Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 55 DAGBÓK SKEMMTUN FYRIR ALLA Í DANSHÚSINU KÓPAVOGI danshusid@islandia.is - www.islandia.is/danshusid Innritun til 12. januar, sími: 862 6168 eða Dansfélagið Hvönn Einnig veitum við 15% afslátt af hinum sívinsælu flugsokkum frá Samson og Delilah Enn meiri afsláttur af völdum pörum Tilboðsdagar í Remedíu 15-25% afsláttur SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. Sendum í póstkröfu! Frábært tækifæri til að efna nýársheitið og öðlast óþreytta og alsæla fætur í þýskum og amerískum sjúkraskóm. Hverju seldu pari fylgir nýtt fjölvítamín frá Útsala Útsala Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 fyrir krakka frá 0-12 ára Útsalan hefst í dag kl. 10.00 Nýtt kortatímabil Sigurlaug Guðmundsdóttir QIGONG Orkuhreyfing QIGONG Orkuvinna Námskeiðið verður haldið í Bókasafni Kópavogs á þriðjudag og fimmtudag kl. 17.30-18.30, 10 skipti og hefst 14. janúar. Kennd verður Qigong - hugleiðsla kviðaröndun og qigong - æfingar Opnir tímar á mánud. og fimmtud. kl. 12.10-12.50. Skráning og upplýsingar í síma 554 1248. Dásamleg slökun, hugarró og orkuleiðsla, Þú býrð að því. Fínar dragtir, jakkar, pils og buxur ÚTSALA kvenfataverslun • Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. 30% afsláttur Munið markaðinn í kjallaranum, 50% afsláttur STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hjálpsamur (-söm) og gædd(ur) ríkri ábyrgð- arkennd og átt auðvelt með að leiða aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það eru mörg verkefni á borði þínu núna svo láttu það vera að taka að þér fleiri því annars drukknar þú bara í ókláruðum hlutum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það skiptir sköpum að þú sért skorinorður þannig að ekkert fari á milli mála hvað þú meinar. Sláðu á létta strengi til að laga andrúms- loftið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið ósköp leið- inlegt þegar aðrir dragast aftur úr í samstarfinu. Reyndu að sýna þolinmæði því við vinnum ekki öll á sama hraða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhverjir vilja pranga inn á þig hlutum sem þú hefur í raun og veru enga þörf fyrir. Láttu ekki leika á þig, skelltu á þá hurðinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gerðu ekki meira úr hlut- unum en nauðsynlegt er og veltu þér ekki upp úr smáat- riðunum. Leggðu þig fram um að sjá málin í víðara samhengi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sýndu háttprýði í allri fram- göngu því þá mun þér farn- ast vel. Mundu að líkt laðast að líku og þú átt nú skilið að- eins það besta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst allir vera í and- stöðu við þig en láttu það ekki brjóta þig niður. Ef vel er að gáð reynast þeir færri en þú heldur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Reyndu samt að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sjálfsgagnrýni er af hinu góða en á sér þó sín tak- mörk. Þú veist hvar þú get- ur best nýtt hæfileika þína svo leggðu kapp við að rækta þá. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Sá tími kemur að þú munt geta sagt hug þinn all- an. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu það ekki koma þér í opna skjöldu þótt félagarnir fari þess á leit við þig að þú veitir liði ykkar forystu. Þú ert vel að heiðrinum kominn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að skella þér á kaffihús eftir vinnu ásamt félaga þínum því þið hafið um nóg að spjalla og margt þarf að skipuleggja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Nk.laugardag, 11. jan- úar, verður fimmtugur Már Ólafsson, bóndi, Dalbæ, Gaulverjabæjarhreppi. Hann og kona hans, Sigríð- ur Harðardóttir, munu taka á móti gestum á afmælis- daginn kl. 20:30 í Fé- lagslundi. LJÓÐABROT Heyr, himna smiðr, hvers skáldið