru honum verð- skuldað veitt landgræðsluverðlaun fyrir fjölþætt störf í þágu land- græðslu og landbóta. Árni var ljúfmenni og dagfars- prúður, og það var mér heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur félagi, ná- kvæmur og vildi hvers manns vanda leysa og frá honum stafaði innri hlýja. Það voru forréttindi að kynn- ast honum og minningin um góðan dreng lifir. Fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæri vinur. Sveinn í Gunnarsholti. Kveðja frá Samtökum versl- unarinnar – Félagi íslenskra stórkaupmanna Árni Gestsson var heiðursfélagi Félags íslenskra stórkaupmanna og fyrrum formaður. Hann skipaði sér í forystusveit verslunarinnar á sjö- unda áratugnum og þar munaði mik- ið um liðsinni hans, eins og hvar- vetna þar sem hann kom til starfa. Hann tók fyrst sæti sem meðstjórn- andi í stjórn Félags íslenskra stór- kaupmanna 1968. Ári síðar var hann kjörinn ritari félagsins og varafor- maður 1970. Árið 1971 var hann svo kjörinn formaður þess og gegndi því starfi til 1975. Hann var kjörinn heiðursfélagi FÍS árið 1988. Árni var aðeins 18 ára að aldri þegar hann hóf afskipti af verslun og viðskiptum. Hann starfaði hjá Heklu hf til ársins 1956 er hann stofnaði Glóbus hf og fyrir það fyrirtæki starfaði hann til dauðadags, fyrst sem forstjóri en síðari árin sem stjórnarformaður. Í meira en 60 ár voru vinnuveitendur hans því aðeins tveir og með skylda starfsemi og má því geta nærri að mikil reynsla og kunnátta söfnuðust upp hjá honum. Því lýsa verk hans og árangur betur en mörg orð. Dugnaði Árna Gestssonar var við brugðið. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir íslenska verslun. Hann var einn hvatamanna að byggingu Húss verslunarinnar í Reykjavík og sat í byggingarnefnd þess um skeið, var varaformaður Verslunarráðs Íslands, varaformað- ur og síðan formaður bankaráðs Verslunarbankans og sat í stjórn VSÍ svo fátt eitt sé nefnt. Hvarvetna hreif þessi galvaski og geislandi maður aðra með sér til verka á hin- um ólíklegustu sviðum. Honum voru falin trúnaðarstörf á vegum Frímúr- arareglunnar og Rotaryhreyfingar- innar og ekki má láta þess ógetið að hann varði miklum tíma og fjármun- um til landgræðslumála. Fyrirtæki hans byggðist að miklu leyti til að ÁRNI GESTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.