biðr, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig; eg er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að þú græðir mig, minnst, mildingr, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramr, ríklyndr og framr, hölds hverri sorg úr hjarta-borg. - - - Kolbeinn Tumason 1. c4 g6 2. g3 Bg7 3. Bg2 e5 4. Rc3 Re7 5. e4 Rbc6 6. d3 d6 7. h4 h6 8. h5 g5 9. f4 gxf4 10. gxf4 exf4 11. Rh3 f3 12. Dxf3 Re5 13. Df1 R7c6 14. Be3 Rg4 15. Bg1 Dh4+ 16. Kd2 Dxh5 17. Rf4 Dg5 18. Hh5 Dd8 19. Bh3 Rf6 20. Bxc8 Dxc8 21. Hh4 Dd7 22. Be3 Re5 23. Dh1 O-O-O 24. Hg1 Hdg8 25. Rb5 Rfg4 26. Rh5 Bf8 27. Hf1 a6 28. Rc3 Be7 29. Hh3 Rxe3 30. Kxe3 Bg5+ 31. Ke2 Rc6 32. Hg3 f5 33. Dh3 Hf8 34. Kd1 Rd4 35. exf5 Rxf5 36. Hgf3 Staðan kom upp í tékk- nesku deildakeppninni 2001 þar sem Sergei Movsesjan hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Milos Jir- ovsky. 36... Re3+! og hvít- ur gafst upp þar sem hann verður skiptamuni undir eftir 37. Hxe3 Hxf1+ 38. Dxf1 Bxe3. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Barna- spítala Hringsins á dögunum og söfnuðu þær kr. 7.550. Þær heita frá vinstri: Alexandra Ólöf Guðmundsdóttir, 12 ára; Birta Björk Árnadóttir, 7 ára; Salvör Rafnsdóttir, 9 ára; Þór- dís Rafnsdóttir, 5 ára. Allar til heimilis í Laxalind í Kópavogi. BRESKA bridskonan Sally Horton hefur skrifað bók sem heitir því skemmtilega nafni Double Trouble. Við- fangsefni bókarinnar eru þau vandræði sem stafa af tví- ræðni doblsins, að vera stundum til sektar og stund- um til úttektar. Og jafnvel eitthvað þar á milli. Mismun- andi túlkun spilafélaga á doblinu er án efa ein helsta orsök sagnslysa, ekki síst nú á tímum þegar doblsögninni er beitt á frjálslegri hátt en áður tíðkaðist. Nú er best að lesandinn geri tilraun á sjálf- um sér. Sagnir ganga þann- ig: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass Pass 2 tíglar Pass Pass Dobl Pass ??? Kerfi AV er Standard með 12–14 punkta grandopnun, sem þýðir að endursögn vest- urs á einu grandi sýnir 15–17 punkta. En það er í sjálfu sér aukaatriði. Hér er spurning- in þessi: Hvað þýðir dobl austurs á tveimur tíglum? Er það sekt eða úttekt? Ef að líkum lætur sýnist sitt hverjum, enda getur dobl hentað hér vel, hvort heldur til sektar eða úttektar. Það verður bara að vera á hreinu hvort heldur er! Norður ♠ 43 ♥ ÁG3 ♦ K98 ♣G8653 Vestur Austur ♠ KG76 ♠ 952 ♥ D102 ♥ K8764 ♦ Á5 ♦ G3 ♣ÁD104 ♣K92 Suður ♠ ÁD108 ♥ 95 ♦ D107642 ♣7 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass Pass 2 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Spilið er frá bridshátíðinni í Borgarnesi um helgina, nánar tiltekið úr síðustu um- ferð tvímenningsins og við sjáum að austur og vestur lögðu hvor sinn skilninginn í doblið. Sigurvegararnir, Gísli Steingrímsson og Sveinn R. Þorvaldsson, voru í NS og það kom í hlut Gísla að spila tvo tígla doblaða. Út kom hjartatvistur, lítið úr borði og kóngur. Austur spilaði spaða til baka, Gísli lét drottn- inguna og vestur fékk á kónginn. Spilaði svo tígulás og tígli. Gísli drap heima, svínaði hjartagosa, henti laufi í hjartaás og stakk lauf. Tók svo spaðaás, spilaði spa- ðatíunni og lét hana fara yfir þegar vestur fylgdi með smá- spili. Tíu slagir og „semitopp- ur“ til Gísla og Sveins. Dálkahöfundur hefur fulla samúð með þessum misskiln- ingi austurs og vesturs, því staðan er sjaldgæf. En ráðið til að komast hjá slíkum sagnslysum er að búa til ein- faldar þumalfingursreglur sem hægt er að yfirfæra á óræddar stöður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 9. janúar, er áttræður Sig- mundur Guðmundsson, Hraunbæ 92, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Þórdís Eggertsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur þeirra í Brautarási 16, Reykjavík, á milli kl. 18 og 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